Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is ÖLLUM börnum verður tryggður aðgangur að skólamáltíðum og unnið verður að því að bæði háskólar og menntaskólar bjóði upp á sumarnám í ár vegna vaxandi atvinnuleysis. Þetta er meðal aðgerða sem Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og trygg- ingamálaráðherra, kynnti sem hluta af velferðaráætlun ríkisstjórnarinn- ar í gær. Áætlunin er byggð á skýrslu Velferðarvaktarinnar, stýri- hóps sem skipaður var í febrúar til að gera úttekt á velferðarmálum í kjölfar kreppunnar. Afleiðingar kreppunnar eru að mati Velferðar- vaktarinnar vart komnar í ljós ennþá gagnvart einstaklingum og fjölskyldum, t.d. hvað varðar heilsu- far. Hins vegar hefur huglægur vandi gert vart við sig hjá öllum kynslóð- um að sögn Láru Björnsdóttur, for- manns Velferðarvaktarinnar, og birtist hann í óvissu og öryggisleysi. Forvarnir eru því mikilvægur þáttur í velferðaráætluninni og verður mynduð n.k. „úrræðakeðja“ sem miðar að því að hjálpa þeim sem eru í mestum vanda nú þegar, aðstoða þá sem eru líklegir til að lenda í vanda síðar og styðja við þá sem geta spjarað sig í kreppunni. Ekki aukinn tilkostnaður Ásta lagði hins vegar áherslu á að áætlunin fæli ekki í sér loforð um aukin fjárútgjöld eða kraftaverk, heldur þyrfti sérstaklega að gæta þess „að sparnaður í einum hluta hins opinbera kerfis leiði ekki til aukins kostnaðar annars staðar“. Stofnaður verður mótvægissjóður með 30 milljónum króna sem veiti fé til rannsókna og átaksverkefna, en þar er um að ræða fjármagn sem áð- ur var eyrnamerkt öðrum verkefn- um sem ekki var hrint í framkvæmd. Til stendur að fylgjast markvisst með þróun mála á næstu misserum og útbúa sk. félagsvísa, sem kalla mætti félagsbókhald yfir ástandið. Lára segir það mikilvægt að velferð- armál séu tekin svo föstum tökum strax frá upphafi, í kreppunni sem gekk yfir Finnland og Svíþjóð á 10. áratugnum hafi það t.d. ekki verið gert nógu snemma. Meðal þess sem lögð er áhersla á í aðgerðaáætluninni er að viðhalda virkni atvinnulausra og gæta þess að þeir festist ekki í bótakerfinu heldur eigi afturkvæmt á vinnumarkað. Þess verður gætt að versnandi fjár- hagur fólks hindri ekki aðgang þess að heilbrigðisþjónustu, sérstaklega hvað varðar ungar barnafjölskyldur sem eru meðal áhættuhópa. Lögð er áhersla á að tryggja skilvirk úrræði vegna skuldastöðu heimilanna og að leita fjölbreyttra leiða til að skapa fleiri störf. Ábyrgð á framkvæmd hverrar aðgerðar fyrir sig verður á höndum viðeigandi ráðuneytis, með liðstyrk Velferðarvaktarinnar. Velferðaráætlun leiðarljós í að- haldsaðgerðum Áhrif kreppu á heilsu ekki komin fram Morgunblaðið/Heiddi Börnin Velferð barna er rauði þráð- urinn í vinnu Velferðarvaktarinnar. Í HNOTSKURN »10 þúsund börn eiga at-vinnulausa foreldra, þar af tæp 600 báða foreldra. »Enn eru þó 90% lands-manna með vinnu og lang- flestir standa í skilum við Íbúðalánasjóð. »Velferðarvaktin munstarfa áfram og skrásetja þróun velferðarmála. EGGERT Ísaksson, fyrrverandi skrifstofu- stjóri Hvals h.f., lést á Landspítalanum 30. mars sl. Hann fæddist á Raf- nkelsstöðum í Gerða- hreppi í Garði 4. júlí 1921 og ólst þar upp til 13 ára aldurs. Þá flutt- ist hann til Hafnar- fjarðar og hefur búið þar síðan. Eggert starfaði hjá Venusi h.f. í Hafnarfirði 1944–1974, en var skrif- stofustjóri Hvals h.f. frá 1974–1995. Hann var bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði frá 1954– 1974. Eggert starfaði í ýmsum stjórnum og ráðum í Hafnarfirði, m.a. í fræðsluráði, hafnarnefnd, stjórn Bæjarútgerðar Hafnarfjarð- ar, stjórn Lýsi og mjöls, stjórn Nor- ræna félagsins, stjórn Sólvangs, hús- næðisnefnd Hafnar- fjarðar, stjórn bæjar- og héraðsbókasafns Hafnarfjarðar, knatt- spyrnuráði Hafnar- fjarðar, stjórn Stanga- veiðifélags Hafnar- fjarðar, stjórn kirkju- garðs Hafnarfjarðar og stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Einnig var Eggert formaður Málfundafélagsins Magna, formaður Landsmálafélagsins Fram, stofnfélagi Lionsklúbbs Hafnar- fjarðar, heiðursfélagi í Hestamanna- félaginu Sörla og starfaði mikið inn- an Frímúrarareglunnar á Íslandi. Eggert var kvæntur Sesselju Er- lendsdóttur (d. 1995). Þau eignuðust fjögur börn, Ellert, Erlu Maríu, Guðbjörgu Eddu og Eggert Ísak (d. 1964). Barnabörnin eru sex og barnabarnabörnin sex. Andlát Eggert Ísaksson { {

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.