Morgunblaðið - 16.05.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.05.2009, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 ÞAU voru kát í góða veðrinu í gær krakkarnir í Langholtsskóla sem voru í útikennslu í Laug- ardalnum og á lóð skólans. Hreiðar Sigtryggs- son skólastjóri mundaði gítarinn en hann segir útikennslu vera hluta af skólastarfinu allan vet- urinn. „Það er nauðsynlegt að stækka kennslu- stofurnar með þessum hætti. Í dag eru allir nem- endur á aldrinum 6-16 ára saman í útikennslu og einnig allt starfsfólkið.“ khk@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Sungið, flaggað og tjaldað í útikennslu FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÞÓTT skuldir sveitarfélaga, sem til- heyra skuldbindingum vegna A- hluta efnahagsreiknings þeirra, séu nú á bilinu 230 til 240 milljarðar, eins og greint hefur verið frá í Morg- unblaðinu, er B-hlutinn meira íþyngjandi. Til A-hlutans telst grunnþjónustan, sem fjármögnuð er með útsvarstekjum að mestu, en til B-hlutans teljast dótturfélög, s.s. hafnarsjóðir og orkuveitur, sem staðið hafa í miklum framkvæmdum undanfarin ár. Til samanburðar nema skuldir Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) næstum öllum skuldum sveitarfélaga í landinu sem tilheyra grunnrekstri. Í lok árs, þegar geng- isvísitalan var um 210, námu skuld- irnir í erlendri mynt 211 milljörðum króna. Gengisvísitalan er nú 224 og má ætla að skuldirnar séu því um 224 milljarðar króna. Það gerir um 1,87 milljónir króna á hvern íbúa í Reykjavík. En þetta er aðeins hluti af vand- anum, þótt skuldir OR í erlendri mynt séu sá einstaki þáttur sem er mest íþyngjandi í rekstri sveitarfé- laga í landinu eftir hrun krónunnar sl. ár. Gangi spár Seðlabanka Ís- lands og efnahagsskrifstofu fjár- málaráðuneytisins eftir verður gengisvísitalan á svipuðum stað og nú næstu þrjú árin. Ekki hefur verið tekið saman hversu miklar skuldir sveitarfélaga sem tilheyra B-hluta efnahagsreikn- ingsins eru. Samkvæmt upplýs- ingum frá Sambandi íslenskra sveit- arfélaga liggur staðan ekki fyrir, meðal annars vegna þess að sveit- arfélög hafa mörg hver ekki skilað ársreikningi ennþá. Nokkur sveitarfélög hafa þó skil- að ársreikningi, þar á meðal Reykja- nesbær og Akureyrarbær. Uppgjör þeirra sveitarfélaga báru keim af mikilli hækkun skulda í erlendri mynt. Tap Reykjanesbæjar var átta milljarðar og Akureyrarbæjar fimm milljarðar. Þar vega þungt meðal annars skuldir Norðurorku og Hitaveitu Suðurnesja í erlendri mynt, sem hafa rúmlega tvöfaldast á milli ára. Eiginfjárstaða margra dótt- urfélaga sveitarfélaga er nú neikvæð og margt bendir til þess að svo verði næstu ár, ef gengi krónunnar styrk- ist ekki og verðmæti eigna eykst ekki. Það er þó huggun harmi gegn fyr- ir sveitarfélögin að vextir á erlend- um lánum eru í sögulegu lágmarki nú erlendis, eða á bilinu 0-1,5 pró- sent. Þetta minnkar vaxtabyrðina, og þar með fjármagnskostnað vegna skulda. Hækki vextirnir, eykst fjár- magnskostnaðurinn. Skuldir byrði á íbúunum  Vaxtaberandi skuldir sveitarfélaga sem tilheyra B-hluta efnahagsreiknings hafa hækkað um a.m.k. á annað hundrað milljarða milli ára  Erfiður tími framundan Skuldir dótturfyrirtækja sveitar- félaga í erlendri mynt verða íþyngjandi á næstu árum gangi gengisspár Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytisins eftir. Lágir vextir erlendis hjálpa til.                                            !   "#  $ %   BÚAST má við líflegu ferða- sumri innan- lands. Í könnun Ferðamálastofu kemur fram að níu af hverjum tíu ætla að ferðast innan- lands í sumar. Rúmlega 60% ætla eingöngu að ferðast innanlands, tæplega helm- ingur ætlar að eyða fleiri gistinótt- um á ferðalögum innanlands í sum- ar en á síðasta ári. Þrír af hverjum fimm ætla að gista í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl. Könnunin leiðir í ljós samdrátt í utanferðum landsmanna. Fjórð- ungur landsmanna segist ferðast bæði innanlands og utan og 5% ein- göngu utanlands. 8% ætla hins veg- ar ekki að ferðast í sumar. 60% ætla bara að ferðast inn- anlands í sumar Tjaldsvæði eru vin- sælasti gistimátinn. „ÞAÐ er ótrúlegt hvernig embætt- ismenn geta haldið því fram að það sé bara allt í lagi með tannheilsu ís- lenskra barna þegar 33% af þeim verst settu (15 ára) eru með níu tennur skemmdar, fylltar eða tap- aðar. Hvaða þjóðir berum við okkur saman við um heilbrigði okkar ung- menna?“ segir í harðyrtri frétta- tilkynningu frá undirbúningshópi Hjálparvaktar tannlækna í gær. Tilefnið eru ummæli sem höfð voru eftir tryggingayfirtannlækni í blaðaviðtölum á undanförnum dög- um. „Hefur hann látið í það skína að tannheilsa íslenskra barna sé með ágætum en það séu einvörð- ungu örfáir einstaklingar sem eiga við mikinn vanda að stríða,“ segir í frétt undirbúningshópsins. „Ekki virðast þessi ummæli tryggingayfirtannlæknis vera byggð á vísindalegum rökum eða rannsóknum en ágætar rannsóknir eru til um tannheilsu íslenskra barna og unglinga þó að sú yngsta sé fimm ára gömul en það er MUNNÍS-rannsóknin.“ omfr@mbl.is Gagnrýna ummæli um tannheilsu SKRÁNINGU á sumarnámskeið í Háskóla Íslands er nú lokið og var aðsókn í samræmi við það sem búist var við. Alls hafa 950 manns skráð sig til náms í sumar í 41 námskeið. Að sögn Sveins Klausen, ritstjóra kennsluskrár HÍ, kom ekki til þess að vísa þyrfti fólki frá fjöldatak- markana. Hins vegar falla þrjú eða fjögur námskeið niður vegna ónógrar þátttöku, en miðað er við að a.m.k. 20 manns skrái sig. Kennsla í flestum námskeiðum hefst í kringum 20. maí. Hátt í þúsund sækja sumarnámskeið HÍ VÖRUKARFA ASÍ hækkaði mest í verslunum Kaskó á milli janúar og maí, eða um 3,6%, og hækkunin í Nóatúni nam 3,1%. Bornar eru sam- an mælingar sem fóru fram í þriðju viku ársins; 12. til 16. janúar, og síð- an í þeirri nítjándu, eða 4. til 8. maí. Verð lækkaði um 2,6% í versl- unum 10-11, um 1,7% í Krónunni og 1,6% í Bónus. Hækkanir á hreinlæt- isvörum, drykkjarvörum og ýmsum nýlenduvörum eru áberandi í flest- öllum verslunum, en grænmeti, ávextir og mjólkurvörur lækkuðu á flestum stöðum. Samkvæmt tilkynningu frá ASÍ er hækkunin í Kaskó að mestu rakin til 12% verðhækkunar á kjöti, 8,4% hækkunar á hreinlætis- og snyrti- vörum og 5% hækkunar á drykkjar- vörum. Í stórmörkuðunum hækkaði verð vörukörfunnar mest í Nóatúni eða um 3,1%, sem að mestu er rakið til hækkana á kjötvörum (11,3%), hreinlætis- og snyrtivörum um 8%, brauð- og kornvörum (6,8%) og drykkjarvörum (5,8%). Hagkaup lækkaði verðið mest af stórmörk- uðum eða um 0,7%, þar vegur mest lækkað verð á ýmsum matvörum um 5,4%, kjötvörum um 4,8% en hækk- un var á brauði og kjötvörum um 5,9%, drykkjarvörum um 4,5% og sykri, súkkulaði og sælgæti um 4,3%. Í svonefndum klukkubúðum var mesta hækkunin í Ellefu ellefu, eða 2,5%, sem má rekja til 14,9% hækk- unar á hreinlætis- og snyrtivörum, 6,9% hækkunar á ýmsum matvörum og 3,2% hækkunar á brauði og korn- vöru. Í Tíu ellefu lækkaði heild- arkarfan um 2,6% milli mælinga sem skýrist að mestu af lækkun á græn- meti og ávöxtum (–7,4%), drykkjar- vörum (–5,1%) og kjötvörum (–3,5%) í körfunni. Verðlagseftirlit ASÍ mælir breyt- ingar á verði vörukörfu sem getur endurspeglað almenn innkaup með- alheimilis. Vörukarfan inniheldur allar almennar mat- og drykkjar- vörur. bjb@mbl.is Mest hækkun hjá Kaskó í vörukörfu ASÍ  Nýlenduvörur hækkuðu mest frá janúar  Grænmeti, ávextir og mjólk lækkuðu í flestum verslunum ! &# '(& ) (  *+&, -&          .        ) ( /( 01 2 -&, -&  &#34 5  &#, 0 6 / 00(

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.