Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 18
18 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009
„MÉR finnst að
menn eigi alltaf
að vera á útkikk-
inu til að sjá
hvernig hægt er
að auka við
námsumhverfi
barnanna og
nota það sem er í
kringum okkur
til að börnin hafi
gagn og gaman
af náminu,“ segir Helgi Grímsson,
skólastjóri í Sjálandsskóla, sem
hlýtur menntaverðlaunin fyrir að
stuðla að nýjungum í námsefn-
isgerð.
Helgi hefur m.a. samið efni á
sviði náttúru- og samfélagsfræða
og sett það fram í nýstárlegu formi,
s.s. námsspilinu Fróðleik.
Hann segir námsefni vera að
þróast til betri vegar með því sjón-
armiði að mismunandi efni hæfi
mismunandi einstaklingum og skól-
um. „Heimurinn er hafsjór af upp-
lýsingum og viðfangsefnum sem
hægt er að vinna með börnunum,“
segir Helgi sem hefur sjálfur haft
það að viðmiði að færa kennsluna
út fyrir bækurnar og tengja efnið
við nærumhverfi barnanna til að
dýpka skilning þeirra.
„Náttúran og umhverfi okkar
eru óþrjótandi uppspretta náms-
tækifæra. Einn steinn getur kennt
mjög margt, hann getur verið lóð í
íþróttum, vettvangur náttúruskoð-
unar með stækkunargleri, hann má
nota til að læra um þyngaraflið eða
verið yrkisefni í ljóði. Hvað sem er
ef kennarar eru vakandi fyrir því
sem er í umhverfinu.“
Þessa dagana er Helgi að smíða
námshefti sem heitir 1918 þar sem
tengd eru saman samfélags- og
náttúrufræði. „Þetta stórmerkilega
ár í Íslandssögunni þegar á okkur
dundi frostaveturinn, Kötlugos,
spænska veikin og svo fullveldið.
Það hvernig menn unnu sig út úr
þessum aðstæðum þá hefur alveg
ótrúlega vísun í nútímann.“
Námsefnið
í náttúrunni
Helgi
Grímsson
„ÉG kenndi þremur kynslóðum við Réttarholtsskóla, þannig að þetta er orð-
inn dágóður fjöldi,“ segir Þorvaldur Jónasson, en hann hlýtur Mennta-
verðlaunin í ár fyrir ævistarf sitt við kennsluna. Þorvaldur hóf árið 1964
störf sem myndmennta- og skriftarkennari við Réttarholtsskóla í Reykjavík
og starfaði þar til ársins 2008. Honum telst til að hann hafi kennt u.þ.b. 7.000
nemendum við skólann og um 2.000 til viðbótar á ýmsum námskeiðum og við
Kennaraskólann (nú KHÍ). „Ég byggi mína kennslu á gömlum og klassískum
aðferðum en svo hef ég reynt að skírskota til nútímans og hef unnið mikið
félagslega með nemendum,“ segir Þorvaldur.
Segja má að hann hafi verið á undan sinni samtíð þegar hann hafði for-
göngu um kennslu um ýmis þjóðfélagsmál líðandi stundar í 10. bekk Rétt-
arholtsskóla; stjórnmál, fjármál, vinnumarkaðsmál og fleira og má kalla for-
vera þess sem nú heitir lífsleikni og er í aðalnámskrá grunnskólanna. „Við riðum svolítið á
vaðið með það og ég held að það sé að sumu leyti aðall við þennan skóla,“ segir Þorvaldur.
Hann er nú hættur grunnskólakennslu en heldur enn námskeið í skrautritun fyrir fullorðna.
Hann segist alltaf hafa gaman af því að sjá gamla nemendur skjóta upp kollinum hér og þar í
samfélaginu og man þá flesta vel enda hefur hann ekki síður gaman af ættfræði en kennslunni.
Um 10.000 nemendur í minninu
Þorvaldur
Jónasson
„SKÓLI er ekki
húsnæði, heldur
starfið sem í því
fer fram,“ segir
Sif Sigþórsdóttir,
skólastjóri Norð-
lingaskóla. Skól-
inn þykir vel
heppnað dæmi
um nýsköpun í
skólastarfi og
uppsker fyrir
vikið menntaverðlaunin í ár. Norð-
lingaskóli hefur nú nýlokið fjórða
starfsári sínu en er enn hýstur í
bráðabirgðahúsnæði og gantast Sif
með það að eina varanlega skóla-
stofan sé Björnslundur í nágrenni
skólans, enda er útikennsla mikið
notuð.
„Við leggjum áherslu á ein-
staklingsmiðað nám, nemendurnir
okkar gera allir áætlun í hverri ein-
ustu viku um hvað þeir ætla að læra
og hvernig þeir ætla að ná mark-
miðum sínum.“ Að sögn Sifjar hef-
ur það sýnt sig að nemendur sem
fái sjálfir að móta viðfangsefnin og
námshraðann ná þeim markmiðum
sem sett eru í námskrá áður en 10
ára skólaskyldu lýkur.
Börnin njóta frelsis
„Þetta snýst um það að skólinn á
að laga sig að nemendunum sem í
hann ganga en ekki öfugt og ég
held reyndar að margir skólar séu
að reyna að feta sig eftir þessari
leið. Það geta ekki allir unnið eftir
sömu aðferð jafnhratt, það er hugs-
unarháttur sprottinn úr iðnbylting-
unni og löngu úreltur að okkar
mati. Við viljum að margbreytileik-
inn fái að njóta sín, þau búa við
ákveðið frelsi vegna þess að í lýð-
ræðislegu samfélagi njótum við
þess að búa við ákveðið frelsi.“
Drög liggja nú fyrir að nýju, var-
anlegu húsnæði fyrir Norðlinga-
skóla og komu bæði nemendur,
starfsfólk og foreldrar að því að
hanna skólann, sem verður vonandi
reistur á næstu misserum.
Nemendur
móta námið
Sif
Sigþórsdóttir
SYLVÍA Pétursdóttir lauk kennaranámi fyrir 5 árum og hefur síðan kennt
við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Hún hlýtur menntaverðlaunin í ár sem ung-
ur kennari sem sýnt hefur hæfileika í upphafi ferilsins og lagt alúð við starf
sitt. „Maður verður að vera óhræddur við að prófa nýjar kennsluaðferðir og
þreifa sig áfram. Ef það misheppnast skiptir það ekki öllu máli, þá veit mað-
ur hvað virkar ekki og prófar eitthvað annað næst,“ segir Sylvía, sem telur
nauðsynlegt að nota fjölbreytta nálgun að námsefninu.
„Til dæmis þegar maður kennir yngstu börnunum að lesa og leggur inn
nýjan staf. Við látum þau læra hann með söng, þau móta hann í leir og setja
stafinn í kastala eftir því hvort hann er samhljóði eða sérhljóði. Það skiptir
máli að nota margs konar aðferðir til að höfða til allra.“
Áslandsskóli hefur verið í mikilli uppbyggingu síðan hann var stofnaður
2001 og hefur Sylvía tekið virkan þátt í því starfi, m.a. í uppbyggingu á sviði SMT, hvatning-
arkerfis sem umbunar fyrir jákvæða hegðun. Sylvía segir fyrstu árin 5 í kennslunni hafa verið
lærdómsrík og starfið verði betra með hverju árinu. „Manni fer að þykja vænt um börnin og
maður kynnist fjölskyldunum líka. Þetta er bara svo skemmtilegt og svo er enginn dagur
eins.“
Enginn dagur eins í kennslunni
Sylvía
Pétursdóttir
SAGT er að í kreppu verði klæðnaður íburðarmeiri en í góðæri. Fólk vilji flýja veruleikann og klæða sig upp í gull og
bera glingur. Ef marka má haustlínu mexíkóska fatahönnuðarins Albertos Rodriguez verður glysið í fyrirrúmi næsta
misserið. Hann var meðal þeirra sem sýndu á tískuvikunni í Mexíkóborg nýverið.
Reuters
Glys og gull á pöllunum
Omeprazol Actavis
- öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði
Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur ómeprazól sem hemur seytingu á magasýru. Omeprazol Actavis er notað við
tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum, samtímis notkun lyfja sem innihalda
claritrómýcín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, samtímis notkun lyfja sem innihalda atazanavír. Varúð: Gæta skal
sérstakrar varúðar: Ef verulegt og óvænt þyngdartap verður, við endurtekin uppköst, ef erfiðleikar eru við að kyngja, við
blóðuppköst eða blóð í hægðum, ef lifrar- eða nýrnastarfsemi er skert. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota
lyfið nema að ráði læknis. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga/brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður en lyfið
er notað. Akstur og notkun véla: Aukaverkanir, svo sem þreyta, svimi og sjón- og heyrnartruflanir, geta komið fram og geta
haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir eru niðurgangur, hægðatregða,
vindgangur, ógleði, uppköst, svefntruflanir, sundl, höfuðverkur eða þreyta. Þessar aukaverkanir verða yfirleitt vægari við
áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir: Fullorðnir: 1 sýruþolið hylki eftir þörfum. Ekki má nota meira en 20 mg á
sólarhring. Ef einkennin hverfa ekki eftir að Omeprazol Actavis hefur verið notað í 14 daga skal hafa samband við lækninn
vegna þess að einkennin gætu verið af öðrum orsökum. Gleypa á sýruþolnu hylkin með glasi
af vökva. Sýruþolnu hylkin ætti að taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á
fastandi maga. Hvorki má tyggja né mylja sýruþolnu hylkin. Lesið vandlega leiðbeiningar sem
fylgja lyfinu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Janúar 2009.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
I
/
S
ÍA
/
A
C
TA
V
IS
9
0
3
0
3
0
Af litlum neista…
20 mg, 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki
Nýttmagalyf
án lyfseðils
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
ÍSLENSKU menntaverðlaunin voru afhent í gær við
hátíðlega athöfn í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands, stofnaði til verð-
launanna árið 2005 og afhendir þau árlega fjórum ein-
staklingum eða skólum.Verðlaunin eru veitt í fjórum
flokkum.
Í fyrsta lagi skóla sem sinnt hefur nýsköpun eða far-
sælu samhengi í fræðslustarfi, í ár er það Norð-
lingaskóli. Þá er árlega heiðraður kennari sem skilað
hefur merku ævistarfi eða á annan hátt skarað fram
úr. Þorvaldur Jónsson hlýtur þau verðlaun í ár. Ung-
um kennara sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt
hæfileika og lagt alúð við starf sitt eru veitt verðlaun
og hlýtur þau í ár Sylvía Pétursdóttir kennari.
Að síðustu fær verðlaun höfundur námsefnis sem
stuðlað hefur að nýjungum í skólastarfi og eru þau í ár
veitt Helga Grímssyni skólastjóra.
Morgunblaðið/Kristinn
Viðurkenning Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt þeim, sem fengu viðurkenningu að þessu sinni. Var
stofnað til verðlaunanna árið 2005 og eru þau veitt árlega fjórum einstaklingu eða skólum.
Íslensku mennta-
verðlaunin afhent
Viðurkenning til einstaklinga og skóla sem skara fram úr