Morgunblaðið - 28.04.2009, Síða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009
Þetta helst ...
● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á
Íslandi lækkaði um 1,0% í gær og er
lokagildi hennar 641 stig. Viðskipti með
hlutabréf námu einungis um 80 millj-
ónum króna. Viðskipti með skuldabréf
námu hins vegar um 5,2 milljörðum.
Hlutabréf Marel lækkuðu um 3,4% í
gær og bréf Össurar lækkuðu um 1,3%.
Hins vegar hækkuðu hlutabréf Bakka-
varar um 0,9%. gretar@mbl.is
Lækkun í Kauphöllinni
● ENGINN Íslend-
ingur, búsettur í
Bretlandi, er leng-
ur á lista breska
blaðsins Times yfir
ríkustu íbúa Bret-
landseyja. Í fyrra
var Björgólfur Thor
Björgólfsson í 29.
sæti listans og
bræðurnir Ágúst
og Lýður Guð-
mundssynir voru í 213. sæti.
Voru eignir Björgólfs metnar á rúma
tvo milljarða punda (um 380 milljarða
króna á núvirði) árið 2008 og eignir
Ágústs og Lýðs á 410 milljónir punda.
bjarni@mbl.is
Björgólfur Thor
Björgólfsson
Björgólfur dottinn af
lista yfir auðmenn
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
GJALDÞROTUM fyrirtækja hefur
fjölgað mikið á umliðnum árum.
Fjölgunin var samfelld frá árinu
1998 til 2003. Þá fækkaði gjaldþrot-
um í tvö ár en fjölgaði síðan á tíma-
bilinu frá 2005-2008, samkvæmt
samantekt Hagstofu Íslands. Ef
fram heldur sem horfir má gera ráð
fyrir að fjöldi gjaldþrota fyrirtækja í
ár verði meiri en nokkru sinni fyrr.
Fyrstu þrjá mánuði þessa árs voru
samtals 259 fyrirtæki tekin til gjald-
þrotaskipta samanborið við 175 fyr-
irtæki á sama tímabili í fyrra og svip-
aðan fjölda næstu tvö ár þar á undan.
Aukningin í ár er nærri 50% í sam-
anburði við fyrstu þrjá mánuði ár-
anna 2006-2008.
Í mars 2009 voru 98 fyrirtæki tek-
in til gjaldþrotaskipta. Í mars 2008
var fjöldinn 78 og svipaður í sama
mánuði næstu tvö ár þar á undan,
eða annars vegar 77 fyrirtæki og
hins vegar 76 fyrirtæki.
Flest gjaldþrot í ár hafa verið í
byggingarstarfsemi og mannvirkja-
gerð og í heild- og smásöluverslun.
Aukningin hátt í
50% frá fyrra ári
Mikil fjölgun í gjaldþrotum fyrirtækja
#%%" #%%: $""" $"": $""%
)2
!
"
#""
$""
(""
&""
:""
'""
;""
!""
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
RÚMLEGA 70 prósent þeirra bréfa
sem Íslandsbanki, áður Nýi Glitnir,
keypti úr peningamarkaðssjóðnum
Sjóði 9 í október á um þrettán millj-
arða króna eru útgefin af fyrirtækj-
um sem eru í gjaldþrotaskiptum,
greiðslustöðvun eða glíma við alvar-
lega rekstrarerfiðleika. Um er að
ræða bréf útgefin af Baugi Group,
Atorku, Milestone, Eimskip, Kaup-
þingi, Samson, Styrk Invest, Bakka-
vör og Landic Property. Þetta kem-
ur fram í eignarsamsetningu
sjóðsins sem Morgunblaðið hefur
undir höndum. Tæpur helmingur
sjóðsins var í skuldabréfum þegar
honum var slitið.
Bréfin voru keypt úr sjóðnum á
um 70 prósent af markaðsvirði
þeirra á sínum tíma til að hægt væri
að greiða sjóðsfélögum út úr Sjóði 9.
Þeir fengu um 85 prósent af eignum
sínum til baka. Íslandsbanki, sem er
í eigu ríkisins, staðfesti í byrjun apríl
að hann hefði tekið virði bréfanna
eitthvað niður en hefur ekki viljað
segja hversu mikið. Miðað við sam-
setningu sjóðsins þegar uppkaupin
áttu sér stað má ætla að endurheimt-
ir verði litlar.
Í ársreikningi Sjóða Glitnis, sem
nú heita Íslandssjóðir, segir um upp-
kaupin úr Sjóði 9 að „við mat á verð-
mæti safnsins var lagt til grundvall-
ar mat óháðs aðila á skuldurum
safnsins auk mats Glitnis sjóða á
bréfunum.“
Heildarverðmæti fjárfestinga í
Sjóði 9 var tæplega 111 milljarðar
króna um mitt ár 2008. Sjóðurinn
minnkaði hins vegar mikið í aðdrag-
anda bankahrunsins vegna gífur-
legrar innlausnarhrinu. Auk þess
voru öll skuldabréf Stoða/FL Group,
sem þá var stærsti eigandi bankans,
keypt úr sjóðnum. Þau uppkaup
voru framkvæmd áður en neyðarlög-
in voru sett og því fellur tap vegna
þeirra á skilanefnd Glitnis, og þar
með kröfuhafa bankans.
Sjóðirnir helmingast
Sjóðir Glitnis birtu ársuppgjör sitt
í gær. Þar kom fram að alls var tap
fært á hlutdeildarskírteini þeirra
sem áttu í verðbréfa- og fjárfestinga-
sjóðum félagsins um 68 milljónir
króna. Hagnaður ársins 2007 hafði
hins vegar verið um 19,3 milljarðar
króna. Alls nam fé í sjóðunum um
133 milljörðum króna í árslok 2008
en var 255 milljarðar króna um mitt
síðasta ár. Því lækkaði virði eigna í
stýringu Sjóða Glitnis um 52 prósent
á seinni hluta ársins 2008.
Í ársreikningnum kemur einnig
fram að Sjóðir Glitnis hafi lagt fram
beiðni til að skuldajafna við skila-
nefnd bankans þau skuldabréf útgef-
in af Glitni sem eru í sjóðunum og af-
leiðusamninga. Í skýringum
reikningsins stendur orðrétt að
„veruleg óvissa ríkir um kröfu sjóð-
anna á Glitni Banka hf. vegna af-
leiðusamninga í kjölfar yfirtöku
Fjármálaeftirlitsins á rekstri bank-
ans í október 2008“. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Íslandssjóðum var unn-
ið lögfræðiálit sem segir að sjóðirnir
eigi rétt á þessari skuldajöfnun. Nið-
urstaða liggur þó ekki fyrir um hvort
af henni verði.
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar Glitnis, segir að farið verði
með beiðnina eins og allar aðrar
beiðnir. „Þeir fá enga sérmeðferð
heldur fara í röðina. Það er ekki úti-
lokað að þeir fái að skuldajafna enda
hefur það verið gert með þessa af-
leiðusamninga í vissum tilvikum. Til
þess þarf að uppfylla ákveðin skil-
yrði, til dæmis að það sé gert miðað
við gengi Seðlabanka Íslands ef um
gjaldeyrissamninga er að ræða. Ef
menn eru ósáttir við það og vilja nota
gengi Seðlabanka Evrópu þá verða
menn bara að fara með það fyrir
dómstóla.“
Flestir útgefendur bréfa í
Sjóði 9 í alvarlegum vanda
Fyrirtæki í þroti, greiðslustöðvun eða vanda gáfu út 70 prósent bréfa í sjóðnum
Höfuðstöðvar Íslandsbanka Þegar Sjóði 9 var slitið voru 54 prósent hans í formi innlána hjá Glitni, Straumi, MP
banka og Kaupþingi. Restin var skuldabréf fyrirtækja á borð við Baug, Atorku, Milestone, Samson og Existu.
Morgunblaðið/Kristinn
<6=2
<6=
( )
<6=3
4>=
( (
?.@A.
B
( (
C ?
) )
<6=5'
<6=6&"
( )
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
féllst í gær á beiðni Eglu hf. um
að leita nauðasamninga við lán-
ardrottna sína.
Egla hf. er í eigu Kjalars, sem
er í eigu Ólafs Ólafssonar, sem
oft er kenndur við Samskip. Hol-
lenskt dótturfélag Eglu var annar
stærsti eigandi Kaupþings banka
fyrir fall hans með 9,88 prósenta
eignarhlut og gaf auk þess út
töluvert magn af skuldabréfum.
Umsjónarmaður með nauðasamn-
ingsumleitunum Eglu var skip-
aður Eiríkur Elís Þorláksson
hæstaréttarlögmaður.
thordur@mbl.is
Egla leitar
samninga
● HP ER enn með stærsta markaðs-
hlutdeild í Evrópu meðal framleiðenda
einka- og fartölva. Samkvæmt bráða-
birgðatölum greiningarfyrirtækisins
IDC er markaðshlutdeild HP nú 21,5%
þrátt fyrir að sala hafi dregist saman
um 4,6% á fyrsta ársfjórðungi sam-
anborið við sama tímabil í fyrra.
Sala á Dell-tölvum dróst saman um
25,3% á tímabilinu miðað við fyrsta
fjórðung 2008 og fór markaðshlutdeild
Dell úr 11,8% í 9,8%. Sala á Toshiba-
tölvum jókst hins vegar um 7,6% og
Acer um 2,7% og er Acer nú með næst-
mestu markaðshlutdeildina í Evrópu,
eða 17,6%. Alls voru seldar rúmar 21,5
milljónir einka- og fartölvur á fyrsta
fjórðungi 2009 í Evrópu. bjarni@mbl.is
Forskot HP í Evrópu
eykst milli ára
SPARISJÓÐUR Mýrarsýslu (SPM)
hefur fengið greiðslustöðvun í
þrjár vikur. Héraðsdómur Vest-
urlands féllst á beiðni þar um í gær.
SPM mun í kjölfarið ganga til
nauðasamninga við helstu lán-
ardrottna sjóðsins. Ef þeir skila ár-
angri er stefnt að því að sameina
SPM við Nýja Kaupþing.
Í tilkynningu frá sparisjóðnum
kemur fram að lánardrottnum hans
verði kynnt drög að nauðasamning
á allra næstu dögum. Umsjón-
armaður í greiðslustöðvun SPM er
Sigurður Arnalds hæstarétt-
arlögmaður. thordur@mbl.is
SPM fékk
greiðslustöðvun