Morgunblaðið - 28.04.2009, Side 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009
Ég vil byrja þessa grein á fal-
legu ljóði eftir Davíð Stefánsson
sem heitir Blómasaga.
Um engi og tún
og ásinn heima
ég aftur reika,
sezt í brekkuna
silkimjúka
og sóleyjarbleika.
Milt var sunnan
við moldarbarðið
og melinn gráa.
Þar fagna mér ennþá
fífillinn guli
og fjólan bláa.
Engan leit ég
mót ljósi himins
ljúfar brosa
en dúnurt fríða,
sem dagsins bíður
í döggvuðum mosa.
Hverju sem ár
og ókomnir dagar
að mér víkja,
er ekkert betra
en eiga vini
sem aldrei svíkja.
(Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi.)
Mér finnst þetta svo fallegt og
viðeigandi, gamli bóndinn kominn
aftur heim, horfir yfir sveitina sína,
sem honum þótti svo vænt um og
hann þekkti svo vel, já hverja ein-
ustu þúfu, hverja lækjarsprænu,
hraunið og móana.
Hreinn var mikið náttúrubarn,
og mikið úti við, ég veit að hann
hefur þekkt öll þessi blóm sem
nefnd eru í ljóðinu hér á undan og
svo miklu, miklu fleiri. En nú er
Hreinn farinn að hvíla sig, en hann
gerði nú ekki mikið af því, bless-
aður, hér á árum áður. Hann vann
mikið og lét það ekki eftir sér að
sofa lengi í einu. En hann hefur
verið líkamlega sterkur, að þola
þetta mikla vinnuálag öll þessi ár,
en nú er hann genginn til hvílu í
hinsta sinn.
Hreinn var okkur alltaf ljúfur,
okkur þótti mjög vænt um hann og
honum þótti vænt um litlu frænkur
sínar, dætur mínar þrjár. Hann
færði þeim oft gjafir, þegar þær
fæddust færði hann þeim öllum
silfurskeið, síðar kom hann í heim-
sóknir með harðfisk í poka, því
hann vissi það væri miklu hollara
fyrir þær en nammi í poka, og
núna stuttu áður en hann lést,
sendi hann þeim fallega röndótta
sokka í glaðlegum og hressandi lit-
um. Hann var hugulsamur, uppá-
tækjasamur og stríðinn, en með
hjarta úr skíragulli. Það var gott
að tala við Hrein, því það var hægt
að tala við hann um alla skapaða
hluti, hann var gamansamur, víð-
lesinn, minnugur, skarpgreindur,
og áhugasamur um allt og alla. En
Hreinn Þórhallsson
✝ Hreinn Þórhalls-son fæddist 6. maí
1927 á Húsavík. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Þingeyinga
miðvikudaginn 15.
apríl síðastliðinn. Út-
för Hreins fór fram
frá Þorgeirskirkju
við Ljósavatn 24. apr-
íl síðastliðinn.
Mistök urðu við
birtingu eftirfarandi
minningargreina í
blaðinu sl. föstudag
og eru þær því birtar
hér aftur. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
það sem átti hug
hans allt tíð, voru
hinar ýmsu fram-
kvæmdir, og þá stór-
framkvæmdir, hann
byggði mikið og
byggði stórt, þessar
byggingar verða
minnismerki um stór-
huga mann um
ókomna tíð.
Við þökkum fyrir
samfylgdina. Blessuð
sé minning Hreins
Þórhallssonar frá
Ljósavatni.
Aðalheiður Kjartansdóttir
(Heiða).
Hreinn bóndi á Ljósavatni var
eftirminnilegur maður og á margan
hátt óvenjulegur. Það má segja að
hann væri engum líkur. Hreinn var
ljóshærður, bláeygur og skarpleit-
ur. Horfði beint í augu manns og
sagði sína meiningu eins og honum
einum var lagið. Honum var stund-
um þungt niðri fyrir, en oftar var
hann glettinn og á stundum stríð-
inn. Hann hafði gaman af að gefa
Þórhalli bónda mínum í nefið af því
að hann vissi að ég hafði skömm á
því, en gaman af stríðninni.
Þegar við Þórhallur fluttum í
Landamótssel kom Hreinn fljót-
lega og bauð okkur velkomin heim
í sveitina og sýndi okkur velvild og
umhyggju á sinn hátt. Mörg atvik
þar að lútandi koma upp í hugann
nú þegar ég sest niður og minnist
hans.
Hreinn hafði margt til brunns að
bera enda átti hann til þeirra að
telja. Hann var maður fram-
kvæmda, stórhuga og athugull, en
á stundum var kappið honum of-
viða á seinni árum. Allt handverk
lék í höndum hans, smíðar á tré og
járn, nýsmíðar og viðgerðir. Marg-
ir leituðu til Hreins og ekki stóð á
hjálpsemi hans og greiðasemi.
Hann var gestrisinn og var gaman
að koma í Ljósavatn þar sem mikill
myndarskapur var í öllum veiting-
um. Iðulega buðu þau hjón öllum
kirkjugestum í kaffi og þar var
veitt aðstaða í kringum kirkjulegar
athafnir.
Stuttu eftir að við komum í
Landamótssel og fórum að búa um
okkur þar á efri hæðinni kom
Hreinn að máli við mig um að það
væri ómögulegt að hafa svalirnar
án handriðs, þetta væri stórhættu-
legt, ekki síst þar sem krakkar
væru.
Ekki leið langur tími þar til
Hreinn mætti á traktornum sínum,
hvítum David Brown, það voru
hans vélar, eldsnemma um morg-
un, áður en nokkur var vaknaður í
Seli, með grind á svalirnar á upp-
moksturstækjunum. Hafði hann
laumast til að mæla fyrir handrið-
inu og var þarna kominn með
þessa fínu grind sem auðvitað
smellpassaði á svalirnar. Hann var
ekki lengi að koma grindinni fyrir
og nokkrum dögum síðar kom
hann með handriðið og smellti ofan
á. Þessi smíði hefur ekki haggast
síðan og mun ekki gera um ókomin
ár. Hann var algjörlega ófáanlegur
til að taka borgun fyrir. Svona var
Hreinn.
Þegar kom að því að byggja nýja
kirkju á Ljósavatni, Þorgeirskirkju
sem reist var í tilefni af 1000 ára
afmæli kristnitöku á Íslandi í
minningu Þorgeirs Ljósvetninga-
goða, þá stóð Hreinn fyrir því að
gefa land undir kirkjuna og víst
var að ef heilsan hefði leyft þá
hefði hann lagt byggingunni lið
eins og honum einum var lagið.
Hreinn átti sér marga stóra
drauma um hinar ýmsu fram-
kvæmdir á Ljósavatni og víðar.
Veikindi sem ágerðust síðustu ár
komu í veg fyrir að hann gæti
framfylgt þeim. Sumir þessir
draumar voru of stórir fyrir okkar
litla samfélag og jafnvel stærri
samfélög.
Mörg síðustu ár hefur Hreinn
búið á Hvammi, dvalarheimili aldr-
aðra á Húsavík – en hugurinn var
heima á Ljósavatni.
Við Þórhallur minnumst Hreins
með þakklæti fyrir þann hlýhug og
velvilja sem hann sýndi okkur fjöl-
skyldunni í Landamótsseli.
Helga A. Erlingsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minn-
ingargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður
en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram,
eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á
vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í
blaðinu og vísað í greinar á vefnum.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en
3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á grein-
um sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer
fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning-
argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana
á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
BJÖRG HALLVARÐSDÓTTIR,
Höfðagrund 10,
Akranesi,
áður Bræðraparti við Breiðargötu,
lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 23. apríl.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn
30. apríl kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahús Akraness.
Anna K. Skúladóttir, Jón I. Haraldsson,
Lárus Skúlason,
Málfríður G. Skúladóttir, Gísli H. Hallbjörnsson,
Skúli Skúlason, Margrét G. Rögnvaldsdóttir,
Guðmundur Skúlason, Guðrún Ísleifsdóttir,
Hallveig Skúladóttir, Stefán Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og systir,
ÞÓRA JÓNSDÓTTIR,
Austurbrún 6,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn
24. apríl.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn
30. apríl kl. 11.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er
bent á líknarfélög.
Haraldur Axel Guðbergsson,
Steinn Haraldsson, Inga Rut Ómarsdóttir,
Diljá Steinsdóttir,
Máni Steinsson,
Hafliði Helgi Jónsson.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN ÓSKAR HJÖRLEIFSSON,
Lindargötu 61,
Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 27. apríl.
Þuríður Ingibjörg Jónsdóttir, Guðfinnur G. Johnsen,
Guðbrandur Jónsson, María Maríusdóttir,
Hjörleifur Magnús Jónsson,
Laufey Jónsdóttir, Magnús A. Lúðvíksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti sunnu-
daginn 26. apríl.
Hildur Pálsdóttir, Hafsteinn Garðarsson,
Gísli Pálsson,
Katrín Pálsdóttir,
Ingibjörg Pálsdóttir, Steinar Berg Ísleifsson,
Birna Pálsdóttir, Helgi Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
HANNA INGÓLFSDÓTTIR JOHANNESSEN,
Reynimel 25A,
Reykjavík,
lést á kvennadeild Landspítala að kvöldi laugar-
dagsins 25. apríl.
Útförin fer fram frá Neskirkju og verður auglýst
síðar.
Matthías Johannessen,
Haraldur Johannessen, Brynhildur Ingimundardóttir,
Ingólfur Johannessen,
Matthías H. Johannessen, Saga Ómarsdóttir,
Kristján H. Johannessen, Lísa Margrét Sigurðardóttir,
Anna H. Johannessen,
Svava H. Johannessen
og barnabarnabörn.