Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 Kvartbuxur frá Str. 36-56 Bæjarlind 6 sími 554 7030 Opið í dag kl. 10-18 Eddufelli 2, sími 557 1730 Opið í dag kl. 10-18 ÚTSKRIFTARGJAFIR Iittala - Georg Jensen - Rosendahl - Eva Solo Normann - Menu - Stelton - Holmegaard NORÐLINGAHOLTSSKÓLI, undir stjórn Sifjar Vigfúsdóttur, hlaut ný- lega Fjöreggið, verðlaun SAMFOKs. Fjöregg SAMFOKs var fyrst veitt ár- ið 2002. Tilgangurinn með veiting- unni er fyrst og fremst að þakka fyr- ir og vekja athygli á því sem vel er gert í grunnskólum borgarinnar. Norðlingaholtsskóli hóf störf í árs- lok 2005. Þar hafa verið farnar ótroðnar slóðir frá upphafi. Má þar nefna að vinnutímaskipulag kennara er með öðrum hætti en tíðkast víðast hvar. Allt starfsfólk ber ábyrgð á öll- um nemendum sameiginlega. Fjöregg SAMFOK árið 2009 LJÓSIÐ, endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð fyrir krabbameins- greinda, fer af stað með námskeið í 12 spora kerfinu frá miðjum ágúst nk. fyrir krabbameinsgreint fólk. Námskeiðið er uppbyggt fyrir fólk sem vilja auka lífsgæðin, bæði and- lega og félagslega. Kynning- arfundur um námskeiðið verður haldinn á miðvikudag nk. kl. 11 í húsnæði Ljóssins, Langholtsvegi 43. 12 spora námskeið HINN 1. júní nk. fagnar Thorvalds- ensbasar 108 ára afmæli sínu. Í til- efni þess bjóða félagskonur upp á kaffi og vöfflur í versluninni kl. 10- 16. Thorvaldsensbasar var upp- runalega opnaður í Austurstræti 6 og fjórum árum síðar keypti Thor- valdsensfélagið Veltusund 3 sem nú er Austurstræti 4. Þar er verslun félagsins enn í dag. Frá fyrstu tíð hafa íslenskar vörur, og þá helst ís- lenskt handverk, verið stolt versl- unarinnar. Thorvaldsensbasar ÁGÚSTA G. Sigfúsdóttir og Auður Andrésdóttir úr Zontaklúbbi Reykja- víkur færðu Krabba- meinsfélagi Íslands ný- verið 300.000 krónur að gjöf úr Margrétarsjóði félagsins. Styrkurinn er framlag til eflingar kynn- ingarstarfi um krabba- meinsleit fyrir konur af erlendum uppruna, með- al annars með útgáfu fræðslubæklings og fræðsluefnis á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Gjöf Guðrún Agnarsdóttir tók við gjöfinni af Ágústu G. Sigfúsdóttur og Auði Andrésdóttur. Zontaklúbbur gefur gjöf STUTT LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu handtók síðdegis í gær 22 ára karl- mann, sem grunaður er um að hafa verið í vitorði með tveimur tvítugum mönnum, sem brutust inn hjá úrsmiði á Seltjarnarnesi á mánudagskvöld, börðu hann og bundu. Úr, keðjur og skargripir, sem mennirnir stálu, eru komin í leitirnar, eins og sjá má á myndinni. Mennirnir stálu 60 armbandsúrum, u.þ.b. 70-90 armbandskeðjum og 4 karlmannsgullhringum. Þegar mennirnir voru handteknir sögðust þeir hafa sett þýfið upp í fíkniefnaskuld. Lögreglan fann það hins vegar í gær. Grunur leikur á, að senda hafi átt munina úr landi og koma þeim þar í verð. Tóku þann þriðja og fundu þýfið Morgunblaðið/Júlíus Með ránsfenginn Lögregluna grunar að mennirnir, sem brutust inn á Sel- tjarnarnesi, hafi ætlað að senda þýfið úr landi. Sá þriðji náðist í gær. MÚLALUNDUR, elsta öryrkjuvinnustofa landsins, fagnaði í gær hálfrar aldar afmæli og var haft opið hús af því tilefni. Meðal gesta voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra sem hér gerir að gamni sínu við Sigga Johnie, starfsmann Múlalundar. Heið- ursgestir skoðuðu framleiðsluna sem er af margvíslegum toga. Héldu upp á 50 ára afmæli Múlalundar Morgunblaðið/Heiðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.