Morgunblaðið - 24.03.2009, Síða 19
Daglegt líf 19ÚR BÆJARLÍFINU
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009
Heldur rysjóttur öskudagur, með
átján jafnleiðinlegum bræðrum,
rann sitt skeið hér á Sauðárkróki, en
síðan þá hefur verið blíða uppá
hvern einasta dag og hiti náð jafnvel
tveggja stafa tölu. Allur snjór horf-
inn innanbæjar nema þau fannafjöll
sem mokað var af götunum og hlaðin
upp hvar sem opið svæði var að
finna, en þau eru nú sem óðast að
hverfa líka.
Hinsvegar er nægur snjór í skíða-
löndum Skagfirðinga í vesturhlíðum
Tindastóls, og segir Viggó Jónsson,
framkvæmdastjóri svæðisins, að
þessi vetur sé einn sá besti síðan
svæðið var opnað, gríðarlega góð að-
sókn og fari sífellt batnandi. Aðeins
hefði verið lokað fimm daga vegna
veðurs frá því að opnað var í lok
október og ánægjulegt að segja frá
því að sívaxandi fjöldi gesta kæmi nú
frá nágrannabyggðunum, einkum
frá Skagaströnd, og Blönduósingum
fari mjög fjölgandi. Einnig væri
skemmtilegt að nefna það að milli
fimmtíu og sextíu börn og unglingar
æfðu svig reglulega, þar af um tutt-
ugu og fimm frá Skagaströnd. Þá
sagði hann vinsældir svæðisins færu
vaxandi meðal skíðadeilda Reykja-
víkur-félaganna og hefði Helgi Geir-
harðsson þjálfari skíðafólks úr KR
til dæmis verið nú um síðustu helgi
með sitt fólk við æfingar í Stólnum
og lýst ánægju með dvölina.
Í byrjun marsmánaðar var Hús frí-
tímans opnað við Sæmundargötu og
hefur þar verið komið upp glæsilegri
aðstöðu fyrir alla þá sem koma vilja
saman til hverskonar frístunda-
starfa, allt frá unglingum til eldri
borgara, þar sem hver og einn getur
fundið aðstöðu til að sinna sínu
áhugamáli. Að sögn Áskels Heiðars
Ásgeirssonar hefur aðsókn verið
mjög góð og almenn ánægja með
þessa glæsilegu aðstöðu.
Atvinnuástand er nokkuð gott, þó
vissulega hafi fækkað um eina vakt í
Steinullarverksmiðjunni vegna al-
menns samdráttar í byggingariðn-
aði. Þá vænta menn fjölgunar í nýj-
um störfum meðal annars hjá Matís
og fleiri stofnunum sem hafa haslað
sér völl á Sauðárkróki.
Skagfirðingar eru nú komnir í fullan
gang með undirbúning árlegrar
Sæluviku, sem hefst hinn 26. apríl og
ljóst að hún verður ekki íburðar-
minni en stundum áður. Á vegum
Listasafnsins verður í Safnahúsinu
sýning sem tileinkuð verður skag-
firska listamanninum Jóhannesi
Geir, en fjölmörg verk hans, skissur,
teikningar og málverk voru að hon-
um látnum gefin til safnsins. Mun
þessari höfðinglegu gjöf verða gerð
ítarleg skil á sýningunni.
Söngur og tónlist mun setja svip
sinn á Sæluviku svo sem venja er og
gert er ráð fyrir að taka aftur í notk-
un félagsheimilið Miðgarð, sem lok-
að hefur verið á fjórða ár, en þar
hafa nú verið gerðar viðamiklar við-
gerðir og endurbætur, þannig að þar
er aðstaða öll orðin eins og best
verður á kosið og segja þeir sem vit
hafa á að þar sé komin hin besta að-
staða til leik- og tónlistarflutnings.
Síðastliðið ár voru eitthundrað og
tuttugu ár frá því að Leikfélag Sauð-
árkróks hið eldra var stofnað, en fé-
lagið var stundum nefnt Comedíu-
félagið eða Sauðárkrókur Theater,
og starfaði það allt til ársins 1907 er
það tók höndum saman við Ung-
mennafélagið Tindastól um þessa
list- og skemmtiiðju, en 1941 var fé-
lagið endurvakið og hefur starfað
óslitið síðan. Þessara merku tíma-
móta vildi félagið minnast á verð-
ugan hátt og setur því nú á svið sýn-
ingu sem ber nafnið: Frá okkar
fyrstu kynnum – 120 ár í sögu leik-
félags. Höfundur og leikstjóri verks-
ins er Jón Ormar Ormsson en hon-
um til aðstoðar er Guðbrandur Ægir
Ásbjörnsson. Að sögn Sigurveigar
Daggar Þormóðsdóttur, formanns
félagsins, samanstendur verkið af
völdum köflum úr íslenskum leik-
verkum sem sett hafa verið á svið í
áranna rás, og mikill fengur væri að
því að fá aftur til liðs við félagið fólk
sem ekki hefur sést á sviði um árabil
ásamt með yngri félögum. Sagði Sig-
urveig að nú gætu menn aftur end-
urnýjað kynnin við Skugga Svein,
Kalla á saumastofunni, Málfríði á
símstöðinni og ýmsar aðrar persón-
ur sem glatt hefðu leikhúsgesti á ár-
um áður. Hér væri á ferðinni gaman
og alvara, söngur, glens og grín sem
engan mundi svíkja, en í sýningunni
eru um tuttugu leikarar.
Þannig að mannlíf er gott og Skag-
firðingar horfa glaðbeittir til góðs
vors og betra sumars.
SAUÐÁRKRÓKUR
Björn Björnsson fréttaritari
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Jóhannes Geir Á vegum Listasafnsins verður bráðlega sýning í Safnahús-
inu, sýning sem tileinkuð verður skagfirska listamanninum Jóhannesi Geir.
ÞAÐ var fyrir sex og hálfu ári að
bandarísk yfirvöld hófu að veita
vottorð um að matvæli væru lífræn.
Síðan hefur mikil
vakning átt sér
stað. Salan hefur
tvöfaldast og er
nú svo komið að
þrjár af hverjum
fjórum mat-
vöruverslunum í
landinu selja líf-
rænt ræktuð
matvæli. Það
sem áður var jaðariðnaður er orðið
að stóriðnaði.
Því fer hins vegar fjarri að þorri
Bandaríkjamanna hafi tileinkað sér
heilbrigt neyslumynstur á fæðu.
Tölurnar tala sínu máli.
Bandaríkjamenn fá sjö prósent
hitaeininga sinna úr gosdrykkjum
eða meira en úr grænmeti. Þriðj-
ungur landsmanna er of þungur og
það dugar þessum hópi ekki að
auka hlut lífrænnar fæðu, að mati
rithöfundarins Mark Bittman, sem
þekktur er fyrir umfjöllun sína um
kosti grænmetisfæðis.
Að hans mati þarf fleira að koma
til. Minni neysla á afurðum sem
unnar eru úr dýrum er ofarlega á
blaði; hver Bandaríkjamaður borð-
ar að meðaltali kíló af slíkum afurð-
um á dag með tilheyrandi álagi á
vistkerfin. Þá gæti neytendur ekki
endilega að því hvort lífrænt rækt-
aðar vörur eru úr nágrenninu eða
fluttar um langan veg með tilheyr-
andi mengun. Til að gera illt vera
hafi margir bændur sem framleiði
lífrænar vörur ekki efni á að fá
vottorð fyrir framleiðslu sinni.
Betra að
borða rétt
en lífrænt
Smelltu á notadir.brimborg.is
og veldu notaðan bíl fyrir þig –
farðu síðan á bgs.is og
sannreyndu tilboð dagsins.
Komdu í Brimborg í dag.
Fjöldi annarra Volvo bíla í boði.
Hringdu núna í síma 515-7000.
Notað
Volvo XC90 V8 SE AWD (AT402)
4,4 bensín sjálfskiptur 7 manna
Rafdrifin framsæti, sóllúga,
dráttarbeisli ofl.
Skrd. 02/2006. Ek. 40.000 km.
Ásett verð 6.490.000 kr.
Afsláttur 1.300.000 kr.
Tilboðsverð 5.190.000 kr.
-20%
-17%-12%-20%
Volvo V50 SE (TT668)
2,4 bensín sjálfskiptur station
Leðurinnrétting ofl.
Skrd. 09/2006. Ek. 33.000 km.
Ásett verð 3.690.000 kr.
Afsláttur 440.000 kr.
Tilboðsverð 3.250.000 kr.
Volvo C30 T5 SE (JSB20)
2,5 Turbo bensín beinskiptur 3 dyra
Spoilerakitt, 17" álfelgur,
leðurinnrétting ofl.
Skrd. 08/2007. Ek. 16.000 km.
Ásett verð 4.200.000 kr.
Afsláttur 710.000 kr.
Tilboðsverð 3.490.000 kr.
Volvo S40 SE (JL071)
1,8 bensín beinskiptur 4 dyra
Skrd. 03/2005. Ek. 49.000 km.
Ásett verð 2.430.000 kr.
Afsláttur 490.000 kr.
Tilboðsverð 1.940.000 kr.