Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 RÆÐUKÓNGAR Alþingis á þessari öld eru nú sestir í ríkisstjórn að Pétri H. Blöndal undanskildum sem talaði lengst allra á nýafstöðnu þingi. Allt þar til Pétur náði titlinum, höfðu þingmenn Vinstri grænna skipt honum á milli sín. Steingrímur J. Sigfússon talaði lengst á fjórum þing- um af níu á öldinni, Jón Bjarnason á þremur þingum og Ögmundur Jón- asson á einu þingi. Steingrímur á metið frá 127. þinginu, þegar hann kom 471 sinni í ræðustól og talaði í tæpar 44 klukkustundir. Þess ber að geta að 129. og 134. þingin voru stutt og teljast ekki með í meðfylgjandi töflu. Þegar ríkistjórnarskipti urðu 1. febrúar sl. bar svo við að ferðum þre- menninganna í VG í ræðustól Alþingis fækkaði stórlega en þingmenn Sjálfstæðisflokksins færðust allir í aukana. sisi@mbl.is Ræðukóngarnir eru sestir í ríkisstjórn          0 ! + & 7 !-1 8! && 7( " 7(9   !& (00       0 ! + & 7 !-1 8! && 7( " 7('%  "      8! && 7( " 0 ! + & 7 !-1 7('%  "                !"  !"# "!"  ! "! !  ! $ % $% $  #0  0 +     0 ! + & 7 !-1 8&   #9: " ;& %() 0%<"=    "  7('%  " 0 ! + & 7 !-1 ;& %() 0%<"=       7('%  " 8! && 7( " )" 1 ( (00                    !  ! # !"# #!  !" "!  #!  ! #!   #0  0 +     7('%  " 0 ! + & 7 !-1 8! && 7( "      0 ! + & 7 !-1 7('%  " ) 0  ;&  >=      ?:0&  ' @ A 7($ !1"=>A B -9 & ! (00                    ! !" !   !  ! !" ! !  !  #0  0 + ÞVÍ fylgir ætíð talsverð eftirvænt- ing hjá þingmönnum þegar dregið er um sæti í þingsalnum. Sæti númer 13 þykir um margt vera sérstakt. Sætið er gegnt ut- anríkisráðherra og er jafnan nefnt forsætisráðherrasætið, því í því sátu forsætisráðherrar á árunum 1987-’91. En fleira kemur til. Það hefur nefnilega sýnt sig, að þeir sem hreppa sætið hafa gjarnan átt vís- an frama í þinginu. Meðal þing- manna sem þarna hafa setið á öld- inni eru Ásta R. Jóhannesdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Sól- veig Pétursdóttir, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, Kristján Möller, Katrín Júlíusdóttir og Jón Bjarna- son. Þau tvö síðastnefndu eru ein- mitt nýir ráðherrar í sitjandi rík- isstjórn. Í gær hreppti Ragnheiður Elín Árnadóttir sætið. En seta í sæti 13 boðar ekki alltaf gott. Síðust til að sitja þar var Arnbjörg Sveinsdóttir, en hún datt einmitt af þingi í síðustu kosningum. Jón Bjarnason Katrín Júlíusdóttir Sæti núm- er þrettán boðar gott ÝMSIR hafa velt því fyrir sé hvort 98 daga seta nýkjörins forseta Alþingis, Ástu R. Jóhann- esdóttur, í síð- ustu ríkisstjórn hafi verið sú stysta í sögunni. Svo reynist ekki vera, þegar sag- an er skoðuð. Sá sem hefur setið styst í einni ríkisstjórn er Ólafur Thors. Hann kom inn í ráðuneyti Ásgeirs Ás- geirssonar 14. nóvember 1932 í kjölfar þess að Magnús Guðmunds dómsmálaráðherra hafði í undir- rétti verið dæmdur í 15 daga fangelsi vegna aðildar að gjald- þrotamáli. Magnús var sýknaður í Hæstarétti og tók að nýju sæti í ríkisstjórn 23. desember. Ólafur vék úr stjórninni eftir 40 dag setu sem dómsmálaráðherra. Ólafur varð síðar ráðherra í mörgum ráðuneytum í samtals rúm 16 ár. Aðrir ráðherrar sem setið hafa stutt eru Stefán Jóhann Stef- ánsson utanríkisráðherra (1941), 61 dag og Jón Pálmason landbún- aðarráðherra (1949), 99 daga. sisi@mbl.is Hefur ekki setið styst Ásta R. Jóhannesdóttir Morgunblaðið/Eggert Fylking Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands voru fremstir þegar gengið var úr Dómkirkjunni í alþingishúsið. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ALÞINGI Íslendinga kom saman í gær í fyrsta sinn að loknum alþing- iskosningunum. Búast má við því að aðildarumsókn að Evrópusamband- inu verði helsta mál hins nýja þings. Þingsetningarathöfnin hófst með hefðbundum hætti kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. For- seti Íslands, biskupinn yfir Íslandi, forseti Alþingis, ráðherrar og al- þingismenn gengu fylktu liði til kirkju. Séra Helga Soffía Konráðs- dóttir, prestur í Háteigskirkju, pre- dikaði. Athygli vakti að nokkrir þingmenn kusu að sækja ekki guðs- þjónustuna, heldur stóðu í sólinni á Austurvelli þegar gengið var til kirkjunnar. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti 137. löggjafarþingið og flutti stutta ræðu. Forsetinn sagði m.a. að aldrei fyrr hefði al- þingiskosningar borið að með slík- um hætti og mikilvægt væri að geta nú „fagnað því að þjóðin tók af ör- yggi og festu valdið sem henni bar í sínar hendur“. Ólafur gerði einnig aðild- arviðræður að Evrópusambandinu að umtalsefni og sagði: „Enn eru hér alþingismenn sem kynntust því á yngri árum hvernig ágreiningur um tengslin við önnur ríki klauf þjóðina í herðar niður, sundraði samstöðu á örlaga- stundum. Allir vita að umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu getur orðið, ef illa tekst til, efnivið- ur í slíkan klofning og því þarf öll meðferð málsins að vera með þeim hætti að sem flestir verði sáttir.“ Að ræðu Ólafs lokinni hylltu þingmenn fósturjörðina með fer- földu húrra samkvæmt venju. Síðan tók starfsaldursforseti, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, við fundarstjórn, og stjórnaði kjöri kjörbréfanefndar. Móttaka var haldin í alþingishús- inu og að henni lokinni voru kjör- bréf afgreidd og nýir þingmenn unnu drengskaparheit að stjórn- arskránni. 20 þingmenn unnu eið- inn. Starfsaldursforseti stjórnaði síðan kjöri forseta, kosnir voru varaforsetar og kosið í fastanefndir Alþingis og til Íslandsdeilda þeirra alþjóðasamtaka sem Alþingi á aðild að. Að síðustu var hlutað um sæti þingmanna samkvæmt venju. Nýkjörinn forseti, Ásta R. Jó- hannesdóttir, boðaði endurskoðun á starfsháttum og vinnutíma þingsins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra flytur stefnuræðu sína mánudagskvöldið 18. maí og hefst hún klukkan 19.50. Bein útsending verður frá umræðunni í útvarpi og sjónvarpi. ESB efniviður í klofning  Forseti Íslands sagði að meðferð ESB-málsins yrði að vera með þeim hætti að sem flestir yrðu sáttir  Þjóðin tók valdið sem henni bar í sínar hendur Morgunblaðið/Kristinn Eiður Svandís Svavarsdóttir er eini nýi þingmaðurinn sem jafnframt er ráð- herra. Hún undirritaði í gær eiðstaf að stjórnarskránni og Helgi Bernódus- son, skrifstofustjóri Alþingis fylgdist með. Blað var brotið í sögu Alþingis í gær við kjör forseta og vara- forseta þingsins. Forsetinn og allir varaforsetarnir eru konur. Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, var kjörin forseti Al- þingis með 59 atkvæðum. Þrír greiddu ekki atkvæði og einn þingmaður var fjarstaddur. Sex varaforsetar voru kjörn- ir: Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, Þuríður Backman, Álfheiður Ingadóttir, Ragnheið- ur Ríkharðsdóttir, Siv Friðleifs- dóttir og Unnur Brá Konráðs- dóttir. Þetta eru mikil tíðindi því lengst af hefur Alþingi verið stjórnað af körlum. Frá end- urreisn Alþingis árið 1845 allt fram til 1961 voru karlar í for- setastóli, en það ár var Ragn- hildur Helgadóttir kjörin forseti neðri deildar Alþingis. Guðrún Helgadóttir var kjörin forseti sameinaðs Alþingis fyrst kvenna árið 1988. Alþingi hefur starfað í einni deild frá árinu 1991 og hafa þrjár konur gegnt embætti forseta Alþingis frá þeim tíma, Salome Þorkels- dóttir, Sólveig Pétursdóttir og nú Ragnheiður Ásta Jóhann- esdóttir. Loks var kosið í fastanefndir þingsins. Nefndir koma saman á mánudag, þar sem kosnir verða formenn og varafor- menn. Blað brotið á þingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.