Morgunblaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009 Það kom svipur á formenn stjórn-arflokkanna þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, greindi frá „leynilegri“ skýrslu frá alþjóðlegu ráðgjafarfyrirtæki þar sem fram kæmi að afskriftirnar sem grípa þyrfti til í bönkunum væru mun meiri en áður hefði verið gefið til kynna. Hann gagnrýndi ríkisstjórn- ina fyrir að deila þeim upplýsingum ekki með kjós- endum.     Steingrímur J.Sigfússon fjármálaráð- herra brást ókvæða við, sagðist ekki hafa séð skýrsluna sjálfur og að í henni væru trún- aðargögn sem ekki mætti greina frá. Þar vógu hagsmunir lán- ardrottna gömlu bankanna þyngra en upplýsingagjöf til almennings.     En athyglisvert var að Stein-grímur var kominn í óþægilega varnarstöðu, svipurinn og talsmát- inn minnti óþyrmilega á framkomu Geirs H. Haarde í bankahruninu í haust. Þá var Geir gagnrýndur harðlega af Steingrími fyrir að sitja á upplýsingum um stöðu mála.     Þannig verða hlutverkaskiptin oftá leiksviði stjórnmálanna. Ann- ar stjórnmálamaður úr röðum Vinstri grænna, Svandís Svav- arsdóttir, setti upp sama svip í kjöl- far REI-málsins. Hún hafði gengið fram með harðvítugum hætti í því máli og krafist þess að allar upplýs- ingar kæmu upp á borðið, en eftir að hún tók við völdum og var sett yfir frægan stýrihóp, byrjaði hún að tala í gátum og það fékkst ekki botn í REI-málið fyrr en tími 100 daga meirihlutans var liðinn.     Kannski er þetta sá svipur semþjóðin mun þurfa að venjast hjá Vinstri grænum eftir að þeir kom- ast til valda? Steingrímur J. Sigfússon Svipurinn á Vinstri grænum Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 7 heiðskírt Lúxemborg 13 skýjað Algarve 19 léttskýjað Bolungarvík 5 skýjað Brussel 14 skýjað Madríd 16 heiðskírt Akureyri 6 alskýjað Dublin 9 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Egilsstaðir 5 skýjað Glasgow 10 skýjað Mallorca 17 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 10 skýjað London 10 léttskýjað Róm 20 léttskýjað Nuuk 1 skýjað París 15 skýjað Aþena 16 skýjað Þórshöfn 8 skýjað Amsterdam 15 léttskýjað Winnipeg 6 skýjað Ósló 18 þrumuveður Hamborg 17 skýjað Montreal 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Berlín 25 heiðskírt New York 22 heiðskírt Stokkhólmur 17 heiðskírt Vín 19 léttskýjað Chicago 22 skýjað Helsinki 15 heiðskírt Moskva 22 léttskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 28. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2.15 0,3 8.20 3,6 14.27 0,3 20.43 4,0 5:09 21:42 ÍSAFJÖRÐUR 4.29 0,1 10.22 1,8 16.39 0,1 22.43 2,1 4:59 22:02 SIGLUFJÖRÐUR 0.16 1,3 6.35 0,0 13.04 1,2 18.46 0,2 4:42 21:45 DJÚPIVOGUR 5.23 2,0 11.34 0,3 17.53 2,2 4:35 21:15 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á miðvikudag Suðaustanátt, 8-15 m/s, hvass- ast suðvestan til. Rigning eða súld, en þurrt og víða bjart norð- austan- og austanlands. Hægari suðvestanátt vestanlands um kvöldið. Hiti 5 til 10 stig. Á fimmtudag Fremur hæg sunnanátt og skúrir um sunnan- og vestanvert land- ið, annars skýjað með köflum. Hiti breytist lítið. Á föstudag Ákveðin austanátt með rigningu, en úrkomulítið norðanlands. Lítil breyting á hitastigi. Á laugardag og sunnudag Útlit fyrir norðlægar eða breyti- legar áttir með vætu. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG 8-13 metrar á sekúndu og rign- ing eða súld með köflum á vest- anverðu landinu. Hægari og skýjað eða skýjað með köflum norðaustan- og austanlands. Hvassari og úrkomumeira vest- anlands síðdegis. Hiti 5 til 12 stig að deginum, en nærri frost- marki norðaustanlands í nótt. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is HERFUGL hefur gert sig heima- kominn í Stöðvarfirði að und- anförnu, en hann er ekki algengur gestur hér á landi, hefur sést 10- 15 sinnum. Fuglinn er glóbrúnn á lit með miklar fjaðrir, á vængjum og stéli eru breiðar svartar rend- ur og ryðrauður fjaðraskúfurinn setur síðan mikinn svip á þennan skrautlega fugl, sem væntanlega hefur borist hingað frá meg- inlandi Evrópu. Algengt er að smáfuglar setjist á skip suður af landinu. Í fyrravor settist herfugl á Hákon EA og dvaldi hann í nokkra daga í góðu yfirlæti um borð í skipinu, en var síðan sleppt í Neskaupstað. Ekki er líklegt að sá fugl hafi lifað veturinn og nú sést í Stöðvarfirði. Brynjúlfur Brynjólfsson á Höfn í Hornafirði segir þennan tíma ársins spennandi fyrir fugla- áhugamenn. Auk herfuglsins á Stöðvarfirði hafi sést hér á landi tvær fáséðar andategundir, hjálmönd í Hornafirði í febrúar og síðan bláendur á Snæfellsnesi og í Hornafirði, en báðar séu þessar andategundur amerískar. Þrjár hjálmendur hafi nú sést hér á landi. Einnig megi nefna bókfinkur og fjallafinkur, þrjá kjarnbíta, krossnefi sem verptu hér í haust og vetur og trjátittlinga, sem séu nauðalíkir þúfutittlingi. Frá þessum flækingum og fleira for- vitnilegu er greint á fuglar.is Herfugl og hjálmönd meðal gesta Ljósmynd/Marri Herfugl Fuglar setjast oft á skip, herfugl um borð í Hákoni EA. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Þyrluflug var meðal þess sem stóð gestum Ásbrúar til boða á opnum degi sl. laugardag. Kynnt var sú margþætta uppbygg- ing sem hefur átt sér stað á svæðinu eftir að herinn yfirgaf það. Auk þess að fá nýtt nafn eru margvíslegar nýjungar fyrirhugaðar á svæðinu, til viðbótar við þá starfsemi sem nú þegar er. Í frumkvöðla- og orkusetrinu Eld- ey er verið að byggja upp rannsókn- arsetur í orkuvísindum og verður setrið nýtt sem kennsluaðstaða í orkuvísindum við Keili – miðstöð vís- inda, fræða og atvinnulífs, Háskóla Íslands og aðrar innlendar skóla- og kennslustofnanir. Í Eldey fer auk þess allt flugnám fram og tengt nám, svo sem flugumferðarstjórn og flug- þjónusta. Í samstarfi við heilsu- og uppeld- isskóla Keilis er einnig fyrirhugað að reisa heilsuþorp á Ásbrú. Frum- greinadeild Keilis hefur opnað fjöl- mörgum möguleika til háskólanáms. Samhliða opnum degi var árleg Handverks- og frístundahátíð Reykjanesbæjar haldin á Ásbrú. Gestum og gangandi var boðið að skoða og kaupa handverk og list- muni og í Listasmiðjunni kynntu listahópar hússins starfsemi og voru með sýnikennslu. Unga fólkinu þótti ekki leiðinlegt að athafna sig á Tóm- stundatorginu en þar er stór yf- irbyggður leikvöllur og línu- skautahöll. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Einstakt Nemendur í handverkshópnum Einstakir sýndu útskurðartækni. Tækifæri og nýsköpun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.