Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 Nú er vor í lofti og nýja BYKO blaðið er komið út stútfullt af vortilboðum! BYKO blaðið er komið út! AÐILDARVIÐ- RÆÐUR við Evrópu- sambandið hljóta að teljast besta tækifæri sem Íslandi býðst í nánustu framtíð. Aðr- ir möguleikar eru ein- faldlega mjög lang- sóttir og óljósir. Evrópa er ekki full- komin. En það verður bara ekki frá henni tekið það sem hún á. Hún á til dæmis marga þrosk- uðustu embættis- og vísindamenn veraldar, frábæra háskóla, sann- gjarnt stjórnmála- og viðskiptalíf og auðugan menningararf. Í Evr- ópu svífur hugur Goethes um hlíð- ar alveg eins og andi hinna bleiku akra og slegnu túna Gunnars á Hlíðarenda gerir á Íslandi. Þar eru torg Sókratesar. Stræti Joyce. Kaffihús van Goghs. List og arki- tektúr Rushkins. Fjöll Shelleys. Hugsun Rousseaus. Evrópa er auð- ug af lífsgæðum. Hún er hluti af sjálfsmynd okkar Íslendinga. Hún hefur síðan land byggðist tengt okkur við andlega næringu og strauma sem við gætum ekki verið án. Evrópa er fæðingarstaður vest- rænnar siðmenningar, sem felur í sér alveg sérstaka hornsteina í stjórnmálum, vísindum, heimspeki, bókmenntum og listum. Arfleifð hennar snýst ekki síst um hegðun og hugsun, siðræn gildi, menning- arlegar og trúarlegar hefðir, hefðir í listum og stjórnmálum og fram- kvæmd lýðræðisins. Hún á mörg mestu ljóðskáld og tónskáld heims- ins, rithöfunda hans og myndlist- armenn. Auk áberandi leiðtoga hans í arkitektúr, heimspeki, tísku, leikhúsi og fjölmiðlun. Hagsmunir Ef hagsmunir Íslands geta farið saman við hinar árþúsundagömlu hámenningarrætur Evrópu gæti það styrkt sjálfstraust Íslendinga til muna að verða styrk stoð í svo auðugri heild. Kannski hefur Ís- land vantað þessa viðbótartengingu við sínar menningarlegu rætur. Kannski er það ein skýring á rót- leysinu á Íslandi undanfarin ár. Kannski er ný sjálfs- mynd að verða til á Ís- landi. Evrópskari. Menningarlegri. Þroskaðri. Dýpri. Í forngrískum goðsögum var Evrópa prinsessa frá Gebal sem kon- ungur guðanna, Zeus, rændi eftir að hafa breytt sér í hvítt naut. Evrópa var drottning Krítar í skrifum Hóm- ers og seinna kölluðu Grikkir meginland sitt Evrópu. Forn-Grikkland byggði grunninn undir sjálfsmynd vest- rænnar siðmenningar með nýjum tilraunum til skilnings í heimspeki, lýðræðishugmyndum, vísindum og einstaklingshyggju. Og Rómaveldi jók svo ekki síst við þessa arfleifð á sviði laga, stjórnmála, tungumála, verkfræði og arkitektúrs. Miklu seinna ollu tvær heimsstyrjaldir því að ýmis heimsyfirráð Evrópu færðust í hendur Bandaríkjanna og Sovétríkjanna gömlu – og við tók kalt stríð milli hinna nýju heims- velda sem skiptu álfunni í vestur og austur með járntjaldinu. Í þessu umhverfi hófst öflugt samstarf þjóða í Vestur-Evrópu sem bar fyrst ávöxt í evrópska efnahags- svæðinu og svo í stofnun Evrópu- sambandsins. Frelsi Í dag snýst starf Evrópusam- bandsins mest um frelsi. Frelsi óhefts flæðis á vörum, fjármagni og fólki – frelsi í viðskiptum. Frelsi til jafnra tækifæra. Frelsi til rétt- lætis. En líka um varðveislu á menningarlegum verðmætum og sérstöðu. Í dag byggja stofnanir þess mestallt starf sitt á aðeins tveim orðum: Frelsi og réttlæti. Þessir frelsis- og réttlætisfarvegir Evrópusambandsins eru fram- kvæmdastjórnin, þingið, ráðherra- ráðið, leiðtogaráðið og Evrópudóm- stóllinn. Í Evrópu dagsins í dag eru margar þroskuðustu siðmenn- ingarþjóðir heimsins. Réttarríki Evrópu er óhætt að kalla mörg þau þróuðustu í veröldinni. Enda hefur flest löggjöf sem þaðan hefur kom- ið fleytt Íslandi fram. Styrkt rétt- arríkið hér. Aðild þjóðar að Evr- ópusambandinu er samningur á sviði stjórnsýslu, menningar og við- skipta. Sem byggir á landfræðilegri legu en líka á mjög líkri sjálfs- upplifun og líkri sýn á lífið og til- veruna. En hagstæður aðild- arsamningur gæti aukið lífsgæði Íslendinga til muna á fleiri sviðum en menningarlegum. Ekki síst með ódýrri neysluvöru og mun betri lánskjörum. Segja má að vaxta- byrði Evrópuþjóða sé nánast engin í samanburði við íslensk hávaxta- kjör undanfarin ár. Tækifæri Hefur það hent þig að fá boð í samkvæmi og segja nei takk þótt þig dauðlangaði að mæta? Vegna feimni, stolts, jafnvel fordóma? Og sjá svo eftir því að hafa misst af möguleika til að kynnast nýju fólki og leyfa nýjum tækifærum að verða til? Að útiloka fyrirfram tækifæri til inngöngu í Evrópusam- bandið er ekkert ósvipað. Því alveg eins og þegar Ísland opnaðist síð- ast – og það hleypti af stað mestu gósentíð lýðræðistímans, þótt held- ur langt hafi verið seilst – mun framtíð Íslands í lífsgæðabandalagi Evrópu hugsanlega geta hleypt al- veg nýju lífi í þá hæfileika og krafta sem búa í íslensku þjóðinni. Við Íslendingar erum vestræn menningarþjóð og eigum samleið með öðrum slíkum í heimsálfunni okkar. Íslands gæti beðið alveg nýtt framfaratímabil í sögu sinni. Menningarlega auðugt. Auðugt af ríkari samskiptum við siðmenning- arþjóðir af svipuðu kaliberi og við erum sjálf. Evrópusambandið er tækifæri. Að hafna tækifærum óskoðuðum er eitthvað það vitlaus- asta sem upplýst og framfarasinn- að fólk getur látið sér detta í hug að gera á öllum tímum. Hvað þá í kreppu. Því hlýtur að vera best að skoða aðild. Útiloka ekkert. Gá hvað við fáum. Gáum hvað við fáum Ragnar Hall- dórsson fjallar um aðild að Evrópu- sambandinu » Í Evrópu svífur hug- ur Goethes um hlíð- ar alveg eins og andi hinna bleiku akra og slegnu túna Gunnars á Hlíðarenda gerir á Ís- landi. Ragnar Halldórsson Höfundur er ráðgjafi. ÞAÐ var eitthvað í kring um aldamótin síðustu að ég ásamt félaga mínum var að bjástra við rekavið úti á Nesströnd fyrir utan Kaldrananes í Bjarnarfirði . Að sjálfsögðu eyddum við talsverðum tíma í að spjalla saman og velta fyrir okkur tilverunni og hin- um ýmsu uppákomum í sögunni. Talsvert ræddum við um kvóta- kerfið og fiskveiðistjórnina og þær afleiðingar sem það brask allt hefði fyrir þjóðfélagið. Félagi minn er vel lesinn og á gott með að setja hlutina í samhengi. Er þar skemmst frá að segja að í lok dags þá var niðurstaða vanga- veltna okkar eitthvað á þessa leið. Napoleon var maður nefndur, franskur. Hann hafði þær lífsskoð- anir að enginn væri betur til fall- inn að stjórna heiminum en hann sjálfur. Í þessu skyni réðst hann með her á nágranna sína. Ekki fóru Bretar varhluta af þessum stríðsrekstri. Þannig er það nú, að þegar helftin eða jafnvel meira af verk- færum mönnum er höfð við þá iðju að berja á fólki með það markmið að drepa það, þá verða færri til að afla fæðu og þess annars sem þarf, til að fólk þrífist. Þar kom að Breta skorti fæðu fyrir soldáta sína. Þá var það ráð tekið til að afla kjöts og annars sem til þurfti, að stofna til stórbýla. Það var gert þannig að smábændur, hálending- arnir, aðallega í Skotlandi voru reknir af býlum sínum og sagt að fara í fjöru og éta krækling og söl, en jarðir þeirra teknar til mat- vælaframleiðslu í stórum stíl, á þeirra tíma mælikvarða. Þetta urðu síðar herragarðarnir skosku. Síðan endurtók þetta sig þegar Ameríkjánar ráku indíána ýmist út í fen eða upp í kletta til að taka lönd þeirra til ræktunar í sama skyni og Bretar gerðu forðum og líka til að verða ríkir. Sagan sú er einhver sú allra ógeðfelldasta sem sögð hefur verið til þessa. En þar með er ekki öll sagan sögð. Því íslenska kvótakerfið er á sömu rökum reist. Það var sett á til að fáir gætu efnast á kostnað margra. Í stuttu máli er kvótasag- an þannig. Örfáir menn fengu gef- ins réttinn til fiskveiða. Sem var réttur almennings til lífsbjargar. Ég hef frá upphafi kvótakerfisins verið því mótfallinn. Ég var, og er ekki í neinum vafa um, að þetta er einhvert mesta óréttlæti sem al- menningur hefur verið beittur hérlendis. Og hefur þjóðin þó séð ýmislegt um aldirnar. Með öðrum orðum, þá var rétturinn til lífs- bjargar, sem Íslendingum var í blóð borinn, tekinn frá alþýðu og færður til kvótagreifanna. Þeir gátu síðan selt, leigt eða veðsett þennan rétt sem þeim hafði verið réttur á silfurfati án þess að nokk- ur greiðsla kæmi fyrir. Síðan kom að því að það þurfti að hafa arð af fjármununum sem fengust út úr svikamillunni. Það var gert meðal annars með þeim hætti að byggja hús, og þá helst á höfuðborgarsvæðinu. Þá varð til atvinna fyrir þá sem höfðu mist réttinn til lífsbjargar á lands- byggðinni. Einhversstaðar þurfti þetta flóttafólk að eiga heima og var þá auðveldast að selja því hús- in sem þetta sama fólk var að byggja, og lána því fyrir andvirð- inu, einmitt þá sömu peninga og fengust fyrir lífsbjörgina sem þetta sama fólk var rænt. Við töldum að þegar ekki væri til fleira fólk til að byggja yfir, þá mundi sneyðast um greiðslugetu þess sama fólks. Þá kæmu peningamenn- irnir (braskararnir) og heimtu sitt. Krefðust uppboðs á húsum og jafnvel öðrum eigum flóttafólksins. Síðan mundu þessir höfð- ingjar leigja þessu sama fólki húsin sín og þá eflaust við því verði sem héldi al- menningi niðri við fá- tæktarmörk. Þar með yrði til ríkmannleg- asta fátækrahverfi á Íslandi, nema að nú er staðreyndin sem við blas- ir, að fátækrahverfið verður lík- lega það ríkmannlegasta í veröld- inni. Ábyrgð á þessu eiga þeir kump- ánar Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddson. Og aldrei hef ég heyrt aðra eins vitleysu og þegar Hall- dór þessi svaraði því til er kvartað var yfir því að greiðslur af lánum hækkuðu óeðlilega, að húseignir hækkuðu líka og þar með verð- mæti þess sem stæði að baki skuldanna. En hann gerði sér enga grein fyrir því að það sem skipti máli var, að greiðslubyrðin hækkaði meir en launin sem nota þurfti til að greiða afborganirnar og vextina með. Þessir tveir menn bera höf- uðábyrgð á því ófremdarástandi sem nú er á Íslandi, því þeir settu líka þær leikreglur sem „útrás- arvíkingarnir“ áttu að fara eftir Bágt á ég með að trúa því að við höfum verið þeir einu sem átt- uðum okkur á því hvert stefndi. En greinilega hafa ráðamenn ver- ið í algjörri afneitun. Ekkert er nýtt undir sólinni Pétur Guðmunds- son skrifar um efnahagsmál Pétur Guðmundsson » Örfáir menn fengu gefins réttinn til fiskveiða. Sem var rétt- ur almennings til lífs- bjargar. Höfundur er í miðstjórn Frjálslynda flokksins og alinn upp í sveit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.