Morgunblaðið - 01.04.2009, Síða 31

Morgunblaðið - 01.04.2009, Síða 31
oft gullkornanna hennar sem voru mörg og ógleymanleg. Við munum geyma hana í minningu okkar. Kæru foreldrar, systkini og aðrir aðstandendur, við vottum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Eydísar Eddu, megi Guð og góðir englar geyma hana. Fyrir hönd starfsfólks Skamm- tímavistunar, Álfalandi 6, Markrún Óskarsdóttir. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Elsku Eydís Edda. Það var síðla sumars árið 2002 sem þú fluttir að heiman á Barðastaði 35 en þar hófust kynni okkar. Þú hafðir mikil áhrif þar á heimilisbraginn með léttleika þín- um og stríðni. Við minnumst þín með þakklæti og biðjum góðan guð að geyma þig. Við sendum aðstandendum hug- heilar samúðarkveðjur. Líney, Margrét, Sigrún og Vigdís. Vegir almættisins eru órannsakan- legir, stundum vandséð hver tilgang- urinn er eða hvert stefnt. Ævi Eydís- ar Eddu er óræk sönnun þess. Við fylgdumst með lítilli stúlku þroskast og dafna. Við fylgdumst með erfiðleikum, stöðnun og afturför. Merkum áföngum var fagnað, ferm- ing, stúdentspróf og fyrsta íbúðin – engan bilbug að finna hjá ástvinum sem með skilyrðislausri væntum- þykju vildu hag Eydísar Eddu sem bestan og að líf hennar yrði sem eðli- legast. Örlögin urðu þó ekki umflúin, þróttur þvarr en blik í auga og örlítið bros var ástvinum óendanlega dýr- mætt. Nú hefur Eydís Edda kvatt þenn- an heim, loks slaknað á krepptum vöðvum og fallegt bros og ró færst yf- ir andlitið. Minningin um hlátur, bros og gáskafull ærsl mun lifa í hugum okkar. Elsku Simmi, Ella, Bára, Oddur, Birta, Rúnar, Ernir og Auður. Okkur innilegustu samúðarkveðjur – megi allar góðar vættir hugga ykkur og styrkja. Sigrún, Magnús og fjölskylda. Ég kynntist Eydísi fyrir nokkrum árum þegar ég vann á Lyngási. Ég var fljót að taka eftir henni og hversu einstök manneskja var þar á ferð. Eydís var oftar en ekki mjög glettin á svipinn og með stríðnisglampa í aug- um. Hún var mikill húmoristi og mik- ill félagi. Við náðum fljótt vel saman og Eydís lét mig finna að það skipti hana miklu máli að ég mætti í vinn- una og við tækjumst á við verkefni dagsins. Þann tíma sem ég vann á Lyngási gladdi það mig sérlega mikið að þegar Eydís var rétt komin út úr rútunni ómaði um ganginn „Erla, ég er komin, Erla“. Er hægt að fá betri móttökur í vinnunni sinni? Við fylgd- umst svo að næstu árin, ég var til að mynda liðsmaður hennar um tíma og við gerðum ýmsa hluti saman, svo sem að fara í Kringluna að skoða í búðir og á kaffihús. Ég tel mig heppna að hafa kynnst Eydísi og fengið að eyða með henni þeim tíma sem við áttum saman. Hún gaf mér svo ótrúlega margt og ég kveð vinkonu mína með miklum söknuði í hjarta. Ég sendi fólkinu hennar Eydísar mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið Guð að veita þeim styrk á þessum erfiða tíma. Erla Björg Birgisdóttir. Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 Bergljót Viktorsdóttir ✝ Bergljót Viktors-dóttir fæddist á Siglufirði 5. nóv- ember 1957. Hún lést á krabbameinslækn- ingadeild Landspít- alans við Hringbraut 12. mars 2009. Útför Bergljótar var gerð frá Lang- holtskirkju 24. mars sl. Meira: mbl.is/minningar Unnur Jóhannsdóttir ✝ Unnur Jóhanns-dóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1923. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 21. mars síðastlið- inn. Útför Unnar fór fram frá Keflavík- urkirkju 26. mars sl. Meira: mbl.is/minningar Ester Magnúsdóttir ✝ Ester Magn-úsdóttir fæddist á Hellissandi 18. sept- ember 1929. Hún lést á Vífilsstöðum 16. mars 2009 og fór út- för hennar fram frá Fossvogskirkju 25. mars. Meira: mbl.is/minningar Ég á erfitt með að trúa því að afi jeppi sé farinn frá okkur. Hann var alltaf manna hress- astur og það var aldrei langt í húmorinn. Afi var alltaf vel til hafður og afsakaði sig ef honum fannst hann ekki nógu fínn þegar ég kom í heimsókn. Ég gleymi aldrei þeim stundum sem við áttum saman í Skorradalnum, uppáhalds- staðnum mínum. Afi var alltaf dug- legur að smíða með okkur báta, fara í gönguferðir eða kíkja niður að vatn- inu. Það var alltaf jafngaman að fá hann og ömmu til Eyja og fara í bíltúr á jeppanum hans afa. Hann var sjálf- ur svo mikill Eyjamaður og ÍBV-ari. Mér þótti mjög vænt um það þegar hann gaf mér ÍBV-púðann sinn úr gamla jeppanum þegar ég fékk bíl- próf því ég veit að hann var í uppá- haldi hjá afa. Eftir að ég flutti í bæinn fannst mér alltaf jafn gott að fara í Hæðargarðinn til ömmu og afa eftir skóla. Þar sátum við þrjú saman í eld- húsinu og spjölluðum um daginn og veginn. Ég sagði afa frá öllu því sem um var að vera í skólanum og hann sagði mér sögur af Verslógöngu sinni. Mér fannst alltaf jafn gaman að heyra sögurnar af lífi hans og hef alltaf litið upp til hans. Hann var svo spenntur yfir útskriftinni minni í vor og það á eftir að vera erfitt að hafa hann ekki með en ég veit að hann verður með mér í hjarta. Afi var gull af manni. Hann sagði mér oft hversu stoltur hann var af mér og að ég gæti gert hvað sem ég tæki mér fyrir hendur. Hann var alltaf svo þakklátur fyrir það sem ég gerði fyrir hann, sama hversu lítið það var. Honum fannst það ómetanlegt að ég gæfi mér tíma í að kenna honum á tölvuna, en afi gerði sér ekki grein fyrir því hversu mikilvægt það var mér. Að geta laun- að honum allt sem hann hefur kennt mér í gegnum lífið. Ég á eftir að sakna hans ólýsanlega mikið en ég veit að hann mun fylgja mér í gegnum allt mitt líf. Ég veit líka að þegar yfir lýk- ur munum við skála saman í rauðvíni og tala um allt það við áttum órætt. Elsku afi, mér þykir óendanlega vænt um þig og þú skilur eftir þig stórt skarð. Ekki hafa áhyggjur af ömmu, ég mun hugsa vel um hana fyrir þig. Þín afastelpa Tanja. Ásbjörn Björnsson ✝ Ásbjörn Björns-son fæddist í Vest- mannaeyjum 22. júlí 1924. Hann lést á heimili sínu 22. mars sl. Útför Ásbjörns var gerð frá Bústaða- kirkju 31. mars sl. Á kveðjustundu reikar hugurinn til fyrri ára og þeirra tíma sem við áttum með Ás- birni Björnssyni sem við kveðjum nú með söknuði. Ásbjörn og Bjarney kona hans voru ekki bara tengda- foreldrar sonar okkar og bróður, heldur góðir vinir sem alltaf var gaman að hitta á góð- um stundum. Við minnumst prúð- mannlegrar og hlýlegr- ar framkomu Ásbjörns. Hann var hress og skemmtilegur, elskulegur við alla sína samferðamenn og um- fram allt góður fjölskyldufaðir, afi og langafi. Ásbjörn og Bjarney kona hans voru einstaklega samrýnd og samhent hjón og máttu ekki hvort af öðru sjá. Missir Baddýjar er mikill. Við, Fífó-fjölskyldan, sendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur til Baddýjar, barna, tengdabarna og af- komenda allra. Við þökkum sam- fylgdina og biðjum almættið að styðja við Baddý á sorgarstundu. Blessuð sé minning Ásbjörns Björnssonar. Jóhannes, Guðfinna, börn og tengdabörn, Fífilgötu 8 í Vestmannaeyjum. Með hverjum vini, sem deyr, deyr hluti af manni sjálfum. Þessi orð komu upp í hugann, þegar mér barst fréttin um lát míns góða vinar og fyrr- verandi starfsfélaga og sameignar- manns, Ásbjörns Björnssonar. Við kynntumst fyrst í Verslunar- skólanum árið 1944, en fyrir hreina tilviljun bar fundum okkar saman árið 1954, sem varð upphaf að ánægjulegu og farsælu samstarfi um 30 ára skeið Ásbjörn sýndi mikið áræði og kjark er hann eftir útskrift úr skóla, þegar allt var rígbundið í viðjum hafta og ófrelsis í viðskiptum, stofnaði heild- verslunina Solido. Okkar samstarf hófst fyrir alvöru árið 1956, þegar við báðir hurfum frá ábyrgðarstörfum og hófum rekstur Solido, en Ásbjörn lagði fram nafnið.Við stofnuðum fyr- irtækið í raun með tvær hendur tóm- ar og með bjartsýnina eina að leið- arljósi. Það var mér mikið lán að eignast jafn góðan starfsfélaga og Ás- björn. Hann hafði einstaklega hlýja nálægð, var glaðsinna, góðhjartaður, úrræðagóður, vinfastur og traustur og var öllum hlutum kunnugur í rekstri heildverslunar. Þetta var auð- vitað mikill styrkur fyrir mig, sem kom úr allt öðru starfi. Fyrirtækið dafnaði og óx hröðum skrefum og í byrjun ársins 1959 vent- um við okkar kvæði í kross og hófum fataframleiðslu; í fyrstu með því að ráða tugi húsmæðra í heimasaum. Framleiðslan fékk prýðilegar viðtök- ur, enda fyrsta flokks undir vökulum augum sníðakonunnar Guðnýjar Þórðardóttur. Næstu ár voru ár þroska og fyr- irheita og þótt stundum syrti í álinn efldust við Ásbjörn við hverja raun. Við stofnuðum verslun í Aðalstræti, Teddybúðina, þar sem framleiðslan var seld og síðar réðumst við í það stórvirki að kaupa byggingarrétt að 400 fm hæð í Bolholti. Við unnum sjálfir mikið við bygginguna og innan tíðar reis upp fataverksmiðja með 40- 50 saumakonur og heildarstarfs- mannafjölda við fyrirtækið um og yfir 60 manns. Síðan settum við upp versl- un í húsi, sem áður var í eigu Mar- eteins Einarssonar & co á Laugaveg- inum og á þessum árum var hafinn útflutningur á flíkum, saumuðum úr efni frá Álafossverksmiðjunni og lík- lega var um Íslandsmet að ræða, þeg- ar við á vegum Icelandic Imports, út- flutningsfyrirtækis iðnrekenda, seldum 3000 kápur í jólavörulista Am- erican Express í New York. Minning- ar frá hinum fjölmörgu viðburðaríku starfsárum hrannast upp og ekki síst um hinar mörgu ánægjulegu ferðir okkar Katrínar með Ásbirni og Bjarneyju hérlendis sem erlendis og ekki má gleyma öllum ánægjulegu samverustundunum í góðra vina hópi. Í einkalífinu var Ásbjörn hamingju- samur maður með afbragðs eigin- konu, hana Bjarneyju, sér við hlið ásamt fjórum mannvænlegum börn- um og samhentri fjölskyldu. Að leið- arlokum vil ég þakka Ásbirni fyrir öll okkar góðu ár, frábært samstarf, sem var bæði gjafmilt og lærdómsríkt og merlar nú í minningunni. Öndvegis- drengur er genginn.Við Katrín biðj- um honum Guðs blessunar og send- um eiginkonu, börnum og fjölskyldum hugheilar samúðarkveðj- ur. Lífið er fljótt; líkt er það elding sem glampar um nótt ljósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. (Matthías Jochumsson.) Þórhallur Arason. Það var vel klæddur myndarlegur eldri maður sem tók á móti mér á skrifstofu Kirkjugarðanna í Fossvogi í desember 1994. Skrifstofa hans bar þess vott að þar vann maður sem hafði allt í röð og reglu. Skömmu áður en fundum okkar Ásbjörns bar saman hafði ég verið valinn eftirmaður hans í starf for- stjóra hjá Kirkjugörðum Reykjavík- urprófastsdæma. Ásbjörn tók hlýlega á móti mér og gaf sér góðan tíma til að kynna mig fyrir samstarfsfólki og sýna mér húsakynni og segja mér frá starfsemi Kirkjugarðanna. Með okk- ur tókst góð vinátta og eftir að ég hafði tekið formlega við starfi for- stjóra kom Ásbjörn reglulega í heim- sókn á skrifstofuna til að fylgjast með starfseminni og hitta fyrrverandi vinnufélaga. Síðast kom hann í heim- sókn 19. janúar sl. og þá var engu minni áhugi hjá honum að fá fréttir þó að ljóst væri að verulega væri dregið af honum. Ég færi frú Bjarneyju og öllum ást- vinahópnum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og þakka fyrir trygga vináttu þeirra hjóna frá fyrstu kynn- um. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri. Meira: mbl.is/minningar Elsku langafi, við eigum eftir að sakna þín mikið. Okkur langar til að senda þér bæn sem mamma okkar og pabbi biðja með okkur á kvöldin. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíl í friði, elsku langafi. Rannveig Eyja, Ríkarður Eyberg og Rebekka Eydís. HINSTA KVEÐJA Elsku Auður Bryn- dís, ég man þegar við kynntumst fyrst, eitt af því fyrsta sem þú sagðir var að þú værir ekki eins og flestir aðrir. Ég vissi þá ekki hvað þú varst að meina en svo sagð- irðu mér að þú værir með krabba- mein. Þú varst mjög feimin í fyrstu en heillaðir mig strax með nærveru þinni. Við kynntumst á svipuðum tíma og þú varst að fara að byrja í meðferðinni í Belgíu. Þú varst svo spennt og jákvæð á að þetta myndi ganga vel en þoldir ekki að þurfa Auður Bryndís Guðmundsdóttir ✝ Auður BryndísGuðmundsdóttir fæddist í Keflavík 30. nóvember 1988. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 23. mars sl Útför Auðar Bryn- dísar fór fram frá Keflavíkurkirkju 30. mars sl. Meira: mbl.is/minningar alltaf að fljúga svona oft. Í fyrstu skiptin sem þú fórst út vorum við í símasambandi nánast allan tímann á meðan þú varst úti og fékk ég að vita allt sem var að gerast, svona nánast eins og ég væri á staðnum, hvort sem það var hjá lækninum eða ef þú sást flott hús, þetta var æðislegur tími sem ég mun aldrei gleyma. Meðferðin gekk vel og þú varst alltaf brosandi, fallegt bros sem heillaði hvern sem var og hár sem fólk dreymir um að hafa. Falleg að innan sem utan var það sem þú varst. Ég á margar æðislegar minningar um þig sem verða alltaf með mér og vil ég þakka guði fyrir að hafa leyft mér að kynnast þér en ég mun aldrei skilja hvers vegna hann tók þig frá okkur. Kristinn Friðbjörn Birgisson. Valur Guðmundsson ✝ Valur Guðmunds-son fæddist á Efra-Apavatni í Laug- ardal hinn 31. desem- ber 1925. Hann lést á hjartadeild Landspít- alans 14. mars 2009. Útför Vals fór fram frá Bústaðakirkju 30. mars sl. Meira: mbl.is/minningar Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdar- mörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.