Morgunblaðið - 01.04.2009, Side 14

Morgunblaðið - 01.04.2009, Side 14
14 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 Morgunblaðið/Kristinn Beðið Gunnar Svavarsson og Ármann Kr. Ólafsson slá á létta strengi með- an beðið er eftir að umræður hefjist, en þingfundum var ítrekað frestað. Í FRUMVARPI til breytingua á tollalögum og lögum um gjaldeyris- mál sem lagt var fyrir Alþingi seinni- partinn í gær hyggst ríkisstjórnin stoppa upp í gat á gjaldeyrishöftun- um sem hún telur að hafi valdið veru- legri veikingu á krónunni undan- farnar vikur. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi klukkan 17:30 í gær og til að hægt væri að ræða frumvarpið og greiða um það atkvæði samdægurs sam- þykkti Alþingi afbrigði frá þingsköp- um með 55 samhljóða atkvæðum. Steingímur J. Sigfússon, fjármála- ráðherra, sagði að lokað hefði verið fyrir skil á rafrænum útflutnings- skýrslum og lagði hann ríka áherslu á að frumvarpið yrði samþykkt og tæki gildi fyrir opnun markaða í dag. Átti að byggja upp forða Eins og flestir vita hafa verið í gildi ströng gjaldeyrishöft frá því í nóvember í fyrra. Eitt af grundvall- aratriðunum í haftareglunum er skilaskylda á gjaldeyri sem felur í sér að öllum erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar eignast fyrir seldar vörur og þjónustu skuli skilað til fjármálafyrirtækis hérlendis innan tveggja vikna frá viðskiptunum. Brot á þessum reglum varða sektum og jafnvel fangelsi. Markmiðið með gjaldeyrishöftunum og skilaskyld- unni er að takmarka útflæði gjald- eyris og byggja upp gjaldeyrisforða. Steingrímur J. Sigfússon sagði að helsta ástæðan fyrir veikingu krón- unnar undanfarið væri sú að útflytj- endur væru ekki skuldbundnir til að selja vörur í erlendum gjaldeyri heldur geti selt vörur sínar í krónum. Vísbendingar væru um að einhverjir útflytjendur fengju greitt fyrir vörur sínar innanlands með íslenskum krónum en kaupandi greiddi annað- hvort beint eða með millilið í erlend- um gjaldmiðli til aðila utan land- steinanna. Þannig væri dregið mjög úr áhrifamætti gjaldeyrisreglna Seðlabankans. Stórir aðilar standa við sitt „Það er rétt að taka það fram að stóru útflutningsaðilarnir, til dæmis stóru sjávarútvegsfyrirtækin, eru ekki þátttakendur í þessum krónuút- flutningi og hafa spilað eftir þeim leikreglum sem ætlunin er að fylgt sé á grundvelli laga um skilaskyldu gjaldeyris,“ sagði Steingrímur. Ástandið væri ekki aðeins óviðun- andi vegna þess að það stuðlaði að veikingu krónunnar heldur bjagaði þessi hegðan einnig samkeppnis- stöðu útflytjenda og ylli fleiri vand- ræðum. runarp@mbl.is Komust fram hjá höftunum með því að selja fyrir krónur Í HNOTSKURN » Vísbendingar eru um aðverðmæti útfluttra vara sem greitt er fyrir með ís- lenskum krónum á tímabilinu mars-apríl sé 2 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. » Frumvarpið kveður á umað útflutningsviðskipti með vörur og þjónustu fari fram í erlendum gjaldmiðli. » Fjármálaráðherra ræddifrumvarpið við for- ystumenn útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins og voru þeir sammála um að bregðast þyrfti við, þó þeir væru ekki endilega sáttir við gjaldeyrishöftin frá í haust. FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞINGMENN spýttu í lófana í gærmorgun og samþykktu að halda áfram umræðum og at- kvæðagreiðslum fram yfir mið- nætti til að flýta fyrir þing- störfum. Nokkur frumvörp potuðust áfram, bæði í nefndum og í umræðum en eftir að frum- varp um hert gjaldeyrishöft var lagt fram var dagskrá þingsins að öðru leyti frestað, þ. á m. umræðu um frumvarp um greiðsluaðlögun húsnæðislána. Mikil óvissa er um hvenær þingstörfum lýkur og velt- ur mikið á því hvaða stefnu um- ræður um breytingar á stjórn- arskránni taka á næstu dögum. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði í síðustu viku að 38 mál þyrftu að komast í gegnum Alþingi fyrir þinglok, þar af væru 22 sem þyrftu nauðsyn- lega að vera samþykkt. Þegar rennt er yfir þennan lista sést að mörg af „nauðsynlegu“ málunum hafa þegar verið samþykkt og önnur eru komin á góðan rekspöl, þ.e. í 2. eða 3. umræðu á þinginu. Umdeilt stjórnarskrármál Engu að síður ríkir mikil óvissa um hvenær þingstörfum getur lok- ið og þingmenn geta tekið til við eiginlega kosningabaráttu. Mikið veltur á hvort frumvarp um breyt- ingar á stjórnarskrá, m.a. um stjórnlagaþing og um ákvæði um að auðlindir verði í þjóðareigu, verður afgreitt með sátt út úr stjórnarskrárnefnd. Eins og kunn- ugt er hafa þingmenn Sjálfstæð- isflokksins miklar athugasemdir við frumvarpið. Þeir gagnrýna það efnislega en andstaðan byggist þó ekki síst á því að frumvarpið sé illa undirbúið og að þingið verði að fá mun meiri tíma til að fjalla um svo mikilvægt málefni. Þeir eru þó tilbúnir til að samþykkja tilteknar breytingar á 79. grein, sem kveður á um hvaða aðferðum skal beita við breytingar á stjórn- arskránni. Ákveði meirihluti nefndarinnar að afgreiða málið úr nefnd, gegn harðri andspyrnu sjálfstæðismanna, gæti slíkt dreg- ið starf þingsins verulega á lang- inn. Framsóknarmenn leggja mikla áherslu á að samþykkt verði að efna til stjórnlagaþings. Siv Frið- leifsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagðist í gær binda vonir við að sam- komulag næðist um stjórnarskrár- málið. Á þessu stigi væri þó erfitt að spá fyrir um framvindu máls- ins. Hugsanlega gæti þingstörfum þó lokið „öðru hvorum megin við helgi“. Gætu haldið áfram til páska Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði að ef stjórnarflokkarnir hefðu áhuga á því, væri hægt að ljúka þingstörfum á föstudag eða laug- ardag, að því gefnu að frumvarpið um breytingar á stjórnarskrá yrði lagt til hliðar. Stjórnarflokkarnir virtust á hinn bóginn engan áhuga hafa á því. Þá gagnrýndi hún stjórnina fyrir að leggja ekki fram þingmál sem tæki á málefnum bankanna og fleiri mikilvægum efnahagsmálum. Jón Bjarnason, þingflokks- formaður Vinstri-grænna, vildi engu spá um þinglok. Þingstörfin hefðu algjöran forgang í þessu ástandi sem hefði skapast í þjóð- félaginu og ef þurfa þætti mætti halda áfram fram yfir páska. Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sagði að sér kæmi ekki á óvart þótt þingstörf myndu halda áfram talsvert fram í næstu viku. Unnið fram eftir á Alþingi  Óvissa um hvenær þingstörfum lýkur  Flest „nauðsynleg“ mál á góðri leið Mál sem ríkisstjórnin vill að verði samþykkt á Alþingi 2 4 5 8 9 11 13 15 17 19 21 1 3 6 7 10 12 14 16 18 20 22 Frumvarp um breytingar á ýmsum lögum um fjármálamarkaðinn, m.a. vegna uppljóstrara Bíður 2. umræðu Frumvarp um breytingar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og á lögum um verðbréfa- viðskipti (aukið gagnsæi í störfum Fjármálaeftirlitsins) Samþykkt Frumvarp um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (eignarhald, kynjahlutföll og starfandi stjórnarformenn) Bíður 2. umræðu Frumvarp um breytingar á ýmsum lögum vegna innleiðingar á tilskipun ESB um óréttmæta viðskiptahætti Í nefnd Frumvarp til laga um fjár- málafyrirtæki (slit fjármála- fyrirtækja vegna bankahruns) Bíður 2. umræðu Frumvarp um greiðslu- aðlögun atvinnulífsins Samþykkt Frumvarp um stofnun eignaumsýslufélag Í nefnd Frumvarp um heimild til samninga um álver í Helguvík Í nefnd Frumvarp um breytingu á raforkulögum Samþykkt Frumvarp um breytingu á niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar Bíður 3. umræðu Frumvarp um að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar Bíður 3. umræðu Frumvarp um Bjargráðasjóð Bíður 3. umræðu Frumvarp um listamannalaun Bíður 3. umræðu Frumvarp um frestun nauð- ungarsölu, lengri aðfararfresti og aukinn rétt skuldara Samþykkt Frumvarp um greiðsluaðlögun Samþykkt Frumvarp um hlutabætur atvinnu- leysistrygginga og aukinn rétt fyrir sjálfstætt starfandi Samþykkt Frumvarp um auknar vaxtabætur Bíður 2. umræðu Frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðlána Samþykkt 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 Frumvarp um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt Samþykkt Frumvarp um vörumerki Í nefnd Frumvarp um breytingu á lögum um náttúruvernd Samþykkt Frumvarp um breytingar á barnaverndarlögum (bann við líkamlegum refsingum) Bíður 3. umræðu Frumvarp vegna hækkunar gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra Samþykkt Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2007 Í nefnd Frumvarp um visthönnun vöru sem notar orku Bíður 3. umræðu Frumvarp um iðnaðarmálagjald Samþykkt Frumvarp til lögskráningarlaga Í nefnd Frumvarp um eftirlit með skipum Í nefnd Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða Samþykkt Frumvarp um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum Ekki lagt fram Frumvarp um Íslandsstofu Ekki komið á dagskrá Frumvarp um mannvirki, skipulagslög og breytingu á lögum um brunavarnir Ekki lagt fram Frumvarp um eiturefni og hættuleg efni Bíður 1. umræðu Frumvarp um erfðabreyttar lífverur Lagt fram í gær „Nauðsynlegu“ málin samkvæmt lista ríkisstjórnarinnar Önnur mál á lista ríkisstjórnarinnar Frumvarp um persónukjör Í nefnd Frumvarp til stjórn- skipunarlaga (stjórnar- skrá og stjórnlagaþing) Í nefnd Frumvarp um auknar heimildir sérstaks saksóknara Samþykkt Frumvarp um varnir gegn sókn í skattaskjól Í nefnd TIL stóð að afgreiða frumvarp um heimild til samninga um álver í Helguvík úr iðnaðarnefnd og til 2. umræðu á Alþingi í gærmorgun en því var frestað um einn dag. Kristján Þór Júlíusson, sem situr í iðnaðarnefnd fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, sagði að þetta hefði verið gert að ósk stjórnarflokkanna, þ.e. Vinstri grænna og Samfylkingar. VG væru augljóslega ekki tilbúin til að ljúka málinu. Sjálfstæðismenn vildu á hinn bóginn gjarnan sam- þykkja málið enda myndu álvers- framkvæmdir kalla á fjölda manns í vinnu og vöxt í samfélaginu. Álfheiður Ingadóttir, VG, sagði að það þyrfti ekki að koma á óvart þótt VG væru andvíg frumvarpinu og að það væri klofningur milli stjórn- arflokkanna í þessu máli. Spurð hvort hún teldi að frumvarpið yrði samþykkt sagði hún: „Við skulum sjá til.“ Samningur tefst í nefnd Orðrétt á Alþingi ’Nýendurkjörinn formaður Vinstrigænna kom út af landsfundinumhjá sér í miklu stuði og lýsti því yfir aðnú væri kominn tími til þess að leggjameiri álögur á íslenskan almenning og draga saman í íslensku samfélagi. En hann var nú varla búinn að sleppa orð- inu fyrr en hann tilkynnti það að þetta gilti að vísu bara um íslenskan almenn- ing og íslensk heimili því hann ætlaði nú að fella niður skuldir tveggja fjá- málafyrirtækja [VBS og Saga Capital] um átta þúsund milljónir króna. Og gerði það með því að breyta verðlitlum verðbréfum í verðtryggt lán til sjö ára með aðeins tvö prósent vöxtum. EYGLÓ HARÐARDÓTTIR ’ Þetta er mikill misskilningur hjáháttvirtum þingmanni. Ég vilítreka hér úr þessum stól að hér erekki um það að ræða að einhverjir fjár-munir hafi farið úr ríkissjóði til þess- ara tveggja fyrirtækja. Það er hvorki verið að leggja þeim til né lána þeim nýtt fé. Hér er um að ræða uppgjör á skuld sem varð til í svokölluðum end- urhverfum viðskiptum eða repo- viðskiptum smærri lánastofnana við Seðlabanka Íslands frá því fyrir hrun. ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR ’ Á sama tíma og hæstvirtur fjár-málaráðherra grípur til þessararáðstafana gagnvart tveimur fyr-irtækjum, án þess að lækka eigið féþeirra, án þess að lækka hlutafé þeirra, þá setur hann þrjú önnur fyr- irtæki á hausinn; Straum, SPRON og Sparisjóðabankann, sem eru með fjölda starfsmanna. Þar er ekki talað um að veita lánafyrirgreiðslu eins og hér er talað um. Ég myndi segja að gegn svona veðum ættu menn að tala um 15-25% ávöxtunarkröfu því þetta eru handónýt veð. PÉTUR H. BLÖNDAL VIÐSKIPTANEFND Alþingis svo gott sem slátraði frumvarpi Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um fjármálamarkaðinn. Nefndin legg- ur til að allar greinar frumvarps- ins, sem lúta að heimildum Fjár- málaeftirlitsins til að falla frá saksókn vegna brota á lögum um fjármálamarkað, verði felldar út. Í frumvarpinu er lagt til að Fjármálaeftirlitinu (FME) verði heimilt að lækka sektir eða fella sektir niður ef einstaklingur eða fyrirtæki er fyrstur til að koma fram með upplýsingar eða gögn sem geta leitt til rannsóknar eða sönnunar á broti. Einnig var lagt til að FME gæti ákveðið að kæra brot ekki til lögreglu af sömu ástæðum. Nefndin benti m.a. á að ekki ætti að vera unnt að semja sig frá ákvörðun um saksókn. the@mbl.is Frumvarpið gjörbreytt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.