Morgunblaðið - 01.04.2009, Síða 13

Morgunblaðið - 01.04.2009, Síða 13
Gæta hófs og sanngirni í skattbyrði á landsmenn. Tekjur til lágmarksframfærslu verði ekki skattlagðar. Einfalda skattkerfið og auka eftirlit með undanskotum. Vinna framfærslugrunn til að ákvarða skattleysismörk. Beita sér gegn endurupptöku eignarskatts og hátekjuskatts. Fella niður tolla og lækka enn frekar vörugjöld. Einfalda skattkerfið og leggja af skatta og gjöld á fyrirtæki. Endurskoða lög um ýmsa smáskatta og gjöld. Flytja verkefni frá ríkinu til að auka samkeppni á markaðnum. Standa vörð um ráðstöfunartekjur lágtekjufólks. Hækka skattleysismörkin í 150 þúsund kr. Setja frítekjumark vegna lífeyristekna úr alm. lífeyrissjóðum. Tekjudreifa greiðslum úr lífeyrissj. til að nýta skattaafslátt betur. Brýnt að mæta erfiðleikum með endurskoðun gjaldaliða. Skattahækkanir, ef til þeirra kemur, bitni ekki á lágtekjufólki. Skoða ber þrepaskipt skattkerfi. Afnema virðisaukaskatt á matvælum. Halla á ríkissjóði mætt með endurskoðun skattkerfisins, með fjölgun skattþrepa, hátekjuskatti og breytingum á vsk., frekar en niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. AGS fái ekki að ráða ferðinni með stöðu ríkissjóðs. Marka skattastefnu sem tryggir sanngjarna dreifingu skattbyrðar. Horfa til skattlagningar orkugjafa og mengandi starfsemi. Gjald tekið fyrir alla nýtingu auðlinda í þjóðareign. Bæta skatteftirlit og vinna gegn nýtingu skattaskjóla. Draga úr jaðarskattáhrifum á tekjutengdar bætur. Engin laun ríkisstarfsmanna verði hærri en laun forsætisráðherra. Skattbyrði dreift með réttlátum hætti, skattkerfið notað markvisst til tekjujöfnunar með þrepaskiptum tekjuskatti. Milliskattþrepið byrji ekki við lægri tekjur en 500 þús. kr. Kanna kosti þess að skattleggja vaxtagreiðslur úr landi. Taka aftur upp eignarskatta. Engin laun hjá ríkisfyrirtækjum verði yfir ráðherralaunum. Skattamál og ríkisfjármál Áherslur flokka fyrir þingkosningar 25. apríl 2009 X-B Framsóknarflokkurinn X-D Sjálfstæðisflokkurinn X-F Frjálslyndi flokkurinn X-L L-listi fullveldissinna X-O Borgarahreyfingin X-S Samfylkingin X-V Vinstrihreyfingin grænt framboð FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is MINNA ber á tillögum stjórn- málaflokka um skattalækkanir og afnám gjalda hjá hinu opinbera ef skoðaðar eru stefnuskrár fyrir kom- andi þingkosningar, í samanburði við síðustu kosningar fyrir tveimur árum. Er þetta einkum áberandi í tillögum Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks, þó að grunnáherslur þessara flokka hafa lítið breyst í skattamálum. Á sama tíma virðist sem meiri áhersla sé á skattamál hjá Vinstri grænum og Samfylkingunni og bein- línis lagt til hjá VG að skattar verði auknir, eins og upptaka eignaskatta að nýju. Þessi áherslubreyting á tveimur árum markast greinilega af þeirri stöðu sem ríkissjóður er kom- inn í eftir bankahrunið, þar sem skuldir ríkisins hafa hrannast upp og framundan er gríðarlegur halli á ríkissjóði. Flokkarnir eru ekki alveg samstiga um leiðir þó að flestir gangi út frá því að skattkerfið komi ekki hart niður á lágtekjuhópum og þeim sem minna mega sín. Um leið er uppi krafa um einfaldara skatt- kerfi og aukið eftirlit með skatt- heimtu ríkissjóðs. Skattbyrði verði sanngjörn Í ályktun landsfundar Sjálfstæð- isflokksins fyrir tveimur árum er að finna mjög víðtækar tillögur að skattalækkunum og afnámi gjalda hvers konar. Þó að slíkar tillögur séu einnig til staðar eftir landsfund flokksins um síðustu helgi þá eru þær meira almennt orðaðar og var- færnari. Í samanburði við aðra flokka ætla sjálfstæðismenn engu að síður að berjast harðast gegn því að skattar verði hækkaðir. Sá tónn var sleginn nokkuð skýrt hjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varafor- manni flokksins, er hún sagði Stein- grím J. Sigfússon, formann VG, vera hinn nýja Skattmann, skikkjan hefði verið send með hraði frá Bessastöð- um. Í stefnuskrám stjórnarflokkanna er í báðum tilvikum talað um „sann- gjarna“ skattbyrði og hjá Samfylk- ingunni t.d. talað um gjaldtöku á nýtingu auðlinda í þjóðareign. Til viðbótar þeim tillögum Samfylking- arinnar sem taldar eru upp hér til hliðar vill flokkurinn draga úr rík- isútgjöldum með því að sameina rík- isstofnanir. Athygli vekur að ný framboð á borð við Borgarahreyfinguna og L- lista fullveldissinna hallast frekar að aukinni skattlagningu, án þess að hún bitni á hinum verst stöddu. Þannig kýs Borgarahreyfingin frek- ar endurskoðun skattkerfis en nið- urskurð á heilbrigðis- og velferð- arþjónustu. Er þar nokkur samhljómur með VG. Fullveld- issinnar vilja skoða þrepaskipt skattkerfi, svo dæmi sé tekið. Framsóknarmenn og frjálslyndir vilja gæta hófs í allri skattlagningu. Séu ályktanir framsóknarmanna eft- ir flokksþingið 2007 skoðaðar þá ber mun minna á tillögum nú um afnám skatta og gjalda. Daðrað við Skattmann  Meiri áhersla lögð á skattlagningu í stefnuskrám stjórnmálaflokka en fyrir síðustu kosningar  Samhljómur hjá Vinstri grænum og Borgarahreyfingunni Í HNOTSKURN »Stjórnmálaflokkar og sam-tök, sem bjóða fram lista í komandi þingkosningum, hafa nú flest hver kynnt stefnu- skrár sínar og áherslur að loknum landsfundum og flokksþingum. »Morgunblaðið mun næstudaga skoða nokkra mála- flokka sem helst brenna á kjósendum um þessar mundir og draga fram helstu áherslur flokkanna. Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 Á FUNDI í Flugráði í síðustu viku var fjallað um tilskipun Evrópu- bandalagsins um losunarheimildir á CO2. Í ályktun fundarins ítrekar Flugráð og telur afar brýnt að reynt verði til þrautar að ná fram undanþágum á grundvelli tillagna sem stýrihópur um losunarheim- ildir í flugi lagði fram í minn- isblaði til samgönguráðherra í fyrrahaust að viðbættri tillögu um undanþágu vegna millilendingar á Íslandi í flugi yfir Evrópu vegna tæknilegra ástæðna. „Mikilvægt er að samningsmark- miðin liggi skýr fyrir hið fyrsta og þar verði í forgangi krafan um að íslenskt innanlandsflug verði und- anþegið kerfinu, segir í álykt- uninni. „Ljóst er að gildistaka til- skipunarinnar er eftir 9 mánuði þegar flugrekendur hefja söfnun reynslu sem gefur aðgang að tak- mörkuðum sjóði ókeypis heimilda. Hætt er við, að samningsstaðan gagnvart ESB veikist ef tíminn er ekki nýttur vel og íslenskum kröf- um um undanþágur verði vísað frá eða ná ekki fram vegna tíma- þrots.“ Flugráð mælist til að geta fylgst með framvindu málsins og samn- ingaviðræðum við ESB. Brýnt að fá undanþágu Innanlandsflug verði utan kerfisins Í DAG, 1. apríl, munu eftirlitsmenn Fiskistofu hefja söfnun upplýsinga um sjávarspendýr og fugla, sem veiðast í veiðarfærum fiskiskipa í eftirlitsferðum þeirra með skip- unum. Söfnun upplýsinganna og með- ferð gagna verður unnin í sam- vinnu við Hafrannsóknastofnunina. Á heimasíðu Fiskistofu kemur fram að algengt sé að ýmis sjáv- arspendýr og fuglar festist í veið- arfærum fiskiskipa. Meðaflinn geti verið svæða- og árstíðabundinn en verulega hafi skort á haldbærar upplýsingar um þessar hjáveiðar. „Misbrestur hefur verið á að þessi afli sé skráður í afladagbækur og því hefur verið erfitt um vik að leggja mat á umfang og dreifingu hans. Tilgangur með skráningu í eftirlitsferðum Fiskistofu er að afla grunnupplýsinga um veiðar á sjáv- arspendýrum og fuglum við fisk- veiðar sem munu gagnast við mat á ástandi viðkomandi stofna,“ segir á heimasíðu Fiskistofu. sisi@mbl.is Skrá dýr sem festast í veiðarfærum SÍLD hefur vaðið um Hafnarfjarð- arhöfn undanfarnar vikur. Syndir síldin inn og út úr höfninni eftir eigin tiktúrum, að því er segir á vef Hafnarfjarðarhafnar. Sjófarendur hafa lóðað á mjög þykkar síld- artorfur innan hafnar sem utan. Mikið fuglager, mávur, skarfur og aðrir sjófuglar, fylgir síldinni og er það helsta vísbending um að torfa sé í höfninni. Einnig fylgja hvalir síldartorfunum og koma þeir stöku sinnum inn í höfnina, en halda sig frekar utan hennar og þá sér- staklega stóru hvalirnir. Talað er um að fuglinn sé svo vel haldinn að hann eigi í erfiðleikum með að fljúga þegar hann hefur sporðrennt nokkrum gómsætum síldum í röð. Ekki er talin sérstök hætta stafa af síldinni, þar sem straumar inn og út úr höfninni hreinsa hana nokkuð vel. Ekki er fullljóst hvers vegna síldin veður svo víða inn í hafnir landsins. Fuglinn gæð- ir sér á síld ESB - KOSTIR OG GALLAR Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra Opnunarávarp Marios Katsioloudes, deildarforseti við Hellenic American University Profits and Losses from being in the EU: Lessons from Cyprus Martin Marcussen, dósent í stjórnmálafræði við Copenhagen University Ten Danish EU-lessons Ambassador Alyson Bailes, gestaprófessor við Háskóla Íslands The EU, Peace, and Security Pallborðsumræður að loknum erindum HVAMMUR, GRAND HÓTEL REYKJAVÍK Fundarstjóri er Aðalsteinn Leifsson, forstöðumaður og lektor við HR. Fundargjald er 3.000 kr. með morgunverði. Vinsamlega staðfestið þátttöku með því að senda tölvupóst á kristin@vi.is DAGSKRÁ: MORGUNVERÐARFUNDUR KL. 8:15 - 9:45 FIMMTUDAGINN 2. APRÍL 2009

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.