Morgunblaðið - 28.04.2009, Page 9

Morgunblaðið - 28.04.2009, Page 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009 NÝR vefur, tjalda.is, hefur verið settur upp til að hjálpa ferðalöng- um til að finna tjaldstæði við hæfi. Á síðunni geta notendur leitað að tjaldstæðum eftir landshlutum og sett inn athugasemdir við hvert tjaldsvæði og miðlað þannig reynslu sinni. Fyrir erlenda ferða- menn er slóðin gocamping.is. Þar verður að finna upplýsingar á ensku, dönsku, þýsku og ítölsku. Síðan er rekin af hjónunum Jón- ínu Einarsdóttur og Geir Gígja. Tjalda.is KARLMAÐUR sem var í annarlegu ástandi vann nokkrar skemmdir á og við Bessastaðakirkju um miðjan dag á sunnudag, samkvæmt upplýs- ingum frá forsetaembættinu. Hann skemmdi fjóra kertastjaka og braut samtals sjö steindar rúður í fjórum gluggum kirkjunnar. Einnig vann maðurinn skemmdir á bifreið í eigu embættisins. Að sögn Örnólfs Thorssonar for- setaritara var í gær búist við að hægt yrði að gera við stjakana og undirbúningur að viðgerð á glugg- unum var þegar hafinn. Vann skemmdir í Bessastaðakirkju Í TILEFNI af alþjóðlegum degi hugverkaréttar munu starfsmenn Einkaleyfastofunnar heimsækja þátttakendur sem sitja námskeiðið Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í Háskólanum í Reykjavík 28. apríl nk. og kynna þeim verndun hug- verkaréttar. Þá hefur Einkaleyfa- stofan gefið út bæklinginn „Auð- kenni fyrirtækja, hagnýtar leiðbeiningar um skráningar“ sem má nálgast rafrænt á els.is. Dagur hugverka STRANDLENGJA Reykjavíkur er hrein og hæf sem útivistarsvæði og til böðunar skv. niðurstöðum Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur. Ellefu staðir sem eru líklegir til útivistar eru vaktaðir frá apríl til október ár hvert og sýni tekin til að kanna saurkólígerlamengun. Ylströndin í Nauthólsvík er sér- staklega vöktuð bæði af Heilbrigð- iseftirliti og ÍTR. Sjóböð í lagi PRESTASTEFNA hefst í dag með messu í Kópa- vogskirkju kl. 18. Sr. Ásta Ingi- björg Péturs- dóttir, sókn- arprestur í Bíldudals- og Tálknafjarðar- prestakalli, predikar. Biskup Ís- lands flytur ræðu í kirkjunni kl. 21. Á dagskrá prestastefnu er m.a. umræða um stöðu samfélags og kirkju út frá umræðu í þjóðfélag- inu um endurmat á öllum sviðum og nýja framtíðarsýn og sam- þykktir um innri málefni þjóð- kirkjunnar, sem einnig voru ræddar á síðustu prestastefnu. Staða kirkju og samfélags Karl Sigurbjörnsson STUTT @mbl.is ÞEIR sem komið hafa að fram- kvæmd kosninga hafa lengi verið sammála um að kosningalögin þarfnist endurskoðunar, að sögn Ástráðs Haraldssonar, formanns landskjörstjórnar. „Kosningalögin eru að stofni til gömul og langt síðan þau hafa verið hugsuð heildstætt,“ segir Ástráður. Hann nefnir sérstaklega að fram- kvæmd atkvæðagreiðslu utan kjör- fundar sé heldur fornfáleg. „Not- aðar eru aðferðir sem hugsaðar voru við allt aðrar þjóðfélagsaðstæður og aðra tækni en nú tíðkast,“ segir Ást- ráður og getur þess að það gerist að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist áður en fyrir liggi hverjir séu í framboði. Þá segir hann að það myndi skapa möguleika á öruggari framkvæmd ef opnað yrði fyrir heimild til að færa rafræna kjörskrá. Þá segir Ástráður að þótt fram- kvæmd kosninga sé í föstum farvegi væri gott að hafa í lögunum sjálfum svör við ýmsum álitaefnum sem upp koma. Þá mætti einfalda stjórn- sýsluna og skýra. helgi@mbl.is Þörf á að endur- skoða kosningalög Morgunblaðið/Ómar Framkvæmdin Yrði öruggari ef möguleiki væri á að færa rafræna kjörskrá. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fornfáleg Str. 38-56 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Fallegur hörfatnaður Ný merki Bæjarlind 6 sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Sumarpils Verð 4.900 kr. Hverfisgötu 6 • 101 Reykjavík • Sími 562 2862 KYNNINGAR- DAGAR 24. apríl - 2. maí 15% AFSLÁTTUR Stærðir 42-54 Hebron-Vinnufatnaður Smiðjuvegi 1, Grá gata www.hebron.is s. 567-6000 20% kynningAr afsláttur til 8. maí V INNUFATNAÐUR FÆST NÚ Í HEBRON FRÁBÆR BUXNASNIÐ NÝ SENDING KVARTBUXUR, GALLABUXUR (margir litir) SPARIBUXUR, MÖRG SNIÐ, 2 SÍDDIR BREIÐARI OG GRENNRI MJAÐMIR (Slim style) HANNES Þor- steinsson, fyrrverandi aðalféhirðir Lands- banka Íslands, lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 25. apríl. Hannes fæddist í Reykjavík 7. desember 1918 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri í Reykja- vík, og eiginkona hans, Guðrún Geirsdóttir Zoëga. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands og lauk þaðan prófum árið 1936. Sama dag og Hannes útskrifaðist úr VÍ hóf hann störf við Landsbanka Ís- lands og vann þar allan sinn starfsferil í 52 ár. Hann starfaði í flestum deild- um bankans, m.a. á Ísafirði 1937-39, varð útibússtjóri Vesturbæjarútibús við stofnun þess 1962 og síðan aðalféh- irðir Landsbankans 1968-1988, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ásamt aðalstarfi sínu við Lands- bankann rak Hannes um árabil fjölrit- unarstofu og kenndi vélritun við versl- unardeild Gagnfræðaskólans við Hringbraut og Haga- skóla. Eftir að Hannes fór á eftirlaun vann hann um nokkurra ára skeið sem sjálfboðaliði við að tölvusetja ýmis handrit Þjóðskjalasafns- ins. Hannes var alla tíð mikill áhugamaður um útivist. Sjötugur gekk hann á skíðum frá Þing- völlum að Skjaldbreið og niður í Bisk- upstungur, með næt- urdvöl á Hlöðuvöllum. Ungur hjólaði hann um landið og það eru aðeins fá ár síðan hann lagði af skíðagöngur, hjólreiðar og reglulegar sundferðir. Hannes var einn eftir úr skátaflokki sem kallaði sig Jukkarara og byggði skátaskálann Þrymheima undir Skarðsmýrarfjalli á Hellisheiði nálægt stríðslokum. Hann sat í stjórn Skátasambands Reykja- víkur og var formaður þess 1974-76. Hann var félagi í Oddfellow-reglunni í Reykjavík. Eiginkona Hannesar til 65 ára var Anna Steinunn Hjartardóttir. Hún lést 8. október á síðasta ári. Þau eign- uðust þrjú börn sem öll eru á lífi. Andlát Hannes Þorsteinsson HUGVÍSINDASVIÐ Háskóla Íslands býður haustið 2009 upp á tvær nýjar hagnýtar námsleiðir í MA-námi. Annars vegar er um að ræða MA-nám í Norðurlandafræðum og hins vegar MA-nám í þýsku í ferðaþjónustu og miðlun. Í MA-náminu í Norðurlandafræðum er lögð áhersla á norræn tjáskipti og menningu, en námið er ætlað nemendum sem dvalið hafa í einu Norður- landanna og lokið þar námi á BA-/BS-stigi. MA-nám í hagnýtri þýsku í ferðaþjónustu og miðlun er hins vegar ætlað þeim sem þegar starfa eða hyggjast starfa í ferðaþjónustu og við menningarmiðlun, eða á öðrum svið- um þar sem upplýsingamiðlun og kynningar fyrir þýskumælandi hópa og einstaklinga skipa ríkan sess. Umsóknarfrestur er til 1. maí. HÍ býður upp á hagnýtt meistaranám í þýsku og Norðurlandafræðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.