Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 34
34 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009
SVO virðist sem
skattyfirvöld séu loks-
ins að átta sig á hve
stofnun skúffufyr-
irtækja í skatta-
skjólum erlendis hefur
verið algeng und-
anfarin ár. Fyrrver-
andi ríkisskattstjóri
Indriði H. Þorláksson
og núverandi rík-
isskattstjóri Skúli
Eggert Þórðarson hafa verið dug-
legir við að láta ljós sitt skína í
greinaskrifum og umfjöllunum und-
anfarið um þessi mál.
En hvers vegna brugðust þessir
aðilar ekki við fyrir áratug þegar
þeim ásamt ráðherrum og alþing-
ismönnum 125. löggjafarþings lýð-
veldisins var gerð grein fyrir með
hvaða hætti þessi mál voru að
þróast þá?
Á þeim tíma var Indriði H. Þor-
láksson í starfi ríkisskattstjóra, ný-
lega tekinn við því starfi af Garðari
H. Valdimarssyni sem einnig hafði
vitneskju um þessa þróun. Núver-
andi ríkisskattstjóri
var þá í starfi skatt-
rannsóknarstjóra. Geir
H. Haarde hafði ný-
lega tekið við í fjár-
málaráðuneytinu af
Friðriki Sophussyni
sem einnig hafði vitn-
eskju um að þessi fyr-
irbæri væru að byrja
að grafa um sig. Um-
ræða um stofnun
skúffufyrirtækja var
meðal annars tekin hjá
efnahags- og við-
skiptanefnd Alþingis á þessum tíma
en svo virtist sem enginn nefnd-
armanna frekar en aðrir sem
nefndir eru í þessari grein hefðu
nokkurn áhuga þá á að bregðast
við þessu meini.
Eins og þeim sem málið er skylt
vaknaði þessi umræða út frá deil-
um um skattalega meðhöndlun
dagpeninga sem hópur Íslendinga
fékk greidda vegna starfa sinna í
Rússlandi fyrir íslenskt fyrirtæki.
Þrátt fyrir að launagreiðandi og
umræddir starfsmenn hafi fylgt
landslögum og útgefnum reglum
Ríkisskattstjóra um frádrátt á móti
fengnum dagpeningun í hvívetna
sáu skattyfirvöld ástæðu til að
íþyngja umræddum starfsmönnum
með því að hafna því að lög og
reglur um frádrátt á móti dagpen-
ingagreiðslum sem í gildi voru á
þessum tíma ættu við þrátt fyrir að
mjög skýrt hefði verið kveðið á um
þessa hluti í skattmati ríkisskatt-
stjóra.
Hæstiréttur kvað síðan upp dóm
um að skattyfirvöldum hefði verið
heimilt að ganga gegn ákvæðum í
skattmati Ríkisskattstjóra og
skerða frádráttarheimildir fyrr-
nefndra starfsmanna. Og þar með
dæmdi Hæstiréttur þann hluta
skattmats Ríkisskattstjóra sem
kvað á um frádrátt á móti fengnum
dagpeningum ógildan og var þar
með komið fordæmi um hvaða for-
sendur þyrftu að liggja fyrir svo
heimilt væri að nýta sér frádrátt-
arákvæði í skattmati. Umræddir
starfsmenn voru tilneyddir að taka
mark á úrskurði Hæstaréttar og
greiða skatta af umræddum dag-
peningagreiðslum. Hins vegar má
ljóst vera að skattyfirvöld og þing-
menn landsins sem eiga að fara
fram með góðu fordæmi hafa allar
götur síðan umræddur dómur féll
virt hann að vettugi. Enn í dag
taka þeir aðilar sem eiga að halda
utan um að vel sé farið með fjár-
muni þjóðarinnar sér skattsvikna
dagpeninga í trássi við niðurstöðu
Hæstaréttar og komast upp með
það vegna aðgerðaleysis skatt-
yfirvalda enda njóta þeir sem þar
starfa góðs af aðgerðaleysinu.
Nú skyldi einhver spyrja: „En
hvað koma þessi dagpeningamál
umræðunni um skúffufyrirtæki í
skattaskjólum við?“ En þar liggur
einmitt hundurinn grafinn. Ef
skattþegnarnir eru ósáttir við
hvernig skatttekjunum er varið og
þess ekki gætt að jafnræði sé í
skattheimtu þá er tæplega hægt að
búast við því að skattþegnarnir
beri mikla virðingu fyrir þeim
reglum sem lúta að skattamálum
og þeim yfirvöldum sem skattamál
heyra undir. Ef skattyfirvöld neita
sjálf að viðurkenna þær leikreglur
sem þau setja einhliða eru ekki
miklar líkur á að þegnarnir beri
virðingu fyrir þeim og spili sam-
kvæmt þeim. Þvert á móti er afar
líklegt að þegnarnir leiti allra leiða
til að beygja reglurnar og koma sér
hjá skattgreiðslum sem mest þeim
er kostur í ljósi þess að skatt-
yfirvöld hafa rangt við þrátt fyrir
að hafa sjálf sett reglurnar.
Í stað þess að Indriði H. Þor-
láksson, sem var ríkisskattstjóri
þegar fyrrnefndur hæstarétt-
ardómur féll, nýtti sér niðurstöð-
una til að taka á dagpeningasukki í
embættismannakerfinu og sýna að
jafnræði gilti í þeim efnum með
skattþegnum landsins kaus hann að
aðhafast ekkert og styrkja þannig
jarðveginn fyrir virðingarleysi
skattþegnanna gagnvart því yf-
irvaldi sem hann sjálfur var í for-
svari fyrir. Nú birtist þessi aðili
eins og uppvakningur aftan úr
grárri forneskju og fjargviðrast yf-
ir því hve skattþegnarnir eru orðn-
ir útsjónarsamir við að koma sér
hjá að fara að reglum þeim sem
skattyfirvöld hafa mótað en virða
ekki sjálf nema ef og þegar þeim
hentar.
Það verður aldrei hægt að upp-
ræta skattsvik að fullu en til að
lágmarka áhuga skattborgaranna á
að stunda þau verða æðstu emb-
ættismenn þjóðarinnar að temja
sér hófsemi og sýna í verki að þeir
fari sparlega með fjármuni þjóð-
arinnar. Gott dæmi um hvernig
ekki á að fara með almannafé er til
dæmis þegar Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir bauð eiginmanni sín-
um í skemmtiferðir til Kína til að
glápa á handboltaleiki á kostnað al-
mennings og þáði fulla skattsvikna
dagpeninga þrátt fyrir að allur
kostnaður hafi verið greiddur einn-
ig. Þetta er aðeins eitt dæmi af
ótalmörgum sem vekur hinn al-
menna skattþegn til vitundar að
sennilega sé best að borga sem
minnst í púkkið.
Huliðshjálmur skattyfirvalda
Eftir Örn
Gunnlaugsson » Í stað þess að nýta
sér niðurstöðu
Hæstaréttar til að taka
á dagpeningasukki í
embættismannakerfinu
kaus ríkisskattstjóri að
aðhafast ekki.
Örn Gunnlaugsson
Höfundur er atvinnurekandi.
MÍN PERSÓNU-
LEGA reynsla af
undirheimum Íslands
er löng og alls ekki
fögur. Ég hef upplifað
hluti sem setja mark
sitt á líf mitt það sem
eftir er. Ég dvaldi í
þessum heimi í mörg
ár og tel mig hafa
góða innsýn í það sem
þar fer fram. Það hef-
ur tekið mikið á að læra að fóta
mig á ný og eflaust á ég langt í
land á einhverjum sviðum. Ég geri
mitt besta til að verða að betri
manneskju og það sem mér finnst
mikilvægast er að reyna að gera
það samfélag sem við búum í að
betri stað fyrir komandi kynslóðir.
– Ég hef horft á eftir fólki í
gröfina og það sem verra er horft
á eftir fólki gera það sem það hefði
ekki gert ef ekki væri fyrir þessa
framleiðslu á glæpamönnum sem
tíðkast í skugganum. Margir kynn-
ast dauðanum of ungir en andlegi
dauðinn sem maður sér í augum
margra er jafnvel verri. Þarna er
lifað í ótta, á bak við grímur sem
eru svo fastgrónar að þeir hafa
sjálfir gleymt því hverjir þeir voru.
Afklipptir puttar, kúbein upp í
endaþarm, kynferðislegt ofbeldi og
aðrar líkamsmeiðingar eru daglegt
brauð. Normið okkar er orðið svo
skakkt að flest okkar lesa svona
fréttir, loka blaðinu og hafa gleymt
því andartaki seinna.
Stríð gegn fíkniefnum
En Íslendingar hafa sagt fíkni-
efnaheiminum stríð á hendur.
Þetta stríð hefur kostar okkur gíf-
urlega fjármuni og hver er árang-
urinn? Neytendum fjölgar með
hverju ári, glæpir verða harðari,
neysla meðal unglinga eykst,
sprautufíklum fjölgar. Árangur
virðist vera harla lítill ef einhver.
Á hverju ári fjölgar þeim sem leita
sér hjálpar hjá meðferðarstofn-
unum, fæstir ná árangri eftir
fyrstu meðferð. Á meðan ríkið
eyðir um milljarði í meðferð-
arúrræði fara um 50-100 milljónir í
forvarnir. Foreldrar fara í vínbúðir
fyrir unglingana sína af ótta við að
annars noti þeir aðra
– ólöglega – vímugjafa
óafvitandi um þá stað-
reynd að nær und-
antekningalaust er
áfengi sá vímugjafi
sem er upphafsreitur
á allri vímuefnaneyslu.
Mummi, oft kenndur
við Mótorsmiðjuna,
reynir að kalla út til
okkar þá hrikalegu
frétt að ungmennum
sem stunda vændi til
að framfleyta neyslu
sinni fari fjölgandi.
Bæði stelpur og strákar stunda
það að veita fullorðnu fólki kynlífs-
greiða fyrir dóp! En við kjósum að
horfa fram hjá þessum vanda.
Hvað ætlar þú svo að gera þegar
það er barnið þitt sem selur sig
fyrir næsta skammt? Hvert ætlar
þú að beina reiðinni og hvar ætlar
þú að leita eftir hjálp og skilningi?
Mín skoðun er sú að það er orðið
tímabært að skipta um aðferðir í
þessu stríði, við einfaldlega verð-
um að sjá árangur. Fórnarkostn-
aðurinn er of mikill sem við erum
að greiða.
www.kannabis.net
Ég er formaður samtaka sem
stofnuð voru 20. apríl sl. og kallast
Grasrótin. Við erum félagsskapur
fólks sem vill breyttar áherslur í
fíkniefnalöggjöfinni hvað kannabis
varðar. Við viljum auknar for-
varnir og fræðslu því við trúum
því að fáfræði drepi. Við viljum að
kannabis sé leyft til lækninga til
þeirra er þurfa á að halda. Ég hef
fengið á mig ásakanir um að vilja
styðja neyslu ungmenna. Vil ég
koma því á hreint að það er engan
veginn rétt. Þvert á móti! Ég vil
gera það sem ég get til að ung-
menni okkar komist hjá því að fara
sömu leið og ég. Ég vil gera það
sem ég get til að undirheimarnir
hafi ekki þessi miklu völd. Og hvar
liggja völd? Í peningum.
Með lögleiðingu kannabisefna
værum við ekki eingöngu að koma
helstu peningalind þessara manna
upp á yfirborðið heldur værum við
líka að koma í veg fyrir að þús-
undir Íslendinga sem nota þennan
vímugjafa neyðist til að banka þar
upp á til að kaupa efnið sitt. Bak
við þessar hurðir eru menn sem
vilja ekkert frekar en græða pen-
inga á starfsemi sinni. Þeir kynna
fólk oft fyrir öðrum efnum með
fallegum orðum og gylliboðum. Við
getum ekki lengur lokað augunum
fyrir þessum staðreyndum. Kanna-
bis er skaðminni vímugjafi en
áfengi, það er staðreynd. Mark-
aður er stór og fjárhæðirnar eru
gífurlegar þar á bak við. Það er
verið að endurskoða löggjöf vegna
kannabis víða í kringum okkur og
mörg samtök hafa verið stofnuð til
að vekja athygli á þessum málstað.
Raddir okkar óma hærra nú en áð-
ur.
Kaupir þú vímuefni
handa barninu þínu?
Einnig er mikilvægur þáttur í
þessu samhengi að eftirlit með
sölu gerir börnum erfiðara fyrir að
nálgast þetta efni. En einnig sú
staðreynd að fólk er alltof viljugt
til að kaupa og afhenda áfengi
þeim er ekki hafa aldur til. Þessu
vil ég breyta. Ég vil sjá hert eft-
irlit og meiri fræðslu til foreldra
um skaðsemi þess þegar ungmenni
nota vímugjafa. Alveg sama hvað
vímugjafinn kallast. Ég vil sjá há-
ar sektir ef upp kemst um slíkt
framferði. Ég vil sjá lögregluna
krefja unglinga svara um hverjir
útveguðu þeim vímugjafann í stað
þess að senda þá bara heim til for-
eldrahúsa. Ég vil breytt viðhorf.
Það er ekkert í lagi að kaupa
áfengi eða aðra vímugjafa fyrir
börn, alveg sama hvernig við rétt-
lætum það fyrir okkur.
Ég krefst þess að þessari um-
ræðu verði lyft upp á hærra plan,
við verðum að fá aðferðir sem
virka! Þeim sem vilja kynna sér
starfsemi okkar bendi ég á vefsíð-
una, einnig er öllum velkomið að
hafa samband við mig í gegnum
netfangið formadur@kannabis.net.
Eftir Kleópötru
Mjöll Guðmunds-
dóttur
» Á meðan ríkið
eyðir um milljarði
í meðferðarúrræði
fara um 50-100 milljónir
í forvarnir.
Kleópatra Mjöll
Guðmundsdóttir
Höfundur er formaður
Grasrótarinnar.
Fáfræði drepur
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Mallorca
frá kr. 79.990
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á
allra síðustu sætunum til Mallorca 10.
júní í 2 vikur. Bjóðum m.a. sértilboð á
Sorrento íbúðahótelinu í hinum
skemmtilega bæ Santa Ponsa. Í boði
eru íbúðir með 1 og 2 svefnher-
bergjum. Góður valkostur fyrir
stórar fjölskyldur. Frábær
staðsetning, stutt frá bæði
strönd og líflegum miðbænum í
Santa Ponsa með fjölda ver-
slana, veitingastaða og bara.
Bjóðum einnig ótrúlega hagstætt stökktu tilboð, þar sem þú bókar
sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir og
jafnframt sértilboð á einum allra vinsælasta gististað okkar í
Alcudia, Paraiso Alcudia ***.
Gríptu tækifærið og njóttu líf-
sins í sumarfríinu á Mallorca á
ótrúlegum kjörum.
M
bl
11
12
31
3
Verð kr. 79.990 - 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn,
2-11 ára í íbúð í 14 nætur. Stökktu tilboð 10.
júní í 2 vikur. Aukalega m.v. gistingu á
Sorrento kr. 5.000.
Frábær sértilboð
Sorrento - íbúðir
- Stórar íbúðir í boði
- Frábær staðsetning
26. maí - UPPSELT
27. maí - UPPSELT
3. júní - UPPSELT
10. júní - 19 sæti laus
10.-24. júní í 2 vikur
Aðeins 19 sæti laus