Morgunblaðið - 24.03.2009, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 24.03.2009, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 Systkinin Seth (Ludwig) ogSara (Robb) eru í klípu. Þaueru frá plánetu úti í geimn-um þar sem ástandið í um- hverfismálum er jafnvel verra en hér, allir að kafna í eigin úrgangi. Til stendur að hefja allsherjar búferla- flutninga til jarðar – þar sem loftslag er svipað, og útrýma okkur görm- unum svo við séum ekki að flækjast fyrir nýbúunum. Þessu má afstýra með hjálp systk- inanna, en þau eiga erfitt með að ná inn fyrir skrápinn á okkur. Á hælum þeirra er m.a. drápglatt vélmenni frá stjörnunni þeirra, leyniþjónustan CIA með möppudýrið Burke (Hinds) við stjórn. Hann hefur tekið geim- skipið þeirra traustataki og sett í rammgera geymslu í Nornafjalli. Eini maðurinn sem getur hjálpað þeim að komast aftur heim og bjarga framtíð Jarðar er enginn annar en hinn skrápþykki leigubílstjóri, Bruno (Johnson). Hann endasendist með systkinin um Nevada-fylki, eftir að hann fer að trúa þeim. Disney hefur dustað rykið af fjöl- skylduvænum vísindaskáldskap frá því á áttunda áratugnum, poppað hann upp með stafrænum brellum og glímustirninu sem hlýddi til skamms tíma viðurnefninu The Rock, sem hann notaði í hringnum. Nú vill hann aukna virðingu og láta kalla sig sínu rétta nafni og komast á launaskrá kvikmyndaveranna til frambúðar sem e.k. Schwarzenegger barnanna. Það reynir ekki mikið á leikhæfileika buffsins, mestur tími hans fer í að rússa með geimverurnar um mörkina og jagast í þeim. „Kunnið þið annan“? er dæmigert tilsvar ökuþórsins, við kvabbi systkinanna, mjög vantrúaður á geimverur þó hann sé ýmsu vanur úr aftursætinu. Það er góðlátleg spenna í gangi, CIA-menn, vélmennið og landherinn ætla allt lifandi að drepa og móðir Jörð á ekki langt eftir á ögurstundu. Hollywood þarf á kjötfjöllum að halda til að skemmta gestum sínum, ungum sem öldnum, sjálfsagt þrauk- ar Kletturinn ekki lengi, hefur ekki mörg tromp uppi í erminni fyrir utan skírnarnafnið. En þetta var líka sagt um Jean Claude Van Damme, samt er hann víst enn að. Johnson getur þó stært sig af því í ellinni að hafa fengið stærra hlutverki en gæðaleikarinn Hinds í Kappakstrinum til Norn- arfjalls, það er undarleg rós í hnappa- gat hinnar bosmamiklu kjöt- kveðjuhátíðar. Krakkarnir gera það sem af þeim er krafist, sömuleiðis Gugino (Watch- men) og gamla hasshausnum Cheech Marin bregður fyrir ásamt leikstjór- anum Gerry Marshall (Pretty Wom- an). Brellurnar eru ekki beint fram- úrstefnulegar en leigubíllinn slær ekki af í akstrinum og það er brand- araskotin spenna á köflum sem höfð- ar til yngri áhorfenda og þolinmóðra eldri meðlima vísitölufjölskyldunnar. Meinlaus, fljótgleymd og fyr- irsjáanleg. Bílstjórinn sem afstýrði stjörnustríði Sambíóin Race to Witch Mountain bbmnn Leikstjóri: Andy Fickman. Aðalleikarar: Dwayne Johnson, Anna Sophia Robb, Alexander Ludwig, Carla Gugino, Ciarán Hinds. 99 mín. Bandaríkin. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Nornafjall Vöðvabúntið The Rock fær óvænta gesti í leigubílinn. RACE TO WITCH... kl. 8 LEYFÐ DUPLICITY kl. 10 LEYFÐ WATCHMEN kl. 8 B.i. 16 ára AKUREYRI RACE TO WITCH... kl. 8 - 10:10 LEYFÐ GRAN TORINO kl. 10:10 B.i. 12 ára MARLEY AND ME kl. 8 LEYFÐ SELFOSSI RACE TO WITCH... kl. 8 LEYFÐ DEFIANCE kl. 10:10 B.i. 16 ára PINK PANTHER kl. 8 LEYFÐ HE´S JUST NOT... kl. 10 B.i. 12 ára KEFLAVÍKKRINGLUNNI DUPLICITY kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára RACE TO WITCH MOUNTAIN kl. 5:50D - 8D LEYFÐ DIGITAL WATCHMEN kl. 10:10D B.i. 16 ára DIGITAL GRAN TORINO kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára SHOPAHOLIC kl. 5:50 LEYFÐ RACE TO WITCH... kl. 5:50D - 8D - 10:20 LEYFÐ D RACE TO WITCH... kl. 5:50 - 8 VIP DUPLICITY kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára WATCHMEN kl. 8 - 10:10D B.i. 16 ára D WATCHMEN kl. 10:10 VIP SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA FRÁ TONY GILROY, EINUM AF HÖFUNDUM BOURNE MYNDANNA KEMUR FRÁBÆR MYND Í ANDA- OCEANS ÞRÍLEIKSINS. NEW YORK POST 90/100 VARIETY YFIRNÁTTÚRULEG SKEMMTUN FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA! “ENN EITT DISNEY MEISTARAVERKIД“ JAFNSKEMMTILEG FYRIR UNGA SEM ALDNA ”S.O.-FOX TV, CINCINNATI P.H.-HOLLYWOOD.COM “FRÁBÆR FJÖLSKYDU- SKEMMTUN Í ANDA DISNEY HEFÐAR- INNAR. DWAYNE “THE ROCK”JOHNSON ER FRÁBÆR.” AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI ELEGY kl. 8 B.i. 12 ára GRAN TORINO kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára CHIHUAHUA kl. 5:50 LEYFÐ DESPERAUX kl. 5:50 LEYFÐ ÁLFABAKKA MYNDIN ER BYGGÐ Á SÖGU SEM TIMES HEFUR M.A. VALIÐ SEM EINA AF BESTU ENSKU SKÁLDSÖGUM SÍÐUSTU ALDAR VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA STÆRSTA OPNUN Í USA Á ÞESSU ÁRI! FRÁ LEIKSTJÓRA 300 KEMUR FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS 2009! ÓSKARSVERÐLAUNALEIKARARNIR PENÉLOPE CRUZ OG BEN KINGSLEY FARA Á KOSTUM ÁSAMT DENNIS HOPPER OG PATRICIA CLARKSON Í ÞESSARI MÖGNUÐU MYND FRÁ SPÆNSKA LEIKSTJÓRANUM ISABEL COIXET “BRILLIANT AÐLÖGUN Á EINNI VIRTUSTU MYNDASÖGU ALLRA TÍMA. GEFUR MYNDUM EINS OG DARK KNIGHT LÍTIÐ EFTIR.” TOMMI - KVIKMYNDIR.IS “VAKTMENN ER EIN ATHYGLISVERÐASTA BÍÓMYND SÍÐARI ÁRA.” “ÞESSI BANDARÍSKA YFIRBURÐA-BÍÓMYND LÆTUR EKKI LÝSA SÉR Í ORÐUM.” ÓHT, RÚV RÁS 2 “WATCHMEN ER AUGNAKON- FEKT, VEL KLIPPT OG TEKIN... PUNTUÐ MEÐ TÓNLIST SNILLINGA...“ - S.V. MBL KRINGLUNNI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA,SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, SÝND Í ÁLFABAKKA SAMbio.is Reykjavík • Akureyri • Keflavík • Selfoss SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALIBYGGT Á METSÖLUBÓKINNI EKKI MISSA AF ÞESSARI!SÝND Í KRINGLUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKUOG ENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA Empire - Angie Errigo VINSÆLASTA OG ÁN EFA EIN ALLRA BESTA KVIKMYND CLINT EASTWOOD FYRR OG SÍÐAR! www.veggfodur.is Barátta Bubba Morthensgegn niðurhali á hug-verkum listamanna á net- inu, sem hann segir hreinan og kláran þjófnað, hefur verið mikið til umræðu í fjölmiðlum eftir að viðtal við Bubba birtist í Morg- unblaðinu í síðustu viku. Á meðan Bubbi fór mikinn í morgunspjalli við Óla Palla á Rás 2 rifjaðist upp fyrir mér einkennilegt samtal sem ég átti við konu eina mér kunnuga fyrir um ári eða svo. Kona þessi hafði séð myndverk eftir mig á netinu, ljósmynd af myndlist- arverki nánar tiltekið og sagðist hafa áhuga á því að kaupa það. Ég tók ágætlega í þetta þó svo mynd- verkið hafi í raun ekki verið til sölu og sagðist vilja fá 40.000 krónur fyrir. Konunni þótti það alltof hátt verð og vildi helst fá verkið fyrir helming upphæð- arinnar. Ég benti henni á að verk- ið væri einstakt, þ.e. bara ein út- gáfa til og miðað við stærð verksins, efnivið og mína myndlist- armenntun þætti mér verðið sann- gjarnt. Ég sagðist ekki ætla að prútta við hana, annaðhvort keypti hún verkið á uppsettu verði eða ekki. Mér til mikillar furðu svaraði konan því að hún gæti allt eins halað ljósmyndinni af því niður og prentað út. Þess ber að geta að þessi ágæta kona er myndlist- armenntuð.    Þetta útspil hennar kom mér íopna skjöldu. Ekki nóg með að hún gerði lítið úr verðmati mínu á eigin verki heldur hótaði hún að hala niður mynd af því, prenta út og hengja upp á vegg heima hjá sér eins og ekkert væri. „Já, gerðu það bara ef þér finnst það sambærilegt því að eiga frum- myndina,“ svaraði ég og hló, reyndi að gera gott úr þessu und- arlega samtali. Myndlistarkonan glotti og þóttist greinilega sniðug, sagði vel mögulegt að hún léti af þessu verða. Henni var fúlasta al- vara, fannst þetta greinilega í lagi og ósköp eðlilegt, yppti bara öxl- um og glotti. Mér varð ljóst að lítið þýddi að ræða þessi mál frekar og kvaddi hana pent. Eflaust á þessi ágæta kona útprentanir af ýmsum íslenskum myndlistarverkum uppi á vegg hjá sér, jafnvel í 72 punkta upplausn á þumlung. Verði henni að góðu. Eftir á að hyggja hefði þaðkannski verið fínt að þessi ágæta listakona næði í myndina á netið og prentaði út til að hengja upp á stofuvegg. Myndin hefði í það minnsta fengið að hanga á vegg í stað þess að liggja í möppu með öðrum myndum eftir þann óvirka myndlistarmann sem hér skrifar. Hugsanlega hefði gestur komið í heimsókn og rekið augu í myndina, spurt hvaðan hún væri fengin og þar með væri komin auglýsing. Jafnvel möguleiki á því að gestinum líkaði myndin svo vel að hann hefði samband við höfund- inn og keypti af honum verkið á uppsettu verði. Hver veit?    Sagan af myndlistarkonunnisýnir að einhverju leyti breytt viðhorf fólks til listaverka og höf- undarréttar. Þó dytti fáum í hug að ganga upp að tónlistarmanni, t.d. Bubba, og segja honum að nýja platan hans væri alltof dýr og því hefði hann gripið til þess ráðs að ná í hana ókeypis á netið. Stór hluti fólks lítur greinilega ekki á það sem þjófnað að ná í listaverk sem einhver annar en höfundurinn hefur sett á netið. Hvort það kem- ur niður á sölu skal ósagt látið en líklegt má telja að sá sem sækir efnið ókeypis hefði hvort eð er ekki keypt það úti í búð, eða hvað?    Baráttan gegn niðurhalinu er,að því er virðist, vonlaus. Risaflóðbylgjan fór af stað fyrir löngu og fullseint að reisa flóð- garða. Því hlýtur lausnin að felast í því að fá sér brimbretti og læra á ölduna, að listamenn færi sér þessa tækni í nyt í stað þess að berjast gegn henni. En baráttan er skiljanleg. Ég giska þó á að flestir niðurhalarar myndu borga hóflegt gjald fyrir listaverk í skiptum fyrir öryggi og gæði, þ.e. að ná í verkið í mestu mögulegu gæðum án þess að eiga hættu á vírusum og öðrum tölvuviðbjóði. „If you can’t beat them, join them,“ eins og segir einhvers staðar. helgisnaer@mbl.is Flóðbylgjan tamin AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson »Eftir á að hyggjahefði það kannski verið fínt að þessi ágæta listakona næði í mynd- ina á netið og prentaði út til að hengja upp á stofuvegg. Mona Lisa Má bjóða þér frumgerðina eða veggspjaldið?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.