Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 ÞAU voru kát í góða veðrinu í gær krakkarnir í Langholtsskóla sem voru í útikennslu í Laug- ardalnum og á lóð skólans. Hreiðar Sigtryggs- son skólastjóri mundaði gítarinn en hann segir útikennslu vera hluta af skólastarfinu allan vet- urinn. „Það er nauðsynlegt að stækka kennslu- stofurnar með þessum hætti. Í dag eru allir nem- endur á aldrinum 6-16 ára saman í útikennslu og einnig allt starfsfólkið.“ khk@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Sungið, flaggað og tjaldað í útikennslu FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÞÓTT skuldir sveitarfélaga, sem til- heyra skuldbindingum vegna A- hluta efnahagsreiknings þeirra, séu nú á bilinu 230 til 240 milljarðar, eins og greint hefur verið frá í Morg- unblaðinu, er B-hlutinn meira íþyngjandi. Til A-hlutans telst grunnþjónustan, sem fjármögnuð er með útsvarstekjum að mestu, en til B-hlutans teljast dótturfélög, s.s. hafnarsjóðir og orkuveitur, sem staðið hafa í miklum framkvæmdum undanfarin ár. Til samanburðar nema skuldir Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) næstum öllum skuldum sveitarfélaga í landinu sem tilheyra grunnrekstri. Í lok árs, þegar geng- isvísitalan var um 210, námu skuld- irnir í erlendri mynt 211 milljörðum króna. Gengisvísitalan er nú 224 og má ætla að skuldirnar séu því um 224 milljarðar króna. Það gerir um 1,87 milljónir króna á hvern íbúa í Reykjavík. En þetta er aðeins hluti af vand- anum, þótt skuldir OR í erlendri mynt séu sá einstaki þáttur sem er mest íþyngjandi í rekstri sveitarfé- laga í landinu eftir hrun krónunnar sl. ár. Gangi spár Seðlabanka Ís- lands og efnahagsskrifstofu fjár- málaráðuneytisins eftir verður gengisvísitalan á svipuðum stað og nú næstu þrjú árin. Ekki hefur verið tekið saman hversu miklar skuldir sveitarfélaga sem tilheyra B-hluta efnahagsreikn- ingsins eru. Samkvæmt upplýs- ingum frá Sambandi íslenskra sveit- arfélaga liggur staðan ekki fyrir, meðal annars vegna þess að sveit- arfélög hafa mörg hver ekki skilað ársreikningi ennþá. Nokkur sveitarfélög hafa þó skil- að ársreikningi, þar á meðal Reykja- nesbær og Akureyrarbær. Uppgjör þeirra sveitarfélaga báru keim af mikilli hækkun skulda í erlendri mynt. Tap Reykjanesbæjar var átta milljarðar og Akureyrarbæjar fimm milljarðar. Þar vega þungt meðal annars skuldir Norðurorku og Hitaveitu Suðurnesja í erlendri mynt, sem hafa rúmlega tvöfaldast á milli ára. Eiginfjárstaða margra dótt- urfélaga sveitarfélaga er nú neikvæð og margt bendir til þess að svo verði næstu ár, ef gengi krónunnar styrk- ist ekki og verðmæti eigna eykst ekki. Það er þó huggun harmi gegn fyr- ir sveitarfélögin að vextir á erlend- um lánum eru í sögulegu lágmarki nú erlendis, eða á bilinu 0-1,5 pró- sent. Þetta minnkar vaxtabyrðina, og þar með fjármagnskostnað vegna skulda. Hækki vextirnir, eykst fjár- magnskostnaðurinn. Skuldir byrði á íbúunum  Vaxtaberandi skuldir sveitarfélaga sem tilheyra B-hluta efnahagsreiknings hafa hækkað um a.m.k. á annað hundrað milljarða milli ára  Erfiður tími framundan Skuldir dótturfyrirtækja sveitar- félaga í erlendri mynt verða íþyngjandi á næstu árum gangi gengisspár Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytisins eftir. Lágir vextir erlendis hjálpa til.                                            !   "#  $ %   BÚAST má við líflegu ferða- sumri innan- lands. Í könnun Ferðamálastofu kemur fram að níu af hverjum tíu ætla að ferðast innan- lands í sumar. Rúmlega 60% ætla eingöngu að ferðast innanlands, tæplega helm- ingur ætlar að eyða fleiri gistinótt- um á ferðalögum innanlands í sum- ar en á síðasta ári. Þrír af hverjum fimm ætla að gista í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl. Könnunin leiðir í ljós samdrátt í utanferðum landsmanna. Fjórð- ungur landsmanna segist ferðast bæði innanlands og utan og 5% ein- göngu utanlands. 8% ætla hins veg- ar ekki að ferðast í sumar. 60% ætla bara að ferðast inn- anlands í sumar Tjaldsvæði eru vin- sælasti gistimátinn. „ÞAÐ er ótrúlegt hvernig embætt- ismenn geta haldið því fram að það sé bara allt í lagi með tannheilsu ís- lenskra barna þegar 33% af þeim verst settu (15 ára) eru með níu tennur skemmdar, fylltar eða tap- aðar. Hvaða þjóðir berum við okkur saman við um heilbrigði okkar ung- menna?“ segir í harðyrtri frétta- tilkynningu frá undirbúningshópi Hjálparvaktar tannlækna í gær. Tilefnið eru ummæli sem höfð voru eftir tryggingayfirtannlækni í blaðaviðtölum á undanförnum dög- um. „Hefur hann látið í það skína að tannheilsa íslenskra barna sé með ágætum en það séu einvörð- ungu örfáir einstaklingar sem eiga við mikinn vanda að stríða,“ segir í frétt undirbúningshópsins. „Ekki virðast þessi ummæli tryggingayfirtannlæknis vera byggð á vísindalegum rökum eða rannsóknum en ágætar rannsóknir eru til um tannheilsu íslenskra barna og unglinga þó að sú yngsta sé fimm ára gömul en það er MUNNÍS-rannsóknin.“ omfr@mbl.is Gagnrýna ummæli um tannheilsu SKRÁNINGU á sumarnámskeið í Háskóla Íslands er nú lokið og var aðsókn í samræmi við það sem búist var við. Alls hafa 950 manns skráð sig til náms í sumar í 41 námskeið. Að sögn Sveins Klausen, ritstjóra kennsluskrár HÍ, kom ekki til þess að vísa þyrfti fólki frá fjöldatak- markana. Hins vegar falla þrjú eða fjögur námskeið niður vegna ónógrar þátttöku, en miðað er við að a.m.k. 20 manns skrái sig. Kennsla í flestum námskeiðum hefst í kringum 20. maí. Hátt í þúsund sækja sumarnámskeið HÍ VÖRUKARFA ASÍ hækkaði mest í verslunum Kaskó á milli janúar og maí, eða um 3,6%, og hækkunin í Nóatúni nam 3,1%. Bornar eru sam- an mælingar sem fóru fram í þriðju viku ársins; 12. til 16. janúar, og síð- an í þeirri nítjándu, eða 4. til 8. maí. Verð lækkaði um 2,6% í versl- unum 10-11, um 1,7% í Krónunni og 1,6% í Bónus. Hækkanir á hreinlæt- isvörum, drykkjarvörum og ýmsum nýlenduvörum eru áberandi í flest- öllum verslunum, en grænmeti, ávextir og mjólkurvörur lækkuðu á flestum stöðum. Samkvæmt tilkynningu frá ASÍ er hækkunin í Kaskó að mestu rakin til 12% verðhækkunar á kjöti, 8,4% hækkunar á hreinlætis- og snyrti- vörum og 5% hækkunar á drykkjar- vörum. Í stórmörkuðunum hækkaði verð vörukörfunnar mest í Nóatúni eða um 3,1%, sem að mestu er rakið til hækkana á kjötvörum (11,3%), hreinlætis- og snyrtivörum um 8%, brauð- og kornvörum (6,8%) og drykkjarvörum (5,8%). Hagkaup lækkaði verðið mest af stórmörk- uðum eða um 0,7%, þar vegur mest lækkað verð á ýmsum matvörum um 5,4%, kjötvörum um 4,8% en hækk- un var á brauði og kjötvörum um 5,9%, drykkjarvörum um 4,5% og sykri, súkkulaði og sælgæti um 4,3%. Í svonefndum klukkubúðum var mesta hækkunin í Ellefu ellefu, eða 2,5%, sem má rekja til 14,9% hækk- unar á hreinlætis- og snyrtivörum, 6,9% hækkunar á ýmsum matvörum og 3,2% hækkunar á brauði og korn- vöru. Í Tíu ellefu lækkaði heild- arkarfan um 2,6% milli mælinga sem skýrist að mestu af lækkun á græn- meti og ávöxtum (–7,4%), drykkjar- vörum (–5,1%) og kjötvörum (–3,5%) í körfunni. Verðlagseftirlit ASÍ mælir breyt- ingar á verði vörukörfu sem getur endurspeglað almenn innkaup með- alheimilis. Vörukarfan inniheldur allar almennar mat- og drykkjar- vörur. bjb@mbl.is Mest hækkun hjá Kaskó í vörukörfu ASÍ  Nýlenduvörur hækkuðu mest frá janúar  Grænmeti, ávextir og mjólk lækkuðu í flestum verslunum ! &# '(& ) (  *+&, -&          .        ) ( /( 01 2 -&, -&  &#34 5  &#, 0 6 / 00(
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.