Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009
Eftir Bergþóru Njálu
Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
BORGARRÁÐ samþykkti í síðustu
viku heimild til að taka aftur við lóð-
um frá þeim lóðarhöfum í Úlfars-
árdal, sem keyptu byggingarrétt í
útboði og greiddu fyrir hann með
skuldabréfi frá borginni en lent hafa
í vanskilum. Skilyrði er að ekki sé
hafin uppbygging á lóðinni en lóð-
arhafinn fær lóðarverðið ekki end-
urgreitt.
Að sögn Ágústs Jónssonar, skrif-
stofustjóra framkvæmdasviðs borg-
arinnar, er um innheimtumál að
ræða. „Þeir sem keyptu bygging-
arrétt á sínum tíma áttu þess kost að
greiða fyrir 90% af verði lóðarinnar
með skuldabréfi til borgarinnar og
nokkrir notfærðu sér það. Nokkrir
þeirra eru komnir í vanskil og þá er
þrennt í stöðunni ef þeir ekki borga.
Reykjavíkurborg mun ekki rifta söl-
unni á byggingaréttinum og end-
urgreiða með verðbótum. Önnur
leiðin væri sú að setja veðið, þ.e.
byggingaréttinn, á uppboð. Þeir sem
hafa fengið lánað í bankanum og
lenda í vanskilum lenda væntanlega
í slíku ferli. Þriðja leiðin er að gefa
þessu fólki kost á að skila lóðunum
án þess að fá endurgreitt. Þá er það
eins sett og þeir sem lenda í upp-
boðsmeðferð nema það sleppur við
kostnað og óþægindi sem eru í kring
um sjálft uppboðið.“ Slíka heimild
hafi borgarráð nú samþykkt.
Hann segir aðeins sex lóðarhafa
sem greiddu með skuldabréfi ekki
byrjaða á framkvæmdum. „Þeir sem
þarna koma við sögu eru búnir að
borga á bilinu 10–40% af upphaflega
lóðarverðinu sem væri þá fórn-
arkostnaður hjá þeim ef þeir færu
þessa leið, sem er alls ekki víst að
þeir geri. Það er aðeins einn sem
hefur óskað eftir að fá að haga mál-
um með þessum hætti.“
Hingað til hafa eingöngu þeir sem
keyptu lóðarrétt á föstu verði fengið
að skila lóðum en ekki þeir sem
keyptu lóð í útboði, sem Ágúst skýr-
ir með ólíkum skilmálum í lóð-
arsamningum.
Eftir Bergþóru Njálu
Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
ÁKVÖRÐUN um stýrivaxtastig er
í höndum peningastefnunefndar
Seðlabankans en vaxtastefnunni er
lýst í samningsskjali Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins (IMF) og íslenskra
stjórnvalda. Þetta segir Franek
Rozwadowsky, sendifulltrúi IMF
hér á landi, sem telur ekki svigrúm
til frekari vaxtalækkana að sinni.
„Í áætlun Íslands er litið svo á að
vaxtalækkun sé háð því að traust
ríki, sem endurspeglast í stöðugu
eða jafnvel stígandi gengi,“ segir
Rozwadowsky. „Undanfarið höfum
við séð mjög djarfa lækkun stýri-
vaxta, um fimm próstentustig, við
síðustu þrjár ákvarðanir og gengið
hefur verið að mestu stöðugt. Núna
er gengið hins vegar komið niður
undir sitt lægsta frá byrjun krepp-
unnar sem bendir til að ekki sé rúm
fyrir frekari lækkanir stýrivaxta í
bili.“
Hann segir viljayfirlýsinguna,
sem er samningsskjal íslenskra yf-
irvalda og IMF, mynda rammann
fyrir vaxtastefnuna en Seðlabank-
inn ákveði vextina. Inntur eftir því
hvort IMF reyni að hafa áhrif á
ákvörðun Seðlabankans segir
Rozwadowsky: „Við komum við-
horfi okkar á framfæri, eins og
núna.“
Enn hefur önnur útborgun láns
IMF ekki borist eins og búist var
við. Rozwadowsky segir útborganir
ekki fastsettar ákveðna daga, held-
ur komi þær að að lokinni reglu-
legri endurskoðun áætlunarinnar.
Þróun í stjórnmálum innanlands,
þ.e. fall ríkisstjórnarinnar, myndun
minnihlutastjórnar og kosningar
hafi tafið þá endurskoðun. „Það
hefur þó ekki skapað vandamál fyr-
ir okkur. Ef eitthvað er þá er þró-
unin frekar jákvæð því það er mik-
ilvægt að ríkisstjórnin hafi skýrt
umboð til að takast á við vanda-
málin sem kreppan skapaði, svo
fremi sem þau fylgja grunnþáttum
áætlunarinnar.“
Hann segir einhvern tíma taka að
ljúka endurskoðuninni, sem sé for-
senda útborgunarinnar. Sendinefnd
IMF þurfi að koma til landsins og
ganga þurfi frá gögnum og skýrslu-
gerð til stjórnar sjóðsins. „En ég
myndi segja að það yrði bráðlega.“
Sendifulltrúi IMF á Íslandi segir að lágt gengi krónunnar veiti ekki svigrúm til vaxtalækkunar að sinni
Vaxtastefnunni hafi verið
lýst í viljayfirlýsingunni
Morgunblaðið/Golli
Lætur vita IMF kemur sinni skoðun
á framfæri við Seðlabankann.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
SVÍNARÆKTIN gæti notað um 20
þúsund tonn af íslensku korni á ári,
að mati Harðar Harðarsonar, for-
manns Svínaræktarfélags Íslands.
Hann segir gríðarmikla möguleika
fólgna í aukinni notkun íslensks
korns til svínaræktar og sú búgrein
geti notað einna mest af korni af öll-
um búgreinum í landinu.
Skýrsla um kornrækt á Íslandi var
unnin að frumkvæði þáverandi sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra
og kom út í febrúar síðastliðnum.
Hörður gagnrýnir að í skýrslunni sé
einblínt á það hvernig aukin korn-
rækt hér á landi geti stutt við rekst-
ur kúabúa. „Það er mikill misskiln-
ingur. Ef við horfum á innanlands-
framleiðslu á svínakjöti sem er um
6.800 tonn á ári þá erum við svína-
bændur að nota rúm 30 þúsund tonn
af fóðri. Af því gæti byggið verið 65-
70% eða um 20 þúsund tonn á ári,“
sagði Hörður.
Hann benti á að þetta opnaði
möguleika á aukinni kornrækt og
kornið gæti orðið mikilvæg verslun-
arvara. Hörður sagði að í fyrrnefndri
skýrslu gerðu skýrsluhöfundar ráð
fyrir að innanlandsframleiðsla á
byggi gæti aukist upp í 41 þúsund
tonn á ári, en nú sé hún um 11 þús-
und tonn. Svínaræktin ein geti því
notað um helming af öllu bygginu
miðað við svipaða kjötframleiðslu og
í dag.
Notar einungis íslenskt bygg
Hörður rekur svínabú í Laxárdal
II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Fóðrið er blandað á staðnum og
sagði Hörður það nánast regluna á
svínabúum landsins. Á búinu er ein-
ungis notað íslenskt bygg. Auk
byggsins er notað íslenskt fiskimjöl,
íslensk dýrafita en innflutt er hveiti,
soja og bætiefni á borð við fjörefni.
Fóðrið er því að langmestu leyti ís-
lenskt. „Við sem gerum þetta svona
erum alls ekki með lægra hlutfall af
íslensku fóðri en t.d. mjólkurfram-
leiðslan“ sagði Hörður. Það getur
aukið enn á hagkvæmnina að svína-
mykja hentar vel til áburðar á korn-
akra og getur komið að miklu leyti í
staðinn fyrir aðkeyptan áburð.
Þá sagði Hörður að hér væru
ákjósanlegar aðstæður til kornrækt-
ar og hvorki notað skordýraeitur né
vaxtarhvetjandi efni við ræktunina
eins og víðast hvar er gert í ná-
grannalöndum.
Hægt að fram-
leiða svínafóður
að mestu hér
Íslenskt bygg þykir gott svínafóður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grís Aukin kornrækt gæti sparað
mikinn innflutning á svínafóðri.
Í HNOTSKURN
»Framleiðsla á svínakjötihér hefur farið vaxandi.
Framleiðsla á 12 mánuðum
miðað við apríl 2009 var 6.807
tonn.
»Svínakjöt var tæp 25%kjötframleiðslunnar í
fyrra, alifuglakjöt rúm 26%,
kindakjöt 32,5% og nautakjöt
rúm 13%.
» Í nýlegri skýrslu um korn-rækt er gert ráð fyrir að
framleiðsla á byggi hér á landi
geti orðið um 41.000 tonn á
ári.
»Kornbændur fá styrk fyrirallt að 20 hektara akra.
Það hámark er talið hamla
frekari þróun kornræktar hér
á landi.
„VIÐ höfum sóst eftir því við Reykjavíkurborg að fá að skila lóðinni síðan
um páskana í fyrra, þegar allt fór að fara hér niður á við og við sáum ekki
fram á að þetta myndi ganga upp. En við höfum bara fengið neitun,“ segir
Gunnar Freyr Freysson, sem keypti lóðarrétt í Úlfarsárdal í útboði árið
2006. Honum finnst ekki jafnræði með lóðarhöfum varðandi skil á lóð-
unum, því tekið hafi verið við lóðum frá lóðarhöfum sem keyptu á föstu
verði frá borginni en ekki þeim sem keyptu lóðir í útboði. „Og það er und-
arlegt að það skuli vera tvenns konar reglur um skil í sama hverfi.“
Sjálfur fjármagnaði hann lóðarkaupin með láni frá sínum viðskipta-
banka, enda mat hann það hagstæðara en lán borgarinnar. „Ég sé ekki að
það eigi að skipta nokkru máli hvort fólk tók lán hjá borginni eða öðrum
því borgin hefur fengið þessa peninga greidda. Þeir ættu að sjálfsögðu að
vera til því þeir áttu að fara í uppbyggingu á þessu hverfi, sem ekki hefur
gengið eftir. Á sínum tíma voru þeir gagnrýndir fyrir hátt lóðarverð og þá
voru rökin eimitt að það væri dýrt að byggja nýtt hverfi frá grunni.“
Gunnar hefur ásamt fleiri lóðarhöfum fengið lögfræðing til að kæra
ákvörðun borgarinnar. „M.a. voru ákveðnar reglur um hversu fljótt hús-
byggjendur skyldu byggja upp sín hús og ganga frá lóð en þeir rýmkuðu
þessar reglur einhliða í haust. Ef þeir hefðu ekki gert það hefðu þeir átt að
ganga á þá sem eru ekki búnir að uppfylla þessi skilyrði, taka af þeim lóð-
ina og gera upp við þá.“
Ólíkar reglur í sama hverfi
Steingrímur J.
Sigfússon fjár-
málaráðherra
segir IMF verða
að svara því hvort
viðeigandi sé að
sjóðurinn setji
þrýsting á Seðla-
bankann varð-
andi stýrivaxta-
ákvarðanir. Hann
segist binda vonir
við stýrivaxtalækkun en ljóst sé að
hún sé m.a. háð ríkisfjármálum, end-
urreisn bankakerfisins, úrlausn
jöklabréfa og fleiru.
Í október sl. hækkaði Seðlabank-
inn stýrivexti eftir skammvinna
lækkun, á þeirri forsendu að hækk-
un vaxta væri hluti samkomulagsins
við IMF. Steingrímur segir það hafa
verið eitt af upphafsskilyrðum
samningsins sem gilti ekki um ferlið
upp frá því. „Það eru engin sam-
bærileg skilyrði í gangi núna.“
Vaxtalækk-
un ýmsu háð
Steingrímur J.
Sigfússon
Morgunblaðið/Kristinn
Lóðin Búið er að taka grunn og slá upp fyrir öðrum sökkli parhússins sem Gunnar Freyr Freysson hugðist byggja í
félagi við vinafólk. Hann segir lítið mál að fjarlægja uppsláttinn og moka yfir holuna setji borgin það sem skilyrði.
Skil í stað uppboðs
Borgarráð samþykkir takmarkaða heimild til að taka við upp-
boðslóðum hafi þær verið keyptar á skuldabréfi frá borginni