Morgunblaðið - 28.04.2009, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009
Kastljós fjölmiðla Enn beinast augu heimsins að Íslendingum. Erlendir blaða- og fréttamenn fylgja Jóhönnu Sigurðardóttur hvert fótmál og myndavélarnar suða hvar sem hún kemur.
Golli
Gunnar Gunnarsson | 27. apríl 2009
Bækur í gallabuxum
Ég hef fylgzt með Kilj-
unni, þætti Egils Helga-
sonar, frá því hann fór
fyrst í loftið. ... Það sem
ég setti fyrir mig, svona
framan af, var að þátta-
stjórnandi og annar álits-
gjafinn mættu gjarnan í stofuna hjá
mér klæddir gallabuxum. Maður er ekki
í nankinsfatnaði á hátíðarstundum, vilji
maður láta taka sig alvarlega. ...
Bækur eru til þess að lesa og njóta
og það á að fara vel með þær. Betri
bækur koma íklæddar kápu, þó oft virð-
ist kápan helzt til þess gerð að fela
flausturslega unnin spjöld. Þá eru það
kiljurnar. Hvað mig varðar, eru kiljur
bækur í gallabuxum. Ekki má skilja mig
sem svo að ég hafi neitt á móti galla-
buxum, þvert á móti, enda um að ræða
traustan klæðnað, sem unnt er að nota
við flest tækifæri. Þó ekki í heimsókn-
um til ókunnugra. Og nú er hægt að fá
Kiljan í kilju. Rakst á Sjöstafakverið ný-
útkomið í bókabúð, á spottprís, sem
maður gæti búizt við að sjá á rýming-
arsölu í Perlunni. Einhvern veginn held
ég að meiri reisn hefði nú verið yfir Kilj-
an í bandi.
Meira: gunnargunn.blog.is
Jón Ármann Steinsson | 27. apríl 2009
Sama og að vera
pínulítið óléttur …
Hvaða máli skiptir hvort
Árni Johnsen er fyrsti eða
annar eða þriðji þingmað-
ur í sínu kjördæmi? Er út-
strikunaraðferðin einhvers
konar lýðræðislegt „ulla
bjakk“ á frambjóðendur eða alvöru kjós-
endavald? Hvað ef frambjóðandi er út-
smoginn loforðasölumaður sem smalar
vildarvinum sínum í prófkjör? Ef fram-
bjóðandi veit að fólk muni strika hann út í
kosningum þá snýst „kosningabaráttan“
um að troða sér nógu ofarlega á lista svo
útstrikanir nái ekki að koma viðkomandi
út af þingi. Svona system gerir prófkjör að
aðalatriðinu og kosningarnar verða auka-
atriði, nánast formsatriði. Það er búið að
setja atburðarásina í farveg sem próf-
kjörið ákveður. Lítið brot flokksbundinna
kjósenda getur stjórnað því hverjir kom-
ast á þing og frambjóðandinn veit jafnvel
hverjir það eru og getur ráðið sínum ráð-
um og útbýtt loforðum til að komast á
lista.
Eins og gamli heimilislæknirinn minn
sagði: „Það er ekki hægt að vera pínulítið
óléttur.“ Annaðhvort er þetta lýðræði eða
ekki. En ég held að þetta „prófkjörskerfi“
sé séríslensk útgáfa af pólitískri spillingu.
Meira: jas.blog.is
Ómar Ragnarsson | 27. apríl 2009
Arfur Kvennalistans
… Kvennalistinn var
merkilegt stjórnmálalegt
fyrirbæri í fleiri efnum en
kvennabaráttunni. Hann
setti fram mörg nýmæli í
stjórnmálastarfsemi. Þau
hristu upp í stjórnmál-
unum og gerðu mörg hver gagn þótt
sum orkuðu tvímælis, eins og til dæmis
það að þingmenn mættu ekki vera nema
tvö ár í einu á þingi …Það eru 26 ár síðan
Kvennalistinn kom fram. Stundum tekur
tíma að ná góðum málum fram, allt of
langan tíma, og lengi vel held ég að jafn-
réttisfólk hafi dæst yfir því hve hægt
gekk. Nú vil ég senda brautryðjendunum
frá 1983 árnaðaróskir með það að geta
horft með ánægju á árangur baráttu
þeirra, þótt seint sé.
Meira: omarragnarsson.blog.is
VÆNDI er nánast eina
persónulega þjónustan,
sem virkar í Hollandi.
Ekki er hægt að komast í
handsnyrtingu í Amst-
erdam án þess að bóka
með tveggja vikna fyr-
irvara, en karlar geta
keypt sér kynlíf hvenær
sem er – og við hagstæðu
verði. Lögleiðing vændis
í október árið 2000 var
aðeins birtingarmynd
langrar hefðar umburðarlyndis í
Hollandi gagnvart því að kaupa og
selja kynlíf. En er lögleiðing rétta
nálgunin?
Meira að segja í Hollandi er kon-
um og stúlkum, sem selja líkama
sinn, reglulega hótað, þær eru
barðar og þeim nauðgað og hór-
mangarar og viðskiptavinir hóta
þeim. Í nýlegum glæparétt-
arhöldum voru tveir þýsk-
tyrkneskir bræður sakaðir um að
neyða meira en hundrað konur til
að vinna í rauða hverfinu í Amst-
erdam (De Wallen). Samkvæmt
lögfræðingnum, sem flutti mál eins
af fórnarlömbunum, komu flestar
þessara kvenna úr fjölskyldum,
sem eru þjakaðar af sifjaspellum,
misnotkun áfengis og sjálfsvígum
foreldra. Eða þá að þær komu frá
löndum í Austur-Evrópu eða Suð-
austur-Asíu og voru fórnarlömb
mansals, lokkaðar með fyrirheitum
um sómasamleg störf, eða foreldrar
þeirra seldu þær einfaldlega.
Þessar konur eru helsta aðdrátt-
arafl ferðamanna í Amsterdam
(næst koma kaffihús, sem selja
marijúana). En talið er að í raun
séu 50-90% þeirra kynlífsþrælar,
sem er nauðgað daglega á meðan
lögreglan stendur aðgerðarlaus hjá.
Það er óskiljanlegt að við-
skiptavinir þeirra skuli ekki kærðir
fyrir nauðgun, en hollenskir stjórn-
málamenn halda því fram að ekki
sé hægt að skera úr um það hvort
vændiskona starfi af fúsum og
frjálsum vilja. Lögregluþjónar, sem
ofbýður sitt daglega starf í siðgæð-
isdeildinni, hafa beðið um að vera
fluttir í aðrar
deildir. Á þessu
ári hafa yfirvöld
byrjað að loka
sumum vænd-
ishúsum vegna
tengsla þeirra við
glæpasamtök.
Samkvæmt
könnun, sem birt-
ist í American Jo-
urnal of Epidemo-
logy, eru
meðallífslíkur
vændiskvenna í
Bandaríkjunum 34 ár. Tíðni morða
á vændiskonum í vinnunni er 51
sinni meiri en þar sem næsthættu-
legast er fyrir konur að vinna – í
áfengisbúðum. Aðrar kannanir sýna
að níu af hverjum tíu vændiskonum
vildu helst sleppa úr starfinu. Nán-
ast helmingur þeirra hefur reynt að
fremja sjálfsmorð að minnsta kosti
einu sinni.
Árið 1999 tóku sænsk yfirvöld
glæpinn úr sölu kynlífs en gerðu
hórmang og kaup á kynlífi refsi-
verð. Samkvæmt hinum svokölluðu
„kynlífskaupalögum“ í Svíþjóð má
refsa fyrir kaup á kynlífi með sekt-
um eða allt að sex mánuðum í fang-
elsi auk niðurlægingarinnar, sem
fylgir opinberri afhjúpun. Sam-
kvæmt sænskum yfirvöldum hefur
fjöldi vændiskvenna í Svíþjóð dreg-
ist saman um 40% fyrir vikið. Man-
salshringir reyna nú að sniðganga
Svíþjóð vegna þess að viðskiptin
hafa verið eyðilögð.
Norðmenn hafa orðspor að verja
í kvenréttindamálum. Þeir báru
sænska og hollenska módelið ræki-
lega saman og komust að þeirri
niðurstöðu að það sænska ætti að
vera fyrirmyndin. Nú hafa þeir
breytt lögum sínum í samræmi við
það.
Árangur sænsku nálgunarinnar
kemur ekki svo mjög á óvart. Sam-
kvæmt könnun, sem gerð var í
Kaliforníu, myndi það letja flesta
karla, sem kaupa sér kynlíf, ef hætt
væri á því að það yrði á vitorði al-
mennings. Til dæmis kváðust 79%
hætta við ef líkur væru á því að
fjölskyldur þeirra yrðu látnar vita.
Og heil 87% sögðu að það myndi
fæla þá frá ef þeir ættu á hættu að
lögregla birti mynd af þeim eða
nafn þeirra í staðarblaðinu.
Flestir þessara karla sýndu sjúk-
lega hegðun gagnvart konum. Einn
af hverjum fimm játaði að hafa
nauðgað konu og fjórir af hverjum
fimm sögðu að það væri fíkn að
fara til vændiskonu.
Vændi er oft kallað „elsta at-
vinnugreinin“. Það er aðeins leið til
að réttlæta misnotkun kvenna, sem
flestar eru veikar fyrir (það er
einnig mun minni fjöldi af karlhór-
um í Hollandi, en hórmang er ekki
stundað með þá eins og vænd-
iskonur). Það þarf forustu og hug-
sjón um raunverulegt jafnrétti
kynjanna til að binda enda á vændi.
Hin sænska leið nafnbirting-
arinnar og skammarinnar er vissu-
lega óhollensk. En fyrir suma karla
er ánægjan af því að kaupa sér
kynlíf ef til vill niðurlægingin, sem
konan, sem í hlut á, verður fyrir.
Fyrir aðra, eins og Eliot Spitzer,
fyrrverandi ríkisstjóra New York,
er fyrirheitið um launung og nafn-
leynd ef til vill það sem helst
heillar við að kaupa kynlíf. Hvað
sem því líður er niðurlæging við-
skiptavinarins bæði sanngjörn refs-
ing og skilvirk fæling.
Eftir Heleen Mees »… meðallífslíkur
vændiskvenna í
Bandaríkjunum eru 34
ár. Tíðni morða á vænd-
iskonum í vinnunni er 51
sinni meiri en þar sem
næsthættulegast er fyr-
ir konur að vinna …
Heleen Mees
Höfundur er hollenskur hagfræð-
ingur og lögmaður. Í nýjustu bók
sinni, Weg met het deeltijdsfem-
inisme!, skoðar hún þriðju kynslóð
femínisma. Hún er einnig höfundur
bókar um lög Evrópusambandsins og
stofnandi aðgerðanefndarinnar Kon-
ur ofan á.
©Project Syndicate.
Virkar lögleiðing vændis? BLOG.IS
Stefán Gíslason | 26. apríl 2009
Ég keypti tyrkneskt
vatn í gær
… Tappinn var sem sagt
settur á þessa flösku í
Izmir í Tyrklandi 29. apríl
2008. Einhvern tímann
eftir það var settur miði á
flöskuna með merki fyr-
irtækisins Pinar Water í
Danmörku. Þaðan hefur flaskan svo
haldið áfram ferðalagi sínu alla leið í
Mosfellsbæ – og þaðan í Borgarnes í
gær. Núna er ferðalögum flöskunnar
kannski að mestu lokið, því að hún er
nefnilega að nálgast síðasta söludag,
sem er nánar tiltekið nk. miðvikudag, 29.
apríl 2009, á ársafmæli flöskunnar …
Ég ætla alla vega aldrei að drekka
þetta ársgamla tyrkneska vatn, jafnvel
þó að það standi á flöskunni að þetta sé
„Kilden til DIN sundhed …“.
Meira: stefangisla.blog.is