Morgunblaðið - 28.04.2009, Side 36

Morgunblaðið - 28.04.2009, Side 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009  Sumarútgáfa Senu er nú að taka á sig mynd og ljóst að fjölmargar skemmtilegar plötur munu líta dagsins ljós á næstu vikum og mán- uðum. Meðal þess sem kemur út má nefna safn helstu laga og „sketsa“ Tvíhöfða sem gefið verður út í tvö- faldri geislaplötu á þjóðhátíðardag- inn 17. júní en heyrst hefur að þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjart- ansson muni senda frá sér nýtt Tvíhöfðaefni í tilefni útgáfunnar. Tvíhöfða-safndiskur væntanlegur Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is TÓNLISTIN tröllríður flestu og í ljósi úrslita undangenginna kosninga er ljóst að hið háa Al- þingi er komið þétt undir væng hennar. Nýliðun á Alþingi hefur aldrei verið meiri og í þeim hópi eru dýrkendur tónlistargyðjunnar allnokkrir. Þannig flaug inn ein af meginsprautum póst- módernísku poppsveitarinnar ske, sjálfur Guð- mundur Steingrímsson (xB) en í hans tilfelli má segja að enginn flýi örlög sín. Salt jarðarinnar á þá sinn fulltrúa í höfuðsnillinginum Birni Val Gíslasyni (xV), skipstjóra á frystitogaranum Kleifabergi frá Ólafsfirði en hann leiðir hljóm- sveitina Roðlaust og beinlaust sem sam- anstendur að mestu af áhöfn nefnds togara. Þá er Skúli Helgason (xS) kominn inn en hann er ábyrgur fyrir framsæknu rokkuppeldi margs Ís- lendingsins í gegnum þætti sína Rokk og ný- bylgju sem útvarpað var á Rás 2. Nú þá er Tryggvi Þór Herbertson (xD), hagspekingur dottinn inn á þing. Hann starfaði eitt sinn hjá Stúdíó Mjöt og tók meðal annars upp Bubba Morthens, Greifana og Skriðjöklana. Hann stýrði t.a.m. upptökum á meistarastykki Bubba, Konu (1985). Það er ágætt að vita til þess að þessir fulltrúar stærstu flokkanna geta sest nið- ur í ljúfmannlegum, innblásnum samsöng eftir innhaldslaust argaþras dagsins. Nú þarf bara að henda Ómari, Bubba og Jakobi Frímanni inn og þá er þetta orðið nokkuð skaplegt. Alþingi hljómar bara býsna vel! Morgunblaðið/ Jim Smart Pólitískur söngvaseiður Björn Valur Gíslason.  Spurningakeppnin Bubba- sérfræðingurinn fór fram á föstu- daginn á Classic Rock en keppnin var nú haldin í annað sinn. Töluvert færri öttu kappi í ár en í fyrra en meðal þeirra sem stóðu að skipu- lagningunni var sigurvegari síðasta árs, Bárður Örn Bárðarson. Eftir að keppendur höfðu þreytt skriflegt próf kepptu fimm stiga- hæstu keppendurnir til úrslita og var sú umferð munnleg. Skemmst er frá því að segja að Birkir Hrafn Jóakimsson hlaut nafnbótina Bubbasérfræðingurinn 2009 og hlaut að launum glæsileg verðlaun í boði Hótel Keflavíkur, Rizzos, Aski við Suðurlandsbraut, Senu og geisladiskabúðar Valda auk bikars ásamt áritaðri mynd af Bubba. Fámennt á Bubba- sérfræðingnum  Kaffihúsið á horni Frakka- og Kárastígs er nú orðið helsta bó- hema-kaffihús bæjarins og þar af- sannast á hverjum morgni sú goð- sögn að listamenn séu framlágir. Árrisulir listamenn á Kaffismiðjunni Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „MAÐUR þarf að fara að dusta flös- una af smókingnum,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðarmaður sem er nú kominn með mynd inn á Cannes-hátíðina í annað skiptið. Tilkynnt var í gær að stuttmyndin Anna eftir Rúnar hefði verið valin til þátttöku á Cannes kvikmyndahátíð- inni í ár. Þar mun hún keppa um SFR-verðlaunin fyrir bestu stutt- myndina innan 41. „Directors’ Fortnight- dagskrárinnar“ og verður heims- frumsýnd við það tækifæri. „Það er mjög gaman að byrja með myndina á Cannes og er ég núna að vinna í því að klára hana fullkomlega. Ég var með Smáfugla á Cannes í fyrra í aðalkeppninni en Anna er hálfgerður bastarður hvað varðar tímalengd, hún er alveg 35 mínútur að lengd og setur það mér ákveðnar hömlur. Miðað við hvað það eru margar kvikmyndahátíðir í heiminum fyrir stuttmyndir eru ekki mjög margar fyrir þetta milliform.“ Rúnar segir óvinsælt að hafa stuttmyndir svona langar. „Direc- tors’ Fortnight er eini vettvang- urinn á Cannes sem sýnir svona millilangar myndir eins og mína en innan þessa flokks eru líka styttri og lengri myndir. Inn í aðalkeppnina á Cannes eru til dæmis bara teknar stuttmyndir upp að fimmtán mín- útum.“ Fær enga tíu Anna fjallar um unga stúlku á við- kvæmu tímabili lífs síns. Hún býr í sjávarplássi úti á landi og upplifir sig á krossgötum í lífinu, umhverfi hennar er að breytast og það á einn- ig við um hana. Myndin er tekin upp í Danmörku og er útskriftarmynd Rúnars frá hinum Konunglega danska kvik- myndaskóla en Rúnar lýkur þaðan námi í vor. „Það hefur ekki gerst áð- ur í skólanum að mynd nemanda hafi verið frumsýnd á virtri hátíð fyrir útskrift,“ segir Rúnar sem á samt ekki von á neinni tíu. „Nei, við fáum ekki einkunnir, Dönum finnst svo gaman að tala saman að verk- efnin eru bara rædd.“ Rúnar segir að fleiri kvik- myndahátíðir hafi sýnt áhuga á Önnu en ekkert sé enn ákveðið í þeim efnum. „En hún á eftir að fara í eitthvert ágætis ferðalag um heim- inn.“ Fyrsta kvikmynd Rúnars í fullri lengd er nú á vinnuborðinu og er stefnt að tökum á henni 2010. Hún verður líklega tekin á Íslandi og fjallar um mann sem fer á eftirlaun. Rúnar fór ekki með Gullpálmann heim af Cannes í fyrra en aldrei er að vita hvað gerist í ár. „Það er gam- an þegar vel gengur en sigurmyndin er mat nokkurra manneskja sem skipa dómnefnd í hvert skipti svo þetta kemur bara í ljós. Annars er bara eintóm gleði að vera kominn á Cannes.“ Anna keppir í Cannes  Rúnar Rúnarsson fer með sína aðra stuttmynd til Cannes  Myndin er útskriftarverkefni Rúnars frá hinum Konunglega danska kvikmyndaskóla Anna Myndin gerist í sjávarþorpi í Danmörku og er söguhetjan tólf ára stelpa. Anna er á viðkvæmu tímabili í lífi sínu og fylgst er með breytingum sem verða á henni sjálfri og í umhverfi hennar. Myndin er útskriftarverkefni Rúnars. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is JÓHANN Jóhannsson nýtur mik- illar farsældar í alþjóðlegum heimi nútímatónlistar og ekkert lát er á eftirspurn eftir kröftum hans þar ef svo mætti segja. Síðasta hljómplata hans, Fordlândia, kom út í fyrra og treysti nafn hans þar enn frekar í sessi. Þannig leggur Jóhann upp í tónleikaferð um Bandaríkin í júní og í júlí leikur hann á blásturs- hljóðfærahátíð í Englandi en með- fram þessu er hann að vinna tónlist fyrir kvikmyndir, m.a. ljóðræna og heimspekilega heimildarmynd um Kaupmannahöfn eftir einn helsta leikstjóra Dana af yngri kynslóðinni, Max Kestner og svo mynd eftir mexíkóska leikstjórann Alejandro Molina. Það helsta Nú í maí kemur Jóhann þá fram á hinn virtu Futuresonic-hátíð í Man- chester, sem tekur á nútímatónlist í sem víðustum skilningi. Hátíðin hef- ur verið keyrð síðan 1995 og nýtur mikillar virðingar sem slík. Stendur hún í fjóra daga, frá 13. til 16. maí. Aðalnúmerið í ár er sjálfur Philip Glass, eitt áhrifamesta nútíma- tónskáld sem uppi hefur verið og mun hann leika úrval verka sinna á píanó og mun aukinheldur spjalla á milli laga og gera grein fyrir tilurð- inni. Í greinargerð Manchester Confidential um hátíðina er Jóhann dreginn fram sem eitt af því helsta sem hátíðina prýðir, ásamt Glass, dómsdagsrokksgoðsögnunum í Electric Wizard, lo-fi undrinu Ariel Pink og jaðarhipphopphópnum Anti Pop Consortium. Jóhann Jóhannsson á hátíð með Philip Glass Ljósmynd/Magnús Helgason Stór Vegur Jóhanns Jóhannssonar breikkar sífellt. Tónskáldið er einn af risum nútímatónlistarinnar „Ég er að vonast til að koma Smáfuglum á undan einhverri mynd á næstunni og mér skilst að framleiðendurnir séu í við- ræðum við Sjónvarpið um sýn- ingu. Ég veit ekki á hvaða stigi þær viðræður eru,“ segir Rúnar spurður hvort landar hans fái ekki að sjá hina farsælu stutt- mynd Smáfugla bráðlega. Myndin hefur nú hlotið yfir fjörutíu alþjóðleg verðlaun. Smáfuglar Rúnar Rúnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.