Morgunblaðið - 24.03.2009, Page 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009
ÞINGMENN og ráðherrar leggja áherslu á að
sparisjóðakerfinu í landinu verði viðhaldið, og
það haldi áfram að þjóna sérstaklega ein-
staklingum og smærri fyrirtækjum. Þetta kom
fram við utandagskrárumræður á Alþingi í
gær er Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra
gerði grein fyrir atburðum helgarinnar þegar
FME tók yfir SPRON og Sparisjóðabankann.
Gylfi sagðist ekki eiga von á að atbeina rík-
issjóðs þyrfti til að tryggja laun starfsfólks
SPRON. Kvaðst hann telja að sparisjóðurinn
ætti fyrir slíkum forgangskröfum. Gylfi sagði
að af tæknilegum ástæðum hefði þurft að færa
innistæður viðskiptavina SPRON til Kaupþings
aðfaranótt sunnudags og því hefði orðið að
skýra frá niðurstöðunni með stuttum fyrirvara.
„Ég held að við munum reyna að standa vörð
um stofnfjárkerfið. Það er einfaldlega hægt að
draga þá ályktun af því sem gerst hefur und-
anfarin misseri að hlutafélagavæðing spari-
sjóðanna var mjög misráðin,“ sagði Gylfi.
Fram kom í máli Steingríms J. Sigfússonar
fjármálaráðherra að ekki væri ólíklegt að ríkið
þyrfti að leggja aukið eigið fé til Kaupþings, en
innistæður voru færðar þangað.
Sumir þingmanna voru gagnrýnir á hvernig
staðið var að yfirtökunni um helgina. Það væri
ekki fólki bjóðandi að þurfa að heyra af örlög-
um sínum í beinni sjónvarpsútsendingu. Krist-
inn H. Gunnarsson vék einnig að ábyrgð Seðla-
banka Íslands sem hefði vísvitandi og af
ráðnum hug notað Sparisjóðabankann til að
koma út peningum til viðskiptabankanna.
Sparisjóðabankinn hefði verið notaður sem
milliliður til að koma milljörðum til viðskipta-
bankanna til að „viðhalda blekkingarleiknum“.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Umræða Þingmenn ræddu fall
SPRON og Sparisjóðabankans.
Hf-væðing sparisjóða mistök
Gagnrýndu hvernig yfirtakan fór fram Vilja viðhalda sparisjóðakerfinu
Starfsfólki verði tryggð laun Sparisjóðabankinn notaður sem milliliður
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
hefur skilað Neyðarlínunni 300 þús-
und króna styrk sem hann þáði í að-
draganda kosninga 2007. Segir í til-
kynningu frá flokknum að flestir
stjórnmálaflokkar hafi farið á svig
við lög með því að þiggja framlög
frá fyrirtækjum eða félögum í op-
inberri eigu.
„Sjálfstæðisflokknum urðu á
nokkur slík mistök árið 2007 og
veitti flokkurinn þannig viðtöku
framlögum sem hann hefði með
réttu átt að hafna þar sem um var
að ræða félög í meirihlutaeigu hins
opinbera. […] Munu öll framlög
sem stangast á við lögin verða end-
urgreidd til þeirra sem þau greiddu
á sínum tíma.“
Íslandspóstur sem er að fullu í
eigu íslenska ríkisins var meðal
þeirra sem styrktu stjórn-
málaflokka árið 2007. Fengu Sjálf-
stæðisflokkur, Samfylking, VG og
Framsóknarflokkur 150 þúsund
króna framlag hver frá félaginu.
Endurgreiðir
Neyðarlínu
styrkinn
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
JÓHANNA Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra ítrekaði við utandagskrár-
umræður á Alþingi í gær ummæli sín
um siðleysi ákvörðunar stjórnar
HB-Granda að leggja til við hlut-
hafafund að hluthöfum yrði greiddur
8% arður. „Þeir sem stunda atvinnu-
rekstur verða að bera gæfu til þess
að finna jafnvægi á milli vinnu-
framlags hins almenna launafólks
annars vegar og hagnaðar eigenda
hins vegar og ofurlaunakjara sem
eru og hafa verið á umliðnum árum
úr öllum tengslum og samhengi við
það sem stærstur hluti þjóðarinnar
býr við og aðbúnað hans,“ sagði hún.
Jóhanna sagði að ríkið hlyti að
skoða sérstaklega hvernig fyrirtæki,
sem þiggja ríkisaðstoð, verja sínum
fjármunum. „Ég tel að þau, og raun-
ar öll fyrirtæki sem skila hagnaði um
þessar mundir, hljóti að horfa til
þess að verja hagnaði sínum til at-
vinnuuppbyggingar og að fjölga
störfum frekar en til arðgreiðslna og
stuðla þannig að uppbyggingu til
framtíðar í þessum fyrirtækjum.“
Njóta ívilnana ríkisins
Umræðan fór fram að beiðni
Kristins H. Gunnarssonar sem sagði
mjög gagnrýnivert þegar hluthafar
litu svo á að þeir gætu tekið og tækju
í reynd til sín arðgreiðslur án tillits
til framlaga annarra, bæði launa-
manna og ríkissjóðs. Kristinn sagði
að hagnaður HB Granda hefði verið
2,3 milljarðar. Arðgreiðsla út af fyrir
sig væri ekki óeðlileg en það væri
sérstaklega gagnrýnivert að fyr-
irtæki sem gengi vel nyti marghátt-
aðrar ívilnunar af hálfu ríkissjóðs,
sem sparaði fyrirtækinu hundraða
milljóna kr. útgjöld á ári. „Og gefur
því á sama tíma tækifæri, sem það
nýtir sér, til að afla sér tekna upp á
hundruð milljóna króna á hverju ári í
leigu veiðiheimilda, sem það á ekki
og fær afhent frá ríkinu án þess að
borga krónu fyrir,“ sagði hann.
Ragnheiður Elín Árnadóttir,
Sjálfstæðisflokki, sagði að stóra
spurningin sem þyrfti að svara um
arðgreiðslur í atvinnulífinu væri
hver ætti að vera ávöxtun fjárfesta
sem legðu atvinnulífinu til fjármagn.
Sagði hún forsætisráðherra reka
fleyg á milli atvinnurekenda og
launafólks með ummælum sínum um
fyrirtækið.
Birkir Jón Jónsson, Framsókn-
arflokki, sagði sjálfsagt að fólk fengi
arð af sparifé sínu almennt. Við
mættum ekki fordæma arðgreiðsl-
urnar sem slíkar. Hins vegar þyrfti
að horfa á þetta mál í samhengi við
erfiðleikana í þjóðfélaginu. Sam-
hengi þyrfti að vera á milli launa og
arðgreiðslna.
Barbabrellur í bókhaldi
Grétar Mar Jónsson, Frjálslynda
flokknum, sagði að í dag gætu menn
teiknað eignir inn í fyrirtæki í sjáv-
arútvegi. Reiknað veiðiheimildir á
4.200 kr./kg af þorski þó að gang-
verðið væri jafnvel innan við 1.000
kr./kg. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki
væru tæknilega gjaldþrota en beittu
Barbabrellum í bókhaldi sínu.
Hagnaður í
fleiri störf
fremur en arð
ATLI Gíslason,
Vg, segir við-
skiptabankana og
sparisjóðina hafa
hækkað við-
skiptavild í bók-
haldi sínu jafn vel
upp í 30-50% af
ársveltu. Myndað
þannig tekjur í
bókhaldi og hækkað eigin fé, sem
var grundvöllur lánstrausts. Þann-
ig hafi þeir búið til loftbóluhagnað
og í kjölfarið loftbóluarðgreiðslur,
búið jafnframt til loftbólueigiðfé,
sem þeir fengu svo lánað út á. Rík-
isstjórnin eigi að hafa þetta vel í
huga áður en hún reiði fram 20%
aðstoð við sparisjóðina. Hefur hann
beint því til rannsóknarnefndar Al-
þingis og sérstaks saksóknara að
þetta verði skoðað sérstaklega.
Rannsaka
loftbóluhagnað
KRISTINN H. Gunnarsson stóð fyrir utandagskrárumræðu á Alþingi í gær
um arðgreiðslur í atvinnulífinu. Kristinn gagnrýndi m.a. ívilnanir sem fyr-
irtæki í sjávarútvegi nytu frá ríkinu þegar vel gengur og þau skila góðum
hagnaði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var til andsvara.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Arðgreiðslur og ívilnanir
Atli Gíslason
STARFSMENNTASJÓÐUR úthlut-
aði nýlega styrkjum að upphæð 35
milljónir króna til 35 verkefna.
Hæstu úthlutunina upp á 1,7 millj-
ónir króna hlaut verkefnið „Hann-
að í málm“ sem skapar atvinnu-
tækifæri næsta hálfa árið fyrir þrjá
hópa hönnuða og þrjú málmiðn-
aðarfyrirtæki.
Á meðal annarra verkefna sem
fengu úthlutað úr sjóðnum má
nefna námskeið um heimavinnslu
mjólkurafurða og stofnun matvæla-
fyrirtækja, menntasmiðju karla,
störf án staðsetningar og þróun
málms í steinlagna- og umhirðu-
tækni.
Úthlutað
úr Starfs-
menntasjóði