Morgunblaðið - 28.04.2009, Síða 18

Morgunblaðið - 28.04.2009, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009 Sumarferðir... Benidorm-Albir Portugal Rimini Tenerife sumarferdir.is Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Mesti ávinningur verkefnisins eru þau góðu tengsl sem orðið hafa bæði milli kennara og nem- enda. Það er yndislegt að sjá hvað leikskólabörnin eru örugg innan veggja skólans og það á sannarlega eftir að koma þeim til góða þegar þau hefja grunnskólagöngu. Eldri nemendurnir blómstra líka,“ sögðu stjórnendur Co- meniusarverkefnisins sem leikskólinn Gimli og Njarðvík- urskóli vinna að í sameiningu ásamt fimm öðrum Evr- ópulöndum. Blaðamaður settist niður með leikskólakennurunum Guðrúnu Sigurðardóttur, Hafdísi Helgu Þorvaldsdóttur og Sólveigu Bjarnadóttur og grunnskólakennurunum Hörpu Magnúsdóttur, Helenu Rafnsdóttur og Katrínu Baldvinsdóttur við undirbúning Comeniusarráðstefnu í Reykjanesbæ dagana 26.-30. apríl. Leikskólinn Gimli er fyrsti leikskólinn í Reykjanesbæ sem tekur þátt í Comeniusarverkefni en Njarðvíkurskóli hefur nokkrum sinnum tekið þátt. Comeniusarverkefnið er innan menntaáætlunar ESB en markmið þess er að styrkja samstarf milli evrópskra skóla með því að koma á sambandi milli nemenda, styrkja kennaraskipti og auka þekkingu á menningu, lífsháttum og tungu annarra þjóða. Þátttökulönd verða að vera a.m.k. þrjú og skólarnir jafn- margir. Verkefnið stendur yfir í tvö ár og geta samstarfs- verkefnin verið af ýmsum toga. Kynslóðabilið brúað Áherslan hjá Gimli og Njarðvíkurskóla er að brúa bil á milli kynslóða með samvinnu undir kjörorðinu „Side by side in education“. Nafnið kom frá Hörpu Magnúsdóttur í Njarðvíkurskóla og aðdraganda þátttökunnar má einnig rekja til hennar. „Þannig var að kennari í spænska skól- anum C.E.I.P., José María del Campo í Sevilla, vildi kom- ast í samstarf við skóla á Íslandi en fyrir var íslensk stúlka í skólanum. Hann hafði samband við foreldra stúlkunnar sem töluðu við frænku mína sem benti á mig þar sem hún vissi að ég talaði spænsku,“ sagði Harpa. Í ársbyrjun 2008 fór Harpa ásamt Guðrúnu Sigurð- ardóttir frá Gimli í undirbúningsferð til Spánar og eftir rúmlega hálfs árs undirbúningsferli var hægt að hefja verkefnið síðastliðið haust. Leikskólinn Gimli var drifinn með þar sem samstarfsskólinn á Spáni er fyrir börn 2 til 12 ára og Gimli er í sama hverfi og Njarðvíkurskóli. Önnur lönd eru Ítalía, Wales, Frakkland og Ungverjaland. Bætt ofan á þekkingu Leikskólabörn í Gimli og grunnskólabörn í Njarðvík- urskóla koma í reglulegar heimsóknir hvor til annars og vinna að sameiginlegum verkefnum, auk þess sem hver skóli fyrir sig vinnur að verkefnum um þátttökulöndin og sýnir afrakstur vinnunnar innan skólans. „Við byrjuðum á því að hengja þjóðfána hvers lands upp á vegg og höfum svo bætt ofan á þekkinguna smám sam- an. Oft búa foreldrar barnanna yfir þekkingu um löndin og eru þá tilbúin til að heimsækja okkur í skólann og segja frá,“ sagði Sólveig Bjarnadóttir leikskólakennari. Hún sagði börnin hafa verið mjög fljótlega meðvituð um þjóð- irnar og ýmis vitneskja hefur komið þeim á óvart. „Börnin voru sérstaklega hissa á því að það væri bara einn jólasveinn í hinum löndunum,“ sagði Helena. Siðir og venjur jólanna eru meðal verkefna sem þátttökulöndin hafa unnið að í sameiningu og fyrirhugað er að vinna með tómstundir og matarhefðir næst. Þátttökulöndin halda úti bloggsíðu þar sem efni frá öllum þátttökulöndum er birt og sameiginlegt fréttabréf er gefið út fjórum sinnum á ári með fréttum úr starfi verkefnisins. Gimli hefur auk þess búið til anga innan verkefnisins þar sem kynslóðabil er brúað með reglulegum heimsókn- um og samstarfi milli leikskólans og eldri borgara á Nes- völlum. Yndislegt að sjá hvernig börnin nálgast Leikskólakennararnir Guðrún, Hafdís og Sólveig segja engan vafa leika á því að samstarf leikskólans og grunn- skólans eigi eftir að auðvelda leikskólabörnunum upphaf grunnskólagöngu þar sem þau séu orðin mjög örugg inna veggja skólans og þekki vel bæði innviði skólans og kenn- arans. „Þau heilsa okkur mjög kumpánlega þegar þau mæta okkur á förnum vegi eða í búð,“ sagði Helena og nefndi auk þess að grunnskólabörnin græddu ekki síður á sam- vinnunni. „Í heimsóknum leikskólabarnanna förum við á skólabókasafnið og lesum. Grunnskólanemendurnir lesa fyrir leikskólabörnin og þessi lestur hefur hjálpað þeim börnum sem rög eru við að lesa í tímum. Þau finna til ör- yggis með leikskólabörnunum sem líta upp til þeirra og meta lesturinn.“ Í heimsóknunum til leikskólans vinna börnin saman í ýmsum stöðvum og sögðu þeir yndislegt að sjá hvernig börnin nálguðust. Í Íslandsheimsókninni munu þátttökulöndin meðal ann- ars fá að kynnast samvinnu barnanna, en vinnuferðin stendur í fjóra daga. Auk verkefnatengdrar vinnu fá gest- irnir að kynnast Reykjanesskaganum og vera við opnun Listahátíðar barna sem hefst í Duushúsum 30. apríl. Næsta ráðstefnuland verður Ungverjaland. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Stýrihópurinn Þær stjórna samstarfsverkefni skólanna: Frá vinstri Guðrún Sigurðardóttir, Hafdís Helga Þorvalds- dóttir, Sólveig Bjarnadóttir, Katrín Baldvinsdóttir, Harpa Magnúsdóttir og Helena Rafnsdóttir. Hlið við hlið í námi  Comeniusarverkefnið í framkvæmd á Gimli og í Njarðvíkurskóla Ljósmynd/Úr myndasafni Gimlis Góð tengsl Mestur ávinningur Comensiusarverkefnisins eru þau góðu tengsl sem hafa myndast milli skólastiga, að sögn stýrihópsins sem er ánægður með afraksturinn. Í HNOTSKURN »Comenius miðar að því að koma á gæðastarfi ískólum og tryggja Evrópuvitund í menntun, en ekki síður auka möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar kennara. Styrkt eru fjölþjóðleg samstarfsverkefni við skóla víðs vegar í Evrópu. »Á heimasíðu Menntaáætlunar Evrópusam-bandsins kemur fram að Landsskrifstofunni á Íslandi berist reglulega fyrirspurnir frá fólki um alla Evrópu sem er að leita sér að samstarfs- aðilum fyrir Comeniusarverkefni. »eTwinning er áætlun um rafrænt skóla-samstarf í Evrópu. eTwinning heyrir undir Comenius-hluta Menntaáætlunar Evrópusam- bandsins, Lifelong Learning Program (LLP).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.