Morgunblaðið - 29.05.2009, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 2 9. M A Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
144. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«AÐALSKONA VIKUNNAR
LÍFIÐ ER SÁTT OG
SAMVISKUSEMI
«HJALTALÍN ÁSAMT KAMMERSVEIT
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
FØROYA Tele, stærsta fjarskipta-
fyrirtæki Færeyja, hefur haft sam-
band við Landsbankann vegna hugs-
anlegra kaupa á Vodafone á Íslandi,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins.
Føroya Tele er í eigu færeyska
ríkisins og er í beinni samkeppni við
Vodafone í Færeyjum, sem er dótt-
urfélag Teymis, móðurfélags Voda-
fone á Íslandi. Á grundvelli nauða-
samnings Teymis mun bankinn fara
með 57,2% hlutafjár í Teymi, en á
fimmtudag í næstu viku á fundi lán-
ardrottna kemur í ljós hvort samn-
ingurinn fær brautargengi. Lands-
bankinn var langstærsti lánar-
drottinn Teymis.
Fjölmörg fyrirtæki hafa haft sam-
band við Landsbankann undanfarið
með fyrirspurnir um Vodafone. Ef
bankinn ákveður að selja eignarhlut
sinn í náinni framtíð verður það að-
eins að undangengnu ströngu og
gegnsæju tilboðsferli, en nýlega
stofnaði bankinn tvö umsýslufélög
vegna yfirtekinna eigna. | 16
Føroya Tele vill
kaupa Vodafone
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
GJÖLD hækka á áfengi, tóbak, bensín
og olíu nú þegar frumvarp Steingríms
J. Sigfússonar fjármálaráðherra þess
efnis hefur verið samþykkt. Gjöld á
áfengi og tóbak hækka um 15%, bens-
íngjald hækkar um 10 krónur á lítrann
en olíugjaldið um fimm krónur. Þá
hækka bifreiðagjöld um 10%. Áætlað
er að þetta skili 4,4 milljörðum í rík-
issjóð á ári. Þar af eiga álögur á áfengi
og tóbak að skila 1.700 milljónum.
Hermann Guðmundsson, forstjóri
N1 segir álögurnar á eldsneyti nú
mjög miklar miðað við fyrir nokkrum
mánuðum. „Stjórnvöld hafa nú hækk-
að eldsneytisverð um 16 krónur á
fáum vikum og eru álögur ríkisins nú í
hæstu hæðum.“ Forstjóri Skeljungs,
Einar Örn Ólafsson, heitir á stjórn-
völd að ná árangri í gengismálunum
svo að hækkunin gangi til baka.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
sagði yfirvöld í skattavíking gegn bif-
reiðaeign og -notkun landsmanna.
Fulltrúar bæði SA og ASÍ mættu fyr-
ir þingnefndir í gærkvöldi og töluðu
samkvæmt heimildum mjög gegn
frumvarpinu þar. Þórður B. Sigurðs-
son, formaður Hagsmunasamtaka
heimilanna, segir að setja hefði átt há-
mark á verðtrygginguna áður en farið
var út í svona aðgerðir, svo að þær
spiluðu ekki með skuldir heimilanna.
Hann talar um ríkisverðbólgu.
8 milljarðar á bök heimilanna
Tryggvi Þór Herbertsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, sagði í
umræðum á Alþingi í gærkvöldi að
frumvarpið þýddi 2,7 milljarða króna
tekjuauka ríkisins á þessu ári, en átta
milljarða hækkun á skuldum heimil-
anna. Hagfræðingar sem rætt var við
í gærkvöldi rengja ekki þessa fullyrð-
ingu, hún sé nokkuð nærri lagi. Þór-
ólfur Matthíasson prófessor bætir því
þó við að tekjuaukinn komi strax í rík-
issjóð en skuldaaukningin leggist á á
næstu áratugum. Tryggvi beri því
saman epli og appelsínur. Gylfi Zoëga
prófessor rengir ekki heldur fullyrð-
ingu Tryggva Þórs. Enginn góður
kostur sé hins vegar í stöðunni, þótt
mismunandi skattahækkanir hafi
mismunandi áhrif.
Sækja milljarða 4
Mjög óvinsælar aðgerðir
Óánægja heyrist úr öllum hornum með
skattahækkanir Steingríms í gærkvöldi
SIGRÍÐUR
Björnsdóttir, for-
maður félagsins
Blátt áfram, fagnar
átta ára fangels-
isdómi Hæstaréttar
yfir manni sem
beitti stjúpdóttur
sína kynferðisof-
beldi um árabil. Sig-
ríður vonar að dómurinn verði þol-
endum hvatning til þess að kæra.
»2
Fagnar þyngsta dóminum
fyrir kynferðisofbeldi
Sigríður
Björnsdóttir
SUNNLENDINGAR eru enn að
vinna úr afleiðingum jarðskjálft-
anna sem riðu yfir fyrir sléttu ári
og færðu Hveragerði um 15-20 cm.
Gróðurhúsin í Fagrahvammi í
Hveragerði skemmdust ásamt
tækjabúnaði og var ekki talið borga
sig að gera við. Ekki verður byggt
upp að sinni og því verða Fagra-
hvammsrósirnar þekktu ekki rækt-
aðar þar næstu árin. »12
Ár liðið
frá jarð-
skjálfta
Morgunblaðið/RAX
HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK
R E Y K J A V Í K U N I V E R S I T Y
LÖGFRÆÐI
BA / ML
LÁTTU TIL ÞÍN TAKA!
W
W
W
.H
R
.I
S
Umsóknarfrestur er til 31. maí
VIÐ HRSérblað um
TÍSKU
fylgir Morgunblaðinu í dag
Lífstíl Förðun Heilsa