Morgunblaðið - 24.03.2009, Page 20

Morgunblaðið - 24.03.2009, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Morgunblað-ið hefurundan- farna daga birt ýt- arlegar úttektir Þórðar Snæs Júlíussonar blaðamanns á gögnum einka- væðingarnefndar um sölu kjöl- festuhluta í Landsbankanum og Búnaðarbankanum árin 2002 og 2003. Stjórnvöld hafa nú fyrst veitt aðgang að þess- um gögnum, þótt fjölmiðlar hafi áður leitað eftir honum. Umfjöllun blaðsins varpar skýrara ljósi á ýmislegt, sem út af fyrir sig var löngu vitað; að pólitík kom við sögu, en ekki eingöngu hagsmunir skattgreiðenda, þegar gengið var til samninga við kjölfestu- fjárfesta í bönkunum tveimur. Að harðar deilur voru innan einkavæðingarnefndarinnar um þá ákvörðun að ganga til viðræðna við Samson eign- arhaldsfélag um kaup á hlut í Landsbankanum vegna þess að hópurinn bauð ekki hæsta verð í hlutinn. Að ákvörðun um að ræða við S-hópinn og Kaldbak um kaup á hlut í Búnaðarbank- anum var tekin til þess að hóp- ar tengdir Framsóknarflokkn- um gætu myndað mótvægi við hóp, sem talinn var tengdur Sjálfstæðisflokknum. Það sem segja má að sé nú lýðum ljóst í fyrsta skipti er hversu yfirgengilegur vand- ræðagangurinn var í kringum það markmið að reyna að fá er- lendar fjármálastofnanir til að kaupa hlut í bönkunum. Hvernig kjölfestufjárfestarnir, sem buðu í bankana, virðast hafa vafið einkavæðingarnefnd um fingur sér í krafti fyr- irheita um að koma með er- lenda fjárfesta með sér, þrátt fyrir að upplýs- ingar um þá virðist bæði hafa verið villandi og af skornum skammti. Og loks liggur fyrir að deilur voru innan einkavæðingar- nefndarinnar um það hversu stóran hlut ætti að selja í bönkunum. Í báðum tilvikum var seldur miklu stærri hlutur í einu lagi en upphaflega var ætlunin. Morgunblaðið gagnrýndi það harðlega á sínum tíma að svo stór hlutur skyldi seldur í bönkunum til eins fjár- festahóps og að ekki skyldu gerðar ráðstafanir til að tryggja dreift eignarhald á þeim. Í viðbrögðum stjórn- málamanna við umfjöllun Morgunblaðsins, sem birtast í blaðinu í dag, er tekið undir þetta sjónarmið, sem er vissu- lega jákvætt þótt það sé kannski svolítið seint. Það er ekki hægt að fullyrða að þröngt eignarhald á bönk- unum hafi haft úrslitaþýðingu í þeirri þróun, sem leiddi til falls þeirra. Þó liggur fyrir að það, ásamt krosseigna- tengslum í viðskiptasamsteyp- unum sem réðu þeim, magnaði upp afleiðingar bankahruns- ins. Það er rétt, sem Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á í Morgunblaðinu í dag, að við hljótum að líta á eignarhald ríkisins á nýju bönkunum sem tímabundið ástand. Þeir verða einkavæddir á ný. Þá skiptir ákaflega miklu máli að læra af þeim mistökum, sem óumdeil- anlega voru gerð þegar Lands- bankinn og Búnaðarbankinn voru seldir. Bankarnir verða einkavæddir á ný}Lært af mistökunum HugmyndirVinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, flokks fjármálaráðherr- ans, um skatta- hækkanir eru byrjaðar að skýrast. Flokkurinn hefur sagzt vilja fara blandaða leið skattahækkana og sparnaðar í ríkisrekstrinum til að mæta erfiðleikum í ríkisbúskapnum og stóraukinni skuldsetningu ríkissjóðs. Í Zetunni, nýjum viðræðu- þætti sem sendur var út beint á mbl.is í gær, útskýrði Stein- grímur J. Sigfússon að byggt væri á hugmyndum, sem fram koma í frumvarpi VG um sér- stakan tekjuskatt, sem þing- menn flokksins hafa oft flutt á þingi. Eins og fram kemur í Morg- unblaðinu í dag er gert ráð fyr- ir að um 25.000 manns geti lent í hærri skattþrepum; að þriggja prósentustiga skattur bætist við hjá þeim sem hafa mán- aðarlaun yfir 500.000 krónur og fimm prósentustig í viðbót leggist á tekjur yfir 700.000 krónur. Þetta á að skila ríkissjóði 3,5 milljarða króna tekjum. Lík- lega er það bjartsýn áætlun vegna mikils tekjufalls í þjóð- félaginu. Um þetta er tvennt að segja. Annars vegar munu „há- tekjuskattar“ skila sáralitlum tekjum nema höggvið verði mun neðar í tekjustigann eins og gert var með gamla skatt- inum, sem gekk undir þessu nafni. 3,5 milljarðar leysa að- eins brot af vanda ríkissjóðs. Hins vegar hljóta menn að spyrja: Er ástæða til þess, fyr- ir 3,5 milljarða óvissar tekjur, að eyðileggja einfalt og sann- gjarnt skattkerfi og taka þess í stað upp flókið kerfi, sem refs- ar fólki fyrir dugnað? „Hátekjuskattar“ skila sáralitlum tekjum í ríkissjóð} Lítill ávinningur A ugnaráð drengsins gleymist enn ekki. Þetta var á flugvellinum við Tirana í Albaníu á mánudegi seint í maí 1991. Snáðinn var varla meira en fimm ára, kannski sex, berfættur í skítugum lörfum. Þeir voru þarna nokkrir saman, eins og þegar ég kom til landsins nokkrum dögum áð- ur, og við brottför gaf ég honum fáeina tyggjó- pakka og penna. Einhver sá af sígarettupökkum að vestan. Ljótt að gefa barni eitur en það var sterkur gjaldmiðill á þessum stað og þessari stundu. Að auki laumaði ég að drengnum sviss- neskri smámynt. Geðshræringin var slík að hann titraði og það vottaði fyrir tárum í aug- unum þar sem hann stóð með fullt fangið af verðmætum. Þarna kom vel í ljós hve mat fólks er misjafnt – það sem einn telur lítils virði er sem gull í augum annars. Því miður virtust margir í sömu sporum og drengurinn, í þessu fallega en fátæka landi. Þeir rifu mig til blóðs. Börðust um tyggjóið og aurana eins og úlfar um bráð. Að ég tali ekki um sígaretturnar. Og höfðu ekki haft fyrir því að klippa á sér neglurnar. Að fljúga í tvo tíma frá Sviss til Albaníu var eins og bregða sér áratugi aftur í tímann. Sjálfsagt eins og fyrir útlendinga að drepa niður fæti á Íslandi í eina tíð. Það sem við blasti í Albaníu var fátækt og skortur; eymd. Og gríðarleg niðurníðsla. Ýmsar byggingar höfðu verið glæsilegar á sínum tíma og voru raunar enn, í sjálfu sér, en eigandinn gleymt að skipta um rúðu ef hún brotnaði. Gott dæmi var hótelið í hafn- arborginni Dürres þar sem ég gisti ásamt landsliðinu í fótbolta; þar sem matvandi leik- maðurinn át niðursoðnu ORA-sviðin mín. Húsið var fallegt, en greinilegt að lítið sem ekkert hafði verið unnið að viðhaldi þess síð- an það var byggt um miðja öldina. Var þó klárað á sínum tíma. Í grenndinni var bryggja sem náði tugi metra á haf út, yst hafði augljóslega staðið til að reka veitingastað. Dansgólfið var þarna, hljómsveitarpallurinn, m.a.s. borð undir mat- inn. Ekkert vantaði nema fólkið. Íbúum landsins var hins vegar ekki gefinn kostur á því að lifa lífinu lifandi. Öfgar eyði- lögðu drauminn. Tveimur dögum eftir að ég fór leysti lög- regla upp mótmælafund þúsunda manna á Skanderberg- torgi í miðborg Tirana; þar sem aðeins stöpull risastytt- unnar af einræðisherranum Hoxha stóð eftir. Karlinn hvarf á vit feðra sinna og Stalíns nokkrum misserum fyrr og breytingar voru í nánd. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á 18 árum. Ástandið lagaðist í fallega landinu við Adríahafið. Ég og þú urðum ríkust allra en síðan var dagatalinu flett áratugi til baka hér heima. Það er óskandi að við náum að fletta íslensku dagatali inn í framtíðina. Og vonandi skrifar erlendur blaðamaður aldrei svona pistil um íslenskan dreng. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Úr óskrifaðri dagbók – I Komið í veg fyrir rússneska kosningu FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is K ristján Þór Júlíusson sá til þess með yfirlýsingu í hlíðum Vaðlaheiðar, gegnt Akureyri, á sunnudag að einhver spenna verður í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Bjarni Benediktsson lýsti yfir framboði til formanns í byrj- un febrúar sl., skömmu eftir að Geir H. Haarde tilkynnti að hann sæktist ekki eftir endurkjöri sem formaður flokksins. Þó að yfirlýsingar um for- mannsframboð hafi komið frá fleirum er ólíklegt að þeir blandi sér fyrir al- vöru í baráttuna. Ekki hefur verið formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum í 18 ár, eða síðan Davíð Oddsson velti Þorsteini Páls- syni úr sessi árið 1991 með 53% at- kvæða. Síðast var kosið á milli arf- taka á formannsstóli árið 1983 þegar Geir Hallgrímsson lét af embætti. Þorsteinn Pálsson hafði þá sigur eftir formannsslag við þá Friðrik Soph- usson og Birgi Ísleif Gunnarsson. Enn sem komið er hefur Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir ein lýst því yfir að hún sé áfram í kjöri til varafor- manns flokksins. Hún hefur verið varaformaður frá haustmánuðum 2005 er hún hafði sigur í kosningu á Kristjáni Þór með rúm 62% atkvæða. Þorgerður var svo endurkjörin vara- formaður á landsfundi fyrir tveimur árum án mótframboðs. Kristján Þór fékk rúm 36% í kosn- ingunni 2005 og ber viðmælendum blaðsins saman um að hann hafi á þeim tíma styrkt stöðu sína innan flokksins, ekki kominn á þing en starfað lengi að sveitarstjórn- armálum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann flaug síðan á þing árið 2007 og hlaut á dögunum afgerandi kosningu í leiðtogasætið í prófkjörinu í Norð- austurkjördæmi. Halelújasamkomu afstýrt Þeir flokksmenn sem rætt var við telja mestar líkur á að Bjarni Bene- diktsson verði næsti formaður, sá ní- undi í röðinni í 80 ára sögu flokksins. Bjarni hafi á þingmannsferlinum sýnt mikinn styrk í sínum störfum og al- menn samstaða sé um hann sem nýj- an leiðtoga af yngri kynslóðinni í flokknum. Kristján Þór er fyrirfram sagður eiga á brattann að sækja en hann muni hins vegar veita Bjarna harða og kærkomna keppni. Talið er mik- ilvægt bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og nýjan formann að fá fram skýran vilja landsfundarfulltrúa. Fyrir um- ræðuna og lýðræðið innan flokksins hafi mótframboð Kristjáns Þórs því verið nauðsynlegt, til að koma í veg fyrir einhverja „halelújasamkomu“ eða rússneska kosningu formanns, eins og það var orðað. Málefnalega séð er ekki sagður stór áherslumunur á þeim félögum, helst er nefnd afstaða þeirra til Evr- ópumála, þar sem Kristján Þór hefur haft fleiri fyrirvara við ESB-aðild en Bjarni. Báðir hafa þeir þó lýst vilja til að þjóðin fái að taka afstöðu til við- ræðna um aðild. Kristján Þór er for- maður Evrópunefndar flokksins sem mun skila af sér skýrslu á landsfundi. Niðurstaða þeirrar skýrslu gæti haft einhver áhrif á formannsframboðið. Fylgi þeirra félaga gæti átt eftir að skiptast eftir landshlutum. Bjarni hefur sterka stöðu á suðvesturhorn- inu á meðan Kristján Þór höfðar meira til landsbyggðarmanna, ekki síst sveitarstjórnarmanna sem eru fjölmennir á landsfundi og öflugur þrýstihópur. Reglur landsfundar eru með þeim hætti að allir fulltrúar eru í kjöri og því gæti það gerst að lokinni for- mannskosningu, ef Bjarni hefur sig- ur, að Kristján Þór lýsi yfir kjöri til varaformanns. Það er hins vegar talið afar ólíklegt að hann geri það. Morgunblaðið/Golli Landsfundur Fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll um næstu helgi þurfa að taka afstöðu til manna og málefna í kosningum. Bjarni Bene- diktsson er 39 ára, lögmaður að mennt, og hefur setið á Al- þingi frá 2003, m.a. sem for- maður alls- herjar- og utanríkis- málanefndar. Hann hefur ver- ið formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar í Garðabæ og var þar til um áramót stjórnarformaður BNT, eiganda N1. Bjarni Bene- diktsson, sem var formaður Sjálf- stæðisflokksins 1961-1970, var afa- bróðir Bjarna. Á þinginu í sex ár Bjarni Benediktsson Kristján Þór Júl- íusson verður 52 ára á þessu ári. Hann hefur setið á þingi síðan vor- ið 2007. Er með skipstjórnar- og kennararéttindi en lengstan feril hefur hann átt í sveitarstjórn- armálum. Var bæjarstjóri á Dalvík, Ísafirði og Ak- ureyri á árunum 1986-2006 og sat á öllum þeim stöðum einnig í stjórn útgerðarfyrirtækja, auk þess hefur hann setið í fjölda annarra nefnda og ráða og átt sæti í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins frá 2002. Bæjarstjóri í 20 ár Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.