Morgunblaðið - 28.04.2009, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.04.2009, Qupperneq 35
Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is KIRKJULISTAVIKA hefst næst- komandi sunnudag, 3. maí, í Ak- ureyrarkirkju. Hún stendur í viku og degi betur, raunar. Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Þór- steinsdóttir organistar hafa tekið við stjórn hátíðarinnar og segir Eyþór Ingi viðburðina fleiri nú en áður, til að mynda sé boðið upp á sex tónleika þessa átta daga. Segja má að hátíðin sé römmuð inn með tvennum stórtónleikum; fyrri sunnudaginn kemur fram kammerkórinn Hymnodia ásamt kammersveit og henni lýkur sunnu- daginn 10. maí með tónleikum Kórs Akureyrarkirkju og kammersveitar. Á fyrri tónleikunum verða flutt ítölsk og þýsk tónlist; verk eftir Ant- onio Lotti, Antonio Vivaldi og Jo- hann Sebastian Bach. Einleikarar á fiðlu eru Lára Sóley Jóhannsdóttir og Peter Hanson, frábær breskur tónlistarmaður, sem var einmitt kennari Láru Sóleyjar ytra. Á hátíðartónleikunum, seinni sunnudaginn, verða leikin verk eftir G.F. Händel og Felix Mendelssohn þar sem fram koma einsöngvararnir Marta Guðrún Halldórsdóttir, Bragi Bergþórsson og Benedikt Ingólfs- son. Hvorirtveggju stórtónleikarnir hefjast kl. 16. Kirkjulistavikan verður sett í Ak- ureyrarkirkju strax eftir lokahátíð barnastarfsins í kirkjunni sem hefst kl. 11. Þar flytur barnakór kirkj- unnar lög úr söngleiknum Mamma mia undir stjórn Heimis Bjarna Ingimarssonar. Klukkan 15 sama dag verður opn- uð sýning Bryndísar Kondrup Ef- faþa í Safnaðarheimilinu. Fyrri hluta vikunnar verða hádeg- istónleikar í kirkjunni og er aðgang- ur ókeypis á þá alla. Á þeim fyrstu flytja negrasálma þeir Haukur Ágústsson söngvari og Daníel Þor- steinsson píanóleikari. Daginn eftir kom fram í hádeginu Eydís Úlfars- dóttir sópran, Helena Guðlaug Bjarnadóttir sópran og Guðný Erla Guðmundsdóttir og á miðvikudeg- inum ætla þeir að spinna Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari og Hjörleifur Örn Jónsson slagverksleikari. Af nógu er að taka á Kirkju- listavikunni; mánudagskvöldið 4. maí verður kvikmyndin To verdener (Worlds apart) sýnd á Amts- bókasafninu og flytur Bjarni Rand- ver Sigurvinsson guðfræðingur, stuttan inngang um myndina fyrir sýningu og stjórnar umræðum að henni lokinni. Listakonan Arna Valsdóttir verð- ur með vídeósýninguna Upp, upp mín sál, fyrst kl. 18 þriðjudaginn 5. maí og síðan nokkrum sinnum í vik- unni. Á miðvikudagsmorgninum, á mömmumorgni, verður kynning á námskeiði í magadansi en nám- skeiðið sjálft um kvöldið. Vert er að geta þess að á fimmtu- deginum verður vorferð eldri borg- ara að Möðruvöllum í Hörgárdal í fararstjórn Þórunnar Sigurbjörns- dóttur og Rafns Sveinssonar og að kvöldi sama dags kemur Stúlknakór Akureyrarkirkju fram í kirkjunni þar sem meðleikarar verða Að- alheiður Þorsteinsdóttir, Stefán Ing- ólfsson, Kristján Edelstein og Hall- dór G. Hauksson. Laugardaginn 9. maí verður dr. David Porter, dómkirkjuprestur í Coventry, með fyrirlestur um friðar- og sáttargjörðarstarfið sem óx upp úr eyðileggingunni í Coventry eftir loftárás Þjóðverja í nóvember árið 1940. Tónlist, danslist, myndlist  Listamenn úr heimabyggð bera uppi dagskrá Kirkjulistaviku Akureyrarkirkju  Mjög fjölbreytt atriði í boði, meðal annars sex tónleikar á átta daga hátíð Syngja af list Kirkjukór Akureyrar ásamt stjórnandanum, Eyþóri Inga Jónssyni. Hann stjórnar einnig Hymnodiu. TENGLAR .............................................. http://akirkja.is Menning 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009 Gaman væri að vita af hverjueinmitt barokktónlist þyk-ir henta jafn vel í sambúðvið nútímaverk og raun ber vitni, eins og Sumartónleikar í Skálholti eru eitt af mörgum dæmum um á seinni áratugum. Gæti það staf- að af þörf á rækilegum stílrænum andstæðum og fjölbreytni – eða kannski líka af sögulegum nöpum ný- klassísks snemmmódernisma við síð- rómantík? Hvað sem veldur útilokar það eng- an veginn að sköpunarskeið önd- verðrar 19. aldar geti ekki myndað jafnæskilega andstæðu við módern- ísku verkin og barokkið. Enda stend- ur afþreyjandi kammertónlist Boil- dieus (1775-1834), Ludwigs Spohrs (1784-1859) og Gioacchinos Rossinis (1792-1868) álíka fjarri afstraktari anda Haustlaufa og Serenu, þótt sé 50-100 árum nær en hárkolluöldin. Umfram allt er umrædd skífa hin áheyrilegasta, og nánast sérsniðin fyrir ljóðræna kyrrðarstund. Fyrstu þrjú verkin, s.s. af snemmróm- antískum toga, runnu fyrirsjáanlega ljúft niður þrátt fyrir talsverðar tæki- kröfur, þó maður saknaði ársetninga ópusa. Íslenzku nútímaverkin komu hins vegar meira á óvart, ekki sízt Haustlauf [11:23] Mistar Þorkels- dóttur frá 1994, er laðaði fram nærri erótíska dulúð með m.a. draugalegum einstrengsglissum hörpunnar og Ar- abíulegum lagfrumum. Tókst höfundi þar að magna upp óvænta tilfinningu fyrir framvindu á milli annars kyrr- stæðra þrástefjaflata. Serena [14:31] frá 1995 gæti verið meðal síðustu verka Leifs Þórarins- sonar (1934-98; fæðingarár rangfært 1945), er sumir telja meðal frumleg- ustu tónskálda af fyrstu kynslóð ís- lenzkra módernista. Áferðin er kyrr- látt hægferðug og afar sparneytin en leynir samt á sér, og pentatónískt lagferli síðasta þriðjungs ljær hörp- unni nærri japanskan kótókeim. Hér sem endranær er leikið af yfirvegaðri íhygli og þokka, og dreymandi heild- arblærinn gerir diskinn kjörinn fyrir síðkvöldahlustun – ef ekki á milli svefns og vöku. Kyrrðar- stund á síð- kvöldum Íslenzkur hljómdiskur Serena bbbmn Sónötur eftir Boieldieu og Spohr; And- ante con variazioni eftir Rossini. Mist Þorkelsdóttir: Haustlauf. Leifur Þór- arinsson: Serena. Laufey Sigurðardóttir fiðla, Elísabet Waage harpa. Upp- tökustjórn: Halldór Víkingsson, Fer- mata. Heildarlengd: 66:36. Smekkleysa (nr. ótilgreint), 2009. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST LJÓSMYNDASÝNINGIN Bus Stop verður opnuð í dag, þriðjudag, í Borgarbókasafni Reykjavíkur í Tryggvagötu 15 kl. 17. Ljósmyndinar, sem eru eftir Sigurð Gunnarsson, eru af tíu strætóskýlum á höfuðborg- arsvæðinu og Akranesi og sýna fjölbreytileikann í hönnun og gerð skýla í borginni. Enn- fremur hvernig uppsetning þeirra getur verið háð umhverfinu. Sigurður hefur starfað sem ljósmyndari síðustu þrjú ár, aðallega við blaðaljósmyndun. Þetta er hans önnur einkasýning. Áður hélt hann sýn- inguna Goðar Íslands á Kaffi Mokka 2006. Ljósmyndir Sýnir strætóskýli í borginni Hluti eins verks Sigurðar. KVENNAKÓR Hafnarfjarðar heldur vortónleika í kvöld, þriðjudag, kl. 20 í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarð- arkirkju. Dagskráin er fjölbreytt. Til að mynda nýtt verk, Stökur, eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við ljóð Lilju Sólveigar Krist- jánsdóttir. Tónverkasjóður Gígjunnar fékk Hildigunni til að semja verkið. Kórfélagarnir syngja um vorið og birtuna. Lög- in eru úr ýmsum áttum, íslenskar og erlendar vor- vísur, madrigali, kirkjuleg verk og söngleikjalög. Stjórnandi kórsins er Erna Guðmundsdóttir og píanóleikari er Antonia Hevesi. Tónlist Kvennakór Hafn- arfjarðar syngur Hafnarfjarð- arkirkja. ALÞJÓÐLEGI dansdagurinn er á morgun, miðvikudaginn 29. apríl. Í tilefni dagsins stendur Félag íslenskra list- dansara fyrir danssýningum, í Kringlunni kl.15.30 og í Ráð- húsi Reykjavíkur kl.17. Á sýningunum verða ýmis atriði frá dansskólum höf- uðborgarsvæðisins. Félagið hvetur sem flesta til að koma á sýningarnar og samgleðjast fé- lagsmönnum á degi dansins. Þá eru skólastjórn- endur eru hvattir til að virkja nemendur í dansi á morgun og á „Facebook“ er auglýstur alheims- viðburðurinn Hug a Dancer þar sem fólk er hvatt til að grípa næsta dansara og knúsa hann. Dans Sýningar á alþjóð- lega dansdeginum Allir eru hvattir til að dansa á morgun. Hefur Kirkjulistavikan oft verið haldin á Akureyri? Þetta er í ellefta skipti sem hátíð- in fer fram. Hún var fyrst haldin vorið 1989 og er annað hvert ár. Er hátíðin svipuð og áður? Fleiri viðburðir eru á dagskránni en áður og þá er stefnan hjá nýj- um stjórnendum, að hampa sem mest listamönnum í heimabyggð. Er höfðað til sérstaks hóps að þessu sinni? Nei, til allra. „Yngsti markhóp- urinn er nýfædd börn!“ segir Ey- þór Ingi Jónsson organisti. Þar á hann við krílasálma, sem svo eru kallaðir, en það er samheiti yfir kirkjuleg tónlistarnámskeið fyrir ungbörn og foreldra þeirra. S&S Við fáum ekki ein- kunnir, Dönum finnst svo gaman að tala saman … 36 » Ég gat þess fyrir sex árum án ut- ankomandi andmæla að hermt sé upp á Mozart að hafi verið flautuhat- ari. Spurður að gefnu tilefni hvaða hljóðfæri gæti verið falskara en flauta kvað hann hafa sagt: Tvær flautur! Sé nokkuð hæft í því [af einhverri ástæðu var flautan löngum eina ein- skipaða blásturshljóðfærið í hljóm- sveitarverkum hans og Haydns] hefði þáverandi hópur á við hinn Ís- lenzka 14 manna flautukór (nú 13 kvenna og eins karls) átt að vera honum hreinasta martröð. En tæpast í dag. Burtséð frá um- deilanlegu sannleiksgildi sögukvitts- ins hafa orðið miklar framfarir síðan þá í flautusmíði. M.a. njóta „upphaf- legar“ barokktréflautur nútímans góðs af nákvæmari smíðatækni, og spilamennskan af tilkomu tónlistar- skóla sem voru óþekkt fyrirbrigði á 18. öld. Alltjent var næsta vonlítið að greina misdægra inntónun í hópleik ÍFK á tónleikum hans í Neskirkju fyrir allt frá fimm manna grúppu upp í 14, enda hver einstaklingur lokaprófshafi í flautuleik og margir með viðbótarnám að baki. Þvert á móti var samhljómurinn undratær, og eftir fyrsta númerið, þríþættan Vínarklassískan Concerto Boismor- tiers, mátti varla greina rytmíska ósamstæðu svo orð væri á gerandi. Tilefni tónleikanna var för kórsins á alþjóðlega ráðstefnu í New York nk. ágúst í boði þarlendrar „Nation- al Flute Association“ með verkum eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Huga Guðmundsson og Þuríði Jónsdóttur ÍFK-meðlim. Þau voru ekki á boð- stólum að sinni, en hinn sænskætt- aði kórlimur Maria Cederberg átti hins vegar snotran lítinn „Op. 1“, Rolling Flutes, er beitti klasa- hljómatækni af sannfærandi eleg- ans. Eftir landa hennar Erland von Koch og Malin Bång voru hið stutta en dýnamískt bráðfallega Cantilena og síðan Ljómi, öllu langdregnara og effektaskotnara hljóðverk, sagt inn- blásið af Tíma og vatni Steins Stein- arr. Heimsfrumflutt var Frammenti di acqua („Vatnsbrot“), gizka áheyri- legt djassskotið naumhyggjuverk fundið á netinu eftir G. Scarvaglieri, nýútskrifaðan kompónista frá Bol- ogna, og annað ítalskt verk, styttra og rómantískara eftir N. Piovani, La vita e bella, rann sætlega niður áður en fjörug einþætt Cassation J. Felds lauk kvöldi með skemmtilegu sam- blandi af hrynfast austrænni penta- tóník og Hollywood. Hallfríður Ólafsdóttir sýndi hér vaxandi stjórnarhæfileika, og þó að fullmikið ítarefni væri eftirlátið mis- skýrum munnkynningum þátttak- enda, þ.m.t. upplýsingar um höf- unda, ártöl og mismunandi áhafnir C-fl., alt-, bassafl. & pikkóló, mátti samt vænta þess að álíka fjölbreytt dagskrá í jafngóðri túlkun ætti eftir að gera það gott þar vestra. Neskirkja Kammertónleikar bbbb Verk eftir Boismortier, Scarvaglieri (frumfl.), Piovani, Malin Bång, Erland von Koch, Mariu Cederberg (frumfl.) og J. Feld. Íslenzki flautukórinn; stj. Hallfríður Ólafsdóttir. Sunnudaginn 19. apríl kl. 20. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Viðsnúin martröð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.