Morgunblaðið - 01.04.2009, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 01.04.2009, Qupperneq 35
Á FÖGRUM frostdegi vann starfsmaður við byggingu nýrra stúdentaíbúða við Skógarveg í Reykjavík. Áætlað er að húsin verði tilbúin undir lok árs en í þeim verða áttatíu íbúðir fyrir allt að tvö hundruð íbúa. Morgunblaðið/Heiddi Vel búinn verkfærum Velvakandi 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MANSTU EFTIR LÁRU, GÖMLU KÆRUSTUNNI MINNI? NEI HÚN VAR MEÐ ROSALEGA MIKIÐ YFIRBIT ÞÚ VEIST HVAÐ ÉG ER SLÆMUR MEÐ NÖFN HÚN GAT OPNAÐ NIÐURSUÐU- DÓSIR MEÐ TÖNNUNUM JÁ... VERKFÆRA- SMETTIÐ KALLI SEGIR AÐ BRÆÐUR OG SYSTUR GETI LIFAÐ Í SÁTT... HANN SEGIR AÐ ÞAU GETI LIFAÐ Í SÁTT OG SAMLYNDI EINS OG FULLORÐNIR... HANN SEGIR AÐ FULLORÐIÐ FÓLK GETI LIFAÐ Í SÁTT EINS OG ÞJÓÐLÖND... Á ÞESSU STIGI FER VIÐLÍKINGIN ÚT UM ÞÚFUR HELDUR ÞÚ AÐ TÍGRISDÝR FARI TIL SAMA HIMNARÍKIS OG FÓLK? Á HIMNUM EIGA ALLIR AÐ VERA HAMINGJUSAMIR, ER ÞAÐ EKKI? ÉG HELD AÐ FÓLK YRÐI EKKI MJÖG HAMINGJUSAMT EF ÞAÐ ÞYRFTI AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ VERA ÉTIÐ AF TÍGRISDÝRUM EN Á HINN BÓGINN YRÐI HIMNARÍKI EKKI MJÖG SKEMMTILEGT ÁN TÍGRISDÝRA. ÉG VEIT AÐ ÉG MYNDI SAKNA ÞEIRRA KANNSKI BORÐA TÍGRIS- DÝR EKKI FÓLK Á HIMNUM ÞÁ YRÐUM VIÐ ÓHAM- INGJUSÖM HRÓLFUR LEGGUR HART AÐ SÉR Í VINNUNNI... OG ÞEGAR HANN LEIKUR SÉR! ÞESS VEGNA VILL ENGINN SPILA GOLF MEÐ HONUM MAMMA YKKAR BEIT Í EPLIÐ... ÞANNIG AÐ NÚNA ÞURFUM VIÐ AÐ BORGA SKATTA! ADDA ER MJÖG HRIFIN AF ÞESSUM PARTÍUM ÞAR SEM MAÐUR REYNIR AÐ SELJA VINUM SÍNUM HLUTI ÞAU ERU EINS OG BLANDA AF STELPUKVÖLDI OG BÚÐARFERÐ ÞÚ VEIST AÐ ÞAU ERU EKKI BARA FYRIR KONUR. ÞAU ERU LÍKA FYRIR KARLA ÉG ÆTLA AÐ BJÓÐA YKKUR Í EITT HEIMA HJÁ MÉR „NAGLINN Á HÖFUÐIÐ: ÖLL VERK- FÆRI SEM ÞÚ ÞARFT“ TÖFF ÉG HÉLT AÐ ÞÚ HEFÐIR SÉÐ KÓNGULÓAR- MANNINN Í L.A. ÉG GERÐI ÞAÐ! HVERNIG KOMST HANN HINGAÐ? KANNSKI KOM HANN MEÐ FLUGVÉL EINS OG ÞÚ ÉG GERÐI ÞAÐ... ...OG ÞAÐ GERÐI PETER PARKER LÍKA! Svoneriddabara! „SVONERIDDA- BARA,“ eru svörin sem ég fæ hjá flestum stofnunum sem tengj- ast innheimtum og lánum á einhvern hátt. Fólki var ráð- lagt „myntkörfulán“ sem búin eru að éta upp og yfir allt sem kallað er fasteign og að auki skikkað til að greiða svokallaða lög- bundna lagakrókódíla aukatryggingu vegna lánsupphæðarinnar ef eignin skyldi t.d. brenna. Tryggingin er því tryggð í bak og fyrir því ekki mega lána- stofnanirnar tapa nokkrum eyri þó svo „eigandinn“ þ.e.a.s. greiðand- inn sé löngu farinn á hausinn með allt sitt. Svarið er: „Svoneriddabara!“ Og „svoneriddabara“ með bíla- lánin sem fjallað var um í sjón- varpsfréttum fyrir stuttu. Bíllinn „fjarlægður“ af heimilinu sökum himinhárra afborgana af láni sem búið er að éta allt upp og meira til en fórnarlambið situr eftir með reikning fyrir „lagfæringu“ yf- irtökubílsins svo lánastofnunin tapi nú ekki eyri vegna óþægind- anna. Hið séríslenska verðtrygg- ingakerfi sem t.d. lífeyrissjóðirnir eða ræningjasjóðirnir ofbjóða fólki til íbúðakaupa er eitt „never end- ing story.“ Fólk borgar og borgar og borgar en aldrei lækkar lánið á meðan allt hækkar í matarkörfunni og svarið er: „Svoner- iddabara!“ Símreikningur „slapp“ um daginn frá mér í Intrum. Síma- fyrirtæki eru snögg að senda í „annars konar“ innheimtu ef þú „svíkur“ eitt og gengur til liðs við annað. Og gylliboðin eru mörg. Ég hafði greitt um helming upphæðarinnar inn á innheimtuskuldina en henni var um- svifalaust dembt yfir í Lögheimtuna til hörkulegri inn- heimtu innan nokkurra daga án minnar vitundar. Ekki þýddi að deila við dómarann þó 13.000 kr. yrðu að 29.000 kr. því svarið á þeim bænum var: „Svoneridda- bara!“ Nú á enn að herða sultarólina að hinum almenna launþega í þessari tilbúnu kreppu, ásamt þeim sem minna mega sín, þ.e. ör- yrkjum og ellilífeyrisþegum sem ekki hafa djúpa eftirlaunasjóði. Allt skal hirt af þeim sem hugs- anlegur lagakrókódíll er fyrir meðan þjóðarskútan er að sökkva undan okkur og skipstjórarnir flúnir frá borði með aflann, því „svoneriddabara“. Harpa Karlsdóttir.     Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, kaffi/ blaðalestur kl. 9, vinnustofa opin kl. 9- 16, postulín, útskurður kl. 13. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10-11.30, söngur kl. 11. Bólstaðarhlíð 43 | Spilað, glerlist, handavinna, kaffi/dagblöð, hárgreiðsla, böðun, fótaaðgerð. Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9-16, leikfimi kl. 10. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10, söngvaka kl. 14, umsjón hafa Sigurður Jónsson og Helgi Seljan, kóræfing hjá söngfélagi FEB kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30 og 10.30, glerlist kl. 9.30 og kl. 13, leiðbeinandi í handavinnu við kl. 10-17, félagsvist kl. 13, söngur kl. 15.15, Guðrún Lilja leiðir sönginn, viðtalsími FEBK kl. 15-16, bobb kl. 16.30, línudans kl. 18 og samkvæmisdans kl. 19, Sigvaldi kennir. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, postulínsmálun og kvennadrids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9, 9.50 og 10.30, vatnsleikfimi kl. 9.30 og 11.40, brids og bútasaumur kl. 13. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, sund og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.50, leikfimi o.fl. kl. 10.30. Frá hádegi er spilasalur opinn. Á morgun kl. 14 er föstuguðsþjón- usta í Laugarneskirkju á vegum Elli- málaráðs, og veitingar í boði. Uppl. á staðunum og í s. 575-7720. Grensáskirkja | Samvera kl. 14. Hraunbær 105 | Útskurður og hjúkr- unarfræðingur kl. 9, brids kl. 13. Hraunsel | Rabb kl. 9, pútt kl. 10, línu- dans kl. 11, saumar, félagsvist og gler- bræðsla kl. 13, pílukast kl. 13.30, Gafl- arakórinn kl. 16, billjard- og púttstofa opin kl. 9-16. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9, jóga kl. 9, 10 og 11, samvera kl. 10.30, lestur og spjall. Soffíuhópurinn flytur Ástarljóð til Ragnhildar eftir Pál Ólafs- son, kaffisala kl. 14. Böðun fyrir hádegi. Hæðargarður 31 | Kaffi í Betri stofunni kl. 9-11, listasmiðja kl. 9-16, framsögn og framkoma kl. 9-12, Stefánsganga kl. 9.10, ókeypis tölvuleiðbeiningar kl. 13- 15. World Class í dag, gáfumannakaffi kl. 15. Uppl. í Ráðagerði s. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Lindaskóla v/Núpalind kl. 15. Uppl. í síma 564-1490, 554-5330 og 554-2780. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur kl. 10.30, leikfimi kl. 11, myndlistarnámskeið kl. 13. Hárgreiðslu- stofa, s. 862-7097, fótaaðgerðastofa, s. 552-7522. Neskirkja | Opið hús kl. 15, samvera með söng, Hörður Áskelsson söng- málastjóri stýrir umræðu um sálma. Litli kórinn – kór eldriborgara tekur þátt í söng og umræðum. Veitingar á Torginu. Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun kl. 9-12, sund kl. 10, enska kl. 11.30, versl- unarferð í Bónus kl. 12.10, myndmennt kl. 13, tréskurður kl. 14. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin með leiðsögn. Morg- unstund kl. 10, verslunarferð kl. 12.15, upplestur kl. 12.30, bókband kl. 13, dansað við undirleik hljómsveitar kl. 14. Uppl. í síma 4119-450. Vitatorg, félagsmiðstöð | Páskabingó verður föstudaginn 3. apríl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.