Morgunblaðið - 28.04.2009, Side 28

Morgunblaðið - 28.04.2009, Side 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009 ÞÁ ER langur dagur að kvöldi kominn. Dag- ur sem kom á óvart og dagur þar sem draumar rættust. Borgarahreyfingin kom fjórum að á Al- þingi Íslands. „Skríllinn“ og „Ekki- þjóðin“ sem barði á gluggana, sem barði pottana, sem togaði í kaplana, sem pirraði Sigmund Erni og Geir Haarde og Björn Bjarna og Ingibjörgu Sólrúnu og allt hitt afturhaldsyfirstéttarliðið sem taldi að það gæti farið sínu fram og kollsteypt þjóðarskútunni þegj- andi og hljóðalaust án þess þess al- menningur skipti sér af. „Skríllinn“ og „Ekki-þjóðin“ sem kom á end- anum verstu ríkisstjórn Íslandssög- unnar frá, hefur nú fengið fullrúa innan þessara sömu veggja og valda- firrtir stjórnmálamenn reyndu að fela sig á bak við. Við mótmæltum og við unnum. Geir flúði úr forsætisráðuneytinu og stjórninni var slitið þegar þau vissu að við mundum ekki gefast upp. Þau buðu upp á kosningar. Það var á brattann að sækja allan tímann en við komumst alla leið. Og við börð- umst aftur, og unnum aftur. Við áttum við ofurefli að etja, risa- eðlur sem skammta sér fimm hundr- uð milljónir á ári af skattfé okkar til þess eins að halda sjálf völdum. Risa- eðlur sem neituðu Borgarahreyfing- unni um hefðbundna ókeypis kynn- ingu í sjónvarpinu á þeim forsendum að þau sjálf hefðu ekki áhuga. Risa- eðlur sem endalaust reyndu að sveigja um- ræðuna að „atvinnu- uppbyggingu“ og ESB með sínum algerlega innihaldslausu kosn- ingaloforðum. En al- menningur lét ekki blekkjast og meðbyrinn síðustu dagana fyrir kosningarnar var svakalegur. Það var stanslaus straumur fólks inn á Laugaveginn og versl- unareigendur gáfu af slíku örlæti að stundum var ekki hægt að komast inn í eldhúsið. Kaffi í tugkílóavís, kex í kassavís, volg vínarbrauð frá Sand- holt í metravís, húsgögnin, skjáirnir, tölvurnar, sófarnir, prentararnir, allt lánað eða gefið. Ljósmyndararnir, kvikmyndagerðarmennirnir, sjálf- boðaliðar svo tugum skipti, upp- vaskið, þrifin, knúsin, kossarnir og samstaðan seinustu metrana. Mar- grét Tryggva, sem vann kraftaverk á Suðurlandi og safnaði á fjórða hundrað meðmælendum og kláraði fullbúinn framboðslista á innan við tveim vikum. Jóhann kosningastjóri sem hæglátlega náði að halda utan um þetta allt. Jón Þór og Siggi Hrell- ir, framkvæmdastjórar sem fram- kvæmdu hið ómögulega. Og allir þeir sem þeyttust út um koppagrundir að dreifa bæklingum og breiða út boð- skapinn á vinnustöðum og fyrir utan Laugaveginn, Palli var örugglega í hundrað tíma á gangstéttinni, oft krókloppinn. Þetta var ævintýralegt, eitt mesta ævintýri lífs míns. Við fengum 13.519 atkvæði, við sem fyrir níu vikum vorum ekki til og áttum aldrei krónu. Við „Skríllinn“ og „Ekki-þjóðin“. Og nú hef ég hef fengið vinnu við að tala máli alls þessa fólks. Það er heiður og ég heiti því að frá fyrsta degi munu gluggar þinghússins og dyr verða opnar út á Austurvöll og Raddir fólksins munu heyrast þar inn eins lengi og þörf er á til að búa til betra Ísland. Þakka þér Hörður Torfason, þakka ykkur skjaldborg, þakka þér Gunnar Sig. og co. með Borg- arafundina, þakka ykkur ræðumenn í næðingi allan veturinn, þakka ykk- ur Kryddsíldaryfirstéttarstjórn- málamenn og fjölmiðlamenn fyrir að sýna ykkar rétta fúla andlit, þakka ykkur snúru-slítarar og Grímar an- arkistar, þakka ykkur félagar í Sam- stöðu – bandalagi grasrótarhópa, þakka ykkur félagar og vinir í Borg- arahreyfingunni. Þetta er ykkur að þakka, það eru þið sem eruð á þingi. Við fórum út í októbernæðinginn og gerðum byltingu utandyra í ís- lenskum vetri. Nú er komið vor og við erum komin inn á þing. Hver hefði nokkurn tíma trúað því að það væri hægt. Til hamingju! „Skríllinn“ kominn inn á þing Eftir Þór Saari » Við fórum út í októ- bernæðinginn og gerðum byltingu utan- dyra í íslenskum vetri. Nú er komið vor og við erum komin inn á þing. Þór Saari Höfundur er þingmaður fyrir Borg- arhreyfinguna – þjóðin á þing. SÆGREIFAR dagsins í dag, bæði stórir og smáir, byggja rekstur útgerða á rétti sínum til að nýta sam- eiginlega auðlind þjóð- arinnar – fiskistofnana. Flestir þeirra hafa greitt fyrrverandi sæ- greifum fyrir þessi réttindi sem rík- issjóður hefur svo fengið tekjur af í formi skatta. Þeir stjórnmálaflokkar sem nú mynda ríkisstjórn hyggjast breyta þessu umhverfi á þann hátt að árlega verður veiðiréttur fyrndur og út- hlutað aftur gegn gjaldi í ríkissjóð. Tekjur af þessu eiga einkum að renna til sveitarfélaga. Keypti þorskkvóta fyrir 105 milljónir Nýlega hafði samband við mig fé- lagsmaður og spurði mig um sjáv- arútvegsstefnu stjórnmálaflokkanna. Þegar búið var að fara í gegnum þær greindi hann mér frá því að hann hefði á árinu 2006 staðið frammi fyrir því að selja kvótann og hætta eða að kaupa sér meiri veiðiheimildir. Áður en ákvörðun var tekin sagðist hann hafa velt fyrir sér framtíðinni með báðar leiðir í huga. Freistandi hefði verið að selja og hasla sér völl á nýju sviði. Það hefði hins vegar orðið ofan á að bæta við veiðiheimildirnar og tryggja þannig fyrirtækið betur til framtíðar. Eftir að viðskiptabanki hans hafði yfirfarið ársreikninga og rekstur út- gerðarinnar sagðist hann tilbúinn til að aðstoða við kvótakaupin. Keypt voru 30 tonn af þorski, af útgerð- araðila sem stóð á svipuðum tíma- mótum, á 105 milljónir. Sægreifinn var sáttur við kaupin en fyrrverandi sægreifi virtist ráðvilltur. Kannski spyrð þú nú lesandi góð- ur: „Hvernig í ósköpunum datt sæ- greifanum í hug að kaupa 30 tonn á 105 milljónir?“ Svar:  Hann hefur í þrjá áratugi unnið við að draga fisk úr sjó og get- ur ekki hugsað sér ann- að starf.  Hann getur ekki hugsað sér að yfirgefa og eiga ekki aft- urkvæmt í sitt sam- félag, vill áfram leggja sitt að mörkum í sinni heimabyggð.  Hann brást við þorskskerðingu með fyrrgreindri fjárfestingu.  Hann áætlaði að aflaverðmæti þessara 30 tonna gætu orðið 15 millj- ónir á ári með því að veiða 40 tonn af ýsu með.  Hann var sannfærður um að út- gerðin gæti tekið á sig skuldbinding- arnar, ekki síst þegar gera mátti ráð fyrir áframhaldandi háu fiskverði, góðum aflabrögðum, auknum þorsk- kvóta og síðast en ekki síst að honum héldist á úrvals starfsfólki. Sægreifinn lagður í einelti Sá ágæti sægreifi sem hér er gerð- ur að umtalsefni er einn fjölmargra sem nú er talað niður til með þeim áherslum að hann hafi eitthvað til saka unnið, jafnvel sé hreinn og klár glæpamaður, eins og sumir orða það. Auk þess að refsa með illu umtali skal hann dæmdur til að skila veiðiheim- ildum, sem hann er rétt búinn að kaupa, endurgjaldslaust til þjóð- arinnar. Þar með talið til þess sem hann greiddi 105 milljónir fyrir þremur árum. Ýtrustu dómsorð eru 5% árlega eða 1,5 tonn af því sem hann keypti á fyrsta árinu, sem nú er gert að standa fyrir 10 milljóna skuldbind- ingu hjá mínum manni. Setjið hugmyndir um fyrningarleið í nefnd Í starfi mínu horfi ég til fé- lagsmanna í Landssambandi smá- bátaeigenda. Ég veit að fjölmörg dæmi eru um hliðstæður þess sem hér hefur verið sagt frá. Eitt hundrað og fimm milljóna lán sem tekið var 2006 í jenum og frönkum stendur nú í rúmum 200 milljónum. Það þarf hvorki doktors- né mastersgráðu til að sjá að framsett fyrningarleið get- ur engan veginn gengið upp öðru vísi en að valda þeim sem síst skyldi mikl- um skaða og atvinnu- og eignamissi. Verði fyrningarstefna ríkisstjórn- arflokkanna að lögum er þjóðarhag stefnt í voða því hún ræðst að und- irstöðuatvinnuvegi Íslendinga. Til þeirra sem málið varða bið ég þá vinsamlegast að setja hugmyndir sínar um fyrningarleið í nefnd og vinna málið betur. Í þeirri vinnu á að kalla á hagsmunaaðila þar sem leitað verði að niðurstöðu sem efla mun helstu atvinnugrein Íslendinga, sjáv- arútveginn, enn frekar. Afstaða Landssambands smábátaeigenda Að endingu birti ég ályktun aðal- fundar LS frá 2005 og afstöðu félags- ins til fyrningarleiðarinnar: „21. aðalfundur LS krefst þess að stjórnvöld tryggi atvinnugreininni viðunandi framtíðarsýn og hafnar al- farið öllum hugmyndum um fyrning- arleið. Á undanförnum árum hafa smábátaeigendur gert sitt ýtrasta til að laga sig að hinu efnahagslega um- hverfi og því sjálfsagt að stjórnvöld taki tillit til þess.“ Fyrningarleið – hvað á að gera við skuldirnar? Eftir Örn Pálsson » Verði fyrning- arstefna ríkisstjórn- arflokkanna að lögum er þjóðarhag stefnt í voða því hún ræðst að und- irstöðuatvinnuvegi Ís- lendinga. Örn Pálsson Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. LANDSFUNDUR Vinstri grænna sem haldinn var fyrir skemmstu áréttaði stefnu Íslands varð- andi Ísrael og Palest- ínu sem mótuð var ein- róma á Alþingi 18. maí 1989. Þar var lögð áhersla á að virða bæri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóð- arinnar, tilverurétt Ísraelsríkis og jafnframt rétt palest- ínskra flóttamanna til að snúa aftur til fyrri heimkynna. Binda bæri enda á hernámið í samræmi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Landsfundurinn minnti á að öll þessi grundvallaratriði eru í fullu gildi og þeim bæri að fylgja eftir í verki, og í framhaldi af því að ís- lenskum stjórnvöldum bæri að við- urkenna þau stjórnvöld sem palest- ínska þjóðin kýs sér. Lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Gaza Hamas-samtökin voru sigurveg- arar síðustu kosninga sem fram fóru í janúar 2006, og mynduðu í kjölfarið ríkisstjórn að tilhlutan Abbas forseta og síðar var mynduð þjóðstjórn. Hvorug stjórnin var viðurkennd af Íslandi né neinu NATÓ-landi eða öðrum vestrænum ríkjum, nema Noregi. Ísrael og Bandaríkjastjórn réðu ferðinni. Stjórnvöldin á Gaza styðjast við meirihluta löggjafarþingsins. Ís- lenskum stjórnvöldum ber við núver- andi aðstæður að hafa samband við báðar ríkisstjórnir Palestínumanna, bæði í Ramallah og á Gaza. Nú standa yfir viðræður milli Ha- mas og Fatah og ellefu annarra stjórnmálasamtaka um þjóðstjórn, endurskipulagningu PLO og fleiri mikilvæg mál. En bæði Bandaríkin og Ísraelsstjórn hóta slíkri stjórn al- gerri einangrun. Þessi ríki sem kalla sjálf sig lýðræðisleg sætta sig ekki við að lýðræði fái að ráða í Palestínu. Rjúfum herkvína um Gaza Íslensk stjórnvöld verða að leggja sitt af mörkum til að rjúfa herkvína sem er um Gaza. Hluti af því er að koma á sambandi við stjórnvöld á Gaza, einsog Norðmenn hafa gert. Grimmdarlegu stríði Ísraelsríkis gegn palestínsku þjóðinni er langt í frá lokið með 22 daga árásarhrinu á innikróaða íbúa Gazasvæðisins þegar yfir 1300 manns voru drepin, þar af 415 börn. Stríðinu er haldið áfram bæði á Gaza og Vesturbakkanum og sérstaklega með herkvínni um Gaza. Árásirnar á Gaza hafa opnað augu margra fyrir árásarstefnu Ísraels sem hefur verið samfelld og sjálfri sér samkvæm allt frá árinu 1948, þegar um 700 þúsund palestínskir íbúar hrökkluðust undan hryðjuver- kastríði og urðu að stærsta flótta- mannavandamáli sögunnar, vanda sem er enn óleystur. Æ fleiri sjá að að hér er um þjóðernishreinsanir að ræða og jaðrar við þjóðarmorð. Hlustum ekki á stríðsæsinga- menn Nýyfirstaðnar kosningar í Ísrael voru sigur stríðsafla sem engan áhuga hafa á friði hvað þá heldur réttlæti gagnvart Palesínumönnum. Nú hefur verið mynduð ríkisstjórn í Ísrael undir forystu Benjamins Net- anyahu. Hann var á móti Óslóarsamkomlag- inu og hefur alfarið neit- að að viðurkenna rétt Palestínumanna til sjálfstæðs, fullvalda rík- is. Allt tal sem kann að heyrast í aðra átt úr þeim herbúðum er lítils virði og haft í frammi til að blekkja almennings- álitið og þóknast Bandaríkjastjórn, Evr- ópusambandinu og Rússum. Óvarlegt er að trúa orðum slíkra og nær að horfa á gerðir þeirra. Fordæmi utanríkisráðherra Þessi staða gerir enn frekar en áð- ur kröfu til þess að íslensk stjórnvöld endurmóti afstöðu sína til Ísraels. Ekki verður bundinn endi á yfirgang þessa ríkis gagnvart nágrönnum sín- um með kurteislegum tilmælum eða ályktunum þar sem vísað er til sam- þykkta Sameinuðu þjóðanna, al- þjóðalaga og réttar. Ísraelskir stjórnmálaleiðtogar, leyniþjónustan og herforingarnir sem stjórna ferð- inni, líta greinilega svo á að Ísrael sé hafið yfir lög og rétt. Finna þarf nýjar leiðir til að knýja á um breytta stefnu í Ísrael. Þar hef- ur núverandi utanríkisráðherra Ís- lands sýnt gott fordæmi. Utanrík- isráðherrar annarra Evrópulanda mættu taka hann sér til fyrirmyndar. Með því að neita að taka á móti ísr- aelskum ráðherra í kjölfar árásanna á Gaza og nú nýverið með því að hafa ekki tíma til að taka á móti nýjum sendiherra Ísraels, er ráðherrann að senda mjög ákveðin og skýr skilaboð um að Íslendingar sætti sig ekki við árásarstefnu Ísraelsríkis og að ekki verði um eðlilegt stjórnmála- samband að ræða, nema Ísrael breyti um stefnu. Ný sniðgöngu- hreyfing – BDS Ný hreyfing fer nú um heiminn sem kallast BDS (boycott – divest- ment – sanctions). Hún boðar snið- göngu á viðskiptum við Ísrael á sem flestum sviðum, þar á meðal í menn- ingarmálum, hvort sem það er syn- fónía, fótbolti eða Eurovision. Það eru slíkar aðferðir sem komu Ap- artheid-stjórninni frá í Suður-Afríku. Hér er mælt með friðsamlegum mót- mælum sem hver og einn getur tekið þátt í til að koma Ísraelsstjórn í skilning um að stríð og kúgun er ekki valkostur. Mikilvægt er að stjórnvöld, bæði hjá ríki og sveitarstjórnum, fyr- irtæki og almenningur taki þátt í þessu átaki sem leitt getur til gjör- breyttrar stefnu, öllum til góðs. Við þurfum öll að gera allt sem í okkar valdi stendur, stórt og smátt, til að stuðla að réttlátum friði í Aust- urlöndum nær. Enginn friður án Hamas Eftir Svein Rúnar Hauksson Sveinn Rúnar Hauksson » Íslenskum stjórn- völdum ber við nú- verandi aðstæður að hafa samband við báðar ríkisstjórnir Palest- ínumanna, bæði í Ra- mallah og á Gaza. Höfundur er læknir og formaður Fé- lagsins Ísland-Palestína. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.