Morgunblaðið - 28.04.2009, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. A P R Í L 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
113. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
08
-0
08
0
NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is
«HLIÐ VIÐ HLIÐ Í NÁMI
COMENIUSARVERK-
EFNI Í FRAMKVÆMD
«RÚNAR RÚNARSSON
STUTTMYNDIN ANNA
KEPPIR Í CANNES
ENN er ósætti um Evrópumálið
milli stjórnarflokkanna en for-
menn þeirra lýstu þó bjartsýni á
að málið verði leitt til lykta að
loknum stjórnarmyndunarvið-
ræðum um kvöldmatarleytið í
gær.
Þingflokkar Samfylking-
arinnar og Vinstri grænna veittu í
gær Jóhönnu Sigurðardóttur og
Steingrími J. Sigfússyni fullt um-
boð til þess að halda áfram sam-
starfi í ríkisstjórn.
Á fundi í Norræna húsinu síð-
degis í gær ákvað forystufólk
flokkanna að skipa 4 starfshópa
sem hafa til umfjöllunar Evr-
ópumál, ríkisfjármál, atvinnu- og
efnahagsmál og endurskipulag á
stjórnarráðinu. Vilji er til þess hjá
báðum flokkum að fækka ráðu-
neytum og færa verkefni milli
annarra. Sérstaklega er horft til
þess að vera með eitt ráðuneyti
atvinnuvega og síðan eitt þar sem
efnahagsmál heyra undir. | 4
Segjast bjartsýnni
Starfshópar verða skipaðir til að
ræða mikilvæg mál stjórnarinnar
Morgunblaðið/Golli
Jóhanna fundaði með forseta Íslands.
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) hækkaði í gærkvöldi við-
búnaðarstig sitt úr þremur stigum í
fjögur vegna útbreiðslu svínaflensu.
Viðbúnaðarstig fjögur þýðir að vír-
usinn hafi þróað með sér hæfileika
til að berast á milli fólks og geti
valdið staðbundnum faraldri.
Ákvörðunin um aukið viðbún-
aðarstig var ákveðin á neyðarfundi
sérfræðinga WHO sem haldinn var
í gær. Kerfi WHO er í sex stigum og
því vantar aðeins tvö stig upp á að
lýst verði yfir heimsfaraldri.
Haraldur Briem, sóttvarn-
arlæknir hjá Landlæknisembætt-
inu, segir að þessi breyting hjá
WHO þýði að íslensk sóttvarnaryf-
irvöld muni íhuga hækkun viðbún-
aðarstigs hérlendis af undirbún-
ingsstigi og upp á hættustig.
„Við reynum að vera samstiga
Evrópuþjóðunum og þetta verður
endurmetið í fyrramálið [í dag]. Við
erum í miklum samskiptum við
Sóttvarnarstofnun Evrópu og höf-
um með þeim náin samskipti,“ seg-
ir Haraldur.
Hættustig felst m.a. í því að
reynt verði að koma í veg fyrir að
sýkt fólk komi til landsins. Þeir sem
komi frá sýktum svæðum fari í
læknisskoðun á flugvöllum eða
höfnum.
Talið er að 149 manns hafi látist
úr svínaflensu í Mexíkó en aðeins
20 tilfelli hafa verið staðfest. Væg-
ari tilfelli inflúensunnar hafa verið
staðfest í Bandaríkjunum, Kanada,
á Spáni og Bretlandi. Yfirmaður
heilbrigðismála hjá Evrópusam-
bandinu hefur ráðið fólki frá því að
ferðast til Mexíkó.
Svínaflensa er farin | 14-15
Aukinn viðbúnaður
Reuters
Innilokuð Mexíkóar hafa verið hvattir til að halda sig inni við og forðast að sækja fjöldasamkomur. Skólum hef-
ur verið lokað í Mexíkóborg til að sporna við smiti og ekki er búist við að börn snúi aftur í skóla fyrr en 6. maí.
WHO hækkaði í gærkvöldi viðbúnaðarstig vegna svínaflensu úr þremur
stigum í fjögur Líklegt að viðbúnaðarstig á Íslandi verði fært upp á hættustig
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN verð-
ur af um 56 milljónum króna frá ríki og
sveitarfélögum á næsta ári vegna fylg-
istapsins í kosningunum á laugardag, á
þeim forsendum að framlögin verði þau
sömu og þau
eru í ár.
Þær stjórn-
málahreyfingar
sem fá að
minnsta kosti
2,5% kjörfylgi
fá hlutdeild í
greiðslum frá
hinu opinbera
og skiptist upp-
hæðin eftir at-
kvæðamagni
þeirra.
Um áramótin
var 371,5 millj-
ónum króna úthlutað, samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins. Stjórn-
málaflokkar sem ná manni inn á þing
skipta einnig með sér 65 milljónum
króna af fjárlögum þingsins.
Borgarahreyfingin fékk 7,2% fylgi í
kosningunum og miðað við sömu for-
sendur fær hún um 27,5 milljónir króna
um áramótin auk 2,5 milljóna frá
þinginu á þessu ári og fimm milljónir á
því næsta.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, segir að brugðist verði
við stöðunni. „Augljóslega munu tekj-
urnar minnka og við munum einfaldlega
bregðast við því með því að draga úr
kostnaði,“ sagði Bjarni. | 20
Verða af
milljóna
greiðslum
Fjárhagur versnar
Formenn Í kappræðum fyrir kosn-
ingar. Fylgistap minnkar tekjur.
Í HNOTSKURN
» Frjálslyndaflokkinn
vantaði 0,3% at-
kvæða svo hann
fengi framlag
frá ríkinu.
» Lög um fjár-mál stjórn-
málaflokkanna
tóku gildi 1. jan-
úar 2007.
Morgunblaðið/Kristinn
Einkenni svínaflensu er
skyndilegur hiti, vöðva-
verkir og einkenni frá
öndunarfærum. Náið er
fylgst með þróun mála hér
á landi þó ekkert tilfelli
hafi komið upp hér.
Afbrigði svínainflúensu-
veiru, sem inniheldur
svína-, fugla- og manna-
inflúensu, hefur greinst í
mörgum ríkjum Banda-
ríkjanna og Mexíkó.
Svínainflúensa hefur verið
þekkt í a.m.k. 50 ár. Hún
hefur þá borist í menn frá
svínum og hafa einkennin
verið hefðbundin inflú-
ensueinkenni.
Það sem er óvenjulegt við
þessa svínainflúensu er að
hún getur borist milli
manna og virðist valda
skæðum sjúkdómi í
Mexíkó en vægari annars
staðar.
Fylgjast með
útbreiðslunni
„Þetta er eins og að vera í kvikmynd, það eru allir
úti á götu með bláar andlitsgrímur og fólk tekur
þetta mjög alvarlega,“ segir Elín Ingvarsdóttir sem
hefur búið í Mexíkó um 30 ár.
Hún segir að það hafi verið athyglisvert að fylgj-
ast með því hversu auðvelt það hafi verið í 20 millj-
óna stórborg að fá borgarbúa til að hlýða tilskip-
unum til að reyna að sporna við útbreiðslu
svínaflensunnar.
Ofan á svínaflensuógnina hafi svo bæst jarð-
skjálfti í gær sem hafi mælst 5,6 á Richter sem hafi
valdið skelfingu margra í borginni. | 17 Elín Ingvarsdóttir
Fólk tekur þetta mjög alvarlega