Morgunblaðið - 24.03.2009, Side 36

Morgunblaðið - 24.03.2009, Side 36
36 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 Söngleikurinn sem allur heimurinn elskar! FORSALA HEFST KL.10 Á MORGUN! Tryggðu þér miða strax! 7/5, 8/5, 9/5, 10/5, 13/5, 14/5, 16/5, 17/5, 21/5, 22/5, 23/5, 24/5, 28/5, 29/5, 30/5, 31/5 1000 króna afsláttur ef greitt er með VISA kreditkorti* Eftir það býðst VISA korthöfum 500 kr afsláttur af hverjum miða, meðan birgðir endast, á fyrstu 20 sýningarnar. Fyrstur kemur – fyrstur fær! Tryggðu þér miða strax og forsalan hefst! 8/5, 9/5, 10/5, 13/5, 14/5, 15/5, 16/5, 17/5, 20/5, 21/5, 22/5, 23/5, 24/5, 28/5, 29/5, 3/6, 4/6, 6/6, 7/6, 11/6 Sími 568 8000 / borgarleikhus.is *gildir á opnunardegi forsölu fyrir allt að 10 miða Einstakt t ilboð á opnunar degi forsölu! Sérstakt tilboð! Sett upp í samstarfi við Miðasala í síma 568 8000 eða á borgarleikhus.is Morgunblaðið/Ómar Ánægðar mæðgur Sigrún ásamt dóttur sinni, Melkorku Ólafsdóttur flautuleikara, sem lék við afhendinguna í gær. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is SIGRÚN Helgadóttir, líf- og um- hverfisfræðingur, hlaut í gær árlega viðurkenningu Hagþenkis fyrir bók- ina Jökulsárgljúfur – Dettifoss, Ás- byrgi og allt þar á milli, sem bóka- forlagið Opna gaf út. Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis. Frá árinu 2006 hefur Við- urkenningaráð ennfremur kynnt lista tíu framúrskarandi fræðirita og námsgagna er koma til greina. Í umsögn Viðurkenningaráðs um verk Sigrúnar segir: Lykill að stór- brotnu svæði, þar sem afar vel er fléttað saman sögu, náttúrufræði og bókmenntum. „Það er ótrúlega hvetjandi á allan hátt að fá svona viðurkenningu,“ sagði Sigrún. Hún sagði að við- urkenningin væri jafnvel enn meira virði en ella sökum þess að það væru kollegar í hópi fræðimanna sem veittu hana. „Ég var nógu glöð með að vera ein af þeim tíu sem voru til- nefndir, það var frábært. Ég ætlaði í raun varla að trúa því, kannski vegna þess hve bókin lætur lítið yfir sér.“ Sigrún segist hafa verið í fjögur ár með bókina í smíðum, en á þeim tíma hafi hún líka verið í ýmsu öðru. Hún var meðal annars í vinnu hjá Land- vernd og stýrði verkefninu Græn- fáninn – Skólar á grænni grein. „Í vor ákvað ég að einbeita mér að því að skrifa,“ segir Sigrún, en hún hefur skrifað talsvert af námsefni fyrir Námsgagnastofnun og er rit- stjóri bókar sem Heimilisiðn- aðarfélag Íslands hyggst gefa út um gamla íslenska faldbúninginn. Þegar Sigrún hófst handa við rit- un bókarinnar um Jökulsárgljúfur þekkti hún svæðið vel. „Ævi mín er samtvinnuð þessu svæði. Ég kom þangað fyrst með móður minni þegar ég var á öðru ári og var sem barn í sveit á aust- urbakka Jökulsár. Þegar auglýst var eftir „gæslumanni“ eftir að þjóð- garðurinn var stofnaður árið 1973 sótti ég um og var ráðin. Ég var þar landvörður í fimm sumur; þetta svæði hefur alið mig upp og agað mig,“ segir Sigrún. Síðar starfaði hún hjá Náttúruverndarráði og skrifaði þá svokallaða vernd- aráætlun um þjóðgarðinn. Sigrún Helgadóttir hlaut árlega viðurkenningu Hagþenkis fyrir bók sína um Jökulsárgljúfur „Ótrúlega hvetjandi á allan hátt“ LEIKLISTARSAMBAND Íslands og Félag íslenskra listdansara standa fyrir þriðja fundinum í fundaröð Listaháskóla Íslands, Á hverfanda hveli, þar sem rætt er um ábyrgð lista- mannsins á umrótatímum. Fundurinn verður í Ný- listasafninu við Grettisgötu. Þátttakendur á fundinum eru Ingibjörg Björnsdóttir, Lára Stefánsdóttir, Helena Jónsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir. Fundarstjóri er Karen María Jónsdóttir og opnar umræður verða að loknum framsögum. Aðgangur er ókeypis. Dans Danslistin á hverfanda hveli Helena Jónsdóttir VÍDEÓ- og kvik- myndahátíðin 700.is Hreindýraland er nú haldin í fjórða sinn á Fljótsdalshéraði og nágrenni. Sjónum er beint að vídeóinnsetn- ingum og 7 listamenn, eða pör listamanna, hafa nú unnið slíkar innsetningar í Sláturhúsið á Egilsstöðum. Einnig hafa gestasýn- ingastjórar valið fjögur önnur verk, sem sýnd verða í nágrenninu meðan hátíðin stendur; á Eiðum, í Skaftfelli á Seyðisfirði, á Skriðu- klaustri og í Þekkingarsetri Austurlands á Eg- ilsstöðum. Nánar á www.700.is. Myndlist Hreindýraland 700.is á Héraði Úr verki eftir Evu Olsson og Jonas Nilsson. KVIKMYNDASAFN Ís- lands sýnir Crimes and Misdemeanors eftir Woody Allen í Bæjarbíói í Hafn- arfirði í kvöld kl. 20. Í myndinni fylgjast áhorfendur með persónum tveggja ólíkra sagna sem tengjast ekki við fyrstu sýn. Í annarri sögunni glímir augnlæknirinn Judah Ro- senthal við afleiðingar framhjáhalds en í hinni segir af heimild- armyndagerðarmanninum Cliff Stern sem á erfitt með að hafa ofan í sig og á þrátt fyrir listræna hæfileika. Kvikmyndir Glæpir og glappa- skot í Bæjarbíói Úr myndinni. HREFNA Róbertsdóttir sagnfræðingur heldur fyr- irlestur á Landnámssýning- unni í Aðalstræti 16 í dag kl. 17. Fyrirlesturinn nefnist Vefsmiðjur Innréttinganna við fyrstu götu bæjarins. Þar verður fjallað um starf- semi vefsmiðjanna í Að- alstræti, en þar voru um tíma starfræktar tvær vef- smiðjur. Lífið í Reykjavík breyttist mikið við tilkomu þeirra, enda varð bærinn fyrst til sem þéttbýlisstaður í tengslum við verksmiðjuþorpið sem þróaðist í kringum þessa starfsemi. Fræði Vefsmiðjur Innréttinganna Hrefna Róbertsdóttir NICHOLAS Hughes, sonur skáld- anna Ted Hughes og Sylviu Plath, féll fyrir eigin hendi á heimili sínu í Alaska í síðustu viku, 46 árum eftir að móðir hans framdi sjálfsmorð á meðan Nicholas og Frieda systir hans sváfu, eins og tveggja ára göm- ul, í næsta herbergi. Hann var ókvæntur og barnlaus og hafði glímt við þunglyndi um hríð. Þar til fyrir skömmu var Hughes prófessor í sjávarútvegsfræðum við Alaskaháskóla í Fairbanks. Hann sagði upp stöðunni til að einbeita sér að leirmunagerð á heimili sínu. Mikið hefur verið fjallað um skáld- skap Sylviu Plath og Teds Hughes, hjónaband þeirra og sjálfsvíg henn- ar. Ótal bækur og greinar hafa verið skrifaðar og kvikmyndir gerðar um þetta fræga samband og um verkin sem urðu til meðan á því stóð. Í The Times kemur fram að hvorki Ted Hugh- es né börnin hafi komist undan skugganum sem sjálfsvíg Plath ár- ið 1963 varpaði á líf þeirra. Árið 1969 framdi þá- verandi sambýlis- kona Hughes sjálfsmorð er hún skrúfaði frá gasi á sama hátt og Plath, og lést ung dótt- ir þeirra einnig. Frieda Hughes hefur skrifað barna- og ljóðabækur og greinar í blöð en Nicholas forðaðist hinsvegar sviðsljósið og einbeitti sér að rann- sóknum á laxfiskum í Nýja Sjálandi og í Alaska, þar sem hann bjó síð- ustu tvo áratugi. Sonur Plath fellur fyrir eigin hendi Plath með Nicholas eins árs. Auk verðlaunabókar Sigrúnar Helgadóttur voru þessi verk til- nefnd. Aðalsteinn Ingólfsson: Elías B. Halldórsson; Guð- mundur Eggertsson: Leitin að uppruna lífs; Guðný Helga Gunnarsdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir: Átta-tíu, námsefn- isflokkur í stærðfræði; Hjörleif- ur Stefánsson: Andi Reykjavík- ur; Jón Ma. Ásgeirsson og Þórður Ingi Guðjónsson: Frá Sýrlandi til Íslands; Krist- mundur Bjarnason: Amtmað- urinn á einbúasetrinu; Ragn- heiður Kristjánsdóttir: Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verka- lýðsstjórnmál 1901-1944; Sig- urður Ægisson og Jón Baldur Hlíðberg: Íslenskar kynjaskepn- ur; Vilhjálmur Árnason: Farsælt líf, réttlátt samfélag. Tíu verk voru tilnefnd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.