Morgunblaðið - 28.04.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009
segðu
smápestum
stríð á hendur!
Fæst í apótekum og
heilsubúðum um land allt.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
HVER man ekki eftir að hafa misst tímaskynið í
góðum brenniboltaleik sem krakki? Það er hins
vegar ekkert sem segir að brennibolti sé bara
fyrir börn líkt og Brenniboltafélög Reykjavíkur
og Hafnarfjarðar eru til vitnis um.
Öll mánudagskvöld hittast konurnar í Reykja-
víkurfélaginu á Miklatúni og iðka leikinn af
miklum móð. Stofnendur félagsins eru hópur
kvenna sem stunduðu brenniboltaæfingar í
Kaupmannahöfn sér til gamans um miðbik þessa
áratugar. Aðsókn í boltann á Miklatúni hefur
verið með miklum ágætum og eru æfingarnar
öllum konum opnar. Það er því um að gera að
skella sér á næstu æfingu og rifja upp gamla
skottakta. annaei@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Brennibolti er ekki bara fyrir börnin
HÆKKUN yfirborðs sjávar gæti
orðið þrefalt meiri í lok þessarar
aldar vegna bráðnunar íss en áður
var talið. Þessi niðurstaða verður
kynnt á ráðstefnu norðurskauts-
ráðsins í Tromsö í Noregi á morgun
fyrir Al Gore, friðarverðlaunahafa
Nobels, og utanríkisráðherrum tólf
landa, m.a. Íslands.
Hefur NTB-fréttastofan eftir dr.
Dorthe Dahl Jensen, við Niels
Bohr-stofnunina, að loftslagsbreyt-
ingarnar séu farnar að hafa áhrif á
stóra ísmassa á borð við Græn-
landsjökul og íshellu Suðurskauts-
landsins.
Þrefalt
meiri hækk-
un sjávar
Morgunblaðið/Ómar
Hækkar hratt Bráðnun íss hefur
áhrif á yfirborð sjávar.
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
„ÉG býst við að öllum sé létt að
heyra að þessi vá er ekki lengur yf-
irvofandi,“ sagði Jón Hannesson
læknir, sem varð fyrir hrottalegri
árás á laugardagskvöldið, eftir að
hafa frétt að lögreglan á höfuðborg-
arsvæðinu hefði í gær handtekið tvo
karla og tvær konur vegna málsins.
Tveir grímuklæddir menn vopnaðir
hnífum réðust inn á heimili Jóns og
konu hans í Mávanesinu á Arnarnesi
og héldu þeim í gíslingu í hátt í hálfa
klukkustund og hótuðu þeim lífláti á
meðan þeir létu greipar sópa.
Þrjú þeirra sem lögregla handtók
hafa þegar játað og gert er ráð fyrir
að krafist verði gæsluvarðhalds yfir
fólkinu í dag.
Komið við sögu lögreglu áður
Mennirnir, sem eru á tvítugs- og
þrítugsaldri, hafa játað að hafa fram-
ið ránið. Hafa þeir áður komið við
sögu lögreglu m.a. vegna ofbeldis- og
fíkniefnabrota. Önnur konan, sem er
á tvítugsaldri, hefur þá einnig játað
aðild að málinu. Hún hefur einnig lít-
illega komið við sögu lögreglu áður.
Undir kvöld í gær var enn óljóst hver
aðkoma hinnar konunnar að málinu
væri, en hluti þýfisins hefur náðst.
Lögreglan lítur málið mjög alvar-
legum augum og setti, að sögn Stef-
áns Eiríkssonar, lögreglustjóra á
höfuðborgarsvæðinu, mikinn kraft í
að upplýsa það. „Við fengum strax
mikið af góðum vísbendingum sem
byrjað var að vinna úr,“ segir Stefán.
Voru það ábendingar frá almenningi
sem urðu til þess að fólkið fannst.
Lögreglan hefur hins vegar ekki
viljað gefa upp hvort fólkið hafi
þekkt til í Mávanesi. Rannsóknin sé
enn á frumstigi og yfirheyrslur ekki
hafnar nema að litlu leyti.
Málið er engu að síður með alvar-
legri ránum sem lögreglan hefur séð.
„Þetta er algjörlega ólíðandi og ekki
það samfélag sem við viljum búa í,“
segir Stefán og kveðst sannfærður
um að dómstólar eigi eftir að taka
hart á málinu. Refsiramminn fyrir
brot á borð við þetta sé 16 ár.
Hann segir Jón og konu hans bera
sig vel, en hún er með nokkra áverka
eftir árásina „Ég heimsótti hjónin í
dag og flutti þeim þessar góðu fréttir
[af handtökunni].“
Og Jón segir gott að réttlætið
sigri. Líðan þeirra hjóna sé ágæt og
þau að jafna sig eftir atburði helg-
arinnar. „Við vonum þó að við þurf-
um aldrei að sjá svona gjörning aft-
ur.“
„Býst við að öllum sé létt“
Vonum að við þurfum aldrei að sjá svona gjörning aftur Hafa játað húsbrot og rán Refsiramm-
inn heimilar allt að 16 ára fangelsisvist Leyst með þátttöku almennings Hluti þýfisins er fundinn
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglan Þeir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsókarlögregl-
unnar, og Stefán Eiríksson lögreglustjóri segja málið nánast fordæmalaust.
Í HNOTSKURN
»Allt kapp var lagt á aðleysa málið sem fyrst og
barst lögreglu fjöldi vísbend-
inga.
»Fá fordæmi eru fyrir málisem þessu hér á landi og
telur Friðrik Smári Björg-
vinsson, yfirmaður rannsókn-
arlögreglunnar, 20-25 ár síðan
svipað atvik hafi komið upp.
»Lögreglan vonast til aðdómstólar taki hart á mál-
inu, en refsiramminn er sex-
tán ár.
ALSÍRBÚINN Manfre Hecum er á
sjötta degi í hungurverkfalli. Hann
er einn þeirra flóttamanna sem
dvelja í flóttamannahælinu Fit á
Reykjanesi. Manfre, sem er 33 ára
gamall og starfaði við verslunar-
rekstur í heimalandi sínu, hefur
beðið hér á landi hátt á annað ár eft-
ir úrlausn sinna mála. Hann er orð-
inn þreyttur á sinnuleysi hérlendra
yfirvalda.
„Ég fékk síðast einhver svör fyrir
mánuði. Þeir eru alltaf að biðja um
ný og ný gögn og svo gerist ekkert,“
segir Manfre sem flúði frá Alsír til
Tyrklands og svo hingað til lands
eftir að hafa lent upp á kant við
stjórnvöld í heimalandi sínu. „Það
er erfitt í Alsír,“ segir hann og
bendir á þann mikla fjölda sem ár-
lega flýr frá Alsír sjóleiðina til Ítal-
íu.
Manfre finnst lítið hafa gerst í
sínum málum frá því hann óskaði
eftir flóttamannahæli á Íslandi og er
orðinn leiður á einangruninni á Fit
og að geta hvorki unnið né gengið í
skóla. „Ég er að verða vitlaus. Þeir
hafa látið mig bíða í tvö ár eftir
svörum. Biðja alltaf um ný og ný
gögn sem ég læt þá fá og samt veit
ég ekki hvað er að gerast.“ Hann
kveðst ekki vita hversu lengi hann
verður í hungurverkfall. „Kannski
þar til ég dey. Ég mun ekki hætta,
þeir verða að fara að svara mér.“
„Kannski þar til ég dey“
TÖLUVERT var um útstrikanir og
endurröðun á kjörseðlum í Suðvest-
urkjördæmi en þó ekki nóg til að
hafa áhrif á uppröðun í þingsæti.
Þórunn Sveinbjarnardóttir fékk
flestar útstrikanir hjá kjósendum
Samfylkingarinnar, 1.168, en þurft
hefði 1.959 til að það hefði áhrif. 909
kjósendur Sjálfstæðisflokksins strik-
uðu yfir Þorgerði Katrínu Gunn-
arsdóttur en hefðu þurft að vera
1.683. Kjósendur Framsóknar strik-
uðu oftast út Siv Friðleifsdóttur, eða
359 sinnum, en þurft hefði 1.876 og
hjá Vinstri grænum fékk Ögmundur
Jónasson 150 útstrikanir.
Þórunn oft-
ast strikuð út