Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 ÓTTAST er, að á þriðja hundrað manna hafi farist er þrír bátar með fólki, sem ætlaði að komast ólög- lega til Evrópu, sukku undan ströndum Líbýu. Bátarnir lögðu frá landi á sunnudag og voru 257 manns á einum þeirra og nokkur hundruð manna á öllum þremur. Var fólkið af ýmsu þjóð- erni en aðallega arabar og Afr- íkumenn. Var ferðinni heitið til Ítalíu. Skömmu eftir að lagt var af stað gerði mikið veður en um 350 manns tókst að bjarga um borð í ítalskt ol- íuskip. Vitað var með vissu, að 21 maður hafði drukknað en nokkuð á þriðja hundrað manns var saknað. Mikill straumur flóttafólks er frá Líbýu, sem er með 1.700 km langa strandlengju, til Evrópu og er mesta vertíðin hvað það varðar að byrja um þessar mundir. Vonast er til, að þessum fólks- straumi ljúki 15. maí nk. en þá ætla Líbýumenn að koma í veg fyrir hann samkvæmt samningum við ítölsk stjórnvöld. Talið er, að frá 1988 hafi að minnsta kosti 20.000 manns drukknað á þessari leið til Evrópu en líklega töluvert fleiri. svs@mbl.is Óttast um afdrif hundraða Þrír bátar með flótta- fólki sukku við Líbýu Þessum mönnum tókst að bjarga. HÉR er verið að snurfusa þau Barack Obama Banda- ríkjaforseta og Elísabetu Englandsdrottningu og ekki að sjá, að þau láti það neitt á sig fá. Við því er heldur ekki að búast, þau eru bara úr vaxi og deila bás í Vax- myndasafni Madame Tussauds í London. Þangað kom hinn raunverulegi Obama í gær vegna G-20-fundarins. AP Tvífari Obama er tilbúinn BÚIST var við því í gær, að banda- rísku bílasmiðjurnar General Mot- ors myndu þá síðar um daginn veita Hummernum náðarhöggið. GM skýrði frá því í júní á síðasta ári, að framtíð þessa ofvaxna bens- íngleypis væri í óvissu en sala á honum minnkaði um 51% í fyrra. Var þá verið að reyna að finna kaupendur að framleiðslunni en ekki er vitað til, að það hafi tekist. Dablaðið Times sagði í gær, að ákvörðun um Hummer yrði tekin þá um daginn en víst þykir, að hann verði endanlega sleginn af. GM og Chrysler hafa verið sett ströng skilyrði fyrir frekari aðstoð frá almenningi eða ríkinu og ljóst er, að framtíð beggja, ef hún er ein- hver, mun felast í framleiðslu færri og minni bíla. svs@mbl.is Hummerinn sleginn af? UM það hefur enginn efast, að egypska drottn- ingin Nefertítí hafi verið ein- staklega fögur kona en nú vilja þýskir vísinda- menn meina, að ekki sé allt sem sýnist í þeim efn- um. Brjóstmyndin fræga af Nefertítí, sem var uppi á 14. öld f.Kr., er í fornminjasafninu í Berlín en hún var æðsta eiginkona Amenhóteps IV, sem síðar var kallaður Ahhen- aten. Gerðar hafa verið mjög ítarlegar rannsóknir á brjóstmyndinni, sem fannst árið 1912, og niðurstaðan er, að heilmikið hafi verið átt við upp- haflegu myndina. Til dæmis hafi hrukkur í kringum munninn verið fjarlægðar og nefið fegrað til muna. Með nýjustu tækni má sjá, að sums staðar hefur verið höggvið úr en annars staðar bætt við nýju lagi. Kinnbeinunum var breytt og þau gerð hærri og átt var við augun og augnumgerðina. Alexander Huppertz, sem stýrði rannsókninni, segir í viðtali við tímaritið, að líklega hafi Akhenaten pantað myndina og viljað hafa eins og hann vildi, að Nefertítí væri, það er að segja, að hún uppfyllti allar fegurðarkröfur síns samtíma fyrir 3.300 árum. svs@mbl.is Fegruð mynd af Nefertítí? Nefertítí drottning, fegurst kvenna. „YFIRLÝSINGARNAR marka ekki uppörvandi byrjun,“ sagði talsmaður forseta Palestínu um ræðu Benjam- ins Netanyahus, nýs forsætisráð- herra Ísraels og leiðtoga Likud- flokksins, í ísraelska þinginu í gær. Stjórnin samþykkt af þinginu Netanyahu ávarpaði Knesset, ísr- aelska þingið, og kynnti verðandi ríkisstjórn landsins. Í kjölfarið kaus þingið um samsteypustjórn Netanyahus og var hún samþykkt með 69 atkvæðum gegn 45, fimm þingmenn sátu hjá. Ríkisstjórnina mynda auk Likud-flokksins Verkamannaflokkurinn, hægriflokkurinn Yisrael Bei- tenu og Shas, flokkur bókstafstrúaðra gyðinga. „Ég segi leiðtogum Palestínu – ef þið viljið frið í raun og veru, er mögulegt að koma á friði,“ sagði Netanyahu m.a. í ræðu sinni. Hann lagði áherslu á að stjórnin myndi reyna að ná samkomulagi við Palestínumenn. Þeir bentu hins vegar á að Netanyahu hefði ekki nefnt sérstaklega myndun palestínsks ríkis í ræðu sinni. Alþjóðasamfélagið hefur lýst yfir áhyggjum af því að hægristjórn Netanyahus muni leggja tilraunir til frið- arviðræðna á ís. jmv@mbl.is Netanyahu sver embættiseið Palestínumenn eru fullir efasemda um að friðarviðræður verði farsælar undir nýrri hægristjórn Benjamins Netanyahus, leiðtoga Likud-flokksins Í HNOTSKURN »Netanyahu var falið aðmynda ríkisstjórn Ísraels þann 10. febrúar sl. »Nýr utanríkisráðherra erAvigdor Lieberman sem hefur verið sagður kynþátta- hatari af gagnrýnendum, vegna and-arabískra ummæla. Benjamin Netanyahu Á FUNDI leið- toga ýmissa helstu iðnríkj- anna, G-20- fundinum, í London verða settar alþjóðlegar reglur um laun bankastjóra. Er það haft eftir Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Brown sagði í ræðu, sem hann hélt í St. Pálskirkjunni í London, að hinn frjálsi markaður hefði verið tekinn í guðatölu en síðar reynst vera falsguð. Vegna þess m.a. yrði að setja alþjóðlegar reglur um bankastarfsemi, þ. á m. um laun bankastjóra. „Við ætlum okkur ekki aðeins að útrýma skattaskjólunum, heldur líka því, að eitt ríki geti grafið undan öðru með ólíkum lögum,“ sagði Brown og nefndi, að margir hefðu auðgast óheyrilega og verið verð- launaðir sérstaklega fyrir fádæma getuleysi og klúður. svs@mbl.is Samræmd launakjör Gordon Brown forsætisráðherra. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is HUGSANLEGT er, að nýtt lyf, pilla, sem inniheldur nokkur virk efni, geti dregið úr hjarta- og æðasjúkdómum um 60% og jafnvel meira. Þykja nýj- ar rannsóknir og tilraunir á Indlandi sýna þetta svart á hvítu en læknar og ýmsir sérfræðingar eru dálítið efins um siðferðilegu hliðina. Benda þeir á, að fyrrnefndir sjúkdómar séu fyrst og fremst lífstílssjúkdómar, sem eigi að meðhöndla með heil- brigðara líferni. Pillan inniheldur lítið magn af þremur lyfjum, sem lækka blóð- þrýsting; lyfið simvastati, sem vinn- ur gegn LDL, slæmu kólesteróli, og aspirín, sem er blóðþynnandi. Ind- verska tilraunin var gerð á 2.053 sjúklingum en fyrir hana var ekki vitað hvort unnt væri að hafa fimm virk efni í einni og sömu pillunni. Ár- angurinn fór hins vegar fram úr öll- um vonum. Getur haft veruleg áhrif í heilbrigðismálum „Við teljum, að þessi samsetta pilla geti fækkað hjartasjúkdómum um 60% og heilablóðfalli um 50%,“ sagði Salim Yusuf, sem stýrði rann- sókninni á Indlandi, en dr. Christopher Cannon, hjartasjúk- dómasérfræðingur við Harvard-há- skóla í Bandaríkjunum, segir í tíma- ritinu Lancet, sem birti niðurstöður rannsóknanna, að með pillunni megi hugsanlega draga úr hjartasjúkdóm- um um 80%. „Pillan eða aðferðin, sem hún endurspeglar, getur haft mikil áhrif á heilbrigðismál í heim- inum almennt enda eru hjartasjúk- dómar efstir á blaði yfir banamein,“ sagði Cannon. Hugmynd sumra er, að allir 55 ára eða eldri taki pilluna en Mike Rich hjá breskum samtökum fólks með háþrýsting segist óttast, að pilla af þessu tagi verði til að margir breyti í engu óhollum lífsvenjum. „Allir vita, að hollur matur og regluleg hreyfing vinna gegn háum blóðþrýstingi og raunar ekki bara gegn honum, heldur mörgum öðrum sjúkdómum,“ sagði Rich. Boða töfrapillu gegn hjartasjúkdómum LANGT er síðan fiskimenn við Limafjörð á Jótlandi fóru að segja sögur af því, að stundum fengju þeir ekki bara fisk í netin, heldur líka ol- íu. Danska orkufyrirtækið Dong Energy hefur nú sannreynt, að í jarðlögum við og undir firðinum er olíu að finna. Jarðlögin á þessum slóðum voru könnuð nokkrum sinnum á síðustu öld, í fyrsta sinn á fjórða áratugnum, en þeir hjá Dong segja, að nú sé í fyrsta sinn alveg ljóst, að þar sé olíu að finna. Ekki er samt vitað hve mik- il hún er en umfangsmiklar rann- sóknir á því eru fyrirhugaðar á næstu tveimur árum. svs@mbl.is Olíufundur í Limafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.