Morgunblaðið - 24.03.2009, Side 8

Morgunblaðið - 24.03.2009, Side 8
Morgunblaðið/Birkir Öryggi Starfsmenn Jarðborana á bornum Tý raða saman lokum á toppi hol- unnar. Öryggislokarnir þola nokkur hundruð kílóa þrýsting. FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is BYRJAÐ verður að bora allt að 4.500 metra holu í Vítismóum við Kröflu í dag. Um einstakt verkefni er að ræða sem fylgst er með víða um lönd. Þetta er fyrsta djúpborun hérlendis en borað verður niður í eldvirkt svæði með það að markmiði að virkja yfirmarkshitaðan vökva á þessu mikla dýpi við Kröflu. Búnaðurinn vegur yfir 700 tonn Starfsmenn Jarðborana hafa und- anfarnar tvær vikur unnið við að koma bornum Tý fyrir á borstæðinu í Vítismóum, en Týr er nýjasti og kraftmesti bor fyrirtækisins. Um 60 stórar flutningabifreiðar með tengi- vagna hafa undanfarið flutt yfir 700 tonn af búnaði á svæðið. Borinn var síðast notaður til að laga eldri holu við Kröflu, en þar áður var hann not- aður á Reykjanesi fyrir áramót. Þungatakmarkanir á vegum vegna sveiflna í veðurfari hafa tafið fyrir flutningi búnaðar, en Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun Power, sagði í gær að flutningum væri að ljúka. Undanþága fékkst til að flytja tvö síðustu stykkin að bor- stæðinu og þá átti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hefja djúpborunina. Kostnaður um 2,3 milljarðar Kostnaður við djúpborunina er áætlaður 20 milljónir dollara eða sem nemur um 2,3 milljörðum króna miðað við að gengi dollars sé 115 krónur. Landsvirkjun borgar rúm- lega helming þess kostnaðar. Tveir alþjóðlegir rannsóknasjóðir taka þátt í kostnaði við tilteknar rann- sóknir. NSF í Bandaríkjunum greið- ir 3 milljónir dollara og ICDP í Þýskalandi 1,5 milljónir dollara. Hitaveita Suðurnesja, Orkuveita Reykjavíkur, Orkustofnun, Alcoa og Statoil Hydro eru einnig þátttak- endur í verkefninu. Bjarni Pálsson segir miðað við að ljúka borunum í lok júní og að vökva- sýni verði tekin í ágústmánuði. Í framhaldinu verði hugsanlega hann- að tilraunaorkuver ofan á holuna. „Það kemur þó ekki í ljós fyrr en eft- ir 5-10 ár hversu raunhæft er að framleiða orku með þessum hætti,“ segir Bjarni. Djúpborunin hefur í nokkur ár verið kynnt á alþjóðlegum ráð- stefnum víða um heim. Einhverjir fulltrúar erlendra þátttakenda í verkefninu munu fylgjast með bor- uninni við Kröflu eftir því sem verk- inu vindur fram. Einnig er hægt að fylgjast með á netinu, t.d. á vefsíð- unni www.iddp.is Margar nýjungar „Við verðum varir við mikinn áhuga fyrir verkefninu enda margt nýtt sem verið er að gera og margir sem koma að þeim tilraunum,“ segir Bjarni. Fram hefur komið að um 80 rannsóknarhópar víðs vegar um heim fylgjast með framgangi verk- efnisins. Djúpborunarverkefnið í heild samanstendur af þremur borholum, en auk Kröfluholunnar verður á næstu árum borað á Hengilssvæðinu og á Reykjanesi þar sem reynslan úr Kröflu verður nýtt til að þróa tæknina áfram. Djúpborun í Vítismóum Mikill áhugi víða um heim fyrir 4.500 metra holu á eldvirku svæði við Kröflu Í HNOTSKURN »Þurrgufa undir háþrýst-ingi og um 400-600°C heit er í svonefndu yfirmarks- ástandi og hefur hvergi verið nýtt til raforkuframleiðslu. »Til þess að nálgast hanaþarf að bora um 4-5 km djúpar holur. »Fræðilega gætu slíkar bor-holur gefið allt að 10-falt afl núverandi borholna. »Óvissu um efnasamsetn-ingu og ýmis tæknileg úr- lausnarefni þarf að leysa áður en unnt verður að segja til um hvort orkuvinnsla úr djúpholum er arðbær. »Litið er á djúpborunar-verkefnið sem langtíma rannsóknar- og þróunar- verkefni enda mjög umfangs- mikið og kostnaðarsamt. »Hjá Landsvirkjun Power,sem er dótturfélag Lands- virkjunar, starfa um 40 manns sem flestir störfuðu á verk- fræði- og framkvæmdasviði Landsvirkjunar um árabil. »LV Power er ætlað að takaþátt í hvers konar fjárfest- ingu á sviði orkumála, þar með talið í fjárfestingum í virkjunum og raforkukerfum. »LV Power heldur utan umundirbúning virkjana í neðri hluta Þjórsár og jarð- hitavirkjana á Norðaust- urlandi. »Borinn Týr verður not-aður til djúpborunar, en Týr var einhentur guð hern- aðar í norrænni goðafræði. 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 ELLIÐI Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur fyrir hönd bæjarins ritað Steingrími J. Sigfús- syni, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, bréf þar sem þess er krafist að Vestmannaeyjahöfn fái án tafar heimild til að hefja á ný síld- arhreinsun úr höfninni. Hreinsunin, oftar nefnd síldveiðar, var stöðvuð fyrir helgina af sjávarúvegsráðu- neytinu, eftir að Hafró hafði talið engin fiskifræðileg rök fyrir því að halda „hreinsuninni“ áfram. Eyjamenn telja verulega hættu á umhverfisslysi ef hreinsun verður ekki heimiluð á ný og áskilja sér all- an rétt til að krefja ríkið um greiðslu vegna þess kostnaðar sem verður af hreinsun, hætta sé á umhverfisslysi í höfninni verði ekkert að gert. Að sögn hafnarstjórans í Eyjum var ekkert fararsnið á síldinni í gær og hún færst innar í höfninni. Vilja hefja síldar- hreinsun Eyjar Ekkert hefur verið veitt frek- ar af síld í Vestmannaeyjahöfn. Áskilja sér rétt til bóta frá ríkinu „VIÐ stefnum að því að leggja listann fram á kjördæmisþingi nk. fimmtu- dag til kynningar og staðfestingar,“ segir Kristján H. Guðmundsson, for- maður kjördæmisráðs Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæmi. Á vef Samfylkingarinnar kemur fram að fimm efstu sætin í prófkjör- inu séu bindandi með fyrirvara um uppröðun samkvæmt fléttulista. Úr- slit prófkjörsins voru sem kunnugt þau að Árni Páll Árnason, hreppti 1. sætið en því næst komu Katrín Júl- íusdóttir, Lúðvík Geirsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Magnús Orri Schram. Lúðvík tilkynnti nýverið að hann myndi ekki taka 3. sætið en bauðst til þess að skipa 5. sætið sem er baráttusætið. Spurður hvort það þýði sjálfkrafa að Magnús flytjist upp í 3. sætið svarar Kristján því neitandi. Tekur hann fram að ekki sé útilokað að leitað verði afbrigða á fundinum til þess að víkja frá fléttulista. Segir hann eftir sem áður tryggt að kynja- jafnræði verði á listanum í heild sinni. Listi senn væntanlegur BJÖRGUN ehf. hefur fengið leyfi Orkustofnunar til efnistöku af hafs- botni á þremur svæðum í Hvalfirði. Leyfið var veitt 16. mars síðastliðinn og gildir það til 1. júní næstkomandi. Samkvæmt leyfinu fær Björgun að taka allt að 210.000 m3 af möl og sandi við Brekkuboða, allt að 60.000 m3 við Laufagrunn og allt að 65.000 m3 við Kiðafell. Einungis er leyfð holudæling við efnistökuna. Þetta efni á meðal annars að nota til fyll- ingar í þilskurði við Vogabakka í Sundahöfn í Reykjavík og hugs- anlega til fyllingar undir hafnargarð við Helguvík í Reykjanesbæ. Víða var leitað umsagna vegna út- gáfu leyfisins. Nokkrir sem leitað var umsagna hjá bentu á að dæla ætti efninu af hafsbotninum sem næst miðju fjarðarins og sem fjærst ströndum Hvalfjarðar. Orkustofnun hefur eftirlit með framkvæmd leyfisins. gudni@mbl.is Taka efni í Hvalfirði Unnið er að umhverfismati á átta aðskildum verkefnum í Þingeyj- arsýslum. Landsvirkjun vinnur að mati vegna rannsóknaborana í Kröflu, nýrrar Kröfluvirkjunar, Kröflu II og rannsóknaborana í Gjástykki, Þeistareykir ehf. standa að mati vegna rannsóknaborana á Þeistareykjum og mati fyrir nýja virkjun á Þeistareykjum, Alcoa vinnur að mati á álveri á Bakka við Húsavík og Landsnet vinnur á mati vegna tengivirkja og línufram- kvæmda til að tengja virkjanirnar við fyrirhugað álver. Þá vinna fyr- irtækin í sameiningu að sameig- inlegu mati fyrir allar framkvæmd- irnar. Fyrirhugað er að reisa nýja allt að 150 MW jarðhitavirkjun við Kröflu, en í núverandi Kröfluvirkj- un eru nú framleidd 60 megawött af raforku eins og lagt var af stað með þegar framkvæmdir hófust á miðjum áttunda áratugnum. Því marki var loks náð árið 1999 þegar seinni 30 MW-vélin var sett upp. Vélin hafði legið ónotuð í öll þessi ár. Krafla 2 er hugsuð til að mæta orkuþörf álvers á Bakka. Átta verkefni í umhverfismati STEFNT er að því að ríkið hafi umsjá með hluta bankastarfseminn- ar hér á landi. Sjálfsagt verði þó að stofna banka á frjálsum markaði, sem yrðu þá ekki á ábyrgð ríkisins. Þetta kom fram á blaðamannafundi Vinstri grænna í gær. Katrín Jakobsdóttir, varaformað- ur VG, kynnti hugmyndir um að end- urskoða forsendur fyrir útreikning- um vísitölugrunnsins samhliða afnámi verðtryggingar auk þess sem bjóða þyrfti upp á óverðtryggð hús- næðislán sem valkost. Vilja leggja niður varnarmálastofnun Lægri vextir eru einnig meðal áhersluatriða VG. Þar er, að sögn Katrínar, átt við að skapa aðstæður til vaxtalækkana, þar sem vaxta- ákvarðanir eru ekki í höndum stjórn- málamanna. Til að spara ríkisútgjöld leggja Vinstri græn til að skera niður hern- aðartengda starfsemi og leggja nið- ur Varnarmálastofnun. Í ljósi þess að hér hafa verið og munu koma danskar og norskar her- þotur til eftirlits sagði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, varaþingmaður Suðvesturkjördæmis, að Vinstri græn hefðu ekki nægan þingstyrk til að fá það í gegn í þessari starfsemi yrði hætt. Flokkurinn hefði auk þess ekki verið lengi í ríkisstjórn til að beita áhrifum sínum þar. halldorath@mbl.is Hluti banka áfram í eigu ríkisins VG leggja áherslu á lægri vexti með því að skapa aðstæður til vaxtalækkana Morgunblaðið/Kristinn VG Telja að bjóða þurfi upp á óverðtryggð húsnæðislán sem valkost.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.