Morgunblaðið - 24.03.2009, Side 31

Morgunblaðið - 24.03.2009, Side 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 ✝ Bergljót Vikt-orsdóttir fæddist á Siglufirði 5. nóv- ember 1957. Hún lést á krabbameins- lækningadeild Land- spítalans við Hring- braut 12. mars 2009. Foreldrar hennar voru Ólöf Anna Ólafsdóttir versl- unarkona, f. á Ísa- firði 6. nóvember 1929, d. 22. janúar 2005, og Viktor Þor- kelsson apótekari, f. í Siglufirði 25. mars 1923, d. 13. júlí 1994. Systkini Bergljótar eru Ólafur Guðlaugur, f. 9. janúar 1949, Steinar, f. 30. mars 1952, og Hafsteinn, f. 13. janúar 1965. Eiginmaður Bergljótar er Ey- steinn Þórir Yngvason atvinnurek- andi, f. í Reykjavík 8. maí 1955. Foreldrar hans eru Guðrún Jó- hanna Helgadóttir prestsfrú, f. í Keflavík 7. september 1927, og séra Yngvi Þórir Árnason, f. í Reykjavík 17. september 1916, d. 4. febrúar 1991. Bergljót og Eysteinn eignuðust þrjá syni, þeir eru: 1) Ægir Þór fréttamað- ur, f. 3. nóvember 1977, sambýliskona Margrét Hannesdóttir. 2) Gísli Jóhann við- skiptafræðingur, f. 30. september 1980, sam- býliskona Margrét Reynisdóttir, þau eiga nýfætt stúlkubarn. 3) Yngvi Þórir útvarps- maður, f. 2. nóvember 1987, sambýliskona Jónína Berta Stef- ánsdóttir. Bergljót og Eysteinn bjuggu alla tíð í Reykjavík. Fyrstu árin á Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur og síðar í Breiðholti. Þau fluttu svo á Kleppsveg í Laugarneshverfi og bjuggu þar um árabil, þar til þau fluttu á Sunnuveg 17 í Langholts- hverfi vorið 1996. Bergljót starfaði hjá Innkaupastofnun Reykjavík- urborgar í nokkur ár, eða þar til hún og eiginmaður hennar hófu sjálfstæðan atvinnurekstur. Útför Bergljótar verður gerð frá Langholtskirkju í dag, og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku mamma mín. Orð fá ekki lýst hversu þungan harm ég ber í brjósti vegna fráfalls þíns, enda bar andlát þitt svo ótrúlega skjótt að. Það er svo sárt að hugsa um allt það sem þú áttir eftir að upplifa og gera á lífsleiðinni, en margar fagr- ar minningar sem ég geymi um þig sefa sorgina. Ég var oft kallaður mömmustrákur þegar ég var að vaxa úr grasi og þó ég hafi neitað því á þeim tíma, gengst ég fúslega við því í dag. Ég var og verð mömmustrákur alla tíð, því betri mömmu er ekki hægt að hugsa sér. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur sama hvað bjátaði á og gættir okkar strákanna eins og sjáaldurs augna þinna. Þú huggaðir mig og studdir og stappaðir í mig stálinu þegar mér fannst veröldin ósanngjörn. Sem ungur maður vissi ég sjaldan í hvorn fótinn ég átti að stíga né hvert ætti að stefna. Þú hélst í höndina á mér á óvissutímunum og leiðbeindir mér og ef ekki hefði komið til leiðsögn þín, umhyggja og viska hefði ég aldrei sótt mér menntun á því sviði sem ég starfa á í dag. Það var nefnilega þann- ig að þú þekktir mína hæfileika og eiginleika betur en ég sjálfur. Betri og fallegri kona en þú er vandfundin hér á jörðu. Þú tókst á móti öllum með opnum örmum og án fordóma og vildir alltaf láta gott af þér leiða. Þú hafðir ríka réttlætis- kennd og komst eins fram við alla, af virðingu og tillitssemi. Ég gerði stundum grín að óbilandi áhuga þín- um á hvað hinn og þessi var að gera í fjölskyldunni, en það var þér bara eðl- islægt, því þér þótti svo vænt um alla. Þú bræddir hjörtu allra sem urðu á vegi þínum með einlægni þinni og umhyggju. Ef mig hefði grunað að óveðursský væru í vændum, hefði ég varið mun meiri tíma hjá þér síðustu árin, en ég hef verið svo mikið fjarri þér vegna menntunar minnar og atvinnu á und- anförnum misserum. Sá tími kemur ekki aftur. Einmitt þess vegna var tíminn sem ég átti með þér uppi á spítala síðustu dagana mér svo ómet- anlegur og kær, því þá voru orð sögð sem löngu voru tímabær. Þú hélst persónutöfrunum og kímnigáfunni fram á síðustu stundu. Segjandi brandara við hjúkrunarkon- urnar rétt áður en þú lagðir þig í síð- asta skipti. Það var líka svo lýsandi fyrir þig, mamma mín, að þrátt fyrir að dauðinn væri á næsta leiti, hafðir þú mestar áhyggjur af því hvernig okkur strákunum og pabba myndi reiða af. Þú kvaddir líka ekki fyrr en ég hafði fullvissað þig um að við myndum spjara okkur og allt yrði í lagi. Þú tókst af mér loforð á dánarbeð- inum að ég myndi gæta strákanna og það loforð mun ég ætíð heiðra. Heim- urinn er fátækari eftir að þú fórst, því með andláti þínu fækkaði í hópi engla hér á jörðu. Farðu í guðs friði, elsku mamma mín, laus við allan sársauka og kvalir. Guð geymi þig, verndi og vaki yfir þér. Þú lifir áfram í hjarta mínu. Þinn sonur, Ægir Þór Eysteinsson. Elsku mamma mín. Það fá engin orð því lýst hve mikið ég sakna þín og hve heitt ég óska þess að geta haft þig hér hjá okkur á þess- um tilfinningaþrungnu tímum. Dóttir okkar Möggu kom í heiminn hinn 18. mars, einungis sex dögum eftir að þú kvaddir hann. Ljósmæðurnar sem tóku á móti Bellu litlu lýstu fæðing- unni sem draumafæðingu og erum við Magga ekki í nokkrum vafa um að þú eigir þinn þátt í því hversu farsællega allt gekk. Ég veit varla hvort okkar var spenntara fyrir fæðingunni, ég eða þú, enda var þetta fyrsta barnabarnið og biðin því búin að vera löng hjá ykk- ur pabba. Sársaukinn yfir fjarveru þinni nú er því gífurlegur en ég veit að þú munt fylgjast náið með okkur og halda í hönd okkar og leiða í gegnum uppeldið. Ég vona innilega að Bella litla fái alla þá góðu kosti sem amma hennar bjó yfir og ef mér finnst eitt- hvað uppá vanta mun ég reyna að miðla því ástkæra, hlýja og um- hyggjusama uppeldi sem ég fékk frá ykkur pabba. Betri foreldra er vart hægt að hugsa sér. Að lokum langar mig að þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman, elsku mamma mín. Þér var alltaf mest umhugað um hvernig aðrir í kringum þig hefðu það og breyttist það ekkert þótt þú værir komin inn á spítala með illvígan sjúk- dóm. Þér tókst alltaf að láta öllum líða vel í kringum þig og vona ég af öllu hjarta að þú hafir notið stundanna með mér eins vel og ég naut stund- anna með þér. Þú varst minn besti vinur og ég mun hugsa til þín og sakna á hverjum degi. Þinn sonur, Gísli. Mamma er konan sem heldur í höndina á manni fyrstu árin, en hjart- að alla ævi. Um leið og ég kveð elsku bestu mömmu mína rifjast upp sætar og ljúfar minningar. Þegar við skruppum til Portúgals, kíktum á Sibbu frænku í Köben, þegar hún studdi mig í fótbolt- anum þegar ég var polli og síðast en ekki síst, þegar við keyrðum hringinn í kringum landið á nokkrum dögum með pabba. Mamma mín var ótrúlega skemmti- leg, klár og kærleiksrík kona. Þegar það var kalt og dimmt úti var alltaf hlýtt og bjart hjá mömmu. Ég gat allt- af leitað til hennar með mín vandamál. Alltaf tók hún utan um örverpið sitt og reyndi að sannfæra mig um að allt yrði í himnalagi. Aldrei hefði mig grunað að þessi yndislega kona, sem aldrei hafði gert neinum illt, myndi hverfa með jafn skjótum hætti og raun varð. Hvernig á ég að kveðja þegar mér finnst eins og ég átti mig ekki á þessu? Lífið er ekki alltaf sann- gjarnt en ég er svo ríkur að hafa lært það af elsku mömmu minni. Maður verður að taka staðreyndunum og halda áfram með lífið. Mamma kenndi mér margt. Næstum allt sem ég kann. Eitt hefði ég þó verið til í að læra bet- ur. Að vera þolinmóður og umburð- arlyndur. Engin manneskja hafði jafn mikla þolinmæði og umburðarlyndi gagnvart öðrum og elsku mamma. Hún tók öllum með opnum örmum og lagði sig fram við að láta öðrum líða vel í kringum sig. Hún var með svarta beltið í því. Það var mikið áfall þegar mamma veiktist. Elsku mamma sýndi ótrúlegan styrk í sinni baráttu og hún lagði sig alla fram við að reyna að gera okkur hinum þetta auðveldara. Mig langar að þakka öllu því frábæra starfsfólki Landspítalans sem sá um elsku mömmu. Ótrúlega gott fólk sem vinnur erfitt starf á hverjum degi. Elsku mamma. Ég trúi því að þú sért ekki horfin að eilífu. Þú ert bara lengra komin. Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Þinn sonur að eilífu, Yngvi Þórir Eysteinsson. Elsku Bella. Það er svo ótrúlegt að þú sért farin. Nú sitjum við allar saman og minn- umst þín, rifjum upp sögur og minn- ingar okkar um þig. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera lýsandi um hversu hlý og góð kona þú varst. Að hitta tengdamömmu sína í fyrsta skipti getur reynst mörgum ógnvænlegt. En að hitta þig var eins og að hitta gamla vinkonu, við spjöll- uðum eins og við hefðum alltaf þekkst. Það var svo gaman að sitja í sófanum í stofunni á Sunnuveginum og spjalla um lífið og tilveruna, þú gafst okkur ráð, sama hvort það varðaði syni þína eða annað í okkar lífi. Bak við glettn- ina og kátínuna bjó gömul sál sem hafði svo mikið að gefa. Þú tókst öllum með opnum örmum, það kemur best fram í öllum sögunum sem strákarnir hafa sagt okkur. Þú elskaðir strákana þína svo heitt og þekktir þá svo vel. Við munum taka okkur það til fyrir- myndar, elsku Bella. Strákarnir þínir eru einstakir, enda fellur eplið sjaldan langt frá eikinni. Við munum aldrei geta fyllt það skarð sem nú hefur myndast hjá Steina og strákunum. En við munum gera okkar besta til að hjálpa þeim að komast yfir þennan erfiða missi. Þær stundir sem við áttum með þér eru okkur svo dýrmætar. Síðustu dagarnir voru einstakir, þú kvartaðir aldrei heldur hafðir meiri áhyggjur af okkur hinum, en það var einmitt svo einkennandi fyrir þig. Þú barst ætíð hag annarra frekar fyrir brjósti held- ur en þinn eigin. Það er svo erfitt að kveðja þig, því við áttum eftir að upplifa svo margt saman. En þú ert alltaf með okkur í hjartanu. Við skulum passa vel upp á strákana þína, elsku Bella okkar. Guð geymir nú yndislega konu, tengdamömmu okkar og vinkonu. Margrét Hannesdóttir, Margrét Reynisdóttir og Jónína Berta Stefánsdóttir. Það er sárt að sjá á eftir systkini langt fyrir aldur fram og það gerir það enn erfiðara þegar kallið kemur snöggt og líf ástvinar er hrifsað úr faðmi fjölskyldunnar á ógnarhraða og hvorki læknavísindi né fyrirbænir hafa þar nokkur áhrif á. Þó samveran hafi ekki verið mikil undanfarin ár er söknuðurinn mikill og ég get ekki annað en horft yfir farinn veg með eft- irsjá að hafa ekki notað tímann betur. En það er eðli mannsins að falla í þá gildru að trúa á ódauðleika sinn og halda að tíminn einhvern veginn standi í stað, allt sé óbreytanlegt, og gleyma sér í argaþrasi hversdagsins í stað þess að einbeita sér að því sem skiptir raunverulega máli. Bella naut sín í góðra vina hópi og var frændrækin en hvorttveggja erfði hún frá móður okkar, en þær mæðgur deildu miklum áhuga á öllu sem gerð- ist í stórfjölskyldunni. Þær voru mjög nánar og samrýmdar alla tíð og völdu gjarnan að eyða tíma saman þegar færi gafst. Í veikindum móður okkar, sem lést fyrir fjórum árum, var Bella stoð hennar og stytta í baráttu hennar við krabbameinið sem hún sjálf þurfti að takast á við svona stuttu seinna. Ég veit að það hafa verið fagnaðarfundir þegar þær mæðgur hittust handan móðunnar miklu og margt skrafað og skeggrætt og þar gleðjast þær sjálf- sagt saman yfir fæðingu nýrrar ömmu- og langömmustelpu. Síðustu stundirnar sem ég átti með Bellu á Landspítalanum voru ómet- anlegar og það var aðdáunarvert að sjá hvað hún tók veikindum sínum af miklum kjarki og æðruleysi, enda var það eðli Bellu að berjast og gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Það var ekki síður aðdáunarvert að fylgj- ast með hvað strákarnir hennar, sem hún var svo óendanlega stolt af, hugs- uðu vel um hana og sáu til þess að síð- ustu dagar Bellu meðal okkar væru eins þægilegir og ánægjulegir eins og þessar erfiðu aðstæður leyfðu. Eysteinn, Ægir, Gísli og Yngvi, ég votta ykkur öllum mína innilegustu samúð og óska þess að góður Guð gefi ykkur kjark og æðruleysi til að takast á við þennan sára missi. Elsku Bella, Guð varðveiti þig og blessi. Að kvöldi dags er kveikt á öllum stjörnum, og kyrrðin er þeim mild, sem vin sinn tregar, og stundum skýla jöklar jarðarbörnum, og jafnvel nóttin lýsir þeim til vegar. (Davíð Stefánsson.) Hafsteinn og fjölskylda. Bella, yndislega frænka mín, er far- in frá okkur. Þetta gerðist allt svo hratt, og eftir situr mikið tómarúm. Við vorum systkinabörn, alltaf verið gott samband milli okkar, hún var þremur árum eldri en ég. Á unglings- árum hennar dróst aðeins í sundur með okkur eins og gengur og gerist, litla frænka var ekki mjög spennandi þá. Bella var svo snemma komin með kærasta, hún kynntist honum Ey- steini sínum svo ung. Vááá hvað mér fannst hún vera orðin gömul þá. Eftir að fyrsti prinsinn kom í heiminn þá færðumst við nær hvor annarri aftur, litla frænka var ekki lengur svo mikill krakki. Síðustu 10 árin vorum við meira en frænkur, við vorum systur. Alltaf var gaman að heyra í frænku, hún var létt í lund, við gátum gert óspart grín hvor að annarri og hlegið mikið saman. Það má með sanni segja að við höfum gengið saman í gegnum súrt og sætt síðustu árin. Bella mín var alltaf svo fín og flott í pilsi, svo smart. Annað en ég. Við vor- um ekki líkar þar enda hlógum við oft að því, hún var líka mun röskari en ég. Ég hef stundum sagt: „Nú þarf ég að taka Belluna á þetta“ ef ég þarf að vera snögg að gera hluti. Frænka mín eignaðist þrjá gull- mola, strákarnir voru hennar líf og yndi, það kom alltaf viss glampi í aug- un hennar þegar hún talaði um þá, þótt ég væri að tala við hana í símann þá sá ég þennan glampa. Bella mín náði ekki þeim tíma að sjá fyrsta barnabarnið, þessi litli sól- argeisli kom í heiminn sex dögum eft- ir lát hennar og kemur þessi litla prinsessa með mikla birtu inn í fjöl- skylduna á þessum erfiðum tímum. Elsku Eysteinn, strákar mínir og stelpur mínar, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur, megi góður guð blessa minningu frænku minnar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín frænka Sigríður Gísladóttir. Komið er að kveðjustund, en í dag kveð ég elsku Bellu mína, svilkonu og góða vinkonu. Ekki bjóst ég við að þurfa að kveðja hana svo fljótt. Það var svo margt sem hún átti eftir að gera með Steina sínum, strákunum þeirra og fjölskyldum. Þeir feðgar syrgja ekki bara eiginkonu og móður heldur einnig góða vinkonu. Það var einstakt samband á milli hennar og sonanna. Hún talaði oft um þá og með svo mikilli hlýju í röddinni. Hún sagði mér frá því þegar þeir komu með eitt- hvað til að gleðja hana eða þegar þeir höfðu gert eitthvað fyrir hana. Svo þegar hún hafði fengið fréttir af því að von væri á fyrsta barnabarninu sínu þá hringdi hún í mig sama kvöld. Hún var svo glöð og tók af mér loforð um að ég myndi ekki segja neinum. Bella beið spennt eftir litlu ömmustelpunni sinni en náði ekki að sjá hana hér í lif- andi lífi. Ég trúi því að hún muni fylgj- ast með og passa upp á litlu Bellu sína þaðan sem hún er. Ég kynntist Bellu fyrir 20 árum þegar ég kom inn í fjölskyldu manns- ins mín. Bella tók vel á móti mér og ekki leið á löngu þar til ég fór að venja komur mínar til hennar og Steina. Við höfum í gegnum tíðina farið í ferðir um landið. Á ferðum okkar spilaði Bella og matur stórt hlutverk. Það var t.d. á boðstólum grafið læri, gúllas- súpa, gómsætar sósur og fræga hum- arsúpan hennar sem er sú besta sem ég hef smakkað. Við Maggi fórum ekki bara í útilegur með henni og Steina heldur var líka skroppið í utan- landsferðir og einnig oft út að borða. Þetta þótti okkur fjórum gaman að gera saman en minningarnar frá sam- verustundum okkur munu sefa sorg- ina. Bella elskaði að sóla sig í útlönd- um, fara út að borða og njóta frístundanna með Steina sínum. Ég dáðist oft að þeim, hvað þau voru sam- rýmd og kunnu hvort á annað. Það var alltaf líf og fjör í kringum þau enda leiddist okkur Magga aldrei þegar við vorum með þeim. Bella reyndist mér, Magga og son- um okkar alltaf vel og viljum við þakka henni það. Hún sýndi mér ein- stakan stuðning þegar systir mín lést úr krabbameini fyrir einu og hálfu ári. Þá var Bella sjálf búin að ganga í Bergljót Viktorsdóttir SJÁ SÍÐU 32 Auðbjörg Pétursdóttir ✝ Auðbjörg Péturs-dóttir fæddist á Tjörn á Vatnsnesi 11. apríl 1933. Hún lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn mánudaginn 16. mars 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Auðbjörg Gunn- laugsdóttir, f. 3. október 1911, d. 18. maí 1980 og Pétur Gunnarsson, f. 21. júlí 1889, d. 19. september 1946. Systkini Auðbjargar eru María, f. 23. mars 1932, Sigurlaug Erla, f. 8. maí 1934, Gunn- laugur, f. 21. júní 1935, Guðrún, f. 28. ágúst 1939 og Soffía 3. desember 1941. Auðbjörg giftist Snorra Gunnlaugs- syni, f. 11. ágúst 1903. Þau slitu sam- vistum. Börn þeirra eru: Oddný, f. 21. febrúar 1951, maður Jakob Jónsson, hún á 2 börn, býr á Akranesi. Gunn- laugur, f. 29. nóvember 1952, hann á 3 börn, býr á Akureyri. Stefanía Jónína, f. 19. maí 1957, hún eignaðist 7 börn, eitt er látið, hún býr á Akureyri, Auðbjörg María, f. 25. júní 1959, d. 8. október 1959. Auðbjörg giftist Stefáni Þórarinssyni, f. 11. janúar 1927. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: Hólmfríður, f. 18. ágúst 1966, sambýlismaður Sigurður Krist- jánsson, hún á 2 börn, býr á Akureyri. Þórarinn Jónas, f. 8.apríl 1969, sam- býliskona Erla Baldursdóttir, hann á 4 börn, býr í Kópavogi. Auðbjörg var í sambúð með Kristjáni Sigurðssyni, f. 22. júlí 1942. Þau slitu samvistum. Barnabörn Auðbjargar eru 18 og barnabarnabörn eru 9. Auðbjörg verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju í dag, 24. mars, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.