Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 27
Umræðan 27BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 VIÐ TELJUM okkur ófært annað en svara dylgjum sem á okkur eru born- ar af hálfu framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), í blaðagrein sem birtist í Dag- skránni, sunnlensku fréttablaði, fimmtudaginn 26. mars síðastliðinn og birtist einnig á vef Heilbrigð- isstofnunar Suðurlands. Greinin er að öllu leyti til þess fallin að vekja mikinn misskilning um hæfni og réttindi sjúkraflutninga- manna í Rangárvallasýslu. Eins og kunnugt er hefur öllum hlutastarfandi sjúkraflutningamönn- um í Rangárvallasýslu verið sagt upp störfum vegna niðurskurðar hjá HSU. Fullyrt er að mikill sparnaður muni nást við þessar skipulagsbreyt- ingar, sparnaður sem við sjúkraflutn- ingamenn höfum reyndar ekki fengið útskýrðan enn af hálfu stjórnar HSU. Það eru hins vegar útskýringar framkvæmdastjórnar HSU á því hvers vegna þessi skipulagsbreyting komi ekki til með að skerða öryggi íbúa Rangárvallasýslu sem okkur finnst við knúin til að gera at- hugasemdir við. Orðrétt segir: „Til þess að tryggja sem mest gæði heilbrigðisþjónust- unnar og sjúkraflutninganna er lögð áhersla á, að sem flestir sjúkraflutn- ingamannanna hafi það að aðalstarfi og fái þar af leiðandi sem mesta menntun og þjálfun og verði öruggari í sínu starfi. Með hliðsjón af því var talið, að með því að atvinnumenn sinni sjúkraflutningum í vestari hluta Rangárvallasýslu auki það öryggi þeirra sem þar búa, eða a.m.k. verður það jafn gott þar sem tímalengd í út- kalli mun ekki lengjast í vestari hluta sýslunnar.“ Okkur er það hulið hvernig hægt er að finna það út að öryggi íbúanna komi til með að aukast við þessar skipulagsbreytingar. Fullyrt er að tímalengd í útkalli muni ekki lengj- ast, a.m.k. í vestari hluta sýslunnar, en hvað um eystri hlutann? Hvergi er minnst einu orði á það hvort tíma- lengd í útköllum komi til með að lengjast þar, eða hvort þjónustan komi til með að breytast á einhvern hátt. Við sem höfum starfað sem sjúkraflutningamenn í Rang- árvallasýslu í mörg ár, sum hver í meira en áratug, vitum allt um vega- lengdir á okkar svæði og það hvað langan tíma tekur að aka á milli staða. Það er staðreynd að viðbragðs- tími í útköllum mun lengjast mjög mikið ef íbúar austan Landvegamóta þurfa að bíða eftir sjúkrabíl frá Sel- fossi, en mikill meirihluti íbúanna býr einmitt þar fyrir austan. Og hvað með þá fullyrðingu að láta frekar „atvinnumenn“ sjá um sjúkra- flutningana? Erum við bara leik- menn? Þótt við sjúkraflutningamenn í Rangárvallasýslu séum í hlutastarfi en ekki 100% starfi, þá erum við engu að síður atvinnumenn. Menn sem eru á launaskrá allt árið á föstum launum, þótt í hlutastarfi sé, eru atvinnu- menn. Í greininni koma fram grófar dylgjur um menntun okkar og þjálf- un. Komið hefur upp sá misskilningur meðal lesenda títtnefndrar greinar að við séum réttindalausir að sinna þessu starfi. Við sjúkraflutningamenn í Rang- árþingi höfum að öllu leyti þá mennt- un sem krafist er í þessu starfi, og löggildingu sem slíkir frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Að auki höfum við öll farið á endur- menntunarnámskeið á hverju ári, auk þess að taka námskeið þau sem kraf- ist er vegna aukins og bætts tækja- búnaðar og þróunar. Það er ein- kennilegt að greinarhöfundur skuli ekki afla sér betri upplýsinga um staðreyndir áður en svona grein er birt. Það er miður að eftir áralangt starf sem sjúkraflutningamenn við góðan orðstír skuli okkur vera sagt upp á forsendum sem ekki hafa fengist út- skýrðar til fulls, og að okkar mati ein- ungis til þess fallnar að skerða öryggi allra íbúa Rangárvallasýslu. Hlutastarfandi sjúkraflutn- ingamenn í Rangárvallasýslu. EINAR ERLENDSSON, LÁRUS ÞORSTEINSSON, MARGÉT SIGRÍÐUR JÓNS- DÓTTIR, ÓLAFUR ELÍ MAGNÚSSON, ÓSKAR JÓNSSON, ÞÓRIR MÁR PÁLSSON. Missagnir um sjúkra- flutningamenn leiðréttar Frá sjúkraflutningamönnum í Rang- árvallasýslu EIN VERSTA af- leiðing kreppunnar er sú óvissa sem hún skapar um þróun efna- hagsmála, óvissa sem gerir það að verkum að það er nánast ómögulegt að gera vit- rænar áætlanir. Ef takast á að sigrast á kreppunni verður að finna leið til þess að minnka óvissuna og draga þannig úr áhrifavöldum hennar. Ein nálgun við vandamálið er að finna tímabundnar lausnir á afleiðingum kreppunnar á meðan komið er bönd- um á áhrifavalda hennar svo eyða megi óvissunni í millitíðinni og hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir í framhaldinu. Lausn á gengisvandanum Mesti óvissuvaldurinn er gengi krónunnar sem hefur keyrt upp verðbólgu og vexti. Saman hafa þessir þættir orsakað gríðarlega hækkun veðlána og samdrátt í at- vinnulífinu. Gengi krónunnar er þannig lykillinn að lausn óvissunnar. Ef hægt er að ná töku á genginu fylgir hitt á eftir. Lykilinn að lausn gengisvandans felst hins vegar í því að ná tökum á og geta stjórnað út- flæði gjaldeyris í formi fjármangs- flutninga og þar eru hin svo kölluðu jöklabréf stærsti liðurinn. Í blaða- grein undirritaðs í Mbl. í nóvember sl., var bent á að semja ætti við jöklabréfeigendur um að greiða þeim út í skömmtum á fyrirfram ákveðnu gengi svo tryggja mætti stöðuleika gengisins. Æ fleiri hafa síðan fylkt sér að baki þessarar lausnar, en ekkert gerist, á meðan blómstrar braskið með jöklabréfin á erlendri grundu. Hin leiðin er að setja gengið á flot án hafta, snýta jöklabréfunum út úr kerfinu á 2-3 mánuðum og koma í veg fyrir að hið tímabundna gengisfall leiti inn í verðlagið með samstilltu átaki um birgðasöfnun og frystingu lána. Þegar stöðugleika er náð ætti að fastsetja gengi fjármangsflutninga eins og í Hong Kong, en láta hið al- menna gengi stjórnast af inn- og út- flutningi. Íhf. – lausn fyrir heimilin Takast verður strax á við það risavaxna vandamál að yfir 14 þús. heimili eiga ekkert í eignum sínum lengur. Nauðsynlegt er að leysa vandamálið tímabundið, þar til það versta er yfirstaðið. Fjöldi fast- eignaeigenda er að gefast upp þar sem þeir sjá ekki út úr skuldafeninu og margir hverjir eru jafnvel að komast að þeirri niðurstöðu að það sé tilgangslaust að halda áfram. Ef koma á í veg fyrir almenna uppgjöf og landflótta verður að finna lausn sem felur í sér von um að vandinn sé bæði yf- irstíganlegur og að gjaldþrot blasi ekki við þrátt fyrir að illa fari. Lausnin á hvoru tveggja felst í því að heimila þessum rúm- lega 14 þúsund íbúðareigendum í vanda að stofna hlutafélag um fast- eignir sínar. Opna á fyrir nýtt hluta- félagsform íhf. (íbúðarhlutafélag), sem gæti t.d. verið háð ákveðnum skorðum um líftíma o.fl. Ef hluta- félagið á ekki lengur fyrir skuldum verður hlutafélagið gjaldþrota, en ekki einstaklingurinn, sem gengur í burtu slyppur og snauður en ekki gjaldþrota. Með þessu móti þarf ekki að breyta gjaldþrotalögunum og um leið axlar lánveitandinn rétt- bæra ábyrgð og fær tímabært að- hald. Þessi leið býður upp á fleira. Dæmi: Ef skuldir íbúðareigandans eru 30% umfram eignir opnar hluta- félagaformið fyrir þann möguleika að Íbúðalánasjóður (lánveitandi) yf- irtaki þessi 30% sem hluthafi í félag- inu. Hlutafélagið er síðan rekið áfram út úr kreppunni í 2-3 ár þar sem einstaklingurinn greiðir af sín- um 70% hlut og Íbúðalánasjóður greiðir af sínum 30% hlut. Að 2-3 ár- um liðnum, eða þegar meirihlutaeig- andinn óskar þess er fasteignin end- urmetin. Ef eignaverðið stendur á pari væri heimild fyrir því að eign- arhlutur ÍLS breyttist í lán til aðal- eiganda. Ef eignin er hins vegar orðin 2 milljónum verðmeiri, þyrfti aðaleigandinn að greiða ÍLS 30% af 2 mkr. (600 þ) auk þess að yfirtaka hlut ÍLS í formi láns. Umfram- greiðslan (600 þ) væri þá ávöxtun ÍLS af sínu hlutafé. Sé þessu hins vegar öfugt farið hefur hlutur ÍLS rýrnað í verði eins og eigandans og eigandinn myndi þá fá 600 þ. í af- slátt. Kúlu „hluta“bréf Einnig væri hægt að útfæra samskonar lausn sem byggðist á sömu hugmyndafræði, en semja eins og um ímyndað hlutafélag væri að ræða, með þeirri afleiðingu að gjald- þrotavandamálið sæti eftir. Slík út- færsla myndi e.t.v. henta betur þar sem eignastaðan er ennþá yfir núll- inu. Lausnin fælist í því að reikna út mismun á núverandi skuldastöðu viðkomandi og skuldastöðu hans áð- ur en óðaverðbólgan hófst t.d. hinn 1. janúar 2008 og gefa síðan út vaxtalaust kúlubréf til 2-3 ára fyrir mismuninum. Viðkomandi heldur sem sagt áfram að borga af skuldum sínum eins og þær stóðu 1/1/08, en kúlubréfið, sem kemur í staðinn fyr- ir hlutafé lánveitandans bíður þess að vera gert upp og breytt í lang- tímalán eftir 2-3 ár. Að þeim tíma liðnum er fasteignin endurmetin og eignastaðan endurreiknuð á sama hátt og í tilfelli íbúðarhlutafélagsins. Á sama tíma og þjóðfélagið stend- ur í ljósum logum þar sem fasteignir og bílar eru á uppboði svo hundr- uðum skiptir fær þjóðin enga áætl- un í hendur frá stjórnvöldum um það hvernig eigi að ráðast að rót vandans. Fyrr en tekið er á geng- isvandanum verður hér sama bið- staðan og verið hefur og fyrr mun hvorki umheimurinn né við sjálf öðl- ast trú á að endurreisn hagkerfisins sé hafin. Vandamálin eru til þess að leysa þau Guðlaugur Ö. Þor- steinsson fjallar um gengismál og skuldastöðu ein- staklinga » Fjöldi fasteignaeig- enda er að gefast upp þar sem þeir sjá ekki út úr skuldafeninu og margir hverjir eru jafnvel að komast að þeirri niðurstöðu að það sé tilgangslaust að halda áfram. Guðlaugur Ö. Þorsteinsson Höfundur vinnur við fasteignageir- ann og er rekstrarverkfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í Móttaka að- sendra greina Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosning- anna 25. apríl nk. er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum um allt land. Í Reykjavík er kosið í anddyri Laugardalshallarinnar alla daga kl. 10.00 - 22.00, nema á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum, en þá er lokað. Erlendis er kosið í sendiráðum Íslands og hjá mörgum ræðismönnum. Upplýsingar um kjörstaði erlendis má finna á www.xd.is Einnig er kosið á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum skv. sérstökum auglýsingum þar um. Munið að hafa skilríki meðferðis. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is og á upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosning.is Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæð, 105 Reykjavík Sími: 515 1712 Fax: 515 1717 Gsm: 869 5140 Netfang: utankjorstada@xd.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.