Morgunblaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 18
18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 Eftir Alfons Finnsson Ólafsvík | Netavertíð er nú í fullum gangi í sjávarbyggðum landsins og hefur verið mikið um að vera í Ólafsvík að undanförnu. Síðustu ár hefur þeim bátum sem róa með net fækkað umtals- vert og segja sjómenn að öll ver- tíðarstemning sé horfin eftir að kvótinn var settur á og með síminnkandi aflaheimildum. Á ár- um áður þegar best lét reri tals- vert af netabátum af öllu landinu frá Snæfellsnesi og skapaðist skemmtileg stemning og nóg var að gera í fiskvinnsluhúsum. Var þá oft löng löndunarbið og biðu bátar úti undir bauju eftir löndun og þurftu hafnarverðir að gefa bátum númer. Ennþá koma nokkrir aðkomu- bátar á Snæfellsnes. Mest eru það dragnótabátar sem koma hingað til veiða. Einn þeirra átta báta sem róa með net frá Ólafsvík í vetur er Arnar í Hákoti SH 37. Hann er 76 tonna eikarbátur sem var smíð- aður í Þýskalandi árið 1959. Morgunblaðið fór í netaróður með Arnari nýverið, leiðindaveður var á Breiðafirði en netin voru í sjó og þurfti að draga þau. Farið var út frá Ólafsvík um áttaleytið en stutt stím var á miðin. Fimm menn eru um borð í Arnari í Há- koti, allt þaulvanir sjómenn sem kalla ekki allt ömmu sína. Gekk vel að draga fyrstu trossuna, afl- inn í henni var um 700 kíló af boltaþorski. Haldið var áfram fram eftir degi og menn kepptust við að draga netin og var ekkert slegið af. Trossurnar ruku inn fyrir með ógnarhraða, fiskurinn var greiddur úr og trossurnar lagðar aftur, en ein trossan var full af sprelllifandi síld, en ekki kom mikið af þorski í hana. „Andsk … þetta er ekki gott,“ sagði Sigurður Garðarsson. „Þetta kvikindi er að tefja okkur.“ Um leið og trossurnar voru bún- ar var farið í að blóðga fiskinn og svo var hann ísaður. „Allt fyrir gæðin,“ sögðu skipverjar. Aflinn í þessum róðri var fimm tonn og voru skipverjar ánægðir með þann afla, við erum með svo fá net, sögðu þeir, og pössum alltaf að draga einnar nætur og svo tök- um við trossurnar upp þegar spáir leiðinlega. Jón Guðmundsson hafnarvörður segir að vertíðin í ár sé betri en í fyrra. „Netabátar hafa verið að koma með allt að 30 tonnum að landi eftir daginn og dragnótabát- ar hafa mokfiskað en heldur hefur dregið úr veiði línubáta eftir að loðnan kom hingað vestur, það er allt krökkt af loðnu hér,“ segir Jón. Ekkert slegið af við veiðarnar Morgunblaðið/Alfons Snör handtök Golþorskur kominn um borð og þegar netin eru bunkuð af slíkum þorski þurfa handtökin að vera eldsnör svo hægt sé að leggja netin aftur. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | notadir.brimborg.is lifðu í öryggi. fáðu þér notaðan volvo. Við erum á tánum fyrir þig í dag. Semdu við okkur um verð. Endurnýtum gjaldeyrinn með því að nýta það sem við eigum. Kauptu notaðan Volvo. Lifðu í öryggi. Komdu í Brimborg og skoðaðu Volvo í dag. Komdu í rjúkandi kaffi. Við erum á tánum fyrir þig í dag seljagamla nkaupanýja notaðan Eingöngu notaðir bílar sem sérfræðingar Volvo mæla með ` çÜå C t çäÑÉ m ìÄäáÅ o Éä~íáçåë ðëä~åÇá -18%-16%-16% Volvo S40 SE (AM395) 2,4 bensín sjálfskiptur 4 dyra Leðurinnrétting ofl. Skrd. 04/2005. Ek. 74.000 km. Ásett verð 2.740.000 kr. Afsláttur 490.000 kr. Tilboðsverð 2.250.000 kr. Volvo S60 SE (OS921) 2,0 Turbo bensín sjálfskiptur 4 dyra Sport leðurinnrétting, Xenon gasljós, rafdrifið ökumannssæti ofl. Skrd. 07/2005. Ek. 43.000 km. Ásett verð 3.420.000 kr. Afsláttur 550.000 kr. Tilboðsverð 2.870.000 kr. Volvo XC70 SE AWD (LY707) 2,5 Turbo bensín sjálfskiptur station Leðurinnrétting, rafdrifin sæti, GSM sími, Dolby hljómkerfi, dráttarbeisli ofl. Skrd. 12/2003. Ek. 112.000 km. Ásett verð 3.440.000 kr. Afsláttur 550.000 kr. Tilboðsverð 2.890.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.