Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 36
36 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 JON Parales, tónlistargagnrýn- andi The New York Times, hrífst af nálgun Emilíönu Torrini í tónlist sinni, en hann fjallar ít- arlega um tón- leika hennar í blaðinu í gær. Tónleikarnir voru haldnir í Hiro Ballroom í New York á laugardags- kvöldið. Parales segir að þegar Emilíana kynnti lagið Bleeder hafi hún talað um augnablikin þegar „allt flettist burtu og maður stendur í dauðleika sínum, og allt verður svo skýrt og raunverulegt“. Hann segir mörg lag- anna gerast í þessum augnablikum. Þótt hún sé frá Íslandi séu textarnir á ensku og í þeim gangist söngkonan við löngunum og einsemd, hams- lausri hrifningu eða óöryggi. „Þegar hún talaði við áheyrendur á milli laga var fröken Torrini oft flissandi. En þegar hún söng, þá hljómaði hún opin og viðkvæm, og fjallaði um ástríður með skírleika og í laglegum melódíum.“ Gagnrýnandinn segir að á tónleik- unum hafi tónlistin byggst á aft- urhvarfi til gítarplokks og þjóðlaga. Greinin endar á að Pareles segir söngkonuna þurfa að búa yfir sterkri sjálfsstjórn og ákveðni til að forða efni margra laga hennar frá að vera væmið, en hún búi yfir hvoru tveggja. „Lögin hennar eru ekki vaf- in í gaddavír eða kaldhæðni, þau eru gagnsæ eins og rödd hennar og út- setningarnar. Engu að síður er þetta gagnsæi fjarri því að vera einfeldn- ingslegt,“ skrifar hann. „Opin og viðkvæm“ Fjallað um Emilíönu í The New York Times Emilíana Torrini HELEN Levitt, einn áhrifamesti ljósmyndari 20. aldar og einn af helstu meisturum götuljósmynd- unar, lést á heim- ili sínu í New York á sunnudag, 95 ára að aldri. Stúdíó Levitt voru alla tíð götur New York- borgar, þar sem hún fangaði mann- lífið á ljóðrænan og afslappaðan hátt. Um leið voru myndir hennar iðulega mjög haganlega byggðar og buðu upp á óvæntar vísanir. Helstu meistaraverk Levitt eru yfirleitt myndir hennar af börnum, sem eru að leik úti á götu og láta ljósmyndarann ekki hafa áhrif á það sem fram fer. „Þegar Helen var í sínu besta formi, var enginn betri en hún,“ sagði John Szarkowski, hinn áhrifa- mikli stjórnandi ljósmyndadeildar Museum of Modern Art. Á fjórða og fimmta áratug liðinnar aldar skapaði Levitt margar af sín- um kunnustu myndum; þá gekk hún daglega um götur fátækari hverfa borgarinnar og fangaði dramatík hins daglega lífs. Í ævisögu Walker Evans, sem iðu- lega er talinn helsti ljósmyndari Bandaríkjanna á 20. öld, er haft eftir honum, að einu ljósmyndararnir sem honum fannst hafa eitthvað frumlegt að segja voru „Cartier-Bresson, Helen Levitt og hann sjálfur“. Ljósmyndari götunnar Helen Levitt FRÖNSKU listakon- urnar Heléne Dupont og Pascale Cécile Darricau sýna verk sín Húsinu á Eyr- arbakka yfir páskana. Titill sýningarinnar, Orð og vængir, vísar í verkin sjálf. Ritlist og form leika um rímið. Heléne er menntað- ur heimspekingur og skrautskrifari en Pascale er með háskólakenn- arapróf í klassískum bókmenntum og stundar nú myndlistarnám. Báðar hafa þær verið búsettar á Suðurlandi í fjöldamörg ár. Sýningin er opin kl. 14 til 18 alla daga frá 4. til 13. apríl. Myndlist Orð og vængir í Húsinu Heléne Dupont og Pascale Cécile Darricau. AUÐUR Austfjarða og „Gaggi að kveldi tófa, garpar að morgni róa!“ nefnast erindi síðasta fræðslukvöldsins sem Íslenska vitafélagið stendur fyrir í samvinnu við Sjóminja- safn Reykjavíkur. Umfjöll- unarefnið er náttúru- og veð- urþekking Íslendinga. Eiríkur Valdimarsson fjallar um veðurspár þeirra sem bjuggu við sjávarsíðuna og þurftu að kunna góð skil á veðurútiliti. Þá fræðir Hjörleifur Guttormsson gesti um strandminjar og menningarauð Austfjarða. Dagskráin er í Sjó- minjasafninu við Grandagarð á morgun, fimmtu- daginn 2. apríl, klukkan 20. Fræði Um náttúru- og veðurþekkingu Hjörleifur Guttormsson HVERNIG skynjum við um- hverfi okkar? Dr. Haukur Ingi Jónasson heldur fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi, annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, og skoðar hvernig við skynjum umhverfið og sýnir fram á hvernig ímynd- unaraflið vinnur á mörkum hins innra og ytra. Hann ræð- ir um mótsstað listamannsins, listarinnar og þess sem skynj- ar og setur listina í samhengi við ímyndunarveiki og mannlegt heilbrigði. Fyrirlesturinn byggir Haukur Ingi á dokt- orsritgerð sinni frá árinu 2005. Hann hefst kl. 20 og eru allir velkomnir. Hugvísindi Fjallar um innri og ytri skynjun Haukur Ingi Jónasson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA er kraftmikið verk og í það þarf stóran kór,“ segir Magnús Ragnarsson kórstjóri. Magnús stjórnar tveimur kammerkórum, Hljómeyki og Kór Áskirkju, sem saman og með fáeinum aukasöngv- urum mynda einn sextíu manna kór sem syngur kórhlutverkið í Sköp- uninni eftir Haydn, sem flutt verður með einsöngvurum og Sinfón- íuhljómsveit Íslands á tónleikum í Háskólabíói annað kvöld kl. 19.30. „Ég er sérstaklega spenntur fyrir því að fá að vinna með hljómsveit- arstjóranum, Paul McCreesh,“ segir Magnús. „Hann er mjög þekktur og frægur, og það kom í ljós að ég á upptökur með honum, meðal annars af c-moll-messu Mozarts, sem er æð- isleg hjá honum og í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er líka búinn að hljóð- rita Sköpunina fyrir Deutsche Grammophon og gott að hafa þá upptöku til að sjá hverjar áherslur hans eru. McCreesh er ferskur og kraftmikill og vinnur af mikilli ná- kvæmni. Þetta er nýja barokk- klassíska túlkunin, ekki þung eins og maður heyrir í gömlum upptökum.“ Haydn var ekki góður í ensku Það er sérstakt að Sköpunin verð- ur flutt á ensku, en hér á landi hefur hún jafnan verið sungin á þýsku. „Haydn ætlaðist til þess að verkið yrði flutt á þýsku í þýskumælandi löndum og á ensku í enskumælandi löndum. Enska útgáfan heppnaðist hins vegar ekki nógu vel – ég held hann hafi ekki borið nógu gott skyn- bragð á ensku. McCreesh raðaði textanum hins vegar upp á nýtt þannig að áherslur væru á réttum stöðum og auðveldara að syngja verkið. Það hefur heppnast vel.“ Magnús segir „hörkulið“ í kór- unum, en meðal aukafólksins eru börn kórfélaga, krakkar um tvítugt. Hljómeyki og Kór Áskirkju syngja í Sköpuninni með Sinfóníuhljómsveitinni Spennandi hljómsveitarstjóri Morgunblaðið/Kristinn Sköpunin Paul McCreesh hljómsveitarstjóri á æfingu með Kór Áskirkju og Hljómeyki, sem Magnús Ragnarsson stjórnar. „Hörkulið,“ segir Magnús. ÓRATORÍAN Sköpunin eftir Joseph Haydn varð til á árunum rétt fyrir alda- mótin 1800. Hay- dn hafði ferðast til Englands og heyrt þar stórar óratoríur Händ- els, og heillast af þeim volduga hljóm sem stór kór og stór hljómsveit gátu skapað. En Haydn var líka trúaður maður og valdi sér sköpunarsöguna sem við- fangsefni. Í henni fann hann bæði dramatík og gleði, alvöru og létt- leika. Lífið í Paradís Sköpunin er í þremur þáttum. Sá fyrsti lýsir fyrstu fjórum dögum sköpunarinnar, í öðrum þættinum greinir frá því sem gerðist á fimmta og sjötta degi en í lokaþættinum leiða Adam og Eva fagnaðarkór sköpunarinnar þegar allt er yf- irstaðið. Hver dagur hefst með frá- sögn úr Fyrstu Mósebók, áður en atburðum er lýst á ljóðrænan hátt í aríum og kórum, en verkinu lýkur á miklum fagnaðarsöng. Texti verksins er sóttur í sköp- unarsöguna, en líka í Para- dísarmissi Miltons. Sköpunin var frumflutt í Schwar- zenberg-höllinni í Vínarborg 1798, og fyrsti opinberi flutningurinn í Burgtheater í Vín ári síðar. Sköpunin er metin sem eitt mesta verk tónbókmenntanna. Einsöngvarar á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar eru James Gilchrist tenór, Stephan Loges bariton og Rebecca Bottone sópran. Léttleiki og alvara Joseph Haydn Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞEGAR SPRON var gert að hlutfélagi sumarið 2007 fékk nýi SPRON-sjóðurinn 15% af nýju hlutafé SPRON og tók yfir hlutverk Menning- arsjóðs SPRON sem starfræktur hafði verið frá 1994. Markmið hins nýja SPRON-sjóðs var að stuðla að vexti og viðgangi SPRON auk þess sem hann hafði heimildir til þess að úthluta fé til menningar- og líknarmála. SPRON-sjóðurinn er sjálfseignarstofnun með sjálfstætt skipaðri stjórn, og var því ekki settur undir skilanefnd þegar ríkið tók SPRON yfir á dögunum. SPRON-sjóðurinn hefur, eins og Menningarsjóður SPRON gerði áður, stutt við menningarlíf af ýmsum toga. Þótt SPRON-sjóðurinn væri sjálfstæður og óháður starfsemi SPRON var aðalhlutverk hans að styðja vöxt og viðgang SPRON og var sjóð- urinn stærsti hlutafinn í bankanum. Því hlýtur nú að ríkja óvissa um framhald starfsemi hans. „Meginhluti eigna sjóðsins var í hlutabréfum í SPRON, og þau eru auðvitað töpuð,“ segir Þor- steinn Pálsson stjórnarformaður SPRON- sjóðsins. „Sjóðurinn hefur minnkað mjög mikið og er orðinn tiltölulega lítill miðað við það sem áður var. Stjórn sjóðsins á eftir að koma saman og ræða framhaldið, en í sjálfu sér hefur þetta ekki neinar sjálfkrafa breytingar í för með sér fyrir sjóðinn, þar sem hann stendur utan við SPRON, þótt hann hafi nú tapað stórum hluta eigna sinna.“ Á síðasta ári var um 85 milljónum króna út- hlutað úr SPRON-sjóðnum. Tapið er stórt en sjóðurinn lifir Morgunblaðið/Brynjar Gauti Óvissa SPRON-sjóðurinn veitti styrki til lista og menningarstarfsemi. Óvíst er um framtíð hans. SPRON-sjóðurinn tapaði stórum hluta eigna sinna Þegar góðærið var í fullum gangi átti að sjálfsögðu að flytja hingað norska leikara. 36 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.