Morgunblaðið - 24.03.2009, Síða 30

Morgunblaðið - 24.03.2009, Síða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009                          ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vinarþel við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Kleppsvegi 74, sem andaðist á Vífilsstöðum þriðjudaginn 24. febrúar. Halldór Bjarnason, Ingibjörg Bjarnadóttir, Halldóra Bjarnadóttir, Gunnar Þorvaldsson, Guðmundur Bjarnason, G. Sigurrós Ólafsdóttir, Ingibergur Bjarnason, Elsa Þ. Dýrfjörð, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, HARALDAR VALTÝS MAGNÚSSONAR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Hinrik Haraldsson, Svavar Haraldsson, Solveig Axelsdóttir, Haraldur Haraldsson, Guðmunda Björg Sigurðardóttir, Gísli Haraldsson, Írena Fynn og afabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN BERGUR ÁRNASON, Flögusíðu 2, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 26. mars kl. 13.30. Margrét Stefánsdóttir, Berglind Kristjánsdóttir, Einar Ernir Kristjánsson, Þórir Arnar Kristjánsson, Hugrún Helga Guðmundsdóttir, Arinbjörn Þórarinsson, Telma Marý Arinbjarnardóttir, Elmar Atli Arinbjarnarson. ✝ Okkar ástkæri, VÉSTEINN BESSI HÚNFJÖRÐ GUÐLAUGSSON, Hjallaseli 55, áður til heimilis Bústaðavegi 65, Reykjavík, lést mánudaginn 16. mars. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 26. mars kl. 13.00. Rakel Guðlaug Bessadóttir, Jóhannes Ingi Friðþjófsson, Auður Bessadóttir, F. Marinó Buzeti, Haukur Sævar Bessason, Guðrún Kristín Jónsdóttir, Sigurður Bessason, Guðný Jóna Pálsdóttir, Kári Húnfjörð Bessason, Sigríður Arnleif Sigurðardóttir, Gréta Sigrún Gunnarsdóttir, Sævar Guðmundsson, Vésteinn Hilmar Marinósson, Margrét Árdís Ósvaldsdóttir.         Frá ungdæmi mínu eystra minnist ég Indriða Gíslasonar frá Skógargerði í Fellum, þá ungs stúdents, sem glæsimennis sem helst mátti jafna til stórstjarna á borð við Richard Bur- ton. Orðsporið staðfestist rækilega þegar maður sá stúdentinn birtast í námunda við húsmæðraskólameyj- ar og skógræktarstúlkur á Hall- ormsstað! Indriði kenndi um árabil við gagnfræðaskóla en árið 1964 réðst hann sem íslenskukennari við Kennaraskólann, síðar Kennarahá- skóla Íslands; þar urðum við starfs- bræður um áratuga skeið eða þar til Indriði lét af störfum árið 1991. Nemendur hans í gegnum tíðina skiptu þúsundum. Við starfssystkin Indriða urðum þess fljótlega áskynja að hann var í miklum metum hjá nemendum. Þeir kunnu vel að meta staðgóða þekkingu hans í íslenskum fræðum og hinn einstaka „pedagógíska sans“ sem honum var gefinn og var eins og samgróinn persónuleika hans. Undir svolítið hrjúfu yfirborði trúi ég að þeir hafi fljótlega skynj- Indriði Gíslason ✝ Indriði Gíslasonfæddist í Skóg- argerði í Fellum 27. júlí 1926. Hann lést í Reykjavík 15. mars 209 og var jarðsung- inn frá Háteigskirkju 23. mars. að þá glettnislegu hlýju sem setti svo mjög svip á per- sónuna. Kennsla og rann- sóknir voru ær og kýr Indriða; hann sóttist ekki eftir stjórnunar- störfum en þau hlóð- ust á hann – forysta í íslenskuskor, seta í skólaráði og náms- tjórn á vegum menntamálaráðuneyt- isins. Hann var lip- urmenni í samskipt- um, úrræðagóður og ruddi nýjar brautir í íslenskukennslu og í rann- sóknum á íslensku máli. Að loknum löngum starfsdegi Indriða var ég svo lánsamur, ásamt nokkrum öðrum, að eiga hann að spilafélaga í lomberklúbbi. Þarna var Indriði ótvíræður fyrirliði, haf- andi tekið kúnstina í arf í foreldra- húsum, rómuðum lombergarði. Fastur liður í „klúbbstarfinu“ var sumarferðalag í aðra landshluta – vestur, norður og austur. Á þessum góðu ferðum var mér stöðugt undr- unarefni hvað Indriði gjörþekkti landið í nútíð og þó enn frekar í fortíð – rétt eins og hann hefði ver- ið hjálparkokkur Árna Magnússon- ar og Páls Vídalín við gerð jarða- bókarinnar í upphafi 18. aldar! Indriði var hollvinur íslenskrar náttúru og hugsaði þeim þegjandi þörfina sem farið hafa ránshendi um hana. Ingibjörgu Ýri og ættingjum öll- um votta ég einlæga samúð við frá- fall góðs drengs. Loftur Guttormsson. Indriði Gíslason var leiðtogi ís- lenskukennara við Kennaraháskól- ann um árabil. Hann hafði mikil áhrif á okkur yngri mennina í hópnum, ekki síst fyrir áhuga sinn á faginu og eldmóð í starfi, bland- inn kímni og snilld. Það sópaði að honum enda var hann glæsimenni. Við dáðumst líka að elju Indriða og seiglu á löngum og tíðum fund- um um málefni Kennaraháskólans. Það sem einkenndi hann þar var þekking á viðfangsefninu; enginn gat sakað hann um að koma illa undirbúinn. Á þessum fundum kom fyrir að hann þyrfti að berjast fyrir framgangi greinarinnar íslensku í kennaramenntun og satt að segja veitti ekki af sterkum liðsmanni á þeim vettvangi. Það gat gerst að hann setti hnefann í borðið ef hon- um sýndist menn ætla að rýra hlut íslenskunnar í menntun kennara á Íslandi. Þá vissu menn að gengið hafði verið of langt í hugmyndum um niðurskurð. Sjálfur henti Indriði gaman að fundasetum sínum og greindi okkur stundum frá fjölda þeirra funda sem hann hefði setið þennan eða hinn veturinn. Ortar voru fundavís- ur og þar var okkar maður meira en liðtækur. Þessa vísu orti hann í orðastað eins félaga okkar: Hundlúinn í morgunmund mæti ég seinna vonum. Átti ekki að halda einhvern fund? Ætli ég missi af honum? Húmorinn var beittur og kímnin stundum nöpur og svipurinn þung- ur en yfirleitt stutt í brosviprur eða glott. Enda var það þannig að öll- um þótti vænt um manninn. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og lagði t.d. ómælda alúð við yfirlestur verkefna nemenda sinna. Þá var stundum reykmettað loftið á skrif- stofunni úr pípu meistarans þar sem við fengum einnig að sitja við lítil borð. Heyra mátti mæðuand- vörp, og allt var „í grænum sjó“. Nemendur kunnu vissulega að meta lærimeistara sinn sem gaf þeim svo mikið af sjálfum sér. Í því sambandi má minnast þess að Indr- iði hélt tryggð við gamla nemendur sína með því að bjóða upp á nám- skeið fyrir starfandi kennara og lagði þá gjarnan á sig langar ferðir. Menn flykktust á þessa endurfundi. Þannig hafði Indriði gríðarleg áhrif á móðurmálskennslu í skólum landsins. Auk þess að vera í far- arbroddi íslenskukennara um ára- tugi samdi hann kennslubækur sem mikið voru lesnar, einkum í efri bekkjum grunnskólans, og ruddu nýjum hugmyndum braut. Einnig rannsakaði hann máltöku barna og gaf út ásamt öðrum merka bók um efnið. Hljóðfræði og framburður voru honum hjartans mál og urðu að efni í mikla bók. Framlag Indr- iða á þessum sviðum öllum breytti um margt hugarfari kennara og af- stöðu til námsgreinarinnar ís- lensku. Síðustu árin – áður en sjónin bil- aði – helgaði hann sig einkum ætt- fræði og skrifaði fyrirmyndarrit um ættmenn sína austanlands. Við kveðjum öðlinginn Indriða Gíslason með miklu þakklæti og virðingu og vottum Ingibjörgu konu hans og öðrum aðstandendum samúð okkar. Baldur Hafstað, Baldur Sigurðsson, Sigurður Konráðsson, Þórður Helgason. Náinn samstarfsmaður til margra ára er fallinn frá. Indriði Gíslason starfaði mestan hluta starfsævi sinnar sem kennari í ís- lensku við Kennaraskólann, síðar Kennaraháskóla Íslands. Hann var hugmyndaríkur og vinsæll eins og margir starfandi grunnskólakenn- arar geta borið vitni um en jafn- framt afkastamikill fræðimaður, stundaði fjölþættar rannsóknir á ís- lenskri tungu og samdi námsefni sem víða var notað í móðurmáls- kennslu. Indriði var góður sam- starfsmaður, félagi sem gott var að leita til. Oft var hann spurður um málnotkun enda var hann áhuga- samur um framgang móðurmálsins og að efla kennslu og rannsóknir á því sviði. En hann var einnig ráð- hollur um ýmis stjórnunarleg mál- efni. Nokkrum árum eftir að hann hætti störfum var hann fenginn til að ritstýra umfangsmikilli sjálfs- matsskýrslu um Kennaraháskólann vegna úttektar á skólanum. Það var erfitt og flókið verkefni sem hann leysti með prýði. Indriði gat verið stuttur í spuna þegar leitað var til hans en undir niðri var hann hlýr og hjálpsamur. Hann átti til að gretta sig, hrista höfuðið og segja: „Nei, þetta geri ég ekki,“ en skila verkinu skömmu síðar jafn stuttaralega: „Hér er þetta.“ Sú brynja sem Indriði hafði komið sér upp kom oft flatt upp á ókunnuga en var okkur sem þekkt- um hann til endalausrar skemmt- unar. Við þekktum húmorinn og glettnina í fasi hans og treystum okkar manni. Við sem störfuðum hvað mest með Indriða á síðari hluta starfs- ferils hans við Kennaraháskólann stofnuðum félagsskap sem hann veitti forystu og var þar ætíð nefndur forseti. Þetta var hið róm- aða Sundfjelag Kennaraháskólans. Þannig var að Indriði fór gjarnan í sund að vinnudegi lokum. Þetta gerðu fleiri starfsmenn og smám saman varð til félagsskapur sem synti og þingaði síðan í heitum potti. Mörg mál Kennaraháskólans voru krufin og leyst á þessum fund- um. Þar voru líka leystar margar vísnagátur og oft kastaði Indriði fram eigin stökum sem hann átti létt með. Sundfjelagið tók upp á sína arma ýmis önnur félagsleg málefni og undirbjó afmæli, veislur og árshátíðir svo eitthvað sé nefnt. Þetta var skemmtilegur og ljúfur tími en á þessum árum var starfs- fólk Kennaraháskólans fámennur samheldinn hópur. Síðustu árin kom Indriði stund- um í heimsókn í skólann, t.d. á bókasafnið þegar hann var í ættfræðigrúski sínu, en oftar hitt- um við gömlu félagarnir hann þó í sundi því að þá íþrótt lagði hann aldrei niður. Þá var skeggrætt um allt milli himins og jarðar, frá gildi útiklefa til efnahagsmála. Indriði tekur ekki lengur þátt í þeirri um- ræðu en aðrir Sundfjelagsmenn munu halda henni á lofti. Blessuð sé minning Indriða Gíslasonar. Börkur Hansen og Kristín Indriðadóttir. Nú er Indriði Gíslason allur. Með honum er fallinn frá sá maður sem ég hygg að hafi orðið móðurmáls- kennslu að meira gagni undanfarna áratugi en aðrir menn. Ég kynntist Indriða fyrst sem kennara í Kenn- araskóla Íslands á árunum 1966–70. Hann var vinsæll kennari og geisl- aði af honum sterkur persónuleiki og kennslan einkenndist af virðingu fyrir máli og bókmenntum og skemmtilegri og sérstæðri kímni. Nokkrum árum síðar, í lok náms, bar fundum okkar saman á ný. Nú bjuggum við í sömu götu og dag einn knúði Indriði dyra hjá mér og var ekkert að skafa utan af hlut- unum. „Guðmundur, Æfingaskól- ann vantar íslenskukennara, ertu ekki til?“. Ég hafði ekki ætlað mér að fara að kenna, átti svolitlu ólokið í háskólanámi, en sló til. Þetta varð upphaf að langri samvinnu okkar við Kennaraháskóla Íslands, bæði í kennslu við skólann og á endur- menntunarnámskeiðum sem fram fóru um land allt. Þar vorum við gjarnan saman Indriði og Ásgeir heitinn Björnsson. Það var lær- dómsríkt að vinna með þeim, skemmtilegt og magnað stundum. Indriði var um skeið námstjóri í ís- lensku við menntamálaráðuneytið og kom þar ýmsu til leiðar grein- inni til framdráttar. Hann var ötull höfundur námsefnis og fetaði þar nýjar slóðir. Þá kom hann að ýms- um verkum fyrir Kennaraháskól- ann, ráðuneytið og aðrar stofnanir sem áttu eftir að hafa áhrif á um- ræðu um íslenskt mál og kennslu þess. Þar lágu leiðir okkar einnig alloft saman. Ég tók við námstjóra- starfinu er hann lét af því. Þá var oft sótt í smiðju Indriða þegar góð ráð skorti. Indriði var einn helsti hvatamaður að stofnun Samtaka móðurmálskennara og vann fyrir þau af heilum hug um árabil. Hann gekk ötull til allra starfa, vandvirk- ur og iðinn. Þau eru ófá ritverkin sem hann kom að, ýmist sem höf- undur, ritstjóri eða ráðgjafi. Þegar litið er yfir farinn veg finnst mér ekki nema von að ég hafi stundum kallað Indriða fóstra minn. Hann yggldi sig þá gjarnan og taldi óþarft að vera með þetta fleipur. Það var ekki auðvelt að hrósa hon- um en hann átti það svo sannarlega skilið. Að leiðarlokum þakka ég Indriða Gíslasyni samfylgdina og fóstrið. Ingibjörgu, börnunum og fjölskyld- um þeirra sendi ég samúðarkveðj- ur. Guðmundur B. Kristmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.