Morgunblaðið - 24.03.2009, Side 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009
ÞAÐ er flestum al-
kunna að umræðan um
Evrópusambandið ætl-
ar að verða þjóðinni
erfið. Það er enginn
einhugur um hvaða
leið er þjóðinni fyrir
bestu og afstaðan til
ESB sundrar þjóðinni
í fylkingar. Þeir sem
vilja ganga lengst vilja
gerast aðilar að Evrópusambandinu
sem allra fyrst en þeir sem vilja
ganga skemmst vilja sig hvergi
hræra. Á meðan hlustar almenn-
ingur á hvern sérfræðinginn á fætur
öðrum um ágæti þess að gera ekkert,
fara í aðildarviðræður (leggja inn að-
ildarumsókn) eða að Ísland gerist að-
ili að Evrópusambandinu. Hver
reiknar með sínum reiknistokki og
útkoman er alltaf þeim í hag sem
reiknar. Miðað við afstöðu stjórn-
málaflokkanna í dag þá stefnir í erf-
iðar stjórnarmyndunarviðræður eft-
ir kosningar sem við megum síst við í
dag. Þjóðstjórn þarf að mynda að
loknum kosningum.
Rök fyrir endurskoðun
EES- samnings
Í fyrsta lagi eru allir sammála að
samningurinn um Evrópska efna-
hagssvæðið (EES-samningurinn)
hafi reynst Íslendingum farsæll ef
undanskilið er klúðrið með innleið-
ingu á bankalöggjöf og samkeppn-
islögum. Örugglega hefði mátt vanda
betur til þeirrar innleiðingar og nýta
betur ákvæði um eftirlit o.þ.h. Inn-
leiðingin á matvælalöggjöf ESB hef-
ur sýnt okkur að mikið vantar upp á
að stjórnsýslan nýti sér til fullnustu
þau ákvæði sem löggjöfin felur í sér í
raun. Að taka við löggjöf frá ESB án
þess að heimfæra hana upp á að-
stæður hérlendis getur reynst
hættulegt. Það þarf alltaf á frumstigi
reglusetningar að gera
athugasemdir og leita
strax leiða fyrir und-
anþágur byggðar á sér-
stöðu með vísun í sátt-
mála og reglur ESB.
Í öðru lagi er allir
sammála um að EES-
samningurinn þarfnast
endurskoðunar með til-
liti til þeirra breytinga
sem annars vegar hafa
orðið á sáttmála ESB
og hins vegar breytinga
sem orðið hafa á að-
stæðum í EES löndunum þremur.
Ég á von á að fullur skilningur sé á
þessu innan ESB og hjá öllum aðild-
arríkjum EES. Hér þarf að huga að
þeirri grundvallarbreytingu sem
orðin er á valdakerfi ESB með aukn-
um völdum ráðherraráðsins og Evr-
ópuþingsins á kostnað framkvæmda-
stjórnar ESB. Þegar EES
samningurinn var gerður var fyrst
og fremst hugað að samskiptum við
framkvæmdastjórnina sem hafði
mestu völdin á þeim tíma. Þess
vegna þarf að endurskoða alla stofn-
anauppbyggingu EES-samningsins
varðandi samskipti við ESB-
stofnanir. Jafnframt þurfa EES-
ríkin að knýja á um að myntsamstarf
bætist við samninginn vegna aukins
vægis gjaldmiðils ESB (evru) á innri
markaðnum. Kemur til greina að
taka upp evru og njóta skjóls af
Seðlabanka Evrópu? Það hlýtur að
vera eðlileg krafa þar sem eðli innri
markaðarins hefur breyst vegna
sterkrar stöðu evrunnar á kostnað
gjaldmiðla EES-landanna (Íslands
og Noregs).
Í þriðja lagi þarf að gera ESB
grein fyrir því að ekkert hafi breyst í
EES-löndunum hvað varðar and-
stöðu við afsal fullveldis og mikla
andstöðu innan landanna við hina
sameiginlegu sjávarútvegsstefnu og
sameiginlegu landbúnaðarstefnu
ESB. Þetta ætti ekki að koma ESB á
óvart enda hefur þetta alltaf legið
Jón Baldur
Lorange skrifar
um Evrópumál
Jón Baldur Lorange
» Allt stefnir í erfiðar
stjórnarmynd-
unarviðræður eftir
kosningar sem við meg-
um síst við í dag. Þjóð-
stjórn ætti að mynda að
loknum kosningum.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
fyrir frá upphafi. Með endurskoðun
og útvíkkun EES-samnings er sam-
starfið við ESB endurnýjað á nýjum
grunni og undirstrikað að EES-
löndin vilja gott og náið samstarf við
önnur Evrópuríki.
Í fjórða lagi er ekki mikill áhugi á
því innan ESB í dag að fara í við-
ræður við ný ríki um aðild vegna
þeirrar miklu óvissu sem er uppi í
fjármálakerfum ríkja og alls heims-
ins. Ríki sem eru í myntsamstarfinu
(Euro-zone) eru í basli með að upp-
fylla Maastricht-skilyrðin um stöð-
ugleika og allt stefnir í að slakað
verður á skilyrðunum a.m.k. um
leyfilegan halla á ríkissjóði. Íslend-
ingar eiga þess vegna að nýta sér
tækifærið vegna millibilsástandsins
innan ESB, svipað og við gerðum
þegar EES-samningurinn var gerð-
ur, og óska eftir endurskoðun EES-
samningsins með útvíkkun hans í
huga o.fl. til að efla samstarfið á hin-
um innri markaði sambandsins. Það
er ekki ESB í hag að eitt af EES-
ríkjunum „falli“ vegna hugsanlega
gallaðrar löggjafar um banka-
starfsemi (innlánsreikninga) ESB.
Látum ESB finna til ábyrgðar og
losa okkur úr þeim vanda, sem þeir
áttu stóran þátt í að skapa með
ótraustri löggjöf.
Sjálfstæðisflokkurinn á að marka
þessa stefnu sátta um ESB á kom-
andi landsfundi sínum. Það kallast að
taka frumkvæðið í umræðunni –
þjóðinni til heilla.
Sáttaleiðin er endur-
skoðun á EES-samningi
SJÚKDÓMURINN
cystik fibrosis eða
slímseigjusjúkdómur
er víkjandi erfðasjúk-
dómur sem hefur
áhrif á starfsemi út-
kirtla líkamans. Eldri
aðferð við greiningu
sjúkdómsins var að
gert var svitapróf.
Sviti fólks með cystik
fibrosis er saltari en meðalmanns-
ins. Í dag er frekar notast við blóð-
prufu til að skanna erfðamengið þó
að svitaprófið sé einnig notað.
Vegna truflana á starfsemi útkirtl-
anna eru þeir margir stíflaðir eða
starfa með óvirkari hætti. Þetta á
við um brisið sem er að hálfu leyti
útkirtill, (pancreas)-hlutinn. Vegna
truflana eða stíflu á leiðum melt-
ingarhvatanna þurfa sjúklingar að
taka ensým með mat til að brjóta
niður næringarefni, s.s. fitu. Án
lyfjanna rennur næringin ómelt
gegnum meltingarfærin. Þessar
truflanir hafa þau áhrif að fólk með
CF er oft eins og það sé vannært.
Þó að það borði jafnvel meira en
jafnaldrarnir skilar næringin sér
ekki alla leið. Þá hefur sjúkdóm-
urinn CF áhrif á starfsemi lungna.
Slímið í lungum sjúklinganna er
þykkara en í meðalmanninum.
Einnig starfa bifhárin ekki eðlilega.
Fylgjast þarf reglulega með sýklaf-
lóru lungnanna. Vegna
þessara truflana er
auðvelt fyrir sýkla að
setjast að í lungunum.
Fólk með CF þarf
reglulega, stundum
stanslaust, að taka inn
sýklalyf. Bæði í töflu-
formi og í æð eða með
innúðalyfjum. Þá er
starfsemi lungna oft
skert svo að úthald við
leiki, störf og það sem
fengist er við er minna
en hjá þeim sem ekki
hafa sjúkdóminn. Eins og áður seg-
ir er CF víkjandi erfðasjúkdómur.
Hann verður til vegna erfðagalla
sem kemur frá báðum foreldrunum,
sem báðir eru einkennalausir.
Ekkert í líðan eða þekktum ein-
kennum vísar á þennan erfðagalla
foreldranna.
Erfðagallinn er einna algeng-
astur í indóevrópsku fólki. Um einn
af hverjum 25 er með erfðagallann.
Síðan þurfa tveir einstaklingar af
þessum 1/25 að eiga saman barn til
að líkur verði á að barn með CF
fæðist. Að meðaltali eru fjórðungs-
líkur (¼) á að fólk eignist veikt
barn. 2/4 að barn þess verði arfberi
en ¼ að að verði einkenna og ekki
arfberi. Nú á tímum síaukinnar
þekkingar á erfðum og hverju
erfðagallar valda hafa verið bundn-
ar vonir við að lækning eða úrbæt-
ur á líkamlegri starfsemi CF sjúk-
linga batni. Um 1990 fannst
erfðagallinn sem veldur sjúkdómn-
Um cystik fibrosis
eða slímseigjusjúkdóm
Njörður Helgason
skrifar um víkjandi
erfðasjúkdóm
» Cystik fibrosis er al-
gengasti víkjandi
erfðasjúkdómur í indó-
evrópska kynstofninum.
Stöðugar rannsóknir
sjúkdómsins eru í gangi
í Evrópu og Ameríku.
Njörður Helgason
Höfundur er húsasmiður og er faðir
18 ára stúlku með cystik fibrosis.
um. Síðan hafa fundist fleiri gerðir
gallans. Þó allir á sama litningnum
en hver með sínu nafninu. Þessa
þekkingu vona allir, þar á meðal
Gordon Brown forsætisráðherra
Englands, sem á soninn Fraser,
tveggja ára, er hefur cystik fibrosis
að verði hægt að nota til að hjálpa
til við að finna lækningu á sjúk-
dómnum. Stofnfrumurannsóknir
eru ein leiðanna að takmarkinu.
Fólk lítur með vonaraugum til
framtíðarinnar. Vonar að hægt
verði að finna úrbót fyrir sjúk-
lingana, til að þeir lifi áhyggju-
minna lífi. Þó að við búum við mjög
gott heilbrigðiskerfi og góðan skiln-
ing stjórnvalda á nauðsyn þess að
bregðast vel við, þá er það ekki alls
staðar.
Í fátækari löndum eru sýklalyf
dýr og heilbrigðisþjónustan ekki
jafn góð og við þekkjum.
Ég bendi á þessa heimasíðu til
frekari upplýsinga: http://www.cyst-
iskfibrose.dk
HINN 12. mars sl.
lagði borgarráðsfulltrúi
Samfylkingar, Dagur
B. Eggertsson, fram
bókun í borgarráði
vegna kaupa Reykja-
víkurborgar á húsunum
Laugavegi 4-6. Bókun
og málflutningur borg-
arráðsmannsins felst í
að allt of miklu fé hafi
verið sóað í kaup húsanna Laugaveg-
ar 4-6. „Að fórnarkostnaður Reykja-
víkurborgar verður töluvert yfir
hálfum milljarði króna vegna vegna
hinna makalausu kaupa á Laugavegi
4 og 6. Allt vegna þess að Sjálfstæð-
isflokkurinn vildi stöðva friðun
húsanna sem þá var í óformlegu
ferli.“
Þegar menn slá sig til riddara
sjálfir á þann hátt sem borgarráðs-
maðurinn gerir tilraun til og ekki í
fyrsta sinn, minnir það lítið eitt á
hinn hugumprúða riddara don Kí-
kóta frá Manca á Spáni sem ákvað
sjálfur að verða riddari.
Misskilningur borgarráðsmanns-
ins virðist einkum felast í að friðun
húsanna hefði sparað borginni stórfé
þar sem Húsafriðunarsjóður hefði
borgað brúsann. Ekki er sjálfgefið
að friðun húsa skapi bótaskyldu fyrir
Húsafriðunarsjóð eða ríkissjóð nema
síður sé. Borgarráðsfulltrúinn þyrfti
að kynna sé betur VI. kafla 33. gr.
skipulags- og byggingarlaga, sem
fjallar um bótaskyldu sveitarfélaga
vegna ákvarðana um verndun eða
friðun húsa. Ef húsin hefðu verið
friðuð hefði Reykjavíkurborg borið
skylda til að endurskoða deiliskipu-
lagið í samræmi við friðunar-
ákvæðin. Hvað halda menn að eig-
endur lóðar með samþykkt
byggingarleyfi hótels upp á 4 hæðir
mundu þá gera? Er ekki líklegt að
borgin ætti yfir höfði sér skaðabóta-
mál? Svo virðist vera
að borgarráðsmað-
urinn telji að þjóðin þ.e.
ríkissjóður eigi að
standa straum af mis-
tökum sem hann og
samherjar hans eru
ábyrgir fyrir og friðun
húsanna hefði tryggt
það.
Þá virðist lagaskylda
sveitarfélaga sbr. III.
kafla 9. gr. skipulags-
og byggingarlaga sem
fjallar um skipulags-
skyldu hafa verið þverbrotin í valda-
tíð borgarráðsmannsins, en þar seg-
ir: Ef innan marka skipulagssvæðis
eru einstakar byggingar, mannvirki,
húsaþyrpingar, náttúruminjar eða
trjágróður sem æskilegt er talið að
varðveita vegna sögulegs, nátt-
úrulegs eða menningarsögulegs gild-
is, án þess að um lögformlega friðun
sé að ræða, skal setja í viðkomandi
skipulagsáætlun ákvæði um hverf-
isvernd.
Þar kemur fram að varðveisla
húsa þarf ekki endilega að þýða frið-
un heldur hverfisvernd. Árið 2000 lá
fyrir húsakönnun Árbæjarsafns þar
sem mælt var með verndun götu-
myndar umræddra hús við gerð
deiliskipulagsins. Þá höfðu sumir
starfsmenn borgarskipulags einnig
stutt málið ásamt Torfusamtök-
unum. Ekki var farið eftir því. Það er
hins vegar rétt hjá borgarráðs-
fulltrúanum að lítið heyrðist frá
húsafriðunarnefnd á þessum tíma og
er það miður. Sem þáverandi for-
stöðumaður hlýt ég að taka á mig
nokkra sök þar.
Ólafur F. Magnússon, þáverandi
borgarfulltrúi og síðar borgarstjóri,
kom til skjalanna árið 2005 og lagði
til að húsin yrðu varðveitt. Ef farið
hefði verið eftir hans tillögum hefði
kostnaðurinn orðið umtalsvert
minni.
Í tíð meirihluta borgarstjórnar
undanfarin ár þar sem borgarráðs-
Magnús Skúlason
skrifar um skipu-
lagsmál
Magnús Skúlason
Dagar riddaranna
eru ekki taldir
VEGNA greinar viðskiptaráð-
herra í Mbl. 20.3. sl. Gefum okkur
að fjórir menn eigi í viðskiptum.
Köllum þá Tryggva, Þór, Herbert
og Gylfa. Tryggvi, Þór og Herbert
skulda Gylfa 10 milj. kr. hver.
Tryggvi er vel stæður með góðar
tekjur og á ekki í neinum vandræð-
um með að standa í skilum. Þór
getur ekki staðið í skilum nema
hann fái 20% afslátt á skuldum sín-
um. Herbert mun ekki geta greitt
til baka sitt lán, hvort sem hann fær
afsláttinn eða ekki. Ef Gylfi gefur
20% afslátt á skuldum sínum fær
Gylfi til baka 2 x 8 miljónir kr. í
staðinn fyrir 1 x 10 miljónir kr. ef
hann gæfi engan afslátt. Að auki
fær Tryggvi tvær miljónir kr. í sinn
vasa sem hann notar í að kaupa sér
vélsleða eða mótorhjól. Þeir pen-
ingar eru þannig komnir í veltuna
hjá sölumanninum sem seldi
Tryggva vélsleðann eða mót-
orhjólið og gat hann þá frestað upp-
sögn á einum starfsmanna sinna.
Gefum okkur að Gylfi hafi fengið
framangreinda peninga fyrir sölu á
íbúð fyrir rúmu ári. Frá þeim tíma
hefur verð á íbúðum staðið í stað á
meðan verðtrygging hefur hækkað
lán um 20%. Verðtryggingin ein og
sér hefði þannig fært Gylfa um
20% stærri fasteign en hann seldi
fyrir ári miðað við að lántakendur
hefðu staðið í skilum og lánin öll
verið greidd til baka með verð-
tryggingu.
Niðurstaða þessara hugleiðinga
er að hag allra aðila væri best
borgið með 20% afslætti á lánum
og þar með hag þjóðarinnar í heild.
Meira að segja þeir sem lánað hafa
peninga fá sömu verðmæti til baka
þó að 20% afsláttur sé gefinn ef allt
borgast til baka, eins og sést á
þessu dæmi. Hér er vissulega um
einföldun að ræða, en þannig var
það einnig í grein ráðherra.
Brenndu þig ekki á því Gylfi, að
gleyma öðrum aðila málsins, þegar
lán eru annars vegar.
Sigurður Ingólfsson
Gleymdirðu ekki
einhverju Gylfi?
Höfundur er framkvæmdastjóri.
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100