Morgunblaðið - 28.04.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
ÖRLYGUR Karlsson, skólameistari Fjölbrautaskóla
Suðurlands, segir skólann ekki eiga sök á því að stúlka,
sem er nemandi við skólann, lenti í sjálfheldu í Vífilsfelli í
gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði henni úr hlíð-
um fjallsins.
Stúlkan segir fjallgönguna hafa verið hluta af skóla-
verkefni í fagi þar sem nemendur fara saman í göngur.
Eina ferð hafi þeir átt að fara í á eigin vegum þótt mælt
væri með því að hafa með sér göngufélaga.
Örlygur staðfestir þetta. „Það var hennar ákvörðun að
fara ein en það var ekki ætlast til þess,“ segir hann.
Kennari hafi lagt að nemendum að fara ekki einir þrátt
fyrir að um einstaklingsverkefni væri að ræða. „Þannig
að skólinn á enga sök á þessu.“
Hann telur ólíklegt að fyrirkomulag ferðanna verði
endurskoðað. „Þetta á að vera skýrt en það verður tekið
enn skýrar fram ef það hefur ekki dugað.“
Áhersla lögð á að fara
ekki ein í fjallgönguna
Björgunarmenn áttu erf-
itt með að finna stúlk-
una þar sem hún var
dökkklædd. Hins vegar
getur verið þrautin
þyngri að finna útivist-
arfatnað í áberandi lit-
um, og tekur Jón Gauti
Jónsson fjallaleiðsögu-
maður undir það. Það sé
ekki einhlítt að skærlitur
fatnaður sé alltaf betri í
fjallgöngum. T.d. sé
dökkur fatnaður áber-
andi að vetrarlagi þegar
snjór er yfir og í myrkri
dugi áberandi litir jafn-
vel ekki til. „Það eru
ýmsar leiðir til að vekja
athygli á sér, s.s. að hafa
með sér lítið vasaljós
eða blikkljós sem auð-
veldar þyrlumönnum að
sjá fólk í myrkri. Eins er
gott að hafa end-
urskinsrendur á fatn-
aðinum og svo má ekki
gleyma grundvallarbún-
aði á borð við GPS-
staðsetningartæki.“
Lítið ljós í farteskinu
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
EKKI er útilokað að Frjálslyndi
flokkurinn boði til nýs landsþings
fyrr en lög flokksins kveða á um,
sem er á tveggja ára fresti. Þetta
segir Hanna Birna Jóhannsdóttir,
ritari flokksins.
„Það er miðstjórnarfundur næst-
komandi fimmtudag,“ segir hún.
Hann sitji níu miðstjórnarmenn,
varamenn, fulltrúar kjördæmanna,
framkvæmdastjóri og formaður
fjármálaráðs. „Farið verður yfir
stöðu flokksins og hvað við gerum í
framhaldinu,“ segir hún, en flokk-
urinn missti alla þingmenn sína af
Alþingi í kosningunum, hlaut 2,2%
fylgi á landsvísu.
Magnús Þór Hafsteinsson sem
bauð sig fram gegn Guðjóni Arnari
Kristjánssyni formanni á síðasta
landsþingi í Stykkishólmi, ritar á
blogg sitt að aldrei hafi verið
brýnna að boða til landsþings en nú.
„Nú liggur fyrir að Frjálslyndi
flokkurinn hefur beðið algert skip-
brot í alþingiskosningum með 2,2%
fylgi á landsvísu. […] Það þarf að
velja að nýju í stjórnir Frjálslynda
flokksins svo fólk geti sem fyrst
með endurnýjuðu umboði hafið end-
urreisn hans sem stjórnmálahreyf-
ingar.“
Guðjón segir miðstjórnina eina
geta ákveðið hvort boðað verði til
nýs landsþings og hvenær það þá
yrði. Hann tjáir sig ekki um að
hvort honum finnist það skyn-
samlegt. En hefur áhuga á að starfa
áfram fyrir flokkinn.
„Ég var kosinn formaður fyrir
stuttu og ég dreg mig ekki undan
ábyrgð ef fólk vill að ég vinni störf-
in,“ segir hann.
Guðjón segir að flokksmenn þurfi
nú að skoða málin með algerlega
nýju hugarfari. Meðal annars starf-
semi flokksins, fjármál og allt hans
umhverfi.
„Flokkurinn er dottinn út af þingi
og er ekki í sömu stöðu og hann var.
Hvorki fjármálalega né sem tals-
maður á opinberum vettvangi á
þinginu. Það er þó ekki það sama og
að menn verði mállausir eða missi
niður pennann. Nú gefst meira að
segja meiri tími til þess,“ segir for-
maðurinn, Guðjón A. Kristjánsson.
Útiloka ekki
annað landsþing
Frjálslyndi flokkurinn skoðar stöðu sína
Morgunblaðið/Kristinn
Formaðurinn í beinni Guðjón Arn-
ar Kristjánsson fer yfir stöðuna.
VINKONURNAR sex í vesturbænum sem tóku sig til og bjuggu til parís
sem innihélt 600 reiti, voru í heila tvo daga með sköpunarverkið. Enda
þurfti líka að búa til þrautir, gildrur og hvíldarstaði. Þær hringdu gal-
vaskar í Morgunblaðið og tilkynntu afrekið og hoppuðu fúslega fyrir ljós-
myndarann. Þær sögðu að vegfarendur hefðu verið frekar feimnir við að
hoppa, en þó hefðu tvær konur látið freistast. Snædís Edwald Einarsdóttir
fer hér fremst í flokki en fast á hæla henni koma þær Fríða Björg, Birta
Ósk, Svava, Salka og Bryndís.
Morgunblaðið/Ómar
Sex hundruð parísarhopp
Vorið vekur ungviðið
„ÞAÐ er renni-
blíða og klukkan
sjö í morgun
streymdu hand-
færabátarnir út
úr höfninni, með-
an veðrið er
svona eru það
bara forréttindi
að fá að vera á
sjó,“ sagði Arnfinnur Antonsson
hafnarvörður í Grindavík í gær.
Hann sagði að flest skip væru á sjó
og afli væri væri ágætur, enginn
landburður, en þokkalegt í flest
veiðarfæri.
Hann sagði að frá Grindavík reru
bátar með dragnót, línu, net og á
handfæri. Fyrst eftir að hrygning-
arstoppinu lauk hefði hátt verð feng-
ist á fiskmörkuðum, en það hefði
lækkað með auknu framboði síðustu
daga. Í gær fór kíló af óslægðum
þorski á undir 160 krónum. Mikið
væri um það á snurvoðinni að menn
forðuðust þorskinn vegna kvóta-
stöðu og lágs verðs. „Menn eru í
staðinn að eltast við ýsu og einhver
kolablöð.“
Arnfinnur sagði að talsvert væri
rætt um fyrirhugaðar strandveiðar
og hvað yrði úr þeim. „Þessi umræða
ýtir ábyggilega undir að eitthvað
verð fæst fyrir báta sem legið hafa
kvótalausir í höfnum og erfitt hefur
verið að selja.
aij@mbl.is
„Forréttindi
að fá að
vera á sjó“
Verð lækkaði með
auknu framboði
ÞOKKALEGUR afli hefur verið
síðustu daga á kolmunnamiðum
suður og suðvestur af Færeyjum.
Nokkur skip eru búin með kol-
munnakvótann en landað hefur ver-
ið um 82 þúsund tonnum af 96 þús-
und tonna kvóta.
Allmörg skip, rússnesk, færeysk
og íslensk, voru suður af Fær-
eyjum í gær en nokkur skip voru
norðar og vestar. Þeirra á meðal
var Hákon EA og fengust þær
upplýsingar um borð að afli væri
þokkalegur. Kolmunninn er heil-
frystur og fer einkum á markaði í
E-Evrópu. Frystigeta skipsins er
um 100 tonn á sólarhring. Talsvert
meira fæst fyrir frystan kolmunna
heldur en bræðslufisk. Hákon er í
sinni síðustu veiðiferð á vertíðinni.
Tvö önnur vinnsluskip, Aðalsteinn
Jónsson og Vilhelm Þorsteinsson
voru á landleið í gær. aij@mbl.is
Þokkalegt á
kolmunna
Það er mat manna að ein helsta
ástæða þess að Frjálslyndi flokk-
urinn tapaði fylgi sínu séu inn-
anflokkserjur. Tryggvi Agnarsson,
formaður Kjördæmafélags Frjáls-
lynda flokksins í Reykjavík norður,
sagði sig úr flokknum í febrúar. Í
bréfi sem hann ritaði til formanns
flokksins og Morgunblaðið hefur
undir höndum tíundar hann að yf-
irstjórnin sé ónýt, skrifstofan
óstarfhæf og þingflokkurinn
óstarfhæfur. Hann teldi flokkinn
óbreyttan ekki eiga sér von: „Ekk-
ert skipulagsstarf hefur verið unn-
ið, engin uppbygging af hálfu
hennar farið fram svo mér sé
kunnugt um. Nauðsynlegur stuðn-
ingur við grasrótarstarf og hvatn-
ingu vantar. Mál veltast áfram án
niðurstöðu. Ekki er tekið af skarið.
Úlfaldar verða að mýflugum. Öll
hefðbundin stjórnun eins og hún
þekkist í félögum eða fyrirtækjum
sést ekki. Á meðan áhöfnin skips-
ins, sem rekur stjórnlaust um
ólgusjó úti á ballarhafi, rífst og
skammast yfir því að skipstjóri,
stýrimaður og vélstjóri geri ekki
neitt til að reyna að stýra fleyinu
eða veiða í soðið, borðar skips-
stjórnin áhyggjulaust kökur í
messanum og skilur ekkert í þess-
um látum.“
Féll á innanborðserjum
H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík
588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16
ÞÝSTIJÖFNUNARSVAMPUR
• Lagar sig að líkamanum
• Veitir fullkomna slökun
• Það er engin hreyfing milli svefnsvæða
• Hefur óviðjanfnanlega þyngdardreyfingu
• Kemur líkamanum í rétta stellingu til hvíldar
• Þarf ekki að snúa
• 10 ára ábyrgð
35%
AFSLÁTTUR!
Þrýstijöfnunar-svampsrúmQueen size (153x203)Verð 165.500 kr.
NÚ 107.575 kr.
A
R
G
H
!0
40
9