Morgunblaðið - 24.03.2009, Síða 43
Sýningar
Fyrirlestrar
Opin hús
Innsetningar
Skoðunarferðir
www.honnunarmidstod.is
í samstarfi við:
30 vöruhönnuðir glæða tóm
rými nýju lífi
26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03
30 vöruhönnuðir glæða tóm rými nýju lífi með
innsetningum á Laugaveginum og teygja anga
sína inn í verslanir í Bankastræti. Hönnuðirnir
taka á móti gestum og fræða þá um það sem
fyrir augu ber.
Skipulag og lýðheilsa
26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03
Málþing Arkitektafélags Íslands í Ráðhúsi
Reykjavíkur um skipulagsmál og lýðheilsu.
Framtíðarsýn:
Borgin í heild, infrastrúktúr, vöxtur
Sjálfbærni vistvæni
Borgarrýmið, heilbrigt líf borgarinnar
Pecha Kucha
26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03
Í samvinnu við Ráðuneytið efnir Hönnunar-
miðstöð til Pecha Kucha kvölds í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þessi nýstárlega
aðferð byggir á knöppum og fjölbreyttum
fyrirlestrum. Sérstök áhersla er lögð á hönnun
að þessu sinni.
Gullinsnið, samsýning
skartgripahönnuða
26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03
Það er engu líkara en fjársjóður hafi verið
grafinn við Aðalstræti. Samsýningu skart-
gripahönnuða hefur verið komið fyrir inn af
Landnámssýningunni. Þessi einstaka sýning
stendur einungis yfir í HönnunarMars.
Kúlan, húsgögn og
hönnunargripir frá 1962
26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03
Framlag Listasafns Íslands í HönnunarMars er
Kúlan. Kúlan var húsgagnaverslun í Reykjavík,
stofnuð í apríl 1962, sem hafði það að markmiði
að selja ódýr og nýstárleg húsgögn og list-
muni. Stofnendurnir voru Manfreð Vilhjálms-
son, Magnús Pálsson og Magnús Jóhannsson.
Dieter Roth er talinn hafa verið hvatamaðurinn
að stofnun Kúlunnar. Í húsakynnum kaffistofu
Listasafns Íslands verða til sýnis húsgögn og
myndir er varpa ljósi á Kúluna.
Sýning á verðlaunaverkum FÍT
26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03
Viðurkennd og verðlaunuð verk úr keppninni
FÍT 2009 / Grafísk hönnun á Íslandi, sýnd í
Saltfélagshúsinu.
Íslensk sjónabók
26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03
Útgáfa nýrrar íslenskrar Sjónabókar er mikið
ánægjuefni. Bókinni, sem kemur út í Hönnunar-
Mars, er ætlað að blása nýju lífi í þennan
auðuga formheim sem gömlu sjónabækurnar
geyma. Á þessari sýningu í Þjóðminjasafni
Íslands gefst gestum tækifæri til að skoða
bókina og vinnuna á bak við útgáfuna sem
og upprunalegu sjónabækurnar.
Arkitektúr á hvíta tjaldinu
26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03
Sýndar verða myndir þar sem arkitektúr
er í brennidepli, hvort heldur sem er aðal-
viðfangsefni eða í bakgrunni.
Fös: Kynnir Guðmundur Oddur Magnússon,
Koolhaas Houselife (2008) Mon oncle (1958)
Lau: Kynnir Guja Dögg Hauksdóttir, My
architect (2003) The Fountainhead (1949)
Íslenskir bollar og fylgihlutir
26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03
Kaffihús Kaffitárs taka höndum saman við
Leirlistafélags Íslands. Íslenskir kaffibollar
og kökudiskar verða teknir í notkun.
Erró samkeppni
26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03
Hönnunarmiðstöð Íslands, verslunin Kraum
og Listasafn Reykjavíkur stóðu fyrir nýstárlegri
hönnunarsamkeppni sem fólst í því að hanna
nytjahlut með innblæstri eða tilvísun í listaverk
eftir Erró. Á þessari sýningu í Hafnarhúsinu eru
vinningstillögur og aðrar valdar tillögur sýndar.
7 gluggar
26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03
Í samstarfi við Nordic Fashion Bianale opnar
Fatahönnuðafélag Íslands stórsýningu sína,
7 gluggar. Á henni sýna sjö fatahönnunar-
fyrirtæki vörur sínar. Samhliða sýningunni
er mikil dagskrá í Norræna húsinu tengd
fatahönnun.
Brot af þeim 150 viðburðum
sem eru á dagskrá HönnunarMars