Morgunblaðið - 28.04.2009, Page 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009
✝ Tonny MargretheMuller var f. 19.
júlí 1916. Hún lést 20.
apríl sl.
Foreldrar hennar
voru Lorentz Holan
Muller f. 7.7. 1879 í
Værdalen í Noregi, d.
27.4. 1952 og Marie
Muller (fædd Bertel-
sen) f. 29.9. 1886 í
Rygge á Moss í Nor-
egi, d. 16.11. 1963.
Þau fluttust til Ís-
lands 1906 og stofn-
uðu herrafata- og
sportvöruverslunina L.H. Muller
1917. Systkini Tonnyar voru Gerd
Muller, f. 13.8. 1913, d. 2.2. 1992 og
Leifur Muller, f. 3.9. 1920, d. 24.8.
1988. Eftirlifandi eiginmaður
Tonnyar er Kristinn Guðjónsson,
smiður f. 27.8. 1913. Þau giftust 2.8.
1941. Börn þeirra: Tryggvi Anton,
f. 30.1. 1942. Snorri Lorentz, f.
29.11. 1945, kvæntur Önnu Grétu
Arngrímsdóttur. Börn þeirra eru
Anna María, Jón Trausti, Örvar
Þór, Ölnir Ingi og Katla Þöll. Reyn-
ir, f. 1.4. 1947, kvæntur Lilju Guð-
mundsdóttur. Börn þeirra eru Pét-
ur Vignir, Lísa Björk, Eva Margrét
og Kristinn Már.
Ingvi Guðjón, f. 15.10.
1950. Barna-
barnabörnin eru 11.
Tonny ólst upp á
Stýrimannastíg 15 í
Reykjavík og gekk í
Landakotsskóla. Það-
an lá leiðin í Kvenna-
skólann þaðan sem
hún útskrifaðist 1933.
Eftir Kvennaskólann
fór hún til náms í
myndvefnaði, fyrst í
Den kvindelige Ind-
ustriskole í Oslo 1935
og síðan í Slöjdföreningens Konst-
hantverksskola í Gautaborg 1936-
1937. Við komuna til baka 1937
stofnaði hún ásamt vinkonu sinni
Ernu Ryel frá Akureyri vefstofu að
Laufásvegi 19 í Reykjavík sem hún
rak þar til hún fluttist í Hafnarfjörð
1941. Hún hélt áfram vefnaði fyrstu
árin eftir komuna til Hafnarfjarðar.
Hún var mjög dugleg við hann-
yrðir alla sína tíð og eftir hana ligg-
ur mikið af fallegu handverki.
Tonny Margrethe verður jarð-
sungin frá Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði í dag, 28. apríl og hefst at-
höfnin kl. 13.
Elsku Tonny amma,
Það er alltaf einkennilegt að
kveðja. Þó að maður viti að fólk sé
tilbúið til að hefja sína för frá þessu
lífi.
Það hlýjar manni um hjartarætur
að vita að þú skildir sátt við þitt og
hafðir átt gott líf.
Þú áttir margar mjög fallegar
minningar frá þínum yngri árum
sem þú deildir með okkur, þessar
minningar voru með ævintýralegum
blæ bæði frá Noregi og miðbæ
Reykjavíkur. Þegar litið er til baka
áttirðu eflaust mun viðburðaríkara
líf en flestar konur frá þínum tíma en
samt varstu alltaf svo yfirveguð og
róleg þótt þú hafir upplifað margt.
Afi við samhryggjumst þér vegna
andláts ömmu okkar og lífsförunaut-
ar þíns. Þið áttuð langt og viðburða-
ríkt hjónaband saman. Eins og þú
sagðir sjálfur og orðaðir svo fallega
eftir andlát ömmu að þú værir „svo
heppinn að hafa verið giftur bestu
konu í heimi“.
Þessi fallegu orð um ömmu eru
þau sem við munum minnast.
Þín barnabörn,
Pétur, Lísa, Eva og Kristinn,
makar og langömmubörn.
Elskulega Tonny amma, það er
með söknuði sem ég kveð hana. Hún,
sem hefur alltaf verið til staðar, hef-
ur loks fengið hvíldina löngu. Minn-
ingin um ömmu er falleg og góð. Við
systkinin fengum svo oft að fara til
ömmu og afa á Tjarnarbrautina og
líka upp í Dalsel og þar var ýmislegt
brallað. Mjög gjarnan fórum við
krakkarnir með afa út á bát og
veiddum í soðið, svo matreiddi amma
handa okkur silung með nýupptekn-
um kartöflum og smjöri með gras-
lauk og salati úr matjurtagarðinum
hennar. Þetta fannst mér svo ljúf-
fengt og gott. Amma var alltaf eitt-
hvað að matreiða eða baka og allt var
það svo gott.
Þegar ég var orðin eldri kom ég
gjarnan sjálf á Tjarnarbrautina,
sníkti kandís og eitthvað gott með
kaffinu. Og við spjölluðum um heima
og geima. Ég man ekki eftir ömmu
öðruvísi en með bros á vör og alltaf
svo þolinmóð, sama hvað gekk á. Afi
vildi að allt gengi svo hratt og vel
fyrir sig en hún bara brosti og sagði
hlæjandi: „Þetta kemur nú allt með
kalda vatninu Diddi minn.“
Og meira að segja núna seinustu
árin þeirra á Hrafnistu hefur amma
brosað við lífinu þótt á brattann hafi
verið að sækja.
Á annan í páskum fór ég til ömmu
og afa og hún brosti svo fallega til
mín þegar ég kvaddi hana í hinsta
sinn og hún sagði: „Bless Anna mín
og takk fyrir komuna.“ Miklu fremur
ætti ég að þakka henni fyrir sam-
fylgdina og stuðninginn öll þessi ár
sem við höfum áttum saman.
Hvíl í friði.
Anna María Snorradóttir.
Tonny Margrethe
Muller
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Selhellu 3 Hafnarfirði
Sími 517 4400 • www.englasteinar.is
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGVELDUR HÓLMSTEINA RÖGNVALDSDÓTTIR,
Skagfirðingabraut 25,
Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki
föstudaginn 24. apríl.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn
2. maí kl. 11.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Heilbrigðis-
stofnunina Sauðárkróki.
Sigríður Guttormsdóttir, Pétur Skarphéðinsson,
Ragnheiður Guttormsdóttir, Sigurður Frostason,
Elísabet Vilhjálmsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg mágkona mín, föðursystir okkar og
frænka,
VIGDÍS MAGNÚSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Herjólfsgötu 40,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu laugardaginn 25. apríl.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Soffía Júlíusdóttir,
Eygló Einarsdóttir,
Sigríður Snorradóttir, Þorsteinn Sigurðsson,
Elín Snorradóttir,
Einar, Soffía, Snorri, Sigurður, Magnús og Vigdís.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
LILJA GUÐVÖR GUÐMUNDSDÓTTIR,
til heimilis að
Furugrund 12,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti föstudaginn
24. apríl.
Hún verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðviku-
daginn 6. maí kl. 15.00.
Hallvarður S. Guðlaugsson,
Guðmundur J. Hallvarðsson, Anna Margrét Jónsdóttir,
Lilja Dögg Guðmundsdóttir, Elvar Már Ólafsson,
Hallvarður Jón Guðmundsson,
Elfa Rún Guðmundsdóttir.
✝
Elskulegur bróðir okkar,
BJÖRN HJALTASON,
Hátúni 10a,
Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 23. apríl.
Birgir Hjaltason,
Helgi Hjaltason,
Kolbrún Hjaltadóttir Lovell
og fjölskyldur.
✝
Elskuleg móðir okkar,
LÁRA ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Geldingsá,
andaðist á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn
23. apríl.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu-
daginn 30. apríl kl. 13.30.
Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda,
Sigfús Árelíusson,
Guðný Árelíusdóttir,
Lilja Árelíusdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÚLFAR STÍGUR HREIÐARSSON,
Grísará 2,
Eyjafjarðarsveit,
sem lést föstudaginn 17. apríl, verður jarðsunginn
frá Grundarkirkju Eyjafirði fimmtudaginn 30. apríl
kl. 13.30.
Hildur Gísladóttir,
Ragnheiður María Pétursdóttir,
Katrín Úlfarsdóttir, Jóhann Ólafur Halldórsson,
Hjördís Úlfarsdóttir, Fjóla Björk Jónsdóttir,
Gísli Brjánn Úlfarsson, Þorgerður Hauksdóttir,
Úlfhildur Úlfarsdóttir, Baldvin Ingi Símonarson,
afa- og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu
okkur samúð og hlýhug í veikindum og við andlát
okkar ástkæra
ÆVARS RÖGNVALDSSONAR
frá Blönduósi.
Sérstakar þakkir til Hlyns Grímssonar læknis fyrir
umhyggju hans og vináttu. Hjartans þakkir til
starfsfólks Landspítalans við Hringbraut, Land-
spítalans í Kópavogi og heimahlynningar Landspítalans fyrir góða
umönnun.
Guð veri með ykkur öllum.
Elín Sólveig Grímsdóttir,
Svavar Geir Ævarsson, Sigríður Inga Elíasdóttir,
Jóhann Þór Ævarsson, Guðrún Dagbjört Guðmundsdóttir,
Helga Sigríður Ævarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN M. GUÐMUNDSSON,
Reykjum,
Mosfellsbæ,
lést miðvikudaginn 22. apríl.
Málfríður Bjarnadóttir,
Sólveig Ólöf Jónsdóttir, Pétur R. Guðmundsson,
Guðmundur Jónsson, Þuríður Yngvadóttir,
Helga Jónsdóttir, Magnús Guðmundsson,
Bjarni Snæbjörn Jónsson, Björg K. Kristjánsdóttir,
Eyjólfur Jónsson, Auður Þórisdóttir,
Jón Magnús Jónsson, Kristín Sverrisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.