Morgunblaðið - 01.04.2009, Síða 26

Morgunblaðið - 01.04.2009, Síða 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 KRAFA læknanna við stóra Fjórðungs- sjúkrahúsið á norð- anverðum Vestfjörðum um að engin sjúkra- flugvél verði næstu áratugina á Ísafjarð- arflugvelli vegna mikils kostnaðar vekur spurningar um hvort öryggi heimamanna í fjórðungnum sem borga líka háa skatta til íslenska ríkisins skipti engu máli þegar neyðartilfelli koma upp. Kostnaðinn við staðsetningu sjúkraflugvélarinnar á Ísafirði greið- ir íslenska ríkið, en ekki heilbrigð- isþjónustan í fjórðungnum. Þing- menn Norðvesturkjördæmis og samgönguráðherra skulu svara því hvort það sé í lagi ef læknar á lands- byggðinni leika sér með fleiri manns- líf þegar slys ber að höndum. Fljót- legra er fyrir heimamenn í Vesturbyggð, á Ströndum og Barða- strönd að treysta á þessa þjónustu frá Ísafjarðarflugvelli, sem hefur enga næturflugsheimild eftir kl. fimm, en að bíða eftir sjúkraflugvél frá höfuðstað Norðurlands eða Reykjavíkurflugvelli. Skammarlegt er ef svona skammsýni verður notuð til að bregða fæti fyrir þessa þjón- ustu sem skiptir Vestfirðinga miklu máli. Sveitarstjórnirnar og vonsviknir heimamenn í fjórðungnum geta spurt hvort þessi atlaga læknanna á norðanverðum Vestfjörðum sé sett fram í þeim tilgangi að leika sér með fleiri mannslíf. Það er líka til hábor- innar skammar að staðsetning sjúkraflugvélar í fjórðungnum skuli án nokkurs tilefnis vera gerð að póli- tísku reiptogi. Bornar eru á borð fjarstæðukenndar fullyrðingar undir því yfirskini að kostnaðurinn við að hafa sjúkraflugvél stað- setta á Ísafjarð- arflugvelli sé að gera heilbrigðisþjónustuna gjaldþrota. Þetta vandamál getur ís- lenska ríkið leyst með sölu ríkiseigna sem fjármagnar jarð- gangagerðina norður í Fjallabyggð. Siðblind umfjöllun sem hálærðir embætt- ismenn nota gegn þessu hagsmunamáli Vestfirðinga vekur litla hrifningu sveitarstjórnanna og heimamanna í fjórðungnum. Lækn- arnir á Ísafirði ættu frekar að berj- ast fyrir því að grafin verði jarðgöng úr Álftafirði inn í Engidal í stað þess að halda til streitu kröfunni um brotthvarf sjúkraflugvélarinnar úr fjórðungnum sem hefur þveröfug áhrif. Tilraunir til að treysta á þessa þjónustu frá Akureyri eða Reykja- víkurflugvelli myndu strax mistakast ef sjúkraflugvél á leiðinni til Vest- fjarða yrði að snúa við vegna veðra- breytinga sem enginn sér fyrir þegar hún ætti eftir 10 til 15 mínútna flug. Hálærðir embættismenn sem að þessu máli koma og vilja bjarga mörgum mannslífum vita vel að svona vinnubrögð ganga aldrei upp á meðan Ísafjarðarflugvöllur fær enga næturflugsheimild næstu árin. Von- sviknir heimamenn og sveitarstjórn- irnar á Vestfjörðum geta nú spurt þingmenn Norðvesturkjördæmis og samgönguráðherra að því hvað há- menntuðum læknum gangi til með kröfunni um að koma sjúkraflugvél- inni frá Ísafjarðarflugvelli til Reykjavíkur. Siðblindan, fáfræðin og tilhæfulausar fullyrðingar sem not- aðar eru til að bjóða Vestfirðingum birginn munu hrekja alla heima- menn og sveitarstjórnirnar til upp- reisnar gegn þessari skammsýni. Ég trúi því ekki að það sé ásetningur læknanna á Fjórðungssjúkrahúsinu að stefna öryggi íbúanna á Vest- fjörðum í enn meiri hættu með kröf- unni um brotthvarf sjúkraflugvél- arinnar sem er mikilvægt öryggistæki fyrir allt Norðvest- urhornið. Tilefnislausar rangfærslur sem notaðar hafa verið til að koma í veg fyrir að íbúar fjórðungsins geti treyst á þessa þjónustu frá Ísafjarð- arflugvelli eru settar fram í þeim til- gangi að afskræma allar staðreyndir tengdar sjúkrafluginu. Eftir brott- hvarf sjúkraflugvélarinnar frá Ísa- firði munu starfandi læknar iðrast þess að hafa svipt heimamenn þess- ari þjónustu. Duttlungafull skamm- sýni sem notuð er gegn þessu hags- munamáli getur kostað alltof mörg mannslíf ef sjúkraflugvél á leiðinni frá Akureyri eða Reykjavík- urflugvelli yrði að snúa við vegna veðurs. Öryggi sjúklings sem þarf að komast undir læknishendur í Reykjavík er best tryggt með stað- setningu sjúkraflugvélar á Ísafjarð- arflugvelli. Lítilmenni sem öllu vill ráða fyllist hroka, heimtar meira og síðan hvað? Atlagan að þessari þjón- ustu sem Vestfirðingar mega ekki missa myndi vekja spurningar um hvort íbúar fjórðungsins verði nú fórnarlömb starfandi lækna á norð- anverðum fjörðunum. Öryggi heima- manna verður aldrei tryggt með því að fela sig á bak við pólitískar rang- færslur sem þessi krafa læknanna byggist á. Sjúkraflugvél áfram á Ísafjarðarflugvelli Guðmundur Karl Jónsson fjallar um sjúkraflug á Vest- fjörðum » Það er líka til hábor- innar skammar að staðsetning sjúkraflug- vélar í fjórðungnum skuli án nokkurs tilefnis vera gerð að pólitísku reiptogi. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Tilfinningadoði ríkir, flest er bragðlaust og við öll á ferðalagi í ástandi sem illt er að skilja. Trúnaðarteng- ingin milli mín og þingsins brotnaði með látum. Og enn er þunn- ur þráðurinn og langt í land. Fyrri ríkisstjórn klessukeyrði allt traustið! Í dag er samfélagið metnaðarlaust varðandi aðstoð við fjölskyldur í vanda. Ekki aðeins fjárhagslegan vanda heldur skortir áþreifanlega metnað í úrræðum fyrir þá sem þurfa á andlegum og félagslegum stuðningi að halda. Þögn er ekki lausn. Að fegra ástand er ekki lausn. Að fara hálfkáksleiðina er ekki lausn. Að kenna hinum um er ekki lausn. Að vera gramur og reiður út í allt og alla er engin lausn. Lausnin byrjar á opnun sam- félagsins, sameiginlegri uppbygg- ingu, heiðarleika og tiltekt. Byrjar á því að láta þau taka sína ábyrgð sem bera ábyrgð, hvar svo sem hún ligg- ur. Annars verður alltaf undirliggj- andi gremja og reiði sem brýst út í vanmætti okkar yfir ástandinu. Hvar er 17.000 manna atvinnulausi hópurinn og börn þeirra? Hvaða óeðlilega þögn ríkir í þessum mál- um? Hvar er öllum komið fyrir – spyr sá sem ekkert skilur eða sér. Það eru mannréttindi að eiga sér húsaskjól og mat fyrir sig og sína. Það er sameiginleg skylda okkar að tryggja slíkan raunveruleika fyrir alla. Fyrir hverja fjölskyldu eða ein- staklinginn verður grunnurinn að vera traustur. Öruggt húsnæði, ódýr matur og sjáanlegur vilji til að byggja upp hratt og af öryggi verður að sjást og vera trúverðugur. Engin heildarsýn er til yfir ástand húsnæð- ismarkaðarins. Óöryggið er gíf- urlegt, og aðgerðir í líki hálfkáks! Við erum skíthrædd við breytingar – jafnvel þær sem eru góðar. Í dag er talað um endurhverf við- skipti, afskriftir lána, lækkun stýri- vaxta og skammtímaaðgerðir en við ættum að vera að skoða lífsafkomu hverrar fjölskyldu. Ákveða að aðeins 25-30% af tekjum eigi að fara í hús- næðið, eðlilega íbúð miðað við við- komandi fjölskyldustærð. Og koma á nýjum húsnæðisbótum miðað við að aðgerðin fari fram á vegum rík- issjóðs og miðað við skattskýrslur og aðrar upplýsingar. Hvort um eignar- eða leiguíbúð er að ræða breytir engu. Mismunurinn af eldri áhvíl- andi mistökum stjórnvalda og raun- greiðslum er sameiginlegt vanda- mál, sem leysist af stórabróður í ró og að vel hugsuðu máli. Ákveða á svo uppbyggingu alvöru „félagslegs“ húsnæðiskerfis. Öruggs markaðar með góðar íbúðir fyrir alla aldurshópa og fjölskyldugerðir. Hef- ur eða er eignaríbúð í raun til á Ís- landi? Hvað er verið að gera við allar tómu íbúðirnar? Hvenær ætlum við að hætta tilgangslausu og skamm- tímahugsuðu brölti í húsnæðis- málum Íslendinga? Kominn er tími til alvöru aðgerða. Matarverðið er svo önnur mega- vitleysan. Skattar, aðrar álagningar, innflutningshömlur og tollalöggjöf og aðstoð- arleysið við innlenda framleiðslu er allt óskiljanlegt með öllu. Einfalda verður laga- umhverfið með hliðsjón af þörfum neytenda, ekki framleiðenda og innflytjenda. Við erum algjörar rolur í að einfalda líf okkar og auka lífsgæði. Áhrif skyndiaðgerða dvína fljótt en okkur skortir þol- inmæði til annars konar aðgerða í dag! Forvarnir varðandi einfaldlega flest eru ekki vinsælt fyrirbrigði í stjórnmálaheiminum. Tekur of lang- an tíma að sjá árangur. Lausnin er svo hið þekkta plástrar á gömul mein. Það eru ákveðin grundvallarrétt- indi sem einfaldlega eiga sinn rétt. Stjórnmálaflokkar og aðrir ábyrgð- araðilar verða að átta sig á þessu og þora þessa leið. Virðingu Alþingis fyrir kjós- endum skortir. Virðingin endist oft fram yfir kosningar en hverfur svo. Eftir það ríkir ofurvald meirihluta Alþingis. Lýðræði skortir og sam- ræður eru týndar. Enginn man leng- ur hvernig þær fara fram. Koma eru í ljós spilling, óheiðarleiki og miklir blekkingaleikir. Enn einu sinni sannast af hverju þingið vildi ekki taka upp breyttar aðferðir. Valda- græðgi heitir það víst. Samkrull lög- gjafar- og framkvæmdavalds, óljós mörk milli þings og fjármagnseig- enda. Mér er misboðið. Verðum við að halda áfram með „potta- og sleifa- byltinguna“, halda áfram að gera skýrar, harðar kröfur? Hvenær ætl- ar stjórnmálafólki að skiljast að nýir tímar eru komnir? Baktjaldamakkið er búið, völdin farin þaðan og fram í birtuna. Það er óþægilegt fyrir marga en fyrir okkur hin er það nauðsynleg aðgerð. Ég vil ekki kosningar með sömu gömlu þunnu loforðin. Ég vil ekki kosningar sem engu skipta eða engu eiga að breyta. Ég vil ekki aftur hrokafulla stjórnmálafólkið sem tal- ar til mín eins og mér komi þetta ekki við. Vil ekki stjórnmálafólk sem heldur að allt sem snertir ríkið sé persónulegt. Ég krefst þess að valdi fylgi ábyrgð en að liðið sé liðið. Ég krefst lágmarksöryggis fyrir mig og mína. Krefst þess að algjört gagnsæi sé í öllu og að fjárlög verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Mark- mið fjárlaga og tilgangur skoðuð með raunverulega hagsmuni þjóð- arinnar í huga. Þetta eru mikilvægar kosningar, breytum og förum upp úr gömlum hjólförum – förum nýja leið. Byltum við kjörborðið. Ef ekkert breytist þá breytist ekkert. Lýðræði á brauðfót- um – mannréttindi brotin – kosningar Percy B. Stefánsson fjallar um stöðuna í þjóðfélaginu Percy B. Stefánsson » Það eru mannrétt- indi að eiga sér húsaskjól og mat fyrir sig og sína. Það er sam- eiginleg skylda okkar að tryggja slíkan raun- veruleika fyrir alla. Höfundur er ráðgjafi. MIG langar til að leggja nokkur orð í belg varðandi end- urreisn og framtíð- arsýn þjóðarinnar. Samkvæmt fréttum um síðustu mán- aðamót voru um 11.000 erlendir rík- isborgarar á íslenskum vinnumark- aði en 1.270 á atvinnuleysisskrá. Það þýðir að 10% erlendra ríkisborgara eru atvinnulaus en hlutfallslega er það sami fjöldi og er á landinu öllu, en nú er um 10% atvinnuleysi á Ís- landi. Útlendingar sem störfuðu hér á landi en voru ekki bundnir, t.d. með fasteignir, fóru úr landi fljót- lega eftir að kreppunnar varð vart. Ég er ekki með nákvæmar tölur en svo virðist sem fjöldinn sem fór hafi verið nokkur þúsund. Samkvæmt fréttum 9. mars gerir áætlun Vinnu- málastofnunar ráð fyrir að um mitt ár hafi erlendu vinnuafli fækkað um helming milli ára. Í fréttum er yfirleitt fjallað um innflytjendur eins og þeir væru einsleitur hópur en í raun erum við innflytjendur mjög mismunandi, bæði hvað varðar réttarstöðu á Ís- landi og hvernig við tengjumst land- inu. Mér virðist það bara eðlilegt að fólk af erlendu bergi brotið sem ekki var bundið við Ísland nema í vinnu hafi kosið að leita nýrra tækifæra á öðrum stöðum í Evr- ópu. Það er hins vegar ekki valkostur fyrir alla innflytjendur. Þegar fólk af erlendu bergi brotið kom hing- að til Íslands bjóst það ekki frekar en Íslend- ingar við slíkri kreppu sem við stöndum frammi fyrir. Hún var ekki inni í áætlun þeirra. Margir voru því búnir eða á leið með að festar rætur á Íslandi og búnir að eignast eignir eins og íbúðir eða bíla. Eins og allir vita er ekki auðvelt að losa slíkar eignir í árferði sem þessu og því hefur hið erlenda fólk ekki frekar en margir Íslendingar tækifæri til þess að flytjast búferlum á þessum erfiðu tímum og er því fast hér. Einnig er það fólk eins og flóttamenn eða hæl- isleitendur sem hafa engan annan stað að snúa til. Ekki má heldur gleyma því að talsverður fjöldi innflytjenda er þeg- ar orðinn íslenskur eða þá að þeir hafa persónuleg tengsl við landið þar sem maki þeirra eða kærasti/a er íslenskur og þar með oft börn. Þeir myndu fremur vilja vera á Ís- landi og taka þátt í endurbyggingu þjóðarinnar. Þeim hópi tilheyri t.d. ég. Foreldrar mínir og ættingjar í Japan spyrja mig oft hvort ég vilji ekki snúa aftur til Japans. Þau eru bara að sýna mér umhyggju en satt að segja brá mér fyrst. Líf mitt á Ís- landi er hluti af ævi minni og ég ætla ekki að skipta um búsetu bara vegna þess að öldur hafsins virðast óyfirstíganlegar. Fyrir mig snertir þetta einnig virðuleika manns. Og ég vil fullyrða að mörgum innflytj- endum líður eins og mér. Nú er kosningabarátta hafin. Áætlanir um endurreisn þjóð- arinnar og stefnur um framtíðarsýn verða ræddar fram að kosningunum og síðan mun hin mikla endur- uppbygging hefjast í alvöru. Það sem ég óska eftir er að hver stjórn- málaflokkur hafi tilvist okkar inn- flytjenda í huga í kosningastefnu sinni, þar sem við erum hluti af ís- lensku þjóðinni og viljum taka virk- an þátt í enduruppbyggingunni. Málefni innflytjenda ættu að vera sem víðast, helst í sérhverri stefnu- grein, eins og menntamál, heilbrigð- ismál eða atvinnumál, fremur en að móta sérstaka „innflytjendastefnu“ utan annarra mála. Þegar við ræð- um framtíð þjóðarinnar eigum við ekki að hafa þá framför í hugsjón okkar? Framtíðarsýn felur í sér innflytjendur Toshiki Toma fjallar um málefni innflytj- enda og endurreisn þjóðfélagsins » Stjórnmálaflokkar eiga að hafa tilvist okkar innflytjenda í huga í kosningastefnu sinni, þar sem við erum hluti af íslensku þjóðinni og viljum taka virkan þátt í enduruppbygg- ingunni. Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. Nöfn fermingarbarna á mbl.is FERMINGAR 2009 NÝTT Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.