Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 43
að þú átt eftir að halda verndarhendi yfir okkur og fylgjast með okkur. Ég trúi því að þú sért nú laus við allar kvalirnar og sitjir nú með þeim sem farnir eru á undan og segir sögur á þinn einstaka hátt, því þú kunnir margar sögur og gafst þeim sérstak- an blæ. Hvíl í friði og takk fyrir allt pabbi minn. Þín Ragnhildur. Það eru núna 30 ár síðan við Magn- ús Finnbogason á Lágafelli ræddum fyrst um söfnun á merablóði úr rang- æskum stóðhryssum til útflutnings til danskrar lyfjaverksmiðju. Þeir voru þrír forystumenn hrossa- bænda, sem ég vissi að þyrfti að kynna málið og fyrsta tilraunin varð að vera mjög skýrt afmörkuð. Við Magnús sáum framkvæmdina á svolítið mismunandi hátt og því varð úr að fyrsta sumarið notaði hann sr. Halldór Gunnarsson í Holti til að kynna sínum mönnum málið, en við Einar E. Gíslason á Syðra-Skörðugili helltum okkur í tilraunina undir fag- legri stjórn dr. Eggerts Gunnarsson- ar dýralæknis og sérfræðings á Keld- um, enda Einar vanur ýmsum landbúnaðar-tilraunum fyrr. Næsta ár var tilraunin og lærdóm- ar hennar að baki og nú náðum við Magnús vel saman og þá var nú ekki að sökum að spyrja. Heilli og kraft- meiri stuðning og samvinnu er ekki hægt að hugsa sér og þó það eigi við þá alla þrjá, Magnús, Einar og sr. Halldór verður hér af eðlilegum ástæðum aðeins um hlut Magnúsar fjallað. Fáirðu Magnús á Lágafelli með þér, var við mig sagt, fylgja bæði Austur- og Vestur-Landeyjar með og það var hárrétt. Þeir sjálfstæðu og sjálf- ráðu bændur þessara sveita vissu nefnilega að Magnús beitti sér aðeins fyrir málum, sem hann gjörþekkti og bæru í sér hag allra, ekki bara hans og jafnvel þótt svo væri að hagur allra hinna yrði betri en hans eigin, aðeins ef ábati væri fyrir heildina alla. Hann Magnús á Lágafelli var öfl- ugur héraðshöfðingi í raun og sann, glæsilegur á velli sjálfur og forystu- maður um nær öll mál er til framfara horfðu fyrir sveit hans og hérað á hans tíma. Hann var sívinnandi að nýjungum og umbótum fyrir sam- félag sitt um leið og þau hjón ráku stórt og gagnsamt bú. Það var sann- arlega oft langur vinnudagur þeirra hjóna. Við Magnús áttum mörg ár sam- starfs og samvinnu, sem aldrei bar skugga á og við hjónin samskipti við og samveru með þeim hjónum Auði Hermannsdóttur og Magnúsi Finn- bogasyni, enda voru þau hjón bæði höfðingjar heim að sækja og eftir- minnilegir einstaklingar í besta skiln- ingi þeirra orða. Vegir liggja saman og greinast sitt á hvað á lífsleiðinni, en minning góðra manna og gegnra lifir og við vegamót er að kveðja og þakka. Við Jóhanna kona mín þökkum Magnúsi Finnbogasyni viðkynningu alla og óskum honum alls velfarn- aðar guðs um geim, en Auði og fjöl- skyldu hennar vottum við samúð okk- ar og hluttekningu. Einar Birnir. Yfir veg þinn vaxa blóm í hverju spori. Allt sem fraus er aftur þýtt, allt sem kól er vermt og hlýtt. Allt hið gamla er aftur nýtt, yngt og prýtt af sól og vori. Yfir veg þinn vorið hlýtt, vaxa blóm í hverju spori. (Þorsteinn Gíslason) Sumarið heilsar með birtu og blóm- in springa út. Þá kveður Magnús þennan heim. Við minnumst hans sem góðs vinar og nágranna. Hann var drengur góður, jákvæður og horfði ætið á björtu hliðarnar á lífinu. Þegar heilsan fór að gefa sig tók hann því með æðruleysi og sagði þá jafnan að sér og „Parka“ kæmi ágætlega sam- an. Oft hefur verið haft á orði að Aust- ur-Landeyingar haldi vel saman fé- lagslega og geri enn. Magnús var al- inn upp við að taka þátt í félagslífinu í sveitinni. Við unga fólkið störfuðum saman í Ungmennafélaginu Dagsbrún. Fór- um saman í ferðalög sem eru enn ógleymanleg. Þá unnum við t.d. í þegnskylduvinnu við byggingu fé- lagsheimilisins Gunnarshólma og þegar það var tekið í notkun árið 1956 var það mikill áfangi fyrir sveitina. Þá voru sveitaböllin í algleymingi. Oft komu góðar hljómsveitir og dansleik- ur hófst. Þá sátu stelpurnar við borðin og strákarnir stóðu frammi við dyr. Enginn þorði að byrja fyrsta dansinn. Þá kom Maggi á Lágafelli, þéttur á velli og léttur í lund. Bauð upp dömu með stæl og dansinn dunaði langt fram á nótt. Eitt sinn bauð hann upp dömu, Auði Hermannsdóttur, og þar var komin sú eina rétta. Þar með voru örlög þeirra ráðin. Nú er sæti hans autt í Gunnars- hólma. Við þökkum samfylgdina og sendum Auði og fjölskyldu samúðar- kveðjur. Systkinin frá Skíðbakka, Árni, Ragna og Sigríður. Með Magnúsi Finnbogasyni á Lágafelli er fallinn í valinn fjölhæfur forgöngumaður með víðfeðm áhuga- mál. Bæði náttúra landsins og saga voru honum hugleikin. Kom það í ljós í gerðum hans jafnt sem ræðu og riti. Hann vann með tilraunum að því að efla ávöxt og gróður jarðar og hann vann að því að fræða Njáluþyrsta hópferðalanga um leiksviðið forn- fræga í Rangárþingi. Vísast verða margir til að minnast hans. Fyrir hönd stjórnar og félaga hans í Odda- félaginu er hér borin fram þökk fyrir hans einlæga stuðning og marghátt- aðan skerf til Oddafélagsins. Odda- félagið, samtök áhugamanna um end- urreisn fræðaseturs á Odda á Rangárvöllum, átti því láni að fagna að njóta þátttöku Magnúsar frá upp- hafi, en hann var meðal stofnenda fé- lagsins. Að leiðarlokum þakka sam- starfsmenn hans í félaginu ánægjulegt samstarf í nærfellt tvo áratugi og ódrepandi áhuga hans á málefnum félagsins. Nærvera Magn- úsar, tillögur og hvatningarorð á fundum voru okkur hinum ætíð mikils virði og uppörvandi veganesti að næsta áfanga. Það munaði ætíð um skýra rödd hins stóra og stæðilega manns. Hann hristi líka upp í hikandi samherjum sínum er honum fannst rómur þeirra nokkuð lágstemmdur við boðun hinnar miklu hugsjónar Oddafélagsins. Hann vildi að við héld- um merki félagsins hátt á loft. Nú þarf að horfast í augu við það að hann er að vísu sjálfur horfinn á braut en áeggjan hans varir og við henni skal reynt að verða fyrr eða síðar. Magnús skipaði hóp Njálufræðinga þjóðarinnar, gagnkunnugur sögunni og staðháttum í Rangárþingi, en Brennunjáls saga er Íslendingum sem Hómerskviður eru Grikkjum. Á Oddastefnu 1998 flutti Magnús eftir- minnilegt erindi er hann nefndi Hug- leiðingar á Njáluslóð. Birtist það árið eftir í Goðasteini, héraðsriti Rang- æinga. Hann hefur í mörg ár verið í ritnefnd þess nytsamlega rits. Magn- úsar verður víða sárt saknað en mest- ur er missir Auðar, konu hans, og fjöl- skyldu þeirra. Er þeim vottuð samúð í söknuði þeirra. Þór Jakobsson. Frændi minn Magnús Finnboga- son er látinn, 76 ára að aldri, eftir erf- ið veikindi. Magnús var bóndi á Lágafelli í rúma fjóra áratugi. Þegar ég var barn var ég oft á Lágafelli og undi ég mér þar vel. Ég fylgdist með bústörfunum á daginn og kúrði á kvöldin hjá for- eldrum Magnúsar þeim Vilborgu og Finnboga og minnist ég þessara ára með miklu þakklæti og hlýjum hug. Mér er mjög minnisstætt hvað Magnús var með stórar hendur, og hélt ég fyrst að allir bændur ættu að vera svona. Hann vann alla tíð mjög mikið enda með stórt og myndarlegt bú. Magnús og Auður, eiginkona hans, seldu býlið Lágafell fyrir nokkr- um árum, og keyptu einbýlishús á Hvolsvelli, þar sem þau hjónin rækt- uðu mjög fallegan verðlaunagarð. Magnús fór að stunda ýmsar tóm- stundir og bjó til marga fallega muni, málaði silki og gerði fallega muni úr tré og gleri, þar kom fram listrænn hæfileiki hans. Einnig var hann svo leiðsögumaður á Njáluslóðum. Þar sem hann var bóndi alla tíð var ekki hlaupið að því taka sér frí frá störfum og komu veikindi hans einnig í veg fyrir að hann gæti m.a. ferðast meira. Árið 1994 fórum við nokkur saman til Grænlands þar sem bróðursonur minn var að fermast. Magnús var þar á meðal, og einnig dætur mínar sem þá voru 5 og 7 ára gamlar. Við þurft- um stundum að ganga milli staða, þar sem fáir bílar voru í boði. Þá fór yngri dóttir mín alltaf til Magnúsar og bað hann að halda á sér. Það var auðsótt mál, og oft var hann með hana á há- hesti. Þessu gleymir hún aldrei. Þetta var eins og hans varvon og vísa, alltaf reiðubúinn að aðstoða alla. Dætur mínar minnast Magnúsar sem góðs frænda, alltaf káts og bros- andi. Ég er alltaf þakklát Magnúsi fyrir ræðuna sem hann hélt í brúðkaupi okkar Kjartans, hún var frábær. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég, Kjartan, Guðrún og Sigurrós Oddný, þökkum Magnúsi vinsemd og hlýhug. Elsku Auður, Vilborg, Finnbogi, Ragnhildur, tengdabörn og barna- börn, megi guð styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum Særún Jónasdóttir. Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 ✝ Einar Jónssonbóndi í Hjarð- arhaga, fæddist á Jarlsstöðum í Að- aldal 24. nóvember 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 10. maí 2009. Hann var sonur Jóns Sigtryggssonar, f. 5. apríl 1902, d. 23. ágúst 1991 og Krist- ínar Einarsdóttur, f. 15. janúar 1899, d. 9. október 1974. Systk- ini hans eru Sigtryggur, d. 25. febrúar 1989, Hólmfríður Kristín, d. 18. desember 2005, Þuríður Sig- urveig, Sigurður Björn, Þor- grímur, Jóna og Sigríður. Uppeld- issystir þeirra er Sigríður Jónína Helgadóttir. Eiginkona Einars er Fríða Eydís Kristjánsdóttir f. 2. júlí 1936. For- eldrar hennar voru Kristján Jón- atansson, f. 6. desember 1891, d. 16. mars 1964, og Friðrika Stef- ánsdóttir, f. 17. apríl 1908, d. 23. apríl 1994. Börn þeirra Einars og Eydísar eru fjögur: 1) Krist- ján, f. 11. maí 1954, kona hans er Bryndís Hlíf Maríasdóttir og börn þeirra eru: a) Arndís í sambúð með Baldri Sigurgeirs- syni, b) Ármann og c) Rut. 2) Jón, f. 28. júlí 1957, kona hans er Guðný Bára Magnúsdóttir og börn þeirra eru: a) Íris í sambúð með Haraldi Erni Sturlusyni, sonur þeirra er Sturla, b) Einar og c) Alma. 3) Eyþór, f. 19. apríl 1964, d. 17. mars 1995. 4) Kristín Hrönn, f. 8. desember 1965, börn hennar eru a) Guðlaug Eydís og b) Aldís Sif. Útför Einars fer fram frá Nes- kirkju í Aðaldal í dag, 16. maí og hefst athöfnin kl. 15. Eitt fallegasta veiðisvæði landsins er á bökkum Laxár í Aðaldal í landi Hjarðarhaga og Jarlsstaða. Þar skartar náttúran sínu fegursta, með fjölskrúðugum hólmum og eyjum, áin margbreytileg, úfinn hraunbotn og misdýpi mikið. Vesturbrún Hvammsheiðar rís brött við veiði- mönnum og þar er mikið og gott frið- land fugla. Þar er gott að vera einn með sjálfum sér og íhuga það sem fyrir augu og eyru ber. Nú er komið að kveðjustund Ein- ars Jónssonar frá Jarlsstöðum sem ásamt eiginkonu sinni Eydísi Krist- jánsdóttur hefur búið á Hjarðarhaga í meira en hálfa öld. Einar er fjórði ættliður sem þarna býr frá því árið 1864. Einar valdi sér það lífsstarf að vera bóndi á þessari fallegu jörð. Einar var ljúfur og vinsæll maður og við í Laxárfélaginu minnumst hans af miklum hlýhug. Hann gjörþekkti allt umhverfi árinnar og bar virðingu fyrir lífinu í henni og á bökkum henn- ar. Í raun var hann samgróinn jörð- inni sinni í besta skilningi. Fyrsta veiðiferð mín um Laxár- svæðin var fagran júlímorgun fyrir meira en 40 árum og ég var sendur upp á Dýjaveitur í landareign Einars og bróður hans Sigurðar. Þekking mín og tækni við veiðiskap var í lág- marki en ég naut þess að kasta út í ána á meðan ég virti fyrir mér dá- semdir umhverfisins, blómjurtirnar, grávíði, gulvíði, birkikjarr, hófsóley á bökkunum, blágresi, fjalldalafífla og ekki síst þrjá unga fálka sem voru að spá í andahóp skammt neðan við. Í fjarska heyrði ég í dráttarvél bónd- ans sem nýtti sér þurrkinn. Um síðir kom ég að næsta veiðistað sem heitir Syðsteyjarkvísl. Bóndinn á dráttarvélinni sá að ég stóð ekki alveg rétt að þessu, stöðv- aði vélina og heilsaði upp á veiði- manninn. Þar sá ég Einar í fyrsta sinn. Ég hlustaði vel á leiðbeiningar Einars sem veitti mér tilsögnina með einlægri gleði. Við áttum skemmti- lega stund en hann fór svo að sinna heyskapnum og ég sneri mér að veið- inni. Áður en yfir lauk fékk ég þarna minn fyrsta lax í uppánni. Upp frá þessu vorum við Einar vinir og kvísl- in góða hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér allar götur síðan. Á hverju ári hef ég heimsótt og notið gestrisni þeirra Eydísar og Einars og ásamt Sigga Birni rætt um lífríki Laxár. Náttúruvernd í víðasta skilningi er þessu fólki einkar hug- leikin og ég er þakklátur fyrir ómet- anlegar og jákvæðar ábendingar þeirra og vináttu í hvívetna. Einar var sjálfur slyngur veiðimaður og bar mikla virðingu fyrir vistkerfi og varðveislu þessa vatnakerfis sem rann í túnfætinum. Börn og barna- börn Einars og Eydísar hafa erft þetta heilbrigða lífsviðhorf og víst væri veröldin vænni ef svo færi fleir- um. Fyrir hönd Laxárfélagsins þakka ég samfylgdina við ána. Eydísi og öll- um ástvinum Einars sendi ég sam- úðarkveðjur. Orri Vigfússon. Einar Jónsson Stóðréttardagurinn var árviss hátíðisdagur í Blönduhlíð og fyrir Sumarhúsabörnin var biðin löng eftir því að heyra fjarlægan dyninn framan úr dalnum, sem jókst síðan jafnt og þétt, uns fyrstu trippin komu á sprettinum upp hallann frá Skeljungshöfða, og fyllti loks loftið þegar holskefla þess- ara fótvissu og fagursköpuðu meist- araverka hinnar lifandi náttúru hvolfdist yfir hæðina og ruddist út Silfrastaðafjallið í átt til réttarinnar á bökkum Bólugils. Minningin um Jón Hallsson er órjúfanlega tengd þess- um dögum. Smávaxnir vinir skimuðu upp brekkuna til að koma auga á Nonna í ólgandi hrossahafinu. Hann sat vekring sinn af slíkri mýkt og þokka að maður, hestur og náttúra runnu saman í eitt fyrir augum áhorf- andans. Jón Hallsson var hestamaður af guðs náð. Hann umgekkst hesta af fullkomnu öryggi en jafnframt af endalausri þolinmæði. Þeir, sem eitt- hvað hafa kynnst hestum, vita að þeir hafa margir viðkvæma lund og skap- ferli þeirra er mjög einstaklingsbund- ið. Án ásetnings kenndi Jón Hallsson samferðafólki sínu umgengni við hesta með fordæmi sínu. Barn, sem fékk að vera með og gera sitt gagn með því að vera í fyrirstöðu og gat síð- an fylgst með Jóni þegar hann nálg- aðist ljónstyggan og lítt taminn hest, snerti lendina fyrst með fingurgóm- unum og þokaðist síðan ofurhægt fram með síðunni með sefandi hreyf- Jón Hallsson ✝ Jón Hallsson,Silfrastöðum í Skagafirði, fæddist í Brekkukoti ytra í Akrahreppi 13. júlí 1908. Hann lést 27. apríl 2009 og var jarðsunginn frá Miklabæjarkirkju 9. maí. ingum og orðum uns hann var kominn með handlegginn yfir makkann og gat smeygt beislinu, sem var í hinni hendinni, upp í hestinn – þetta barn hafði lært dýr- mæta lexíu í umgengn- isháttum, sem heim- færa mátti á kringumstæður í óra- fjarlægð frá skagfirsku hestaréttinni. Jón Hallsson var manna hlédrægastur en samt var honum jafnan veitt athygli þar sem hann kom og félagsskapur hans var mikils metinn; hann bjó yfir virðu- leika, sem hvorki krafðist mannafor- ráða né annars valds á veraldarvísu. Börnin sóttust eftir návist hans, enda gerði hann sér ekki mannamun, og hann kom þeim öllum til aukins þroska, ekki með fyrirmælum eða umvöndunum, heldur stöku rökræðu um mikilvæg eða hversdagsleg mál, en þó umfram allt með hógværð og hjartahlýju. Ef einhver unglingurinn lét sér um munn fara grallaralega og ógrundaða yfirlýsingu um menn eða málefni var líklegasta viðbragð Nonna að skella örsnöggt upp úr og segja síðan „Nei, heldurðu það?“ Lífið fór sannarlega ekki alltaf mildum höndum um Jón Hallsson. Héraðs- vötnin, þetta augnayndi ferðamanna okkar daga, sviptu hann föðurnum þegar hann var á fyrsta ári og ólst hann því upp einn með móður sinni og bar því uppeldi fagurt vitni. Hann stofnaði aldrei eigið heimili en son- urinn, sem hann eignaðist, var honum án efa mjög kær og afkomendaskar- inn veitti honum bæði stolt og gleði. Nú er þessi nægjusami hvers manns hugljúfi loks burt kallaður eftir langt og fallegt líf. Hann er kvaddur með trega og þakklæti. Þorbjörn Broddason.                         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.