Morgunblaðið - 01.04.2009, Síða 15

Morgunblaðið - 01.04.2009, Síða 15
Fréttir 15NNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 Eftir Helga Bjarnason og Jónas Erlendsson LITLI bæjarlækurinn í Kerling- ardal í Mýrdal nýtist ábúendum vel. Rafstöðin við hann er aðeins 5 kíló- vött en með varmadælu skilar hún um og yfir 20 kW og hitar tvö íbúð- arhús og fjölnotahús. „Þetta er al- ger sparigrís, borgar sig upp á ótrúlega stuttum tíma,“ segir Karl Pálmason bóndi í Kerlingardal. Þar er einnig rekið sambýli fyrir fatl- aða. Töluvert hefur verið sett upp af varmadælum að undanförnu, ekki síst á svæðum sem ekki njóta hita- veitu. Tæknin hefur ekki alltaf not- ið skilnings og mætir enn tor- tryggni. „Ég byrjaði að fást við þetta 2005. Þá skrifuðu skrif- stofumenn ríkisins skýrslu og dæmdu þetta úr leik. Sögðu að aldrei yrði vit í þessu. Þremur og hálfu ári síðar er flutt frumvarp á Alþingi þar sem ríkið heitir stuðn- ingi við að nýta þetta á köldum svæðum,“ segir Friðfinnur K. Daní- elsson, verkfræðingur og eigandi fyrirtækisins Varmavélar sem flyt- ur inn og setur upp varmadælur. Spara helming kostnaðar Friðfinnur segir að hægt sé að gera ýmsar ráðstafanir til að draga úr kostnaði við húshitun. Varma- dælurnar séu langódýrasta lausnin. Hann hefur fylgt verkefnum sínum eftir með því að mæla árangurinn. Nefnir dæmi um mann sem náð hefði að lækka kostnað við upphitun húss síns úr 400 þúsund kr. á ári í 150 þúsund. Telur hann algengt að varmadæla spari 75% orkunnar við húshitun en þegar tekið hafi verið tillit til afskrifta af stofnkostnaði, viðhalds og eftirlits sé ekki óal- gengt að sparnaður nemi 40-60% í krónum talið. Friðfinnur hefur sett upp um fimmtíu varmadælur, víðs vegar um landið. Hann segir að sífellt fleiri iðnfyrirtæki taki tæknina í notkun enda henti slík hús vel fyrir þessa tækni. Karl Pálmason í Kerlingardal byrjaði á því að setja upp eina varmadælu. Hann segist hafa orðið hissa á því hvað hitinn nýttist vel og hitaði húsið vel upp. Hitinn kemur inn í húsið á einum stað og dreifist þaðan um húsið. „Við erum með stóra stofu og hátt til lofts og hitinn dreifist vel. Það er varla að það kvikni á þilofnunum,“ segir Karl. Hann bætir því við að vitaskuld þurfi herbergin að vera opin til að hitinn berist þangað. Auðlindirnar nýttar Karl hefur nú látið setja upp þrjár varmadælur, eina í hvoru íbúðarhúsi og þá þriðju í skemmu. Dælurnar taka samtals til sín 4,8 kW af rafmagni en skila frá sér um og yfir 20 kW í varmaorku. Í Kerl- ingardal var fyrir fáum árum byggð 5 kílóvatta rafstöð. Með venjulegum þilofnum er varla hægt að lesta hana meira en um 2 til 3 kW sökum þess að hún ræður ekki við álags- höggið þegar til dæmis 600 vatta ofn slær inn. Að sögn Karls er ekki vitað til þess að svo lítil rafstöð hafi nýst jafn vel og skilað öðrum eins af- rakstri. Tekist hafi vel að nýta auð- lindir náttúrunnar, það er að segja bæjarlækinn og útiloftið, til hags- bóta fyrir íbúana. Sparnaður Karl Pálmason, bóndi í Kerlingardal, er ánægður með hversu vel orkan, sem heimarafstöðin framleiðir, nýtist með varmadælu við upphitun. Rafstöðin og útiloftið hita upp þrjú hús Varmadælum fjölgar enda eru þær taldar geta sparað helming húshitunarkostn- aðar á köldum svæðum Í HNOTSKURN »Varmadæla virkar á svip-aðan hátt og ísskápur eða loftkæling. Notuð er rafdrifin kælipressa og varmadælan vinnur orku úr útiloftinu og skilar henni sem hita inn í hús- ið. Varmadælan flytur marg- falda þá orku sem tækið tekur til sín. »Varmadælan dreifir hit-anum um húsið. Það fer eftir rýminu hversu vel það gengur. Mörg dæmi er um að ein varmadæla dugi til að hita upp tveggja hæða hús. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Varmadæla Friðfinnur K. Daníelsson setur upp varmadælu við íbúðarhús. KRÓNAN opnar verslun í Kjarn- anum á Selfossi næstkomandi föstudag í húsnæði sem verslun Nóatúns hefur verið rekin í und- anfarin ár. „Við höfum fundið sterka kröfu frá íbúunum um að fá lágverðsverslun austur, í sam- keppni við keppinautinn,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. Kaupfélag Árnesinga byggði verslunarmiðstöðina Kjarnann á sínum tíma og rak þar verslun þar til Nóatún tók við. Kaupás rekur báðar verslanakeðjurnar, Nóatún og Krónuna, og rak um tíma Krónuverslun á Selfossi. „Tíðarand- inn kallar á þessa breytingu. Við finnum það á rekstri Krónunnar. Þar er mikil aukning,“ segir Krist- inn. Ný kynslóð verslana Krónunnar í Mosfellsbæ, við Bíldshöfða, á Granda og í Lindunum í Kópavogi hefur mælst vel fyrir, að sögn Kristins. Verslunin á Selfossi verð- ur í þeim stíl, með kjötborði og kjötvinnslu. Lögð verður áhersla á gott úrval lífrænna afurða, ávexti og grænmeti og bakað á staðnum. Nýlega var Nóatúnsversluninni í Hafnarfirði breytt í Krónuverslun en Kristinn segir ekki von á fleiri nýjum búðum á þessu ári. Krónan á Selfossi verður opnuð klukkan tíu á föstudag. helgi@mbl.is Krónan í pláss Nóatúns á Selfossi Tíðarandinn kallar á þessa breytingu, segir rekstrarstjóri Krónan Kristinn Skúlason undirbýr Krónuverslun á Selfossi. • Hreinsar loft með sérstakri jónatækni • Minnkar ryk og lykt í andrúmsloftinu • Minnkar frjókorna- og dýraofnæmi • Hreinsar allt að 56m3 rými • Vottað af bresku ofnæmissamtökunum • Fylling endist í allt að 2 mánuði • Gengur fyrir 2xAA rafhlöðum • Veggfesting fylgir • Hljóðlaust TILBOÐ Á TÆKI OG AUKAFYLLINGU FULLT VERÐ 12.995 TILBOÐ KR. 9.995 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT lofthreinsitæki Hreint loft með EYRARVEGI 21 SELFOSSI - GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK - GLERÁRGÖTU 36 AKUREYRI - SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK L AU S N I R F Y R I R H E I M I L I Ð Við vinnum með þér að lausnum fyrir heimilið. Greiðslujöfnun lána er ein af þeim. Pantaðu ráðgjöf á landsbankinn.is, í útibúinu þínu eða í síma 410 4000 E N N E M M / S ÍA / N M 3 7 4 6 7 Landsbankinn býður upp á nokkur úrræði fyrir heimili sem eiga við greiðsluerfiðleika að etja. Við aðstoðum þig við að velja lausn sem kemur til móts við þínar þarfir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.