Morgunblaðið - 24.03.2009, Síða 29

Morgunblaðið - 24.03.2009, Síða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 inn að aðstoða ef okkur börnin van- hagaði um eitthvað. Þú varst mikill reglumaður, lifðir heilbrigðu lífi og stundaðir vinnu vel, það mætti telja á fingrum annarrar handar hversu oft þú varst frá vinnu. Golfáhugi þinn var mikill eins og allir sem þekktu þig vita. Golfið átti hug þinn allan og má segja að allir í fjölskyldunni hafi smit- ast af áhuga þínum á þessari skemmtilegu íþrótt, bæði börn og barnabörn. Það var ekki nóg með að þú spilaðir mikið golf heldur varstu einnig liðtækur í því að dytta að golf- skálanum sjálfum. Þú hikaðir ekki við að ganga í ýmis verk hvort sem það var að mála glugga eða grindverk, hreinsa órækt í kringum skálann eða eitthvað annað sem þurfti að gera. Þegar mót voru haldin í Leirunni varst þú ætíð mættur á svalirnar með kíkinn og fylgdist með öllu því sem fram fór. Oft heyrði maður að menn voru að koma og spyrja þig hvernig þessum og hinum gengi, vitandi það að þú fylgdist vel með öllu sem fram fór á vellinum. Það má eiginlega segja að þú hafir verið eitt af hús- gögnunum í Leirunni. Vitna ég í orð ungs drengs sem vanur var að spila golf þegar hann spyr frænku sína einn daginn „Hvar er maðurinn sem var alltaf uppi á svölunum með kík- inn?“ en þá voru veikindin þín farin að ágerast og komur þínar út á golf- völl urðu færri og færri. Elsku pabbi, með þessum orðum vil ég kveðja þig og þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Þín dóttir Íris. Elsku pabbi, nú ertu farinn,eftir nokkurra ára baráttu við hinn ógn- vekjandi sjúkdóm Alzheimer. Og hér sit ég og hugsa til baka með mikinn söknuð í huga. Í gegnum árin varst þú mikið hraustmenni, þangað til þú fékkst al- varlegt hjartaáfall fyrir allmörgum árum. En þú komst í gegnum það af þínum alkunna dugnaði, hörku og samviskusemi. En þú réðst ekki við Alzheimerinn frekar en aðrir sem þann skelfilega sjúkdóm fá. Þegar þú uppgötvaðir golfið þá tók það næstum allan þinn tíma hvort sem það var að spila eða fylgjast með öðrum. Eins varstu duglegur ef þurfti að mála eða dytta að einhverju öðru í kringum skálann. Þú fylgdist vel með okkur bræðrum í golfinu og hvattir okkur áfram, ekki varstu allt- af sáttur við árangurinn og léstu okk- ur þá vita af því, en hrósaðir okkur ef vel gekk. Þú varst ótrúlega næmur á að sjá hvar hvíta kúlan lenti og þegar þú var á svölunum eða á horninu þínu í bílnum með kíkinn að fylgjast með, ef maður sló kúluna ekki í alveg í rétta átt og þurfti að leita utan braut- ar þá vísaðir þú manni oftar en ekki á rétta staðinn. Minning þín lifir. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Hvíl í friði, elsku pabbi Ástþór Arnar. Elsku afi, þessi síðustu ár horfðum við á veikindi þín ágerast og þú varðst fjarlægari með tímanum. Nú ertu farinn og kominn á stað þar sem þér líður betur. Við munum alltaf minn- ast góðu stundanna sem við áttum með þér. Er mér (Berglindi) minnisstætt þegar ég var að vinna í golfbúðinni í Leirunni eitt sumarið. Þú varst alltaf á vappinu þarna í kring og komst allt- af við hjá mér. Einu sinni komst þú inn og ég ákvað að prófa að dressa þig upp og lét ég þig máta hinar ýmsu golfpeysur og jakka. Þú áttir ekki aukatekið orð yfir þessum yfirgangi í mér en lést þó undan. Þegar þú varst alklæddur labbaðir þú að speglinum, virtir þig fyrir þér og spurðir: „Á þetta að vera eitthvað flott?“ Þér leist ekkert á þetta og varst sko feginn að komast í þín eigin föt aftur. Eru okkur einnig ofarlega í minni þau skipti þegar við komum inn göt- una á Vörðubrúninni og á móti okkur tók tónlist sem ómaði frá bílskúrnum. Við kíktum auðvitað inn til þín og þú varst svo spenntur að sýna okkur hulstrin af hinum og þessum geisla- diskum sem þú hafðir nýlega keypt. Eyddir þú miklum tíma þarna niðri ásamt öllum golfkúlunum og öðrum gömlum munum sem þú hafðir safnað í gegnum tíðina. Elsku afi, þú varst okkur alltaf svo góður og kær og munt alltaf lifa í minningu okkar. Við elskum þig og vonandi líður þér vel á himnum. Hvíldu í friði. Þín barnabörn, Berglind Ýr, Sindri og Einar Þór. Elsku afi minn, nú ertu farinn, við fengum ekki langan tíma saman en ég var þó svo heppinn að ná rúmu ári með þér. Þú varst orðinn lúinn þegar ég kom í heiminn en samt kom alltaf smá auka þrek þegar ég kom í heimsókn til ykkar ömmu. Þannig vissi ég að þér þótti vænt um mig og mér þótti vænt um þig. Þú komst alltaf fram til okkar og kjáðir við mig og potaðir og sagðir „kaða, kaða, duglegur dreng- ur“. Og að launum fékkstu lítið bros frá mér og ég veit að það gladdi þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Hvíldu í friði, afi minn, Andri Snær. Elsku afi minn, það fá engin orð lýst hvað mér þótti vænt um þig. Þú áttir þér hlið þar sem þú reyttir af þér brandarana og varst svo góður. Sú hlið sást ekki nógu oft en þegar hún sást var eins og við værum stödd á uppistandi. Þú varst með þennan glampa í aug- unum sem sýndi mér hvað þér þótti vænt um mig og alla aðra, þú bara kunnir ekki alveg að sýna það. Þú varst nú samt alveg frábær. Sterkustu minningarnar eru frá golfskálanum sem var heimili þitt nr. 2. Og eyddir þú þar miklu af tíma þín- um og hafðir gaman af. Loksins fékkstu að fara á betri stað af því þú varst orðinn svo veikur. Það var það besta sem gat gerst fyrir þig og vonandi líður þér betur. Allar góðu minningarnar ætla ég að geyma innst í hjartanu. Sandra Lind Þrastardóttir Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guðný (Didda). stað á þessum fyrstu árum mínum með Ingu dóttur þeirra. Ég minnist Fríðu sem glæsilegrar og svip- sterkrar konu sem sat við eldhús- borðið á Ferjubakkanum með píp- una sína sér í hönd. Hún var kvik og snör í hreyfingum og því get ég ímyndað mér að síðustu árin hafi verið henni erfið. Erfið í þeim skiln- ingi að þurfa að vera rúmliggjandi og bundin hjólastól þó svo að aldrei heyrði ég hana kvarta yfir því. Enda leið henni vel í sínum fallegu vist- arverum á Sóltúni. Mig langar að þakka henni fyrir ómetanlega aðstoð við pössun barna okkar, bæði þegar þau voru lítil og eins er við stóðum í húsbyggingu, þá var oft gott að leita til Fríðu þegar unnið var langt fram á kvöld við ým- is störf. Börnin mín þau Einar Már, Odd- geir og Fríða Sóley sakna ömmu sinnar. Öll minnast þau hennar sem skemmtilegrar ömmu sem oft gat komið þeim á óvart með tilsvörum eða athöfnum, hún var stríðin og alltaf stutt í hláturinn. Ég veit að það verður nöfnu hennar erfitt að geta ekki verið hér í dag og kvatt ömmu sína, en hún gerir það þó á sinn hátt frá Frakklandi. Þó leiðir hafi skilið, þótti mér allt- af gott að koma í heimsókn til henn- ar í Sóltún, setjast hjá henni og spjalla bara um daginn og veginn. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann en hér ætla ég að nema staðar og segi takk fyrir mig, Fríða mín. Hjörtur Ólafs. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, EIÐUR ÁRNASON, dvalarheimilinu Sæborg, Skagaströnd, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar sunnudaginn 22. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elfar Eiðsson, Jóhanna Benný Hannesdóttir, Sævar, Daði Snær, Eiður Smári, Birkir, Guðrún Árnadóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA ÓSKARSDÓTTIR, Hrafnistu, áður til heimilis í Fannafold 89, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 22. mars. Magnús Sigurðsson, Sigurður Örn Magnússon, Kristín Guðbjörg Haraldsdóttir, Haraldur Ágúst Sigurðsson, Auður Brynjólfsdóttir, Magnús Sigurðsson, Einar Þór Sigurðsson, Þrúður Maren Einarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Ragnar Magnús Einarsson, Linda E. Skaug og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, HALLDÓR VIÐAR PÉTURSSON bryti, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður til heimilis í Gullsmára 8, Kópavogi, lést laugardaginn 21. mars. Útförin verður auglýst síðar. Vilhjálmur Örn Halldórsson, Svanfríður Ásgeirsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Ágúst Pétursson, Elín Huld Halldórsdóttir, Gunnar Theodór Þorsteinsson, Sigrún Halla Halldórsdóttir, Pétur Már Halldórsson, Sigurlína Margrét Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, JÓHANNA SIGRÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR, Andrésbrunni 3, Reykjavík, lést á heimili foreldra sinna að morgni mánudagsins 23. mars. Útförin verður auglýst síðar. Sigurður Ívar Sigurðsson, Kristjana I. Heiðdal, Eyjólfur Högnason, Ásta Eyjólfsdóttir, Þorgeir Ástvaldsson, Högni Eyjólfsson og frændsystkini. ✝ Ástkær móðir okkar, amma, langamma og systir, UNNUR JÓHANNSDÓTTIR, Háholti 13, Keflavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð Grindavík laugardaginn 21. mars. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 26. mars kl. 14.00. Oddný Björgólfsdóttir, Björgólfur Stefánsson yngri, Jóhann Björgólfsson, Þórólfur Beck, Ólöf Oddný Beck, Eiríkur Beck, Kristín Jóhannsdóttir. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARGRÉT EINARSDÓTTIR, Hlíðarhúsum 7, áður til heimilis Stigahlíð 30, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 19. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Ásbjörnsson. ✝ Sambýlismaður minn, sonur minn og bróðir okkar, BJÖRN ÞÓR BJÖRNSSON, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í Kópavogi fimmtudaginn 26. mars kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á SOS-barnaþorpin. Jóhanna Hafliðadóttir, Björn Jónatan Emilsson, Eilífur Björnsson, Birgir Örn Björnsson, Katrín Björnsdóttir, Einar Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.