Morgunblaðið - 24.03.2009, Page 22

Morgunblaðið - 24.03.2009, Page 22
22 UmræðanKOSNINGAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 Byggjum upp fyrirmyndarsamfélag VIÐ TÖLUM gjarnan um mikilvægi þess að vera góðar fyrirmyndir, ekki síst fyrir börnin okkar. Það sem afvegaleiddi ís- lensku þjóðina í óhóf og græðgi voru slæmar fyr- irmyndir viðskiptalífs og stjórnsýslu. Fyrirmyndir gefa takt- inn varðandi það hvað sé tilhlýðilegt og hvað ekki. Móta gildismatið í raun og veru, en ekki bara í orði. Fyrirmyndir almennings eru leiðtogarnir. For- setinn, forsætisráðherra, ráð- herrar, alþingismenn og forstjórar fyrirtækja eru fyrirmyndir okkar. Hvert fóru hirðarnir með féð, Pétur? Munum við áróður Péturs Blön- dal um að fé án hirðis væri óvirkt fé þegar hann vildi koma spari- sjóðunum í hendur gráðugra manna og leiddi sparisjóðakerf- ið í gjaldþrot? Allt féð sett í áhættu af hirð- unum? Betur væri ef góði hirðirinn hefði fengið að fara fyrir því mikla fé spari- sjóðanna sem fór á bálið. Gleymum ekki pólitísku embætt- isveitingunum und- anfarin ár í stöður sendiherra, banka- stjóra, dómara. Þetta eru fyrirmyndirnar sem afvegaleiddu þjóðina, blindaðar af eigin egói, sjálfhverfu, ofurtrú á frelsið og óhefta græðgi. Þjóðin sigldi í strand vegna þess að for- ystusauðirnir leiddu okkur í strand undir merkjum óhefts frelsis í skjóli Framsóknar, Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar. Við treystum á að stjórnmálamenn- irnir hefðu hagsmuni þjóðarinnar ávallt að leiðarljósi. Þeir brugðust. Nú er komið að uppgjörinu. Endurnýjum Alþingi og upp rísi þjóðin Borgarahreyfingin (www.xo.is) er nýr vettvangur sem ætlar að bjóða fram í komandi alþingiskosn- ingum undir merkinu X-O. Við þurfum nýjar fyrirmyndir. Borg- arahreyfingin er fyrst og fremst breytingaframboð sem leggur áherslu á þrjú mál: 1) Skilyrð- islaust uppgjör færustu óháðra að- ila á ástæðum þess að þjóðinni hef- ur verið kafsiglt í skuldafen. 2) Raunverulegar bráðaaðgerðir til þess að koma heimilum og atvinnu- lífi til aðstoðar. 3) Þjóðin skrifi sína eigin stjórnarskrá. Valdið er í höndum kjósenda. Kjósum nýjar fyrirmyndir og nýtt gildismat í kosningum 25. apríl 2009. Kjósum X-O. Eftir Jóhann Kristjánsson Jóhann Kristjánsson Höfundur er kosningastjóri og frambjóðandi X-O MEÐ nýjum lögum um Seðlabanka Íslands réðst ríkisstjórnin í umfangs- mikla uppstokkun á yf- irstjórn bankans og skip- aði sérstaka peningastefnunefnd. Sagt var að breytingarnar myndu hafa mikla þýðingu fyrir heimilin og fyr- irtækin í landinu. Niðurstaðan liggur nú fyrir. Seðlabanki Íslands og pen- ingastefnunefnd hans tilkynntu á fimmtudag að stýrivextir yrðu lækkaðir um 1%. Það er allt og sumt. Það þýðir að peningastefnunefnd ætlar að lækka stýrivexti úr 18% í 17%. 1% stýrivaxtalækkun er blaut tuska framan í heimili og fyrirtæki þessa lands. Ákvörðun Seðlabank- ans og peningastefnunefndarinnar er í raun ákvörðun um að gera ekki neitt. Rekstrarumhverfi fyrirtækja og heimila er alveg jafnslæmt hvort sem stýrivextir eru 17% eða 18%. Ríkisstjórn Íslands, sem segist ætla að slá skjaldborg um heimilin og fyrirtækin í landinu, getur ekki sætt sig við svo litla lækkun. Hún verður að grípa til tafarlausra að- gerða. Vilji stjórnvöld, ríkisstjórn og Seðlabanki Íslands, beita sér fyrir því að bæta kjör almennings og fyrirtækja er nauð- synlegt og skyn- samlegt að grípa nú þegar til þess ráðs að lækka stýrivexti veru- lega og grípa til rót- tækra aðgerða til að treysta rekstur fyr- irtækjanna og létta undir með þeim. 1% lækkun stýravaxta er ekki aðgerð af því tagi. Undir venjulegum kring- umstæðum veikir lækkun stýri- vaxta gengi gjaldmiðla. Á Íslandi eru aðstæður nú hins vegar ekki venjulegar og hafa raunar ekki verið lengi. Háir stýrivextir þjóna við núverandi aðstæður ekki þeim tilgangi að verja gengi krónunnar. Með gildandi gjaldeyrishöftum voru gríðarlegar hömlur settar á flutning fjármagns úr landi. Að sama skapi var þeim sem afla sér tekna erlendis gert skylt að flytja fjármuni sína til Íslands að við- lagðri refsiábyrgð. Við slíkar að- stæður er allt að því ómögulegt að rökstyðja hvers vegna stýrivextir eru svo háir. Rökréttara væri að þeir væru afar lágir. Heimilin í landinu þola ekki þessi vaxtakjör. Það gera fyr- irtækin ekki heldur. Það ætti öllum að vera orðið ljóst. Þeir koma afar illa niður á almenningi og atvinnu- fyrirtækjum og halda þeim í rekstr- arlegri herkví. Það verður taf- arlaust að lækka vextina og það verulega. Flestir virðast vera sammála um mikilvægi slíkra aðgerða og það er ekki eftir neinu að bíða. Nú verða stjórnvöld að fara að einbeita sér að því sem máli skiptir og setja hag al- mennings og rekstur fyrirtækja í forgang og reyna að tryggja að hann geti borið sig þrátt fyrir af- leitar aðstæður á fjármálamarkaði. Þeim er nú beinlínis lífsnauðsynlegt að geta fjármagnað sig á viðunandi kjörum, sem ekki hafa verið í boði lengi. Með því að lækka vexti með myndarlegum hætti nú hefðu stjórnvöld og Seðlabankinn treyst grundvöll atvinnulífsins og endur- uppbyggingu þess og dregið úr hættu á frekara atvinnuleysi. Nú verða stjórnvöld, seðlabanki og peningastefnunefnd að sýna í verki að þau beri eitthvert skyn- bragð á þann vanda sem heimilin og fyrirtækin í landinu eiga við að etja. 1% stýrivaxtalækkun á fimmtudag bar þess ekki merki. Ég skora á Seðlabanka Íslands og peningastefnunefndina að endur- skoða ákvörðun sína og lækka stýri- vexti verulega nú þegar til hagsbóta fyrir almenning og fyrirtækin í landinu. Ekki gera ekki neitt Eftir Sigurð Kára Kristjánsson Sigurður Kári Krisjánsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. FISKVEIÐASJÓÐUR, Stofnlánadeild landbún- aðarins og Iðnlánasjóður eru horfin. Bönkum þjóð- arinnar, Útvegsbanka, Búnaðarbanka og Lands- banka var líka sóað. Reyturnar, nýju bank- arnir, hrúgur misjafnra pappíra, eru komnar í fang þjóðarinnar í skipta- meðferð. Nýju bankarnir hafa enn ekki fengið fé frá ríkinu til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Enn er ekki búið að gera upp efnahags- reikninga þeirra enda erfitt að meta eignir eftir sprungnar eigna- bólur og ekki víst að uppgjörið komist nálægt raunveruleikanum þó að menn sitji yfir því mánuði í viðbót. Og það sem veldur mikilli óvissu er að nýju bankarnir gætu fengið á sig málsóknir og veit eng- inn nú hvernig því mun lykta. Menn spyrja sig því: Er skyn- samlegt að íslenska ríkið leggi þeim til alla 385 milljarðana, sem áætlað hefur verið í endurfjármögnunina, ef eigna- og skuldastaða þeirra er óviss og þeir þurfa að eyða kröft- unum í varnarstríð og eiga á hættu að tapa máli og greiða tröllvaxnar bætur? Það væri ekki góð bú- mennska meðan enginn veit hvers- kyns hít er verið að ausa í. Þeir gætu líka lent í eigu hvers sem er og gæti landið staðið uppi með bankakerfi sem ekki uppfyllir allar þarfir landsmanna. Þjóðin getur ekki beðið lengur eftir því að lánsfé verði aðgengilegt hér í eðlilegu magni. At- vinnulífið og fjölskyld- urnar þurfa fé, það vantar banka sem getur hafið eðlilega lánastarfsemi. Nýr banki gæti strax fengið hluta af 385 milljörðunum og hafið nauðsynlega útlánastarfsemi, sérstaklega til at- vinnuuppbyggingar. Hættulegar hugmyndir eru á kreiki í hrunflokk- unum um að afhenda eignarhlut í orkuverum til þeirra sem bröskuðu með íslensku krónuna þegar glám- skyggnir menn ætluðu að gera hana að alþjóðagjaldmiðli. End- urreisnarbanki gæti forðað virkj- unum og veiðikvóta frá að lenda í eigu auðmanna. Aðgerðalömun stjórnvalda er greinilega viðvar- andi, strax eftir hrun hefðu þau átt að leggja drög að stofnun endur- reisnarbanka til þess að koma eðli- legri útlánastarfsemi í gang. Það er enn ekki of seint. Endurreisnarbanki Eftir Friðrik Daníelsson Friðrik Daníelsson Höfundur er frambjóðandi á L-lista fullveldissinna í Rv-N. VARNARMÁL hafa verið í sviðsljósinu und- anfarið. Ég hef aðrar hugmyndir en flestir um þessi mál og legg því til rækilega endurskoðun á þessum málum. Áhersluatriði mín eru nokkur. Í fyrsta lagi að ákvæði verði sett um varnarskyldu lands- manna í stjórnarskrá. Að sérstök ör- yggisrannsóknastofnun – greining- ardeild verði stofnsett ásamt varnarmálaráðuneyti. Varnarmálastofnun lögð niður. Endurmat á hlut- verki Landhelgisgæsl- unnar fari fram, hún verði sett undir stjórn íslensks sjóhers með fjármagni frá NATO. Og að stofna ís- lenskt varnarlið – heima- varnarlið sem sæi m.a. um loftvarnir. Meira: mbl.is/greinar Öryggis- og varnarmál Íslands Eftir Birgi Loftsson Birgir Loftsson Höfundur er framhaldsskólakennari og rithöfundur og í framboði fyrir Borgarahreyfinguna. UNDANFARNA tvo áratugi hefur hallað mjög á hlut norðvest- ursvæðisins þar sem hagvöxtur hefur verið neikvæður og þungt fyrir fæti í svo mörgum skilningi. Við sem búum hér á þessu svæði þekkjum vel þann mun sem orðið hefur á yf- irbragði sjávarbyggð- anna á þessum tíma. Okkur rennur til rifja sá aðstöðumunur sem er á milli þeirra sem búa á suðvest- urhorninu og hinna sem búa úti á landi. Ráðherraræðið í okkar litla landi hefur ekki aðeins grafið undan sjálf- stæði Alþingis. Völd og miðstýring ráðuneyta hafa líka grafið undan sjálfræði og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaganna. Það er því ekki nóg með að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar – gjáin er líka djúp milli höfuðborgar og landsbyggðar. Meðal þess sem hefur hamlað vexti og viðgangi byggðanna á Vest- fjörðum eru samgöngurnar. Þar þarf að gera stórátak. Þá er ég ekki bara að tala um vegina, sem eru fjarri því að vera viðunandi. Ég er líka að tala um flugvelli og hafn- araðstöðu sem atvinnulífið þarf svo mjög á að halda vegna aðfanga og vöru- flutninga. Háhraðatengingar og önnur fjarskipti þarf líka að stórbæta svo íbúar svæðisins geti vandræða- laust nýtt sér tækni og fjölbreytta menntunar- kosti. Að ég tali nú ekki um raforkuflutninga sem vitanlega eru grunn- forsenda allrar þjónustu. Þetta sem nú er nefnt eru sjálfsagðir hlutir í nánast öllum byggðum landsins – nokkuð sem ekkert samfélag getur verið án. Eins og málum er háttað njóta íbúar í norðvesturhluta landsins ekki jafnréttis á við íbúa annarra landshluta. Aðstöðumunurinn er augljósastur á Vestfjörðum. Fari svo að Samfylkingin verði leiðandi afl í næstu ríkisstjórn mun það verða hlutskipti flokksins að koma að endurreisn samfélagsins á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Gleymum því ekki að jafnrétti snýst ekki bara um aðstöðumun ein- staklinga heldur líka landshluta og svæða. Gjáin milli borgar og byggða Eftir Ólínu Þorvarðardóttur Ólína Þorvarðardóttir Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi. ÞAÐ er tvítekning að tala um Baugshring því baugur þýðir hringur og starfsemi Baugs- feðga hófst undir slag- orðinu Bónus ekkert bruðl en lauk með því mesta versta bruðli sem þjóðin hefur horfst í augu við. Hér fer saman spilling, hófleysi og græðgi í áður óþekktum stærð- um. Við bankahrunið var ljóst að fjöl- miðlaveldi Baugsfeðga, 365 miðlar, gætu illa staðið við skuldbindingar. Greinilegt var samt að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni var þá mikið í mun að halda í eigin hendi þeim hluta rekstrarins sem hefur mest áhrif á skoðanir fólks. Hann stofnaði þá fyrirtæki sem fyrst hét Rauðsól og síðan ef til vill öðrum nöfnum og náði að kaupa til sín í einkaeigu Fréttablaðið og Stöð tvö út úr rekstri 365 miðla og skildi miður spennandi eignir eftir í fyrirtækinu. Mikil umræða fór á þessum tíma fram um það hvaðan fyrrverandi eigandi Glitnis fengi fé til að ganga inn í hið nýja ríkisbankakerfi og kaupa þrotabú af sjálfum sér. Nokkrum vikum síðar kom fram að fjármögnunar- aðili þessa sérstæða verkefnis var Sparisjóðurinn Byr sem hafði þá skömmu áður greitt stórfé út í arð til eigenda sinna. Jóni Ásgeiri var vitaskuld mikið í mun að halda fjölmiðlaveldi sínu enda er það rekið sem blygð- unarlaus áróðursmiðstöð fyrir fjár- málaveldi Baugs og fyrir ESB- aðild. ESB-aðildin er alger for- senda þess að auðmönnum Íslands takist að fara annan hring á þjóð- arverðmætum og því mikið í húfi. Sem fyrr segir var það banka- stofnunin Byr sem fjármagnaði kaup Jóns Ásgeirs – og greiddi líka arð út til eigenda Byrs. Nú örfáum vikum síðar kemur sami banki fram, segist vera félagslegur spari- sjóður og vill ríkisstyrk. Fari svo að núverandi ríkisstjórn greiði af almannafé til að halda lifandi þess- ari síðustu bankastofnun Baugs- veldisins þá skal ég aldrei aftur nota orðið Baugsflokkur – í eintölu. Það er þá orð sem nota á í fleirtölu um alla ríkisstjórnarflokkana þrjá. Eftir Bjarna Harðarson Bjarni Harðarson Höfundur er bóksali og býður sig fram til Alþingis á L-lista fullveldissinna í Reykjavík. Baugshringnum lokað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.