Morgunblaðið

Date
  • previous monthMarch 2009next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2324252627281
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 24.03.2009, Page 9

Morgunblaðið - 24.03.2009, Page 9
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is EFNAHAGS- og skattanefnd Al- þingis hefur til umfjöllunar frum- varp Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra um breytingar á ákvæðum laga um tekjuskatt og ákvæðum laga um staðgreiðslu op- inberra gjalda. Markmið frumvarps- ins er að styrkja skattaframkvæmd og vinna gegn skattundanskoti. Nefndin hefur leitað umsagna við frumvarpið og fengið gesti á sinn fund. Nokkrir aðilar, þar á meðal Samtök fjármálafyrirtækja, vilja að Alþingi gefi sér góðan tíma í þessa mikilvægu lagasmíð og afgreiðslu málsins verði frestað fram á næsta þing. Segja samtökin að frestun málsins eigi ekki að koma að sök vegna þess að gildistaka helstu ákvæða frumvarpsins miðist al- mennt við tekjur ársins 2010. Leyna eignum sínum Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. að lagt sé til að lögfest verði ákvæði um skattlagningu aðila sem eiga beina eða óbeina eignarað- ild að félögum, sjóðum eða stofn- unum sem eru heimilisföst í lág- skattaríkjum. Löggjöf af þessum toga sé til staðar annars staðar á Norðurlöndum og í flestum löndum hins vestræna heims. Markmið slíkrar löggjafar sé að hamla gegn skattasniðgöngu sem fram fer með þeim hætti að innlendir aðilar leyna eignum sínum og flytja tekjur úr landi í félög sem þeir stofnsetja í lág- skattaríkjum án þess að hafa í reynd nokkra starfsemi þar. Aukið frjáls- ræði í flutningi fjármagns á milli landa kalli á breytingar á íslenskri löggjöf hvað þetta varðar. „CFC- löggjöf (CFC = Controlled Foreign Corporation) er algengasta ráð- stöfun ríkja gegn undanskoti skatta með framangreindum hætti,“ segir í greinargerðinni. Í skýrslu um umfang skattsvika á Íslandi, sem kynnt var á Alþingi í desember 2004, var CFC-löggjöf ein þeirra ráðstafana sem talin var brýnust í þeim tilgangi að draga úr skattsvikum. Í þeirri skýrslu er gerð grein fyrir ýmsum leiðum til skatt- svika sem viðgangast í skjóli svokall- aðra lágskattaríkja eða skattapara- dísa og eins kemur fram í henni að í fjölmörgum skattsvikamálum á und- anförnum árum hafa komið fram til- vik, sem sýna að þessar leiðir eru notaðar í stórum stíl af íslenskum skattaðilum. Í athugasemdum Samtaka fjár- málafyrirtækja segjast samtökin styðja það heilshugar að skattalög- gjöfin verði endurbætt. Til að vel takist til sé nauðsynlegt að fylgjast vel með straumum og stefnum í ná- grannaríkjunum og velja það sem best gerist í þeim ríkjum. Sameig- inlegt markmið stjórnvalda, almenn- ings og fjármálageirans sé að endur- vekja traust á Íslandi. „Ljóst er að frumvarpið hefur verið unnið í flýti Ræða skattaskjól  Frumvarpinu ætlað að vinna gegn skattaundanskoti  Samtök fjármálafyrirtækja vilja nefnd í málið Morgunblaðið/Ómar Alþingi Björgvin G. Sigurðsson stefnir að því að afgreiða málið í dag. og það varðar mikilsverð og flókin fagleg málefni. Þann lærdóm má draga af fjármálakreppunni að regl- ur um flókin málefni sem tengjast al- þjóðlegum viðskiptum hafa ekki ver- ið nægilega vel unnar og hafa því ekki haldið þegar á reyndi. Því er lagt til að frumvarpið sem hér er lagt fram verði unnið betur í sam- vinnu við sérfræðinga atvinnulífsins og fagaðila. Nýja Ísland þarf að vanda sig. Það er ljóst að þeir er- lendu skattaðilar sem hafa reynt að telja fram á Íslandi hafa lent í erf- iðleikum með það vegna þess að skattyfirvöld ráða ekki yfir kerfum og ferlum til að ráða við það,“ segir í greinargerðinni. Samtökin hvetja til þess að skip- aður verði starfshópur um skatt- lagningu vaxta og CFC-reglur. Starfshópurinn eigi að geta unnið hratt og vel. Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 LISTI Sjálfstæðis- flokksins í Suður- kjördæmi var sam- þykktur í fyrradag. 4.428 greiddu at- kvæði í prófkjöri flokksins í kjör- dæminu. Efstu fjór- ir frambjóðendur hlutu bindandi kosningu, en alls tóku 17 frambjóðendur þátt. Í 1. sæti listans er Ragnheiður El- ín Árnadóttir, þingmaður, í 2. sæti Árni Johnsen, þingmaður, í 3. sæti Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitar- stjóri, í 4. sæti Íris Róbertsdóttir, kennari, í 5. sæti Kjartan Ólafsson, alþingismaður og í 6. sæti Vil- hjálmur Árnason, lögreglumaður. Listinn í Suðurkjör- dæmi samþykktur Ragnheiður Elín Árnadóttir FRAMBOÐSLISTI Framsóknarflokks- ins í Norðaustur- kjördæmi hefur verið samþykktur. Hann skipa: 1. sæti Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, 2. sæti Höskuldur Þór Þórhallsson, al- þingismaður, 3. sæti Huld Aðalbjarnardóttir, menn- ingar- og fræðslufulltrúi, 4. sæti Sigfús Karlsson, framkvæmda- stjóri, 5. sæti Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjálfi og 6. sæti Hallveig Höskuldsdóttir, leiðtogi í málmvinnslu. Listi Framsóknar í NA-kjördæmi Birkir Jón Jónsson KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisflokks- ins í Norðaustur- kjördæmi hefur samþykkt tillögu kjörnefndar um skipan framboðs- lista. Listann skipa: 1. Kristján Þór Júlíusson, 2. Tryggvi Þór Herbertsson, 3. Arnbjörg Sveinsdóttir, 4. Björn Ingimarsson, 5. Anna Guðný Guðmundsdóttir, 6. Jens Garðar Helgason. Kristján Þór efstur í NA-kjördæmi Kristján Þór Júlíusson KJÖRDÆMISÞING Samfylkingarinnar í Norðvesturkjör- dæmi samþykkti framboðslista flokksins fyrir komandi alþingis- kosningar. Listann skipa: 1. Guðbjartur Hannesson alþingismaður, 2. Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, 3. Arna Lára Jónsdóttir verkefnastjóri, 4. Þórður Már Jónsson viðskiptalögfræðingur, 5. Anna Kristín Gunnarsdóttir nemi og varaþingmaður, 6. Ragnar Jörundsson bæjarstjóri. Guðbjartur efstur í NV-kjördæmi Guðbjartur Hannesson „Ég stefni að því að ná frumvarp- inu út úr nefndinni á morgun, þriðjudag,“ segir Björgvin G. Sig- urðsson, formaður efnahags- og skattanefndar. Hann segir að nefndin hafi farið vel yfir málið á fundum sínum undanfarna daga. Björgvin segist vera algerlega ósammála því að setja málið í nefnd eins og Samtök fjármálafyr- irtækja vilja. „Ég tel sjálfur að þessi löggjöf muni auðvelda mjög að sækja fé í skattaskjól. Að tefja málið með því að setja það í ein- hverja nefnd gæti eyðilagt slíka möguleika og því kemur það ekki til álita,“ segir Björgvin. Hann seg- ist ekki vita á þessari stundu hvort nefndin muni leggja fram sameig- inlegt álit. Ósammála því að setja málið í nefnd Ný frímerki með kynjaskepnum KYNJASKEPNUR úr íslenskum þjóðsögum eru myndefni á nýjum frímerkjum sem Íslandspóstur gaf út í síðustu viku. Jafnframt komu út tvö sérhefti þar sem myndefnin eru íslenskar farþegaflugvélar, bæði gamlar og nýjar. Í íslenskum þjóðsögum er fjöldi frásagna um furðuverur í lofti, á láði og legi. Í bók Sigurðar Æg- issonar og Jóns Baldurs Hlíðberg, Íslenskar kynjaskepnur, sem kom út sl. haust, eru rifjaðar upp helstu þjóðsögur og sagnir um 30 slík dýr. Tíu slíkar furðuskepnur prýða frímerkin, m.a. skoffín, sem sagt er afkvæmi tófu og kattar, og fjörulalli, sjávarskepna sem gat verið skaðlegur kindum á fengi- tímanum. Einnig skeljaskrímsli sem er margfætt skepna, mórauð og loðin og hringlar í henni þegar hún hreyfir sig. Þá silungur sem var öfuguggi því allir uggarnir á honum sneru fram. Frímerkin hannaði Hlynur Ólafsson, grafísk- ur hönnuður. Jón Baldur Hlíðberg teiknaði myndirnar. Flugvélafrí- merkin voru einnig hönnuð af Hlyni Ólafsyni en teiknuð að Wil- fred Hardy. Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast framboðum, próf- kjörum, kosningafundum o.fl. Kosningar 2009 STUTT Hótel í miðbænum. Góður aðbúnaður. 295 dkr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk Sofðu vel! Í Kaupmannahöfn str. 36-56 Bæjarlind 6 sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Opið virka daga 10-18 Síðar skyrtur Litir: Svart og hvítt www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Nýjar vörur Nýjar vörur Str. 38-56 FRÁBÆR BUXNASNIÐ NÝ SENDING KVARTBUXUR, GALLABUXUR (margir litir) SPARIBUXUR, MÖRG SNIÐ, 2 SÍDDIR BREIÐARI OG GRENNRI MJAÐMIR (Slim style) Fræðslufundur ÍSÍ Hreyfing og heilbrigði, fræðslufundur fyrir fólk á besta aldri verður haldinn á ÍSÍ fimmtudaginn 26.mars frá kl. 13.00-15.30. Fyrirlestrar um hreyfingu, næringu og lífsgæði. Skráning og upplýsingar í síma í 514-4000. Sjá einnig á www.isi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 81. tölublað (24.03.2009)
https://timarit.is/issue/333752

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

81. tölublað (24.03.2009)

Actions: