Morgunblaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is „ÞAÐ er ljóst að íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir alveg sér- staklega, hafa stefnt sér og það sem verra er, íslensku fjármálalífi, í mikla hættu, jafnvel hreinar ógöngur.“ Þetta er meðal þess sem segir í minn- isblaði starfsmanna Seðlabanka Ís- lands eftir fundi þeirra með fulltrúum erlendra banka og matsfyrirtækja í London í febrúar 2008. Og áfram segir í minnisblaðinu: „Hættulegt er að hafast ekkert að í þeirri von að markaðir opnist óvænt og allur vandi verði þá úr sögunni. Nauðsynlegt er að hefjast þegar handa við að vinda ofan af stöðunni svo hún verði ekki óleysanleg. Ekki er hægt að útiloka að miklu fyrr ræt- ist úr markaðsaðstæðum og aðgengi að fjármagni en nú er talið. Ekkert bendir þó enn til þess og ef menn láta sér nægja að lifa í voninni verður of seint að bregðast við þegar ljóst verð- ur að vonin rætist ekki.“ Björgvin G. Sigurðsson, fyrrver- andi viðskiptaráðherra, sagði í sam- tali við blaðamann í gær að honum hefði aldrei verið sýnt þetta minn- isblað og það hefði ekki verið lagt fram í ríkisstjórn. „Að því er mér skilst var því aldrei dreift til annarra ráðherra. Aðrir verða að gera grein fyrir því hvernig þetta var kynnt fyrir þeim, einhverjir sem það þó sáu,“ sagði Björgvin. Seðlabankamenn vörðu Icesave Í minnisblaðinu segir eftir fund starfsmanna Seðlabankans með fulltrúum matsfyrirtækja, að ljóst sé að áhyggjur af Íslandi litist eingöngu af áhyggjum af íslensku bönkunum. Talið sé að fyrirferð þeirra í fjármála- lífi Íslendinga sé slík að verði þeim hált á svelli þá detti aðrir með. Fulltrúar Moody’s hafi haft áhyggjur af öllum bönkunum en þó einna mest af einum þætti sem snýr að Lands- banka Íslands vegna Icesave- innlánsreikninga bankans. „Seðla- bankamenn fóru yfir þau rök sem væru gegn því að þessi innlánsreikn- ingur væri jafn ótraustur og Moody’s hefði áhyggjur af, en ekki er líklegt að öllum efasemdum þeirra hafi verið eytt,“ segir í minnisblaðinu. Varðandi fundi með fulltrúum stórra erlendra banka segir meðal annars í minnisblaði starfsmanna Seðlabankans, „að íslenska banka- kerfið væri í mikilli hættu, ekki síst vegna þess hvernig það hefur þanist út, skipulagslítið og ógætilega á und- anförnum árum, í því trausti að láns- fjárútvegun yrði ætíð leikur einn.“ Stefnt í ógöngur Morgunblaðið/Ómar Minnisblað Starfsmenn Seðlabankans ræddu við fulltrúa erlendra banka og matsfyrirtækja í London í febrúar 2008 og greindu frá áhyggjum þeirra. Í minnisblaði Seðlabankans frá því í febrúar 2008 var varað við mikilli hættu  Meira á mbl.is ● Sparisjóðurinn í Keflavík (SpKef) hefur selt Íbúðalánasjóði (ÍLS) safn skuldabréfa, að fjárhæð um 10 millj- arða króna, tryggt með veði í íbúðar- húsnæði. Er þetta gert í samræmi við heimild til slíkra kaupa samkvæmt lög- um, sem sett voru í vetur um kaup á skuldabréfum fjármálafyrirtækja. ÍLS mun greiða 80% af uppreiknuðu virði safnsins með afhendingu íbúðabréfa. Eftirstöðvarnar, eða 20%, er krafa SpKef á ÍLS sem mun verða gerð upp að 8 árum liðnum. Til ársins 2010 er SpKef óheimilt að lána eða selja íbúða- bréfin á eftirmarkaði. ÍLS kaupir lán af SpKef ()  ()    * * ()  +)      * * ,-. /- 0     * * 345 ,6)   * * () $ () '  * * ÞETTA HELST ... ● KAUPMÁTTUR launa dróst um 9,3% á tólf mán- aða tímabili fram til febrúar á þessu ári. Þetta kemur fram samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands á launa- vísitölunni fyrir febrúarmánuð síðastliðinn. Launavísitalan í febrúar var óbreytt frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mán- uði hefur vísitalan hins vegar hækkað um 6,7%. Kaupmáttur launa í febrúar lækkaði um 0,5%, en vísitala neysluverðs hækkaði sem því nemur á milli mánaða. Yfir tólf mána tímabil dróst kaupmátt- urinn saman um 9,3%. gretar@mbl.is Kaupmáttur launa dróst saman um 9,3% ● STRAUMUR-Burðarás fjárfesting- arbanki, sem hefur fengið greiðslu- stöðvun til 11. júní næstkomandi, sagði síðastliðinn föstudag upp 68 starfs- mönnum sem störfuðu á skrifstofu bankans í London undir formerkjum Teathers. Síðastliðinn fimmtudag sagði Straumur upp 79 starfsmönnum, þar af 38 á Íslandi og 41 í Bretlandi og Dan- mörku. Lítil starfsemi hefur að undanförnu verið í útibúi Straums í London, Teat- hers. Útibúið og vörumerkið, sem Straumur keypti af Landsbankanum á síðasta ári, hefur verið í söluferli. gretar@mbl.is Uppsagnir hjá Teathers FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ neitar að gefa upp á hvaða kjörum samið var við Saga Capital og VBS fjár- festingarbanka, en samningar hafa náðst milli ríkissjóðs og beggja fyr- irtækja vegna skuldar sem varð til í svokölluðum endurhverfum við- skiptum fyrirtækjanna við Seðla- banka Íslands. Saga Capital skuldaði ríkissjóði 15 milljarða króna og VBS skuldaði 26 milljarða, samkvæmt upplýs- ingum Mbl. Samningarnir fela í sér að fyrirtækin greiða skuldirnar til baka á sjö árum. „Með samningnum er tryggt að ríkissjóður og þar með skattgreiðendur fái að fullu greitt,“ segir í tilkynningu frá VBS. Þór- hallur Arason, sérfræðingur í fjár- málaráðuneytinu, segir að aðeins tveir kostir hefðu verið í stöðunni; að ganga að fyrirtækjunum þar sem þau gátu ekki veitt frekari veð- tryggingar vegna skuldanna eða að reyna að semja um skuldirnar. Hann segir að ríkissjóður myndi veikja samningsstöðu sína gagn- vart öðrum með því að gefa upp vaxtakjör eða önnur ákvæði samn- inganna. thorbjorn@mbl.is Vilja ekki gefa upp kjör lána til VBS og Saga Gæti veikt samningsstöðu, segir ríkið Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „MÉR finnst þetta bera vott um ótrúlegt siðleysi,“ segir Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, um þá ákvörðun VBS fjár- festingarbanka að óska eftir viðræð- um við skilanefnd SPRON um kaup á Netbankanum nb.is, dótturfélagi SPRON. „VBS hefur ekki leyfi til að taka við innlánum. Þeir gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar og voru dregnir að landi með 26 milljarða króna láni frá ríkissjóði. Blekið er ekki þornað á þeim gjörningi og þeir ætla að reyna að yfirbjóða aðila sem eru með viðskiptabankaleyfi og hafa ekkert lán fengið,“ segir Margeir og vísar til þess að VBS hafi í gær samið við ríkissjóð vegna skuldar sem varð til í svokölluðum endurhverfum við- skiptum við Seðlabankann. Margeir segir það liggja í hlutarins eðli að VBS muni ekki geta greitt upp sín lán hjá ríkissjóði nema taka „gríð- arlega áhættu í rekstri.“ Hann segist vera orðlaus yfir því að menn láti sér detta nokkuð svona lagað í hug og segist ekki trúa öðru en að þetta verði stöðvað. Þess ber að geta að MP banki hefur einnig lýst yfir áhuga á að taka yfir Netbankann og hluta af útibúaneti SPRON. Kaupa fremur en að byggja upp VBS hafði samband við skilanefnd SPRON í gær með það í huga að kaupa Netbankann. Jón Þórisson, forstjóri VBS, segir að Netbankinn falli vel að stefnu og framtíðarsýn VBS. „Netbankinn hefur öll tilskilin leyfi til að taka við innlánum og þjón- usta viðskiptavini í gegnum netið. Það er þrautreyndur netbankabún- aður til staðar og ferlar og kerfi sem eru tiltölulega aðgengileg. Það er einfaldara [...] að fjárfesta í fyrirtæki sem er þegar í starfsemi í stað þess að byggja upp,“ segir Jón. Að sögn Jóns hafa engar verðhugmyndir ver- ið nefndar á þessu stigi málsins. Auk VBS og MP banka hafa þrjú önnur fjármálafyrirtæki haft samband við skilanefnd SPRON og lýst yfir áhuga á að kaupa eignir. Yfirfærsla innstæðna gekk vel Yfirfærsla innstæðna frá SPRON til Nýja Kaupþings í gær gekk að mestu leyti vel að undanskildum smávægilegum hnökrum, sem tókst að kippa fljótt í liðinn. Starfsmenn SPRON mættu í gærmorgun á sínar starfstöðvar og sóttu persónulega muni. Öll útibú SPRON, fyrir utan útibúið í Borgartúni, voru lokuð í gær í þeim skilningi að engin við- skipti voru í útibúunum en viðskipta- vinum gafst kostur á að koma og kveðja starfsfólkið. Margir við- skiptavinir hafa átt viðskipti við sama þjónustufulltrúann árum sam- an og því var andrúmsloftið tilfinn- ingaþrungið á nokkrum stöðum, samkvæmt upplýsingum frá SPRON. Ber vott um „ótrúlegt siðleysi“  Stjórnarformaður MP gagnrýnir harðlega að VBS ætli að kaupa fyrirtæki stuttu eftir að hafa verið bjargað af ríkissjóði  Báðir hafa áhuga á Netbankanum, nb.is Margeir Pétursson Jón Þórisson Munu útibú SPRON verða opnuð aftur? Nei, öllum útibúum hefur verið lok- að og sparisjóðnum lokað í núver- andi mynd. Nú hafa allar innstæður á reikn- ingum SPRON og Netbankans verið færðar til Nýja Kaupþings. Hvað um áunna vexti? Allar innstæður fluttust yfir miðað við stöðu og áunna vexti á yf- irtökudegi. Allir skilmálar lána um tímalengd, vaxtakjör, mynt og fleira halda sér óbreytt gagnvart Nýja Kaupþingi. Viðskiptavinir SPRON hafa fengið ný viðskiptaútibú. Í hvaða útibú voru innstæður viðskiptavina SPRON færðar? Á vefsíðu SPRON, spron.is geta viðskiptavinir nálgast ítarlegar upplýsingar um hvert viðskipti og innstæður voru færðar. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.