Morgunblaðið - 28.04.2009, Page 31

Morgunblaðið - 28.04.2009, Page 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009 SVEIT Grant Thornton sigraði úrslitakeppni 12 sveita um Íslands- meistaratitilinn sem stóð í fjóra daga og lauk sl. sunnudagskvöld. Í sigur- sveitinni spiluðu Sveinn R. Eiríks- son, Hrannar Erlingsson, Sigur- björn Haraldsson, Magnús E. Magnússon og bræðurnir Hrólfur og Oddur Hjaltasynir. Sveit Eyktar varð í öðru sæti og sveit Karls Sigurhjartarsonar þriðja. Keppnisformið er með þeim hætti að 12 sveitir hefja keppnina um 4 sæti sem spila síðan til úrslita. Sveitir Grant Thornton, Eyktar, Lyfjavers og Karls Sigurhjartarson- ar spiluðu sig af öryggi inn í úrslitin þar sem sveit Grant Thornton leiddi með 212 stig, Eykt hafði 201 stig, Lyfjaver 200 og sveit Karls 196. Fyrir lokaumferðina hafði sveit Grant Thornton 252 stig og sveit Eyktar 243 stig og svo skemmtilega vildi til að þessar sveitir áttust við í lokaumferðinni. Þurfti sveit Eyktar að vinna leikinn 20-10 til að hampa titlinum. Sveit Grant Thornton gaf hins vegar engan höggstað á sér og endaði leikurinn 15-15 og sveit Grant Thornton hampaði titilinum. Sveit Karls Sigurhjartarsonar hafði betur í slagnum um þriðja sætið. Lokastaðan: Grant Thornton 267 Eykt 258 Karl Sigurhjartarson 235 Lyfjaver 225 Þorsteinn Berg, forseti BSÍ, af- henti verðlaun í mótslok. Ólöf Þor- steinsdóttir var mótsstjóri og keppn- isstjóri var Vigfús Pálsson. Sveit Grant Thornton Íslandsmeistari BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson | norir@mbl.is Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Íslandsmeistarar Þeir sigruðu á Íslandsmótinu í sveitakeppni sem lauk um helgina Frá vinstri: Sigurbjörn Haraldsson, Oddur Hjaltason, Sveinn R. Ei- ríksson, Hrólfur Hjaltason og Hrannar Erlingsson. Í sveitinni spilaði einnig Magnús E. Magnússon. Ég ætla að skrifa nokkur orð um móður- bróður minn sem féll frá 3. apríl síðastliðinn. Hann bjó mestan hluta ævi minnar í Svíþjóð, þannig að það voru fjölmargar ferðirnar sem farnar voru yfir hafið til að heimsækja Dóra frænda. Margar góðar minningarnar eigum við börnin mín fjögur frá heimsóknum okkar til hans. Margt kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka, en ein minning er mér afar hugleikin. Þegar ég var 17 ára og var í skóla í Svíþjóð um tíma fór ég oft til Dóra og man ég vel þegar við sátum á kvöldin og borðuðum kvöldsnarl fyrir framan sjónvarpið. Kvöldsnarlið hans frænda var engu líkt. Það var alltaf gott að heimsækja hann og Ingu konuna hans á Skáni þar sem þau bjuggu síðustu æviár hans og minnast stelpurnar mínar oft atvika frá heimsóknum okkar til Dóra og Ingu. Ég og börnin mín komum alltaf til með að minnast frænda sem góðs og greiðvikins manns. Megi hann hvíla í friði. Harpa og börn. Það var alltaf gott að koma til Dóra og Ingu. Aldrei gleymi ég því, þegar endajaxlarnir voru teknir úr mér unglingnum. Þá átti ég athvarf hjá Dóra og Ingu sem hjúkruðu mér og dekruðu við mig, eins og ég væri á fimm stjörnu hóteli. Halldór Hermannsson ✝ Halldór Her-mannsson tækni- fræðingur fæddist í Vík í Mýrdal 14.1. 1931. Hann lést í Sví- þjóð 3. apríl síðastlið- inn. Útför Halldórs fór fram frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ 27. apríl síðastliðinn. Þau stjönuðu við mig til að láta mér líða sem best og væntumþykjan var augljós. Það var alltaf svo mikið gott i kringum þau, að ein- hvern veginn virtist allt betra þegar þau voru nálægt. Ég mun sakna Dóra frænda en minningarnar um hann mun ég geyma í hjarta minu. Blessuð sé minning hans. Sigrún María. Það var alltaf gott að koma til Dóra og Ingu. Aldrei gleymi ég því, þegar endajaxlarnir voru teknir úr mér unglingnum. Þá átti ég athvarf hjá Dóra og Ingu sem hjúkruðu mér og dekruðu við mig, eins og ég væri á fimm stjörnu hóteli. Þau stjönuðu við mig til að láta mér líða sem best og væntumþykjan var augljós. Það var alltaf svo mikið gott í kringum þau að einhvern veginn virtist allt betra þeg- ar þau voru nálægt. Ég mun sakna Dóra frænda en minningarnar um hann geymi ég í hjarta mínu. Blessuð sé minning hans. Harpa Brynjarsdóttir, Sigrún María Brynjarsdóttir. Við Hannes hittum Halldór Her- mannsson fyrst stuttu eftir að þau kynntust, hann og Ingveldur Hösk- uldsdóttir besta vinkona okkar. Þau féllu hvort fyrir öðru og giftust í des- ember 1985 í Hveragerðiskirkju. Fyrstu árin bjuggu þau í Reykja- vík en í ársbyrjun 1994 fluttu þau til Svíþjóðar þar sem Halldór hafði búið í mörg ár áður. Þau settust að í Klågerup á Skáni og komu sér þar upp alveg yndislegu heimili. Við komum fyrst til þeirra til Sví- þjóðar sumarið 1995 og það var sko dekrað við okkur á allan hátt, Halldór grillaði flest kvöld í „Halldórs Steak- house“ og Inga sá um allt hitt. Það var mjög gestkvæmt hjá þeim öll sumur enda gat manni hvergi liðið betur. Við fórum yfirleitt til þeirra annað hvert ár. Sérstaklega er sumarið 1997 minnisstætt, en þá ætluðum við eiginlega að sleppa því að fara vegna 60 ára afmælis Hannesar, en nei takk, það skyldi sko hvergi haldið upp á það afmæli annarsstaðar en í Klågerup. Þetta varð frábær veisla, 13 réttir búnir til af húsbóndanum og dessert eftir Ingu. Þá buðu þau einn- ig Jóhannesi bróður mínum og hans konu en þau búa í Lundi. Frábært kvöld. Síðast fórum við hjónin saman til þeirra árið 2003. Þá er ógleymanlegt hve elskuleg þau voru við mig sl. vor þegar Hann- es minn dó. Ég fór til þeirra í ágúst og var í hálfan mánuð og hafði mjög gott af. Það var bara ekki hægt að hugsa sér betri vini og gestgjafa. Alltaf var jafn gaman að fá þau hingað til okkar í Hveragerði eða fara saman í sumarbústað. Síðast í janúar sl. áttum við þrjú saman ynd- islegan sólarhring hér hjá mér. Hall- dór vildi endilega elda, en það gerði hann oft, sagði okkur Ingu bara að fara inn í stofu og rabba saman. En ég fékk að gera dessertinn. Elsku Inga, mín besta VINKONA. Ég er svo þakklát fyrir allar yndis- legu stundirnar með ykkur, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Guð gefi þér styrk á þessum erfiðu tímum, þetta gerðist svo skyndilega og óvænt. Guði sé lof fyrir börnin þín yndislegu, tengdabörnin, barnabörnin og barna- barnabörnin. Og svo áttu náttúrlega okkur öll að, vini ykkar Halldórs. Guðrún. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnagæsla ,,Au pair” á Englandi Íslensk læknahjón á Englandi óska eftir barngóðri stúlku til að gæta 2 drengja, 1 og 3ja ára, báðir í leik- skóla. Upplýsingar á: DrMatthildur@msn.com. Heilsa Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum LR-kúrinn er ótrúlega einfaldur og öflugur. Engin örvandi efni. Dóra 869-2024 www.dietkur.is lr-dora@internet.is Léttari á fæti með Smart Motion Viltu læra að hlaupa á léttari máta? Hlaupa með minna álagi á fætur, liði og mjóbak? Komdu á Smart Motion hlaupastílsnámskeið. www.smart- motion.org, s. 896 2300. Reiðhjól Rafmagnsreiðhjól Rafmagnsreiðhjól, verð 98.900,- engin tryggingariðgjöld/bensín- kostnaður. Allt að 25 km/klst. án þess að stíga hjólið, ca. 20 km á hleðslunni. www.el-bike.is Tómstundir STÓRT FRÍMERKJAUPPBOÐ 30. apríl kl. 20, Síðumúla 17, 2 hæð. Félag frímerkjasafnara Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ferðaþjónustan Bakkaflöt Skagafirði sími 453 8245 www.bakkaflot.com www.riverrafting.is Gisting Sumarhús til leigu miðsvæðis á Akureyri Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net- samband. Uppl. á www.saeluhus.is eða í 618 2800. Ferðalög Smáauglýsingar augl@mbl.is Farðu inn á mbl.is/smaaugl ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar systur, mágkonu og frænku, SÓLRÚNAR KJARTANSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir hlýlega og góða umönnun. Kormákur Kjartansson, Hólmfríður Fríðsteinsdóttir, Ingvi Þór Kormáksson, Dagrún Ársælsdóttir, Þórður Kormáksson, Ársæll Þór Ingvason. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Barmahlíð 36, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti föstudaginn 24. apríl. Viðar G. Elísson, Guðrún Elsa Elísdóttir, Þorsteinn Elísson, Ásta Fríða Baldvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES ÞORSTEINSSON fyrrverandi aðalféhirðir Landsbanka Íslands, áður til heimilis að Melhaga 6, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugar- dagskvöldið 25. apríl. Hjörtur Hannesson, Sigrún Axelsdóttir, Guðrún Hannesdóttir, Vilhjálmur Þór Kjartansson, Una Hannesdóttir, Geir Ingimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA JÓNSDÓTTIR, áður á Rauðalæk 36, Kleppsvegi 62, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 21. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. apríl kl. 15.00. Aðalbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Finnbogi Sigurðsson, Ágústa Gunnarsdóttir, Þorvarður Gunnarsson, Þórlaug Ragnarsdóttir, Jón Gunnarsson, Sigríður Guðný Sverrisdóttir, Helga Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.