Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 40
✝ Ingibjörg Eiríks-dóttir fæddist í
Fornahvammi í
Norðurárdal í Mýra-
sýslu 13. september
árið 1921. Hún lést
sunnudaginn 10. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Kristjana Björns-
dóttir, f. 11. nóv-
ember 1885, d. 8.
mars 1954, og Eirík-
ur Ólafsson, f. 28.
apríl 1893, d. 23.
ágúst 1982. Bræður
Ingibjargar eru Ólafur, f. 13. sept-
ember 1921, d. 21. ágúst 2005, og
Gunnar f. 23. janúar 1924, nú til
heimilis að dval-
arheimili aldraðra í
Borgarnesi.
Ingibjörg ólst upp
á Grjóti í Þverárhlíð
og vann alla sína tíð
við bústörf ásamt því
að halda heimili þar.
En haustið 1998
flutti hún á Dval-
arheimili aldraðra í
Borgarnesi.
Útför Ingibjargar
fer fram frá Borg-
arneskirkju í dag, 16.
maí, og hefst athöfn-
in kl. 14.
Jarðsett verður í Norð-
tungukirkjugarði í Þverárhlíð.
Þeim fer fækkandi, Þverhlíðingun-
um, sem settu svip á umhverfi sitt
upp úr miðri síðustu öld og fram á
þessa daga. Meðan búskapur var með
hefðbundnu sniði, hver bjó að sínu, en
þurfti samt samvinnu við nágranna,
þá urðu til einstaklingar sem eftir var
tekið bæði innan héraðs og utan. Þeir
Davíð á Arnbjargarlæk og Ásmundur
á Högnastöðum urðu alþekktir meðal
bænda um allt land, og Jón á Hamri
og Guðjón á Hermundarstöðum vissu
allir í héraðinu og nágrannasýslum
hverjir voru. Ég nefni þessa af handa-
hófi, en í raun voru menn á hverjum
bæ, sem orð fór af fyrir hagleik,
glöggskyggni á fénað og aðra kosti,
sem prýða góða bændur.
Einn af þessum mönnum var Ei-
ríkur Ólafsson bóndi á Grjóti. Þegar
sá sem þetta ritar kynntist Eiríki
fyrst var hann orðinn ekkjumaður og
bjó með börnum sínum þremur, Ólafi,
Ingibjörgu og Gunnari. Eiríkur var
þá kominn yfir miðjan aldur en börn
hans á fertugsaldri. Eiríkur stjórnaði,
þeir bræður sáu um verkin, en Imba
stjórnaði innanhúss. Allt var í röð og
reglu, öllum verkum var afmörkuð
stund og engar óvæntar uppákomur.
Ævinlega var passað upp á að hey
væru næg, skepnur vel hirtar og af-
urðasamar, enda afkoma búsins góð
eftir því sem þá gerðist. Gunnar vann
af bæ þegar svo stóð á, t.d. í slátur-
húsi á haustin og gat sér orð sem af-
burða fláningsmaður. Jafnframt
unnu þeir bræður báðir nágrönnum
sínum eftir því sem þeir máttu, við
húsabyggingar, smalamennskur og
járningar svo lítið eitt sé nefnt.
En meðan þessu fór fram gætti
Imba að húsverkum, tók á móti gest-
um, eldaði, bakaði og þvoði þvott.
Sérstaklega var gestkvæmt um leitir
og réttir og skiptu tugum gestir í mat
og drykk, og öllum veittur góður
beini.
Þau systkinin eignuðust ekki af-
komendur, en þeim mun fleiri voru
þau börn og unglingar, sem áttu sitt
annað heimili á Grjóti. Sá sem þetta
ritar þekkir það af eigin raun, því ég
dvaldi tíðum á Grjóti, ýmist einn eða
með fleirum af systkinum mínum og
kynntist þá líka öðrum börnum sem
dvöldust sumarlangt á Grjóti. Ég
held, að ekki sé ofsagt að telja að
Imba hafi hugsað um allan þennan
skara eins og sinn eigin. Allir fengu
gott atlæti, fengu að hjálpa til við bú-
skapinn eftir föngum og höfðu yfir-
leitt nóg að iðja allan daginn án þess
að þeim væri ofgert. Svona mun þetta
hafa gengið meðan þau Grjótssystk-
ini bjuggu, og er mér ómögulegt að
telja hve margir eiga góðar minning-
ar frá sumardvöl sinn á Grjóti.
Þau systkinin bjuggu saman á
Grjóti meðan kraftar leyfðu, en
Gunnar og Imba fluttu á Elliheimilið í
Borgarnesi fyrir nokkrum árum, en
Óli lifði allan sinn aldur á Grjóti.
Fjölskylda mín átti löng og góð
samskipti við þau öll og fyrir það skal
þakkað nú. Gunnari flytjum við inni-
legar samúðaróskir og biðjum honum
velfarnaðar.
Pétur Kjartansson.
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Har. S. Mag.)
Hjartkær vinkona mín hún Imba á
Grjóti er dáin og minningabrotin
hrannast upp. Imba var góð kona,
stórbrotin, einstaklega barngóð og
hjartahlý. Kynni okkar hófust fyrir
rúmum 30 árum og þetta hafa verið
góð og skemmtileg kynni. Einhvern
tímann reyndum við að muna hvar og
hvenær við hittumst fyrst en mund-
um það bara alls ekki enda fannst
okkur eins og við hefðum alltaf
þekkst. Við tengdumst strax órjúfan-
legum böndum sem aldrei munu
slitna því minning Imbu mun lifa á
meðal okkar um ókomin ár. Imba var
létt í lund og eins og hún orðaði það
sjálf, þá þýddi ekkert annað en að
vera mátulega kærulaus. Við hlógum
oft dátt saman og mestmegnis að
okkur sjálfum og sögðum þá stundum
– heimskur hlær að sjálfs sín fyndni –
og þá hlógum við enn meira. Mér er
ofarlega í minni ein heimsókn mín til
þeirra Imbu og Gunna á sl. vetri. Ég
var í mjög litskrúðugri peysu sem
Imba dáðist að og fannst falleg og
þegar ég svaraði því til að þessi peysa
væri nú orðin gömul sagði Imba, að
hún væri nú samt falleg og að því gát-
um við hlegið. Við vorum líka svo
hjartanlega sammála um það að við
værum jú fallegar þótt við værum
orðnar þetta gamlar. Þegar vorið er
komið og sumarið á næsta leiti kveð-
ur þú, Imba mín, en við kristnir menn
eigum fyrirheit um eilíft líf og eins og
segir í „Sálmi 42“ eftir William Croft í
þýðingu Friðriks Friðrikssonar „Ég
lifi æ og þér munuð lifa og sá sem lifir
og trúir mun dauðann ei sjá.“
Ég vil að endingu með þessu pári
mínu tileinka þér, elsku Imba mín,
ljóðið „Kveðja“ sem amma mín Stein-
unn Þ. Guðmundsdóttir orti:
Ó, himins blíða hjartans tár
er hjúpar sorg, þótt blæði sár,
þín miskunn blíð, hún mildar barm,
hún mýkir tregans sára harm.
Þú ert það ljós, það lífsins mál,
er ljúfur drottinn gefur sál.
Nú hljóð er stund, svo helg og fríð,
að hjarta kemur minning blíð.
Hún sendir huga bros þitt bjart,
blessar, þakkar, þakkar allt.
Hún minnir sál á sorgaryl,
sendir huggun hjartans til.
Vertu alltaf kært kvödd, elsku
Imba mín, og Guð geymi þig og varð-
veiti, þess óskar og biður þín vinkona
Lulla og fjölskyldan Kvíum,
Laufey Valsteinsdóttir.
Elsku Imba, ég á margar góðar
minningar um þig. Ég kynntist þér
fyrst þegar Gutti bróðir var í sveit hjá
ykkur systkinunum á Grjóti. Þegar
hans vist lauk tók ég við og var hjá
ykkur í fjögur sumur, frá 13 ára til 16
ára. Þetta voru sennilega bestu sum-
ur æsku minnar. Þú gafst mér frjáls-
ar hendur í eldhúsinu við að prófa mig
áfram í bakstri, treystir mér fullkom-
lega og varst óspör á hólið. Ég fór
alltaf með þér í fjósið og í hænsnakof-
ann, þar lærði ég umhirðu og um-
gengni við dýrin. En þú talaðir nú
stundum við kýrnar þínar. Þú hefur
alltaf sagt að ég hafi fengið sveita-
bakteríuna hjá ykkur, þar sem ég bý í
sveit í dag. Eftir að þú komst á Dval-
arheimilið í Borgarnesi hefur það
verið fastur liður hjá okkur að koma
við hjá Imbu ömmu, eins og strák-
arnir mínir kalla þig. Þú ert eina
amman sem þeir þekktu, þó að Vignir
muni eftir mömmu minni, þá þekkir
Gunnar bara þig sem ömmu. Þeir
hafa búið vel að ullarsokkum og vett-
lingum frá þér í gegnum tíðina. Þú
leystir þá ævinlega út með gjöfum og
gotti.
Við eigum eftir að sakna þín þegar
við verðum næst á ferðinni. Við mun-
um eftir fallega brosinu þínu og mild-
um hlátri sem hljómaði oft. Hafðu
þökk fyrir allt, Imba mín. Guð geymi
þig.
Gunni minn, ég votta þér samúð
mína.
Kolbrún Elfarsdóttir,
Skáldsstöðum.
Þegar litið er yfir farinn veg er
margs að minnast þegar við hugsum
til Imbu á Grjóti, eins og hún var
ávallt kölluð.
Þær voru ófáar heimsóknirnar sem
við systkinin á Hamri fórum að Grjóti
og fengum við einatt höfðinglegar
móttökur, en Imba var með eindæm-
um gestrisin. Það var alltaf nóg til í
búrinu, kökur, nammi og allskonar
góðgæti og leið Imbu aldrei betur en
þegar við vorum orðin pakksödd og
sæl. Hún var afskaplega góð við okk-
ur og brást ekki að við fengum suðu-
súkkulaði í nesti eða hún rétti okkur
smápening svo við gætum keypt okk-
ur eitthvað fallegt, eins og hún orðaði
það. Alltaf kvaddi hún okkur svo með
virktum, og hennar síðustu orð áður
en við fórum voru einatt „guð blessi
þig,“ ásamt hlýju faðmlagi og kossi á
kinn.
Imba mundi alla afmælisdaga og
þá ekki bara okkar systkinanna, held-
ur allra í sveitinni og þó víðar væri
leitað. Það brást aldrei að við fengum
pakka á afmælinu okkar og eins
hringdi hún í okkur til að óska okkur
til hamingju með daginn. Allt til loka
dags gaukaði hún að okkur og börn-
unum okkar dýrmætum gjöfum sem
við eigum nú og geymum til minn-
ingar um einstaka konu. Við erum
þakklát fyrir að hafa fengið að kynn-
ast Imbu, hún gerði líf okkar litríkara
en hún var einstakur persónuleiki
sem fólk gleymir ekki svo auðveld-
lega. Hún lifði í gamla tímanum og
höfðum við systkinin á Hamri gott af
að kynnast þessu mikla kynslóðabili
sem á milli okkar var og okkur þótti
stundum spaugilegt hvernig hún tók
til orða. Oft talaði hún um hvernig
hlutirnir hefðu nú verið í gamla daga,
þá hefði nú lítið þýtt að kvarta. Imba
bar þess merki að hafa unnið erfiðis-
vinnu allt sitt líf, líkami hennar gaf sig
langt fyrir aldur fram og síðustu ár-
um sínum eyddi hún í hjólastól, þá
komin á Dvalarheimilið í Borgarnesi.
Börnunum okkar þótti gaman að
koma til Imbu á Dvalarheimilið, hún
ljómaði eins og sól við að sjá krakk-
ana og hafði ánægju af þeim. Því
meiri kjánalæti og kæti í börnunum
því meira hló Imba. Heilsu Imbu
hrakaði hratt undir það síðasta og
trúlega er hún hvíldinni fegin.
Elsku Imba, hvíl þú í friði og takk
fyrir allt sem þú hefur gefið okkur í
lífinu. Blessuð sé minning þín. Elsku
Gunnar, við vottum þér okkar inni-
legustu samúð.
Trausti, María, Guðný og
Þórey frá Hamri.
Ingibjörg Eiríksdóttir
40 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009
Elsku Imba, nú þegar
komið er að leiðarlokum vilj-
um við þakka fyrir þitt frá-
bæra trygglyndi og ræktar-
semi við okkur og fjölskyldu
okkar gegnum árin. Minn-
ingin um góða og glaðværa
frænku mun ávallt ylja okk-
ur.
Hvíl þú í friði, kæra vin-
kona.
Elsku Gunni, við vottum
þér okkar innilegustu samúð.
Karen og Þórarinn.
Elsku Imba amma, takk
fyrir að vera amma okkar,
takk fyrir alla sokkana og
vettlingana og Smartísið. Við
eigum eftir að sakna þín, þú
varst alltaf svo góð við okkur.
Guð geymi þig.
Vignir Logi og Gunnar
Smári Ármannssynir,
Skáldsstöðum.
HINSTA KVEÐJA
✝
Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
HELGI H. ÁRNASON
verkfræðingur,
Laugarásvegi 63,
sem lést fimmtudaginn 7. maí, verður jarðsunginn
frá Áskirkju mánudaginn 18. maí. Athöfnin hefst
kl. 15.00.
Bryndís Þorsteinsdóttir,
Dagný Helgadóttir, Gunnar H. Egilson,
Árni Helgason, Rósa G. Jónsdóttir,
Guðrún Helgadóttir, Atli Rúnar Halldórsson,
Þorsteinn Helgason, Jónína Á. Steingrímsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Frændi okkar og vinur,
MARGEIR PÉTUR STEINGRÍMSSON,
dvalarheimilinu Hlíð,
áður til heimilis
Skarðshlíð 4g,
Akureyri,
lést laugardaginn 9. maí.
Útför hans fer fram frá Höfðakapellu þriðjudaginn
19. maí kl. 13.30.
Valborg Svavarsdóttir, Haukur Valtýsson,
Agnes Tulinius Svavarsdóttir, Ottó Tulinius.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
MATTHILDUR JÓNSDÓTTIR,
Granaskjóli 11,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn
13. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ingunn Ívarsdóttir,
Valdís Ragnheiður Ívarsdóttir, Viðar Stefánsson,
Herdís Ívarsdóttir, Ingi Þór Vigfússon,
Ívar Ívarsson, Árný Sigríður Jakobsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
✝
Kærum ættingjum og vinum þökkum við samúð og
hlýhug eftir að elskuð og dáð móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
MARGRÉT HERDÍS THORODDSEN,
lést fimmtudaginn 23. apríl.
Við þökkum því góða fólki sem gerði kveðjuathöfn-
ina í Langholtskirkju að einstakri stund sveipaðri
hlýju og kærleika og öllum þeim sem heiðruðu
minningu Margrétar með nærveru sinni. Starfsfólki hjartadeildar og
gjörgæsludeildar (fyrr á árum) á Landspítalanum við Hringbraut þökkum
við mikla umhyggju og hlýju á erfiðum stundum.
Guð blessi ykkur öll.
María Louisa Einarsdóttir, Hannes Sveinbjörnsson,
Egill Þórir Einarsson, Hlaðgerður Bjartmarsdóttir,
Þórunn Sigríður Einarsdóttir, Halldór Árnason,
Sigurður Thoroddsen Einarsson, Jórunn Erla Sigurjónsdóttir,
Margrét Herdís Einarsdóttir,
barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÁSLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR BACHMANN,
Berugötu 9,
Borgarnesi,
andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
miðvikudaginn 13. maí.
Jón Þór Karlsson, Helga Ólafsdóttir,
Guðrún Karlsdóttir,
Guðjón B. Karlsson, Bára Guðmundsdóttir,
Ásgeir Karlsson,
Hjördís E. Karlsdóttir,
Sturla Karlsson, Birna Guðmundsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.